Morgunblaðið - 01.03.1955, Page 8

Morgunblaðið - 01.03.1955, Page 8
8 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 1. marz 1955 usiMiifrift Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 fi mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. MerMiegum ófungu núð í varnurmólum Vestur-Evrópu 17. þing BSRB í Melaskóia í gær MEÐ fullgildingu neðri deildar vestur-þýzka þingsins á Parísar- samningnum hefur merkilegum áfanga verið náð í varnarmálum Vestur-Evrópu. Dyrnar hafa nú verið opnaðar fyrir raunhæfri þátttöku 50 milljóna Þjóðverja í þeim öryggisráðstöfunum, sem hinar vestrænu lýðræðisþjóðir hafa talið lífsnauðsynlegar til varðveizlu frelsis síns, Efri deild Bonn-þingsins á nú aðeins eftir að fullgilda samningana af hálfu Vestur-Þýzkalands. En þar hefur dr. Konrad Adenauer tryggan meirihluta fyrir þeim. Atkvæðagreiðslan um samn- ingana í neðri deild þingsins var mikill sigur fyrir stefnu Aden- auers. Aðild Vestur-Þýzkalands að Evrópubandalaginu og varnar bandalagi lýðræðisþjóðanna var samþykkt þar með 150 atkvæða meirihluta. Saar-samningurinn, sem mestur styrr haf ði staðið um, var samþykktur með 61 atkvæðis meirihluta. Hinn vestræni heimur fagn- ar þessum úrslitum. Mikil- vægur og sterkur hlekkur hef- ur bætzt í varnarkeðju lýð- ræðisþjóðanna. Atlantshafs- bandalagsrikin eru nú orðin 15 að tölu. Upphaflega voru þau aðeins tólf. Síðan bætt- ust Tyrkland og Grikkland í hópinn og nú loks Vestur- Þýzkaland. Um það getur engum lýðræðis- sinnuðum og friðelskandi manni bandazt hugur, að Atlants- hafsbandalagið er ein merki- legustu samtök, sem sagan getur um. Þegar yfirgangur og ofbeldi kommúnista undir forystu Rússa ógnaði friði og öryggi í heimin- um mynduðu þjóðir, sem skyldar eru að menningu og stjórnarhátt- um bandalag til verndar heims- friðnum, og sínu eigin frelsi og öryggi. Sárbitur reynsla hafði kennt þessum þjóðum, að ekkert nema hinar traustustu varnir geta hindrað ofbeldissegginn í að hefja árás á friðsama nágranna sína. ★ Síðan hafa hinar vestrænu þjóðir haft nána samvinnu sín í milli um eflingu land- varna sinna og uppbyggingu landa sinna. Af þessari sam- vinnu hefur mikill og merkilegur árangur orðið. — Stríðshættan hefur stórminnk að í Evrópu. Ofbeldisöflin hafa gert sér það ljóst, að árás þeirra gæli ckki leitt til sig- urs þeirra eins og málum er nú komið. Hún hlyti þvert á móti að haía í för með sér ægilegan ósigur þeirra, Við slíkar aðstæður voga kommúnistar sér ekki að hefja árásarstríð á hendur vestrænum þjóðum. Við Kyrrahaf eru varnir lýð- ræðísþjóðanna veikari og samtök þeirra yngri. Af því leiðir að þar er heimsfriðnum nú aðalhættan búin. En einnig þar er það komm únískt einræðisríki, sem friðnum ógnar. Heimurinn á Atlantshafsbanda lagi lýðræðisþjóðanna mikla þökk að gjalda. Það hefur stöðv- að sókn hins austræna ofbeldis, hindrað árásir, sem allt bendir til að hefðu orðið upphafið að nýrri heimsstyrjöld. Til þess að geta haldið áfram, að vernda heimsfrið'nn þarf það alltaf að vera öflugt og viðbúið. Það má aldrei slaka á árvekni sinni. En það er ekki nóg, að hinar vestrænu þjóðir vinni vel saman á sviði landvarna- og öryggismála. Sameiginleg á- tök á sviði efnahagsmála eru ekki síður nauðsynleg. Innri farsæld þjóðanna verður að tryggja, ekki síður en öryggi þeirra út á við. Það er vísasti vegurinn til þess að treysta grundvöll þess lýðfrelsis og mannhelgi, sem er hornsteinn Atlantshafsbandalagsins. | VanþakklæH kommúnisla EINS og menn rekur minni til, réðist blað kommúnista heiftar- lega á Hannibal Valdimarsson að loknu desemberverkfallinu haust ið 1952. Sakaði kommúnistablað- ið hann um flumbruhátt og hvers konar óforsjálni í sambandi við stjórn vinnudeilunnar og verk- fallsins. Yfir þessa misklíð slétt- ist gersamlega á síðasta Alþýðu- sambandsþingi. Þá hjálpaði Hannibal kommúnistum til þess að ná valdaaðstöðu innan þess- ara heildarsamtaka verkalýðsins í landinu. ★ Ýmisleg: bendir þó til þess, að kommúnistar séu nú þegar farn- ir að gleyma þeirri þakkarskuld, sem þeir standa í við hennan liðsmann sinn. Það hefur þannig vakið mikla athygli að þeir hafa ómögulega viljað hafa hann í framkvæmdanefnd þeirrar vinnu deilu, er rú stendur yfir. Enn- fremur snerust þeir hart gegn því, að hann tæki sæti í samn- inganefnd af hálfu þeirrar verka- lýðsfélaga í Reykjavik og Hafn- arfirði, sem sagt hafa upp samn- ingum sínum. Loks hafa komm- únistar hindrað að forseti Al- þýðusambandsins tæki sæti í 10 manna ráðgjafanefnd, sem full- trúar fyrrgreindra félaga kusu á fundi sínum s.l. sunnudag. ★ Allt sýnir þetta, að þar sem kommúnistar sjálfir hafa undir- tökin telja þeir sig ekki þurfa á aðstoð þessa ólukkufugls, Al- þýðuflokksins að halda. Þegar þá vantar ,iðstyrk á Alþýðusam- bandsþingi, er gott að geta gripið til hans og látið hann útvega það, sem á vantar til þess að komm- únistar nái takmarki sínu. Þegar kljúfa þarf Alþýðuflokkinn, þyk- ir kommúnistum líka gott að eiga einn flugumanna í þingmanna- liði hans. Öðru máli gegnir, þegar þau félög, sem kommúnistar ráða, þurfa að kjósa þýðingarmiklar nefndir. Þá þurfa þeir ekki á forseta Alþýðusambandsins að halda. Þannig nota kommúnistar að- stoðarmenn sína. Flokkshags- munir fjarstýrða flokksins, sitja alls staðar í fyrirrúmi. 17. ÞING Bandalags Starfs-' manna ríkis og bæja hófst í Melaskólanum siðdegis í gær. Bandalagsins setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. End- urkjörnir voru forsetar síðasta Bandalagsþings þeir: Helgi Hallgrímsson, fyrsti forseti, Björn Jónsson, annar forseti, og Maríus Helgason, þriðji forseti. Aðrir embættismenn 16. þingsins voru einnig end- urkjörnir. í nefndanefnd voru kosnir: Andrés Þormar, Þórður Þórðar- son, Matthías Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Pálmi .Tó- sefsson, Sveinbjörn Oddsson og Ludvig C. Magnússon. Samþykkt var tillaga þess efnis, að fulltrúi starfsmannafélags ísafjarðar sæti þingið sem áheyrnarfull- trúi. • MIKIL ÓVISSA RÍKIR í ÞESSUM MÁLUM Gerði formaður nokkra grein fyrir ályktun síðasta bandalags- þings um að kallað yrði saman aukaþing ekki síður en 1. marz til að flytja mætti skýrslu Banda lagsstjórnarinnar um viðhorf í launamálum. Benti formaður á, að mjög mikil óvissa ríkti í þess- um málum og erfitt væri að gera ályktanir um þau, sem gætu orðið úreltar eftir fáa daga. Kvað formaður því koma til mála, að frekari fundum þingsins yrði frestað, þar til málin lægju ljós- ar fyrir, t. d. síðast í marz eða í byrjun apríl. Flutti formaður síðan skýrslu Prófessor ÓB^fur Bjömssosi tkiiia ífarlega skýrslu sfjéniarinuar um viðhorf í launamáium um viðhorf í launamálum opin- berra starísmanna og var hún mjög ítarieg. Gerði hann grein fyrir, hvað gerzt hefði í launa- málum síðan síðasta þingi lauk, og að hve miklu leyti hefði verið komið til móts við þær kröfur um launabætur, er síðasta þing hefði gert. O FARIF’ FRAM Á LEID- RÉTTINGU * í FJÓRUM ADALATRIÐUM Skýrði formaður frá þeim fjórum þáttum launamála, er siðasta Bandalagsþing hafði farið fram á að :"á leiðrétta: 1. Mikið misræmi á launakjör- um starfsmanna, bæði innan Bandalagsins og samanborið við launakjör annarra stétta. Benti formaður á að leiðréttingu yrði ekki kom'.ð á í þessu efni nema með setningu launalaga. 2. Hækkaðar yrðu uppbætur á launum opinberra starfs- manna. 4. Kauptaxtar fyrir eftirvinnu opinberra starfsmanna yrðu hækkaðir í samræmi við eftir- vinnutaxta annarra stétta. • BRÁDABIRGDALAUSN í ÞREM ATRIÐUM Engin leiðrétting hefur enn fengist um setningu launalaga, VeU andl óhrifiar: Þörf róttækra ráðstafana. FYRIR helgina barst mér bréf frá S. S. svohljóðandi: „Eftir að ég las fregnina um bílslysið á Ásvallagötunni get ég hvorki né vil þegja lengur. Sam- vizka mín knýr mig til að grípa pennann. Nú hlýtur að vera orð- ið tímabært að grípa til róttækra ráðstafana gegn akstursböðlun- um. Nú orðið opnar maður varla •dagblað án þess, að þar sé getið um eitthvert bifreiðarslysið i eða utan Reykjavíkur, þar sem börn slasast eða hljóta bana. Og ég get ekki annað en undrazt það, hve rólega, eða eigum við að segja kæruleysislega, feður og mæður í Reykjavík taka þessum daglegu tíðindum án þess að koma til hugar að gera neinar ráðstafanir til að tryggja líf barna sinna eða mótmæla þessum aðförum á opinberum vettvangi. Samanburður við aðrar borgir. ÞAÐ eru að vísu margar bifreið- ar í Reykjavík í hlutfalli við íbúatölu, en göturnar eru yfir- leitt breiðar, nema þá helzt í Miðbænum og þó er það ekki þar, sem flest bifreiðaslysin verða — en það virðist sanna, að ökuníð- ingarnir aka þar gætilegar, ef til vill af ótta við að vekja á sér athveli veefarenda. Mér er ókunnugt um hlutfalls- tölu bifreiðaslysa i Reykjavík og nágrenni, en hún hlýtur að vera ískyggilega há í samanburði við aðrar borgir sömu stærðar, t.d. Stafangurs. Það væri þakkarvert, ef lögreglan í Reykjavík birti opinberlega hlutfallstölu bifreiða slysa í þessum tveimur borgum og leggi sér svo útkomuna á minnið. Ef til vill myndu þá ein- hverjar raunhlýtar ráðstafanir verða gerðar til að fækka slys- unum. Of mild refsing fyrir ökusyndir. PERSÓNULEGA álít ég, að refs- ing fyrir ökusyndir sé alltof mild hérlendis. Lögreglan í Nor- egi hefur að mestu horfið frá sekta-fyrirkomulaginu og í þess stað tekið upp fangelsisdóma og ógildingu ökuskírteina og það hefur gefið góða raun. Eins og ástandið er hér nú með tilliti til slysahættu á götum borgarinnar virðist mér það ljótur blettur á sóma íslendinga og ólíkt skap- ferli þeirra að láta við svo búið standa. Góðir borgarar! Krefjist þyngri refsinga fyrir ökusyndir, strang- ara eftirlits með ökuníðingunum og tryggið þannig lif barna ykk- ar. — S. S.“ Til eilífðar? 1/-ELVAKANDI sæll! „ Reykvíkingum þótti furðu sæta, hve seint gekk að taka nið- ur jólaskreytingarnar í Miðbæn- um eftir hátíðarnar. „Átti að geyma þær til næstu jóla?“ spurðu menn í gamni — og al- vöru. Og var það nokkur furða? Hvað veldur þessum seinagangi? í Bankastrætinu hanga enn yfir höfðum vegfaranda vírflækjurn- ar af grenisveigunum, sem prýddu það um jólaleytið. Eiga þær að vera þarna til eilífðar, þið góðu menn, sem eigið að sjá um þessar framkvæmdir? — Skyldu ekki flestir sammála mér um það, að slíkur draslaraháttur og slóðaskapur er höfuðborginni til lítils sóma — að ekki sé meira sagt. — Jón í Holtinu". en bráðabirgðalausn fékkst um hin þrjú atriðin um s.l. áramót. Gerði formaður síðan nokkurn samanburð á kröfum Bandaiags- stjórnarinnar og þeim leiðrétt- ingum, er fengizt hefðu: Uppbætur á laun opinberra sarfsmanna voru hækkaðar úr 10—15% upp í 20%, og skyldu þessar upnbætur gilda aftur :“yr- ir sig til 1. jan. 1954, þó að Banda lagsþingið hafi ekki farið fram á, að hækkun þessi gilti nema frá 1. sept 1954, enda hefði krafa þessi ekki verið sett fram fyrr en 11 mánuðum eftir að fjárlög voru afgreidd á árinu 1954. Gengið hefði verið *il móts við kröfuna um uppbætur, að svo miklu leyti sem sannanir þær, er Bandalagsstjórni hefði aflað, leyfðu. Með þeim uppbótum, er náðst hefðu væru laun í 10. flokki opinberra starfsmanna nú svip- uð og laun faglærðra iðnaðar- manna og væri þetta hlutfall til- tölulega hagstætt. Lofað hefði verið endurskoðun á töxtum, Samkomulagsumleit- anir í þessu efni væru skammt á veg komnar, en launamálanefnd Bandalagsins mundi vinna bráð- an bug að eins skjótri framvindu þessara mála og auðið yi'ði. Jafnframt hefði ríkisstjórnin lofað, að lögð yrðu fyrir næsta Alþingi launalög, sem Bandalag- ið teldi viðunandi. • VINNA BER AÐ FRAM- BÚÐARLAUSN LAUNA- MÁLA Rakti formaður síðan þær kröf ur, er ekki hefði fengizt leiðrétt- ing á. Ríkisstjórnin hefði ekki talið sér fært að verða við kröf- unni um fullar vísitöluuppbætur, né heldur hefði fengizt leiðrétt- ing um afnám lengingar vinnu- tímans. í yfirlitsgerð sinni kvað for- maður launamálanefnd einkum leggja áherzlu á, að ekki væri eltst við bráðabirgðaúrlausnir, þó að ekki bæri að meta þann árangur er náðst hefði of lítils, bæri fyrst og fremst að vinna að frambúðarúrlausn málsins. • UM TVO KOSTI AÐ VELJA Frambúðarlausn gæti orðið með tvennu móti: 1. Frjálsum samningsi'étti eins og stéttarfé- lögin innan Alþýðusambands íslands hafa. 2. Með því, að vinny að setningu launalaga. Kvað formaður fyrri úrlausn- ina til þessa hafa verið lítið rædda, þar sem litið hefði verið á allar aðgerðir til að knýja slíkt fram sem ólöglegar. Engu að síður hefði allstór hópur starfs- manna ríkis og bæja þegar beitt þessari aðferð, þ. e. verkfræð- ingar. Mæui segja að auðveldara væri að krýja fram launahækk- anir með þessu móti, en frjálsum samningsrétti fylgdi aíltaf minna öryggi. Sagðist formaður telja síðari leiðina vera þá, er bæri að fara, enda kæmi setning launalaga fyrir næsta Alþingi. Æskilegast væri, að undirbúningi að setn- ingu launalaga yrði lokið um má'naðamót maí og júní, svo að engin tof vrði á að leggja frv. til launalaga fyrir þingið þegar er fundir hætust í haust. Með þessu móti gæti einnig íengizt hagstætt mat á störfum opinberra starfs- manna, er verið hefði allt of lágt til þessa. Að síðustu ræddi formaður vaxandi dýrtíð og verðbólgu. Kvað hann óróann á vinnumark- aðinum stafa fyrst og fremst af mikilli efurspurn eftir vinnu- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.