Morgunblaðið - 01.03.1955, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.03.1955, Qupperneq 14
14 MORGUNBLA0IB Þriðjudagur 1. marz 1955 EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY *Sn Framhaldssagan 33 Irene hrópaði þetta, er hún sá Borek fór að fitla við skúffu 1 hókaskápnum, en hún vissi, að þúr geymdi hann skammbyssuna aína, en í þess stað tók hann ílösku úr hillunni, en það var gjöfin frá Johnson frá Omaha. i>au hlógu bæði. Borek drakk ekki, hann gekk um gólf og hugs- aði: Gat það verið, að Eric Brunn er hefði kært hann? Nei, það er óþaöguiegt. En hvers vegna hafði hann ekki vantreyst Brunner? Þegar allt kom til alls, var Brunn nr kommúnisti og þjáifaður með- at kommúnista. — Nei, Brunner gæti ekki gert það. En samt sem aður, enginn vissi um Kapoun nema Kral og Brunner.“ „Oldrich, mig langar til að hitta stúlkurnar í kvóld.“ „Ertu nú viss um, að það séu aðeins stúlkurnar, sem þii ætlar að hitta, og vertu ekki úti til ihorguns." „Heldurðu, að ég sé alveg búin að missa vitglóruna?" „Ekki alveg. Hvað mikið?“ „Hundrað krónur.“ „Fimmtíu verða að duga “ „Oldrich, vertu ekki svona nískur.“ „Jæja, hérna eru sjötíu krón- ur, en íarðu nú, svo að ég geti liugsað. En í alvöru, vertu ekki lengi neins staðar í kvöld. Það gæii eittnvað komið fyrir.“ „Hvað?“ „Bylting.“ „Hvað segirðu. Á móti komm- únistum?" „Nei, þvert á móti — á móti ]iinuin.“ „Heldurðu, að það geti komið til götubardaga? Ef svo skyldi vera, ætla ég að biðja Kasper að iyigja mér heim.“ „Hver er Kaspar?“ „Æ, þú ert alveg vonlaus, hve oft á ég að segja þér, að hann er unnusti Eiise Vasata." „Af hverju fylgir hann ekki lieldur Elise heim?“ „Vertu ekki svona heimskur. Þú veizt það vel, að þau rifust fyrir skömmu. En nú verð ég að íara og klæða mig.“ Borek settist niður með flösk- una í fanginu og lokaði augunum. Þannig sat hann nokkra stund og lét hugann reika. Hann velti því íyrir sér, hvort hann hefði hita, lionum fannst hann vera alls stað ar veikur og það var hroliur í honum. Hann heyrði kiukkuna tifa, og brátt heyrði hann, að Irene fór út. Hvað ætti hann að gera, ef Kapoun kæmi núna? Hann hand lék skammbyssuna í vasanum. Hann hafði aldrei skotið úr henni en hann hafði oft borið hana á tímum þýzka hernámsins og þá liafði hann verið ákveðinn að nota hana, ef hann þyrfti á því að halda. Þar sem hann sat þarna og hálf dottaði fann hann allt í einu til löngunar til að lesa bréfið frá Xral, sem komið hafði í morgun írá Zelezna Ruda, en hann vildi ekki kveikja til þess, en hann liafði lesið það svo oft um dag- inn, að hann gat farið með það í myrkrinu. Kæri Oldrich. Ég flýti mér að svara bréfi þínu, sem kom mér í uppnám. Ég er mjög undrandi á hegðun jæssa manns, sem þú hefur gert svo mikið fyrir. Hvað er hægt að gera? En það er aðeins ofbeldi, sem dugar á siíka menn. En ég get ekki fengið mig til að berja nokkurn og hend ur þínar eru of stérkar og kraft- ar þínir of miklir til þess að ég fari að ráðleggja þér að nota það. En vona, að þú haldir ekki, að ég sé að skipta mér af þínum mál- um, og ég trúi því, að þér takist að leysa þetta einhvern veginn. Ég var mjög undrandi að heyra að Eric Brunner hefði komið til þín. Ég veit ekki, hvað hann get- ur hafa viljað þér, en mér finnst það einkennilegt. Mér geðjast alltaf jafnvel að honum, en hann hatar mig án þess að ég viti hvers vegna. Hann er ákaflega óhaming j usamur. Mér finnst erfitt að njóta þess að vera í fæðingarbænum mín- um, fréttir þær, sem ég fæ frá Joan eru stöðugt versnandi, og ég er nú orðinn vonminni að geta komizt til Bandaríkjanna og þai; að auki finnst mér eins og þetta sé lognið á undan storminum, sem muni kollvarpa ölium áætl- unum. Ég veit, að þú skilur mig, ef hvor okkar bjargaði einni Jo- an, aðeins einu barni, þá bjargar hann heiminum. En það eru svo margir nú á tímum, sem vilja bjarga öllu mannkyninu og með því misþyrma og drepa það. Ég vona, að við hittumst bráð- lega. i Þinn einlægur Paul. Dyrabjallan hringdi. Ein löng, ein stutt. Það var hringing Alois Kapouns. Borek hrökk við. Honum datt í hug: Farðu ekki til dyjpa, kveiktu ekki, sittu hérna og hlust aðu. Hann stakk höndinni ósjálf- rátt niður í vasann og þreifaði á skammbyssunni. Þegar dyrnar voru ekki opnað- ar, reyndi komumaður snerilinn og fann, að hann gat snúið hon- um og gekk inn. Hann læddist úr dimmu anddyrinu inn í borð- stofuna. Hann staðnæmdist fyrir framan barnaherbergið og fór síðan inn í eldhúsið og þaðan kom hann inn í vinnuherbergi Boreks. Hann stansaði nokkrum skerfum frá Borek. Nú hikaði hann. Hérna var hann í ólæstri íbúð fjandmanna sinna. Hvað gat hann gert þeim? Hvernig átti hann að hefna sín á þeim? Borek hugsaði einnig. Hvað getur maðurinn verið að skipu- leggja núna, og hvað hafði hann verið að skipuleggja þessar síð- astliðnu vikur? Hvað vildi hann? Það glampaði á eitthvað í hendi komumanns og það var ekki fyrr en eftir stundarkorn, sem Borek áttaði sig á því, að það mundi vera skammbyssa. Borek kastaði EftirmiðcSðgs- og kvöidkjólaefni í miklu úrvali. i: tXIHirarai«Mframiranrai Sérstakt tækifæri Ensk stúlka, sem dvelur hér á landi, og talar íslenzku, óskaT eftir stúlku til heimilisstarfa hjá fjölskvidu sinni í Englandi. Verður stúlkunni samferða út. Dvalartími eftir nánara samkomulagi. Uplýsingar í síma 82943 eða 80724. íbúB til leigu Til leigu í maí n. k. kjallaraíbúð í nýju húsi á góðum stað í bænum. — íbúðin er tvö herbergi, eldhús, bað og geymsla. Sérkynding. Sérinngangur. — Tilboð ásamt uppl. um fjölskyldustærð og möguleika á fyrirfram- greiðslu, óskast sent blaðinu fyrir 5. marz n. k., merkt: „Séríbúð — 417“. i DODGE bifreið, árgangur 1946 ■ • j j með 6 manna húsi og vörupalli, er til sölu nú þegar. — | Bifreiðin er á öllum nýjum dekkjum auk 2ja vara- j dekkja á felgum. Bifreiðin er í fyrsta flokks lagi og 1 ; hefir ávallt verið ekið af eiganda. Bifreiðin er til sýnis j í porti Ræsis h. f. — Allar nánari uppl. á bifreiðaverk- I í stæði Ræsis h. f. Bújörð til sölu Laxveiðijörð í Kjósinni er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Áhöfn og búvélar geta fylgt með í kaupinu, ef þess er óskað. Allar nánari upplýsingar gefur Pétur Jakobsson, lög- giltur fasteignasali, Kárastíg 12, sími 4492. Regnkápur Stuttkápur FELDUR H.f. Bankastræti 7. Borðdúkar SATSN í gluggatjöld og rúmábreiður FELDUR H.f. Bankastræti 7. Ný sending of KJÓLUM FELDUR H.f. Laugavegi l:í 6. Pífugíuggatíöld kr. 29.50 m. Pífukappar kr.: 12.50 og 19.50 m. Pífubönd kr. 10.00 m. Einnig Rennilástöskur ákr. 58.00 FELDUR H.f. Austurstræti 10. Ný sending hatta FELDUR H.f. Laugaveg 116 Bóiffeppi Margar tegundir nýkomnar Margir mjög fallegir litir. — Einnig okkar þekktu og vinsælu Kókosgéifteppi Verðið mjög lágt Ceysir h.i Veiðarfæradeildin Verzlunarstarf Ungur reglusamur piltur getur fengið atvinnu nú þegar við afgreiðslustörf. — Uppl. í síma 3812 frá kl. 2—3 e. h. í dag. NOVO-PAN PLOTUR 16 — 19 — 22 — 25 mm. HANNES ÞORSTEINSSON & CO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.