Morgunblaðið - 01.03.1955, Page 6

Morgunblaðið - 01.03.1955, Page 6
6 MOKGVtSBLAÐli* Þriðjudagur 1. marz 1955 jraBBBB«4aaa ► « M ■ Vélsagar- Hjólsagar- Járnsagar- Bandsagar- Kjötsagar- Blöð 6.Þ0R81[in$B0N S JOHNSON Grjótagötu 7 -- símar 3573 og 5296 Burroughs Höfum fengið nýja sendingu af hinum viðurkenndu Bvirroughs Búðarkössum H. BENEDIKTSSON & Co. h.f. Hafnarhvoll — Reykjavík — Sími 1228. ! Vandvírkor stúlkur ■ ■ ■ geta fengið atvinnu í verksmiðjunni nú þegar. — ■ ; Uppl. í verksmiðjunni. — Ekki í síma, frá kl. 5—6 : í dag. ■ m ■ ! Nærfataefna- og prjónlesverksmiðjan h.f. - Bræðraborgarstíg 7 imm Wmi I Verzlunaratvinna m m : ■ Ungur maður, helzt vanur afgreiðslu, óskast í kjöt- ■ verzlun, sém allra fyrst. — Umsóknir leggist inn á afgr. ■ Mbl., merkt: „212 — 422“. RAFVIRKJAR óskast nú þegar. — Yfirvinna. VOLTI Simi 6458 e ' 1 « | -j E | r 1; ■ Æ £ 'm « ' FORD PREFECT Nýstandsettur, til sölu. — Uppl. í búðinni. KR. KRISTJÁNSSON H. F. Laugavegi 168—170 Þetta eru scngvararnir, sem hylltu Pétur Jónsson óperusöngvara með hljómleikum í síðustu viku, en sú söngskemmtun verður endurtekin í kvöld. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Magnús Jóns- son, Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Þorsteinn Hannesson, Guðrún Þorsteinsdóttir og Einar Sturluson. Við hljóðfærið siíur undirleikarinn Fritz Weisshappel. — Ljósm. Mbl.: C Hliómleikar 3 íil heiðurs P< HIN einstæða söngskemmtun, sem „Félag islenzkra einsöngv- ara“ efndi til s. 1. föstudagskvöld, til heiðurs Pétri Jónssyni óperu- söngvara, þótti takast með af- brigðum vel. Þegar heiðursgest- urinn var genginn til sætis i Gamla Bíói, ásamt konu sinni, dóttur og dótturdóttur kom Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fram á söngpallinn og ávarpaði Pétur með stuttri ræðu og mælti á þessa leið: „Herra Pétur Jónsson, Háttvirta samkoma. Fyrir 70 árum var reistur í Reykjavík minnisvarði við Dóm- kirkjuna. Þessi minnisvarði er úr íslenzkum steini og stendur á honum fögur harpa. Þessi varði var reistur til heiðurs trúar- skáldinu Hallgrími Péturssyni, sem „svo vel söng, að sólin skein í gegn um dauðans göng“, hon- um, sem sló hörpu sína af því- líkri andagift og snilli, að allur landsins lýður hefur hlustað hljóður og> hugfanginn um nær þriggja alda skeið. Og einnig fyrir réttum 70 ár- um fæddist í Reykjavík annar söngvari, sem átti eftir að verða snjallastur hörpuleikari á þá guðlegu hörpu, sem rödd manns- ins er. Hann hefur sungið af því- líkum þrótti, slegið sönghörpu sína með þeim glæsibrag, að munað verður eg til jafnað um langa framt'.ð. í kvöld hyllum við söngvar- ann og vininn Pétur Jónsson og óskum honum heiðríkju á ævi- kvöldi. Ég bið yður öll að r;sa úr’ sæt,- um og hrópa ferfalt húrra fyrir honum. Pétur Jónsson lengi lifi“. Að því loknu komu söngvar- arnir fram hver af öðrum og fluttu eingöngu efni ú.r heims- frægum óperum; ar'ur. tvísöngva og að lokum kvartettinn úr Rigoletto. Áhevrendur fylgdust með söngvu,-unum af l'fi og sál og var hverju atriði tekið með mikl- um fögnuði. Flutnineur söngvar- anna var undantekningarlaust með óvenjulegum glæsibrag og sýndu þeir ótv'rætt með þessum hljómleikum, að hér eftir er m»ð öllu ástæðulaust að sækja hingað erlenda söngvara til óperuflutn- ings. Því að auk hins glæsilega hóps, sem kom fram á þessum hljómleikum eigum við ýmsa 1. K. M. einsöngvara 3tri Jónssyni efnilega og liðtæka söngvara, sem mikils má vænta af í fram- t'ðinni gefist þeim tækifæri til frekara söngnáms og þjálfunar í óperuflutningi. Fjöldi fólks, sem ætlaði sér á hljómleikana varð frá að hverfa og þegar bárust miklar fyrir- spurnir um, hvort þeir yrðu end- urteknir. Fritz Weisshappel lék undir hjá öllum söngvurunum og þótt hann hefði þar erfiðu h)ut- verki að gegna leysti hann það afbragðsvel af hendi. Að hljómleikunum loknum beið mannfjöldi fyrir utan Gamla bió til þess að sjá mesta og vinsælasta söngvara, sem ís- land hefur átt, ganga út úr hús- inu. Að lokum hylltu áheyrondur hinn vinsæla og alkunna söngv- ara, Pétur Jónsson, með kröft- ugu ferföldu húrra svo undir tók í bíósalnum. Ibúft úsbast 4ra til 5 herbergja íbúð ósk- ast nú þegar til kaups milli- liðalaust. Útborgun eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardags- kvöld merkt „Góð íbúð - 415“ Jörð óskast t:l leigu í nágrenni Reykja- víkur eða nærsveitum. Æski- legt væri, að jörðin lægi að sjó og að bústofn gæti fylgt að einhverju leyti. - Tilboð, merkt: „Sjávarjörð — 412“, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. marz 1955. Sísfén Sigurðor Guðjónison - kveðja F. 2/2 1952. D. 22/2 1955. IDAG er til moldar borinn ung- ur drengur, Stefán Sigurður Guðjónsson. Það var mikil harma fregn er okkur barst það þann 22. þ. m„ að ungi vinurinn og frændi okkar hefði látizt af slys- förum. Hvernig gat þetta verið? En það kom engin skýring. — Hann var dáinn. Það voru ekki liðnir nema tveir dagar síðan við sáum hann síðast, fullán af barnslegu glað- lyndi og rólyndi sem einkenndi hann svo mjög. Þá minnti hann okkur á svo margar gleðistundir, sem við höfðum átt með honum, er hann dvaldist á heimili okkar um nokkurra vikna skeið. Sú gleði, sem hann fann til, er hann fyrst fór að geta staðið einn og óstuddur og gengið, hún var mik- il og snerti okkur djúpt. Þessar fátæklegu línur eiga að færa þér hjartanlegt þakklæti fyrir allar þessar minningar og þá sólargeisla, sem þú komst með á heimili okkar og seint gleymist. Megi heimkoma þin verða sem björtust eins og allt var í fari þínu. Guð blessi minn- ingu þína. Það er þungur harmur kveð- inn foreldrum, bræðrum, ömm- um og afa þessa unga barns og viljum við biðja algóðan Guð að styrkja þau í raunum þeirra. Hvil þú í friði, litli vinur og frændi. Ingimar Þorkelsson og' fjölskylda. X BEZT AÐ AVGLÝSA L T l MORGUNBLAÐllW T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.