Morgunblaðið - 01.03.1955, Side 2

Morgunblaðið - 01.03.1955, Side 2
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1955 2:j Rceða Biarna Beneúiktssonar 1 " » \ “iij9 «§!'!£JtiUe I f \ i ’*■ BÍergur' Sigurbj-örnssonj Jlas/ /Upp Framh. af bls. 1 drt^cjarvert, er sá megin muöUr á- röksemdunum fyrir syndum xíkisstjórnarinnar í þessum efn- xim, er kom fram annars vegar lijjá hv. 5. landsk. þm. Emil Jóns- s^ni og hv. 2. þm. Reykv., Einari <llgeirssyni, og hins vegar hjá liiv: lansk. þm. Gylfa Þ. Gíslasyni, ■og :hv. landsk. þm. Bergi Sigur- björnssyni. Þeir fyrr nefndu sögðu, að ríkisstjórnin hefði geng- ið svo freklega í álögum á lands- xnenn, — og tekið af þeim svo xhikið fé, að þess vegna væri ó- bjájcvæmilegt fyrir verkalýðinn að krefjast nú launahækkana, að Jiví er manni hlaut að skiljast, iyrst og fremst til þess að standa ulndir hinum gífurlegu álögum ríkisvaldsins. Þeir síðar töldu — og þá einkum sá fyrr taldi hv. laiíclsk. þm. Gylfi Þ. Gíslason, lágði á það megin áherzlu og lik. 8. landsk. í öðru orðinu, en iámn var nú meira reikandi í !>þim efnuni eins og ýmsum fleir- ujn, — þeir lögðu á það áherzlu, að ríkisstjórnin hefði komið svo xhikilli fjárþenzlu á hér, þ.,é. a. s. .sett of mikið fjármagn til fram- kvæmda, að það hefði boðið svo xríikið í vinnuaflið og gert að- stöðu verkamanna svo létta til kauphækkana, að ekki yrði kom- ist hjá því eins og hv. þ. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að ríkisstjórnin af þessum sökum bæri verulega ábyrgð á því, sem nú væri fram- ufidan. OF MIKLAR FRAMKVÆMDIR Annars vegar er því þá sem sagt haldið fram, að ríkisstjórnin iþyþgi mönnum með álögum og ■btahdi á móti framkvæmdum, lún6 vegar, að ríkisstjórnin standi fyrir of miklum framkvæmdum, veiti of mikla atvinnu í land- dtlu. Hvernig er nú hægt að sam- ræma þessar ásakanir, sem meira að segja koma hvort tveggja frá mönnum úr sama flokkinum þ. o. Alþfl. Það væri hugsanlegt að þetta rækist ekki á, ef það •vjæru menn af gjörólíkri skoðun, sem héldu uppi þessum ásökun- um, annars vegar hið harðsvír- aða fjármálavald Landsbankans, sem við stundum heyrum talað um og hv. landsk. þm. Bergur Sigurbjörnsson, vitnaði í, og svo hins vegar öfgamaður nýsköp- unarinnar, hv. 2. þm. Reykv. Við vjtum, að það er sagt, að þessir aðilar séu ekki á sama máli. En þegar í sama orðinu, frá mönn- um úr sama flokki og meira að setýa úr sama hálsi eins og hjá bv. 8. landsk. þm. Bergi Sigur- björiissyni, koma fram jafn gjör- ólíkar ásakanir byggðar á jafn gagnstæðum hugsunarhætti, þá sjáum við, að hér er farið meira en lítið rangt með, og að það er eitthvað annað heldur en leit að xaunverulegum orsökum þess vanda, sem við erum staddir í, sem vakir fyrir þeim mönnum er slíkum fjarstæðum halda fram. Ég hygg einmitt, að slíkar ásakanir, bornar fram samtímis úr þessum áttum, bendi til þess, afl rikisstjórnin hafi nokkuð hitt Jönn rétta meðalveg, þrátt fyrir aiílt, í fjármálastefnu sinni: Ann- arsvegar haft varlega afgreidd fjárlög og skynsamlega stjórn á ijármáium ríkisins, hins vegar i þessu landi þar sem allt er ójgert enn, reynt að halda við efllilegum og sjálfsögðum fram- kvæmdum. NÝSKÖPI NIN HÉLT ÁFRAM Því að það er algjörlega rangt lijá hv. 2. þm. Reykv., F.inari Olgeirssyni, að framkvæmdir til uýsköpunar og atvinnuaukning- ar hafi fallið niður þegar hin margblessaða nýsköpunarstjórn lét af völdum. Það er óumdeilan- legt,,að síðan og oft við miklu erfrðari aðstæður heldur en sú ágætk stjórn átt> við að etja, hef- ur verið haldið uppi látlaúsum framkvæmdum hér á landi svo miklum, að sannast sagt er nærri ótrúlegt og raunar algjörlega ó- trúlegt, hversu miklu hefur ver- ið áorkað á tiltölulega stuttum tíma. Og það er auðvitað eðli- legt, að nú sé einkum lögð áherzla á þau mál, sem drógust aftur úr hjá nýsköpunarstjórninni og hún hafði ekki hug á eða komst ekki til að framkvæma eins og hin stórkostlega rafmagnsvirkjun, sem átt hefur sér stað á síðustu árum með virkjun Sogsins og Laxár, með byggingu Áburðar- verksmiðjunnar og nú með hin- um miklu ráðagerðum, sem þeg- ar er að nokkru leyti farið að framkvæma um allsherjar raf- magnsvirkjun á landinu. Allt eru þetta ómetanlegar framkvæmd- ir og sýna að það er algjörlega rangt, sem hv. þm. Einar Olgeirs- son, hélt fram, að nýsköpunin hefði verið stöðvuð þegar ný- sköpunarstjórnin lét af völdum. Þó að segja megi, að öðrum en mér ætti að standa nær að halda hér uppi hlut Framsfl. og sá flokkur geri sér ekki svo títt um að láta mig njóta sannmælis, þá vil ég ekki gjalda honum í sömu mynnt, og þó að hæstv. fjmrh. hafi ekki minnst á það þá var það einmitt eftir að Framsfl. kom í ríkisstj. sem haldið var áfram togarakaupum. Þannig, að um- mæli hv. 2. þm. Reykv., sem mátti skilja í þá átt að þau hefðu fallið niður með tilkomu Fram- sóknarflokksins í ríkisstj. eru al- gjörlega röng. Meira að segja sýndi Framsfl. svo mikinn áhuga fyrir togarakaupum, að hann beitti sér fyrir kaupum skipa með miklu óhagstæðari kjörum og erfiðari á allan veg heldur en nýsköpunarstjórnin hafði gert og hafði flokkurinn þó harðlega deilt á nýsköpunarstjórnina á sínum tíma. Og sýnir það, að Framsfl. hefur í þessu látið sér að kenningu verða og væri það að óskum, að fleiri færu að hans ráði um að bæta sitt illa hátt- erni. LÍFSKJÖRIN OG FRAM- LEIDSLAN Það virtist líka koma í ljós hjá hv. 2. þm. Reykv., að hann öðru hvoru í ræðu sinni vildi nú sýna einhverja viðleitni til umbetr- unar. Hann lagði sem sagt á það áherzlu að ekki væri hægt að koma fram varanlegum eða raun- verulegum lífskjarabótum nema með því að auka framleiðsluna. Þetta er alveg rétt. Þarna er ég honum alveg sammála og gleðst yfir því, ef hann hefur séð að sér í þessu og yfirgefið sínar fyrri syndir. En það er ekki nóg að iðrast í orðum heldur verður að sýna iðrunina í verki, ef vel á að fara. Og mér fannst raunar strax í þeim orðum, sem á eftir komu hjá hv. 2. þm. Reykv. slá svo mikið út í fyrir honum, að full- komin ástæða væri til að efast um, að verkin yrðu góð þegar að þeim kemur. Hv. þm. hann talaði mikið um það, að eðlilegt væri að verka- lýður fengi nú kjarabætur. Ég skal ekki ræða um það málefni hér, að neinu ráði við þessar um- ræður, til þeirra var ekki efnt í því skyni, og ég er ekki undir það búinn. En þó verður að leið- rétta þær missagnir, sem fram hafa komið. SKAPAR KAUPHÆKKUN KJARABÆTUR? Hv. þm. játar sem sagt í öðru orðinu að kjarabætur geti ekki orðið nema því aðeins að fram- leiðslan aukist. Hins vegar segir hann: Ja, það er sjálfsagt og eðlilegt að laun séu hækkuð nú vegna þess að ríkisstj. tekur svo mikið af borgurunum. Alveg gagnstætt því, sem hv. 1. landsk. þm., Gylfi Þ. Gíslason, stóð hér új' • perungaauðvaldsmáigagninu. Hins vegar heldur hv. 2. þm. Reykv., Einar Olgeirsson, því svo fram, að nú sé komið að alls herjar hruni á fjármálastefnu ríkisins og segir að ríkisstj. kepp- ist nú við, að sitja á fundum til þess að reyna að draga þetta hrun á langinn fram yfir það, að kröfur verkalýðsins hafi náð fram að ganga. Ég spyr nú: Ef það er komið að allsherjar hruni og ef það er rétt, sem hv. þm. Reykv. Einar Olgeirsson segir, að hér hafi eng- in nýsköpun átt sér stað frá því að nýsköpunarstjórnin var, er þá grundvöllur fyrir hækkuðu kaupi? Er líklegt, að verkalýður- inn hagnist á kauphækkun? Ef hrun er nú þegar orðið raun- verulegt, eins og hv. þm. segir, eru þá eðlileg viðbrögð við því, að atvinnustéttir þjóðlífsins heimti meira í sinn hlut? Ég mundi halda að flestir aðrir teldu að einhver önnur viðbrögð þyrftu þá, ef svona væri ástatt. HLUTLAUSRANNSÓKN NAUÐSYNLEG Nú viðurkenni ég alls ekki, að eins og sakir standa sé neitt hrun framundan í okkar þjóðlífi. (Hér greip Hannibal Valdemarsson fram í og spurði, hvort þá væri ekki hægt að hækka kaupið). Við skulam athuga það nán- ar, ég er ekki búinn enn og ætla heldur ekki að svara þessu til neinnar hlýtar. En hv. for- maður Alþýðusambandsins, fyrrv. þm. ísf., ég man nú ekki númerið á honum sem landsk. þm., 3. landsk. er hann víst, vil ég segja það, að ég tel alveg nauðsynlegt að það verði reynt að skera úr því, á hlutlausan hátt, hvort hér eru skilyrði fyrir því að hækka kaup. Af því að ef efnahagsástandið í Iandinu er þannig, að hægt sé að hækka kaup og atvinnu- lífið standi undir því, þá er sjálfsagt að hækka kaupið. En ef atvinnulifið er ekki þannig á sig statt nú, að það leyfi kauphækkanir, þá eru það svik við allan almenning að gera honum það ekki ljóst. Um það, hvort góðæri sé í land- inu eða ekki, má auðvitað deila á ýmsa vegu. GÓÐÆRI UNDANFARIN ÁR Það er enginn vafi á því, að góðæri hefur verið hér síðast- liðin ár að því leyti, að allir landsins þegnar hafa haft góða atvinnu, yfirleitt mjög mikla at- vinnu og svo mikla, að jafnvel afkastamestu vinnutækin hefur ekki verið hægf'að fá menn til að starfa við, eins og togarana. Hins vegar skulum við ekki gleyma því, að ísland hefur orð- ið fyrir stórkostlegum áföllum, þar sem er síldarleysið, stórkost- legum áföllum, sem gera það að verkum, því miður, að mikið af þeim framkvæmdum, sem ráðizt var í á nýsköpunarárunum, hafa enn þá orðið til einskis. Við von- um, að sá tími komi, að hinar miklu síldarverksmiðjur mali okkur gulls ígildi og bátarnir, sem voru fyrst og fremst smíð- aðir fyrir síldveiðar, geti komið hlaðnir af síld að landi, en enn hefur þetta ekki orðið. Enn hefur þessi hluti nýsköpunarinnar þess vegna mistekizt og orðið okkur stórkostleg byrði í stað þeirrar upplyftingar, sem við vonuðum að hann leiddi til. Það má því margt ræða um ástandið í okkar atvinnumálum, sem hér gefst ekki færi til. STJÓRNARANDSTAÐAN OG ÚTGERDIN En ég vil vekja athygli á því enn, að hv. 2. þm. Reykv. Einar Olgeirsson, hélt því fram, að fíamleiðslutækja, en þrátt fýrir . þáð væri ástandið slíkt, að það réttlætti kauphækkun. Áður fyrri hélt þessi hv. þm. því oft fram, að útgerðin græddi svo mikið, að auðvelt væri að bæta hag j verkamanna með því að skipta gróðanum af henni upp á milli þeirra. Nú í vetur þá urðum við í þinginu vitni þess, að hv. þm. hélt því eindregið fram, að sú aðstoð, ef við eigum að kalla það aðstoð, eða fyrirgreiðsla, sem togararnir fengju, væri allt of lítil, það væri ekki nokkur von til þess, að útgerðin gæti haldizt við, ef fyrirgreiðslan eða aðstoð- in yrði ekki miklu meiri. Svo ekki er samkvæmt þeim yfirlýs- ingum hv. þm. sjálfs mikið fé að hafa af botnvörupuskipaauð- valdinu. Þá eru það vélbátaeigendurn- ir. Ríkisstjórnin lækkaði nokkuð bátagjaldeyrishlunnindi um ára- mótin. Hverjir voru hatramastir í því að ásaka ríkisstjórnina fyr- ir þá stöðvun á atvinnuvegunum, sem hún hefði valdið með þessu og þá hættu og kúgun, sem hún væri að leiða yfir landslýðinn með þessu? Það voru einmitt flokksbræður hv. 2. þm. Reykv., Einars Olgeirssonar, það var hans málgagn hér í bænum, það var Alþýðusambandið, sem hv. þm. ásamt hv. 3. landsk., Hannibal Valdimarssyni, ræður nú mestu í, sem sendi útgeröarmönnum skevti um það, að þeir vottuðu þeim sína fyllstu samúð gegn ofsóknum ríkisstj. meðan ríkis- stj. var að reyna að koma fram þeirri lækkun bátaálagsins sem henni tókst. Þegar þetta skeyti var sent og þegar öll þessi skrif birtust í blöð unum, þá var áreiðanlega ekki ætlun þessara manna að bátaút- vegsmennirnir væru of vel haldn- ir. Er þá líklegt nú að þeir geti frekar lagt fram fé og staðið und- ir auknum tilkostnaði? VERZLUNIN AÐ HRUNI KOMIN Hv. þm. hefur oft talað um það, að verzlunin græddi mikið. Ég tók ekki eftir því, að hv. þm. nefndi verzlunina neitt í sinni upptalningu áðan, þegar hann { var að tala um þá, sem nú mok- uðu saman fé hér í landinu. Mér skildist þvert á móti, að hv. þm. væri að gefa í skyn að verzlunin væri að hruni komin vegna þess hversu illa væri að henni búið. Ef þetta hsfir verið misskilning- ur hjá mér, þá leiðréttir hv. 2. þm. Reykv., Einar Olgeirsson, það efalaust, vegna þess að sjaldnast vantar hann nú orðin. Hann nefndi, að því er ég tók eftir, það getur vel verið að mér hafi misheyrst, en ég tók ekki eftir, að hann nefndi nú nema 3 aðila, sem gætu staðið undir álögunum, mokuðu saman fé þannig, að eðlilegt væri, að þeir stæðu undir þeim kostnaði, sem leiddi af allsherjar kauphækk- un í landinu. ENDURNÝJUN SKIPA- FLOTANS Það var Eimskipafélag íslands. Ég hygg, að það sé ekkert leynd- armál með Eimskipafélag íslands, að gróði þess undanfarin ár hef- ur ekki verið meiri en svo, að hann hefur ekki einu sinni num- ið lögheimiluðum afskriftum hvað þá heldur meira. Afskrift- irnar eru miðaðar við það, að hægt sé að endurnýja skipastól- inn, að hægt sé að halda áfram atvinnuaukningu, nýsköpun og þar af leiðandi lífskjarabótum í landinu. Er það verkalýðnum til góðs eða nokkrum fslendingi til góðs, að það sé búið þannig, t. d. að Eimskipafélagi íslands, að það geti ekki endurnýjað skipaflota sinn? Verðum við ekki þvert á móti að leggja allt kapp á og telja það skyldu þess félagsskap- ar að endurnýja skipaflota sinn og láta enga stöðvun þar á, verða. Það er skoðun mín og ég hefði; haldið fram að þessu, að það væri skoðun allflestra íslendinga. Og ég man ekki betur en að hv. 2. þm. Reykv. hafi a. m. k. öðru hvoru verið með sérstökum skatt- hlunnindalögum fyrir Eimskipa- félagið til þess að það gæti end- urnýjað sín skip. NEMUR EKKI HEIMILUÐUM AFSKRIFTUM Að minnsta kosti vissi ég það? að Sigurður Guðnason var oft áhugasamur um þau efni, meðan hann sat hér á þingi. Það kann að vera að nú sé komið annað hljóð í strokkinn meðan þess mæta manns nýtur ekki við. En sannleikurinn er sá, að seinustu árin hefði Eimskip út af fyrir sig ekki þurft að halda á þessum skatthlunnindalögum vegna þess að gróði þess, sem hv. þm. er nú að reyna að gera svo mikinn í augum manna, er ekki meiri en svo, að hann nemur ekki einu sinni lögheimiluðum afskriftum, Hv. þm. talaði svo um Lands- bankann, og oft heíur hann nú talað um Landsbankann og ekki af mikilli hlýju, — enda þó að sá hlýjuskortur virðist nú bætt- ur upp með þeim átrúnaði, sem sálufélagi hans, hv. 8. landsk.. þm., Bergur Sigurbjörnsson hef- ur tekið upp á þá góðu stofnun. VARASJÓDUR LANDS- BANKANS Nú má margt segja um rekstur Landsbankans og stjórn á und- anförnum árum, og ég vil ekki láta svo sem ég hafi ætíð verið ánægSur rneð allar aðgerðir þeirr í unar. Exi það verður þó au oegja&t, aó því fé, sem Lands- bankinn safnar, er ekki kastað á glæ, því fé, sem hann leggur í varasjóð sinn, er raunverulega varið til útlána í atvinnulííi fs- lendinga, og einmitt því fé, sem hann leggur fyrir sem ágóða, má samkvæmt viðurkenndum fjár- hagslegum lögmálum verja til áframhaldandi nýsköpunar, til viðvarandi atvinnuaukningar í landinu. Ef Landsbankinn væri hindr- aður í því að safna eðlilegum varasjóðum, þá er alveg í sama mæli dregið úr möguleikum hans til þess að lána fé til nýsköpunar og ti! eðlilegs atvinnureksírar * landinu. Það mundi bitna á al- menningi í minnkandi atv’innu, í versnandi kjörum, ef komið væri í veg fyrir, að fé væi i lagt lil hliðar í þessu skyni. GÖGNIN Á BORÐ5Ð Þriðji aðilinn, sem hv þm. nefndi nú, voru okrararnir, og hann sagði að það lægi fy> ir, að það væru teknir 72% vextir. Ja, ég hef nú heyrt margt Ijótt um Landsbankann, en ég hef aldrei heyrt að hann taki 72% í vexti. Hv. þm. sagði, að ríkisstj. hefði gert sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að þessi okur- starfsemi yrði hindruð. Mér er algerlega óljóst og ókunnugt, hvað hv. þm. á við. Ef hann hef- ur einhverjar raunverulegar upp lýsingar um slíkt okur og slík lögbrot í þjóðfélaginu, þá vil ég eindregið mælast til þess að hann leggi þau gögn fram, svo að hægt sé að skerast í þann ljóta leik. Og ég vil iýsa því yfir alveg af- dráttarlaust, þannig að ekki geti leikið á neinum vafa að ríkis- stjórnin hefir ekki fengið til meðferðar neitt sem þessi um- mæli hv. 2. þm Reykv. geti helg- ast af, þannig að ef hann hefur einhverja vitneskju um slíka starfrækslu hér, þá er það atriði, sem er mjög mikilvægt að hann láti koma fram í dagsins ljós, svo að hægt sé að koma í veg fyrir slíkar aðferðir. Framh. á bls. 7 upp til að sanna og hv. 8. landsk. stöðvun hefði orðið í öflun nýrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.