Morgunblaðið - 09.03.1955, Side 6
I
MORGVNBLAÐI&
Miðvikudagur 9. marz 1955
360 kr. fyrir
10 rétta
Á LAUGARDAG urðu úrslit:
Aston Villa 3 — Chelsea 2 1
Blackpool 3 — West Bromw. 1 1
Bolton 1 — Sheff. Utd. 0 1
Charlton 1 — Arsenal 1 x
Huddersfield 0 — Preston 4 2
Manch. Utd. 1 — Burnley 0 1
Portsmouth 3 — Newcastle 1 1
Sheff. ‘Wedn 2 — Everton 2 x
Sunderland 1 — Cardiff 1 x
Tottenham 2 — Manch. City 2 x
Woives 5 — Leicester 0 1
West Ham 2 — Leeds 1 1
Bezti árangur var 10 réttir, sem
3 -seðlar reyndust með. Verður
ar- skiptust annars þannig:
hæsti vinningur 360 kr. Vinning-
'1. vinningur: 162 kr. fyrir 10
rétta (5).
KR ssgtaði í öKum
flokkum í knaftspyrnu
SkcmmíHegia innanhúsmófi iokið
REYKJAVÍKURMÓTINU í knattspyrnu innanhúss er nú lokið.
Bar KR þar glæsilegan sigur úr býtum, því liðsmenn þess sigr- 1
uðu í öllum flokkum — og í sumum með sérstökum glæsileik.
Var mótið fjörugt og skemmtilegt og sýnir að þessi íþróttagrein
á miklu fylgi að fagna.
FLOKKAKEPPNIN | Fram AogKRC og sigraði KR- '
í flokkunum stóðu úrslitaleik- liðið með 3 mörkum gegn 2.
irnir á milli eftirtalinna liða. í | í meistaraflokki mættust til úr- '
4. flokki kepptu til úrslita Fram slita tvö af liðum KR A-lið og
A og KR B. Sigraði KR-liðið B-lið og lauk leiknum með sigri
með 5 mörkum gegn 1. | B-liðsins sem skoraði 9 mörk
í þriðja flokki kepptu til úr- gegn 5. í B-liðinu voru Hreiðar
slita KR B og KR C og lauk Ársælsson, Hörður Felixson,
leiknum með sigri B-liðsins, 3 Helgi Helgason, Þorbjörn Frið-
mörk gegn 2. riksson og Sverrir Kjærnested. i
í 2. flokki kepptu til úrslira I
Fyrsla
ÞÍRgeying s sl@fp
Þorsvcinn Löwa þar cð verki
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
fór fram í Sundhöllinni kveðju
mót fyrir sænska sundfólkið.
Var þetta fjórði keppnisdag-
urinn á fimm dögum og gaetti
þess nokkuð að þreyta væri
farin að segja til sín.
Samt náðist ágætur árangur í
ýmsum greinum og tvö ísl. met
voru sett. Þorsteinn Löwe KR
bætti íslandsmet Sigurðar Þing-
eyíngs í 100 m bringusundi úr
1:15,7 í 1:15,3 og tími Péturs
Kristjánssonar sem var fyrstur
íslendinga í 4x25 m fjórsundi
karla er nýtt met, því það sund
hefur ekki verið synt hér áður á
kappmóti.
* NÝ AÐFERÐ
' Svíarnir sigruðu í öllum
þeim greinum er þeir tóku þátt i.
Birgitta Ljunggren sigraði Helgu
í þaksundi en tími þeirra var
lakari en á þriðjudagskvöldið.
Rolf Junefelt sigraði í bringu-
sundinu og „dró“ Þorstein niður
fyrir met Þingeyingsins. Þor-
steinn hefur mikið lært af þeim
erlendu bringusundmönnum, er
hingað hafa komið á s.l. ári —
einkum hina nýju aðferð að
synda mikið í kafi, en með því
| vinnst að sundtakið verður lengra
og legan í vatninu beinni. En
hins vegar þarf mikið lungnaþol
til að synda lengi í kafi og mik-
| ið. Þorsteinn er að ná tökum á
! þessari sundaðferð og sömuleiðis
j Sigurður Sigurðsson á Akranesi
| — 16 ára unglingur, sem setti
þrjú drengjamet á þessu móti.
* URSLITIN
I í skriðsundinu — 200 m —
! var Östrand í sérflokki, en Pétur
j var 2/10 úr sek. frá metinu. —
Óþreyttur mundi Pétur hvenær
; sem er bæta metið á þessari vega-
lengd og mætti hann gjarnan
leggja meiri rækt við 200 metr-
j ana, því það yrði aðeins til að
styrkja hann á 100 metrunum —
hans aðalgrein.
Heiztu úrslit mótsins á laugar-
dag urðu þessi:
200 m skriðsund
Per O-Östrand 2; 14,5
Pétur Kristjánsson, Á, 2;19.6
Ari Guðmundsson, Æ, 2;22,0
100 m baksund kvenna
Birgitta Ljunggren 1;20,5
Helga Haraldsdóttir, KR, 1;21,5
50 m flugsund karla
Elías Guðmundsson, Æ, 35,4
Gunnar Júlíusson, Æ, 36,2
50 m baksund karla
Guðjón Þórarinsson, Á, 35,5
Gyifi Guðmundsson, ÍR, 39^5
100 m bringusund karla
Rolf Junefelt 1; 13,7
Þorsteinn Löwe, KR, 1; 15,3
Ólafur Guðmundsson, Á, 1 ;21,5
4x25 m fjórsund
Rolf Junefelt 1;10,0
Pétur Kristjánsson, Á, 1 ;13,4
Ari Guðmundsson, Æ, 1;16,6
UNGLINGASUND
50 m bringusund drengja
Ágúst Þorsteinsson, Á,
Birgir Dagbjartsson, H,
50 m bringusund telpna
Erna Haraldsdóttir, ÍR,
Sigríður Sigurbjörnsdóttir.
★ ÞAKKIR
Jens Guðbjörnsson form.
Frh. á bls. 12.
Frú Valgerður
IDAG er hún borin til moldar
konan, sem skáldið mikla
kvað svo til, þá er hún var á 18.
ári:
Hvað veldur, að þú ert ást mín
ein
af öllum blómum í stjarnanna
kranzi?
Svo margt skín þó eplið á glit-
meiðsins grein,
og gott er um sólbros á hnattanna
dansi.
Mín jarðneska hugsun, þitt
himneska bál
hittust eitt kvöld eins og tinna
við stál,
og síðan man ég þig, svipurinn
fríði,
sé þig í draumi, við gleðinnar
skál,
finnst allt, sem er fagurt, þér
einni til prýði.
Frú Valgerður var fædd í
Reykjavík 15. júní 1881, dóttir
merkishjónanna Einars Zoega
veitingamanns og Margrétar
Tómasdóttur frá Ráðagerði á
Seltjarnarnesi, Steingrímssonar.
Eftir fermingaraldur fór hún í
heimavistarskóla í Skotlandi og
dvaldist þar nokkur missiri, en
á 18. afmælisdegi sínum giftist
hún Einari skáldi Benediktssyni,
sem þá var málflutningsmaður
við landsyfirréttinn og þá þegar
orðinn þjóðkunnur maður sem
ritstjóri Dagskrár, málflutnings-
maður og einkum sem — skáld.
Þau bjuggu í Reykjavík, unz
Einar gerðist sýslumaður í Rang-
árvallasýslu á árunum 1904—07.
Bjuggu þau hjón á Stóra-Hofi á
Rangárvöllum, og enn í dag
minnast Rangæingar hinnar
glæsilegu og gestrisnu sýslu-
mannsfrúar á Hofi.
Á árunum 1907—21 voru þau
hjón búsett erlendis, fyrst í
Edinborg, svo í Kaupmannahöfn,
þá mörg ár í London og síðan
aftur í Kaupmannahöfn. Eftir
það voru þau búsett í Reykjavík,
unz þau skildu samvistir árið
1927.
Allan þennan tíma eða í nær-
! fellt 30 ár stóð Valgerður við hlið
hins stórbrotna og mikilhæfa
eiginmanns síns í blíðu og stríðu,
tók rikan þátt í gleði hans og
eigi síður ýmiss konar andstreymi
og áhyggjum. Hefðu fáar konur
þá stundum farið í fötin hennar,
því að oft reyndi á hina sterku
þætti góðra kosta, þar sem hún
var. Öll þessi ár var saga hennar
líka saga hans, rík af skini og
skuggum, sigrum og ósigrum.
Það var ekki á færi neinnar
meðalkonu að skipa sæti frú Val-
gerðar með þeim sóma sem hún
gerði — við hlið slíks afburða-
manns sem Einar Benediktsson
var.
Þau Valgerður og Einar eign-
uðust 6 börn. Tvö eru látin á
undan móður sinni: Margrét
Svala, er var gift í New York, og
Stefán Már kaupmaður í Reykja-
vík, kvæntur Sigríði Oddsdóttur.
Á lífi eru Einar Valur í Reykja-
vík, Benedikt Örn lögfræðingur,
búsettur í New York, Ragnheiður
Erla í London og Katrín Hrefna
í New York. .
Eftir að leiðir þeirra frú Val-
gerðar og Einars lágu sundur,
dvaldist hún langdvÖlum erlend-
is, meðal annars tvívegis hjá
börnum sínum í Ameríku. Á
stríðsárunum bjó hún hér í bæ,
og á þeim árum lét hún skrásetja
og gefa út endurminningar sínar
um mann sinn og samveru þeirra
og innti með því af hendi þakk-
látt verk fyrir íslenzkar bók-
menntir. Þegar að stríði loknu
fluttist frú Vaígerður til Noregs
og bjó í Osló, þar til hún fór til
Erlu, dóttur sinnar, í London á
síðastliðnu sumri. Þar var hún
svo, unz hún kom heim til ís-
lands í desember síðastliðnum til
þess að bera hér beinin eftir
margar útivistir og lángar um
ævina. Hún hafði oft orð á því
við frændkonu sína, sem hitti
hana í London í sumar, að það i
væri na orðiö sitt eina áhugamál
að komast heim til íslands, því
að annars staðar sagðist hún ekki
geta hugsað sér að deyja. Henni
varð að þessari ósk sinni:
Fótsár af ævinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann ég til þess
að deyja.
En vinum hennar þykir þessi
umskipti hafa of fljótt að borið.
En þaö er ekki tii neins og deila.
við þann dómara.
Frú Valgerður Benediktsson
var sérstæður og minnistæður
persónuleiki, mjög glæsileg kona,
gáfuð vel, frjálsleg í framgöngu,
hispurslaus, hrein og bein. Henni
fylgdi hressandi andblær, hvar
sem hún fór. Hún var stór sjálf
og hafði stækkað og vaxið í
langri samvist við eitt mesta and-
ans stórmenni, sem ísland heíir
alið.
Guðni Jónsson.
Fæda 4. marz 1871.
Dáin 28. febr. 1955.
Kveðja frá dóttur og dóttur-
sonum.
Ó, elsxu, væna amma,
sem öllum varst svo góð,
við munum og hún mamma
þín mildu verkin hljóð.
Þú vildir hlúa og hugga
og hvert eitt bæta tjón;
i skini lífs og skugga
var skær þín hugarsjón.
Og máli hjartans mælir
nú minningin um þig.
Sú trú, sem engan tælir,
slær tign á æfi-stig.
Að birtan skín æ betur
á bak við sérhvert ský
og eftir sólarsetur
ris sólin aftur ný.
Og eilífð um þig Ijómar
með æskuna um brár,
og hljóðir helgidómar
þér heita fyliing þrár
um hvíld að horfnum degi,
um hjálpfúst starf og traust;
um víðáttunnar vegi
skín vor á eftir haust.
Jakob Jóh. Smári.