Morgunblaðið - 17.03.1955, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1955, Side 2
’ 2 L MORGUJSBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1955 4 ÁRA LAUMUFARÞECI • FJÖGURRA ára „laumufar-1 Begi“, tór sér far í gærdag með lýlosfellssveUarvagninum, er liann fór héðan úr bænum kl. 1,30 í gærdag. Bílstjórinn á vagn- inum taldi, að litli laumuíarþeg- inn, -sem er pattaralegur Seltirn- ingur, væri í fylgd með konu pokkurri, er inn í vagninn hafði kormð um æið og snáðinn. b Hann vissi ekki upp á hár’ Rvert hann ætlaði, að fara. Ferð- !nni var heitið upp • að Mosfelli, iUKristins bónda þar. Hafði sá itli verið þar í sumar og kunnað rábærlega vel við sig í sveitinni, og nú ætlaði hann að heimsækja heimilisfólkið að Mosfelli. • Vagninn var V’st kominn nokkuð á ieið, er sonur Kristins á Mosfelli veitti hinum litla heimilisvim Mosfellsheimilisins, eftirtekt, og úr því sem komið var, varð ekki snúið við. Sá litli komst því á leiðarenda, en það- an var gert strax aðvart um komu hans. ★ ® Þetta er í fyrsta skipti, sem þeim litla tekst að strjúka upp í Mosfellssveit, en í nokkur skipti hafa aðsíandendur hans komið í veg fyrir strokið. slúlkur kærðar Nauðsyn að auka og bæfa heilsugæilu í dreiffeýlinu Framsöguræða Gísla Jónssonar á þingi. FRAMSÖGURÆÐA Gísla Jónssonar, þingmanns Barðstrendinga, fyrir þingsályktunartillögunni um aukið öryggi í heilbrigðis- málum vakti allmikla athygli í Sameinuðu þingi í gær. Ræddi hann þar mál, sem mörgum þingmönnum, einkum fulltrúum ■dreifbýlisins er kunnugt, en það er hve það fólk, sem býr í af • skekktustu stöðunum nýtur lítils öryggis í heilbrigðismálum og lýsti Gísli því skörulega hve miklum kvíða þetta veldur og getur jafnvel orðið til þess að fólk neyðist til að flýja bú sín. SAKADÓMARAEMBÆTTIÐ hef ur fengið til meðferðar kæru lög- reglunnar út af dvöl varnarliðs- manna og ungra stúlkna í húsinu Bankastræti 6, hér í bæ. Fyrir nokkrum kvöldum lét yfirstjórn lögreglunnar nokkra lögreglumenn fara á vettvang. Voru þá þar í húsinu nokkrar ' ungar stúlkur og varnarliðsmenn. ; Var fólkið flutt á lögreglustöðina i og teknar af því skýrslur. Sakadómari kvað málið svo ný- | lega komið í sínar hendur, að | rannsókn þess væri á algjöru ■ byrjunarstigi og kvaðst hann ekki geta að svo stöddu gefið upplýsingar um það. Vaniarefni gegn mænuveiki NEW YORK — í næsta mánuði verður tilkynnt um árangurinn af tilraunum, sem gerðar hafa verið með Salk varnarefnið gegn mænuveiki (polio). Einn af em- | bættismönnunum, sem fjallað hafa um þetta nýja varnarefni, hefir látið hafa eftir sér að til- raunirnar hafi gefið ágætan ár- angur. JRFITT AÐ FÁ HJÁLP JLJÓSMÆÐRA I Einkum kemur þessi kvíði 4ram vegna þess, hve oft er erfitt Tjm vik að fá ljósmæður. Eins og hú er háttað í þeim málum er ákveðið að sveitarfélögin greiði laun Ijósmæðra. Er það þá farið ^ð tíðkast víða til þess að ljós- piæður hafi viðunandi kjör, að ■j>ær starfa í fleiri hreppum. Þá er þess og að geta að minni kröfur eru gerðar til Ijósmæðra ntan bæja heldur en i bæjunum, enda þótt þörfin væri einmitt meiri fyrir upplýsingar og aðstoð Yið barnshafandi konur í sveit- unum. ■ÓRYGGISLEYSI DREIFBÝLISINS Þetta öryggisleysi setur svip sinn á þetta fólk sem við það þýr. Það er hinn stöðugi kviði { sem leggst á það og hann get ur haft þau áhrif á barnshaf- andi konur að hvorki konan i né bamið beri sitt barr alla : aevi eftir það. Sama gildir hættuna af slysum og sjúk dómum. Víða búa hjón með ssognum kommúnista- blaðsins Imekkt 1 FORSÍÐUFREGN í Þjóðviljan- ntn í dag stendur: „Þjóðviljinn hefur öruggar heimildir fyrir því að Vinnuveit- endasambands íslands hefur á nndanförnum árum fengið stór- ieldar upphæðir frá bandaríska hernámsliðinu og Hamiltonfélag- Inu. Hafa þessar upphæðir átt að heita greiðsla fyrir veitta að- stoð í deilum og samningum við Terkamenn á Keflavíkurflugvelli, «n í raun og veru hefur þetta Terið beinn fjárhagssfyrkur til J»ess að reyna að efla atvínnurek- «ndur sem mest í átökunutp við alþýðusamtökin.“ í þessu sambandi viljum v’ér taka fram, að Vinnuveitendasam- hand íslands hefur ALDREI, hvorki fyrr né síðar, fengið greiðslur í neinu formi frá banda- ríska varnarliðinu né Hamilton- félaginu og er því fyrrgreind fregn Þjóðviljans algerlega röng. Reykjavík, 16. marz 1955. Viimuveitendasamband íslands Björgvin Sigurðsson ófleygan barnahóp á afskekkt um bæjum. Ef annað veikist eða slasast verður hitt að taka á sig tvöfalda byrði. Tillaga Gísla gengur út á það að ríkisstjórnin láti rannsaka hvaða aðgerðir séu tiltækilegar til að auka heilbrigðisöryggi fólksins í dreifbýlinu. „Sjölu og níu af stöðinni", uppselt Valdimar Jóhannsson, bókaút- gefandi, skýrði Morgunblaðinu frá því gær, að bók Indriða G. Indriði Þorsteinsson Þorsteinssonar, „Sjötíu og níu af stöðinni“, hafi selzt upp hjá forlaginu í gærdag. Bókin mun þó ennþá vera víða til í bóka- verzlunum. Er slíkt mjöð óvenju- legt, um íslenzkar skáldsögur, að þær seljist upp hjá forlagi á svo stuttum tíma, en í gær var hálfur mánuður liðinn frá því bókin kom út. Parameistarar ’55 Magnea og Stefán LOKIÐ er bridgekeppni Bridge- félaganna hér í Reykjavík. Var mikil þátttaka og kepptu 56 pör um ,,Parameistaratitilinn“. Keppt var í fjórum riðlum, þannig að eftir þrjár umferðir voru efstu pör í hverjum riðli látin keppa saman tvær umferðir til úrslita. Sigurvegarar urðu frú Laufey Þorgeirsdóttir og Stefán Stefáns- son fulltrúi, og fengu 448 stig. Næsta par var Magnea Kjartans- dóttir og Eggert Benónýsson með 443 stig og í þriðja sæti frú Þor- gerður Þórarinsdóttir og Stein- 'þór Ásgeirsson með 437. Síðan komu frú Rósa Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Guðmundsson með 434 stig, frú Margrét Jensdóttir og Jóhann Jónsson 432 stig, og í 6. sæti voru Kristjana Steingríms- dóttir og Kristján Kristjánsson með 427% stig. Enn hefst keppni innan Bridge- félaganna og er það tvenndar- keppni (flokkakeppni) er hefst á mánudagskvöldið kemur. Fer keppnin fram í skátaheimilinu, en þar hafa bridgefélögin athvarf. Þátttakan í parakeppninni er tal- in benda ótvírætt til þess að það verði mikil þátttaka í tvenndar- keppninni og ættu þátttakendur að gera aðvart sem fyrst til þeirra sem stjórna keppninni, frú Rósu ívars eða Eggerts Benónýs- sonar. Spilað verður tvö kvöld vikunnar, á mánudögum og þriðjudögum. Myndin sýnir fjórar hinna japönsku dansmeyja, sem von er á hingað innan skamms. ¥on á japönskum listdans- úokki til Þióðleikhússins Sýningar hef jast að forfatlalausu im næstu helgi. - Hefir vakið mikla alhygli INÆSTU viku er von á japönskum listdansflokki hingað, sem sýna mun listir sínar í Þjóðleikhúsinu. Er gert ráð fyrir komu listamannanna hingað að kvöldi fimmtudagsins 24. marz og fyrstu sýningu kvöldið eftir en alls verða sýningar fimm. Er hér um mikla og skemmtilega nýjung að ræða í leikhúslífi okkar. VESTMANNAEYJUM 16. marz: Afii Vestmannaeyjabáta, sem með net róa, var ákaflega misjafn í dag. Komust hæstu bátar í rúm- lega 20 lesta afla, en þeir, sem minnstan afla höfðu, voru með 3—4 lestir. bm helmingur bátanna er með línu og beita loðnu. Voru bátarnir yfirleitt með dágóðan afla í dag 8—14 toriU. Þeir netjabátanna, sem voru meS net sín nær landi, voru með betri afla en þeir, sem lögðu þau dýpra. —Bi.Guðm. Vel sótt skemmíun á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 14. marz: — Síðastliðinn laugardag hélt Slysa varnafélagið hér á Patreksfirði samkomu, sem var vel sótt. Sáu Slysavarnafélagskonur algjörlega um undirbúning skemmtunarinn- ar, sem tókst í alla staði hið bezta og var mjög ánægjuleg. Leikið var norska leikritið „Upp til selja“, og var góður rómur gerður að leiknum. Leik- ^ stjóri var Ásmundur Ólsen, leik- tjöld málaði Guðbjartur Gunn- arsson skólastjóri, en undirleik i annaðist Sigurður Jónsson kenn- ■ ari. Á eftir var almenn skemmt- | un. Svo góð aðsókn var að leikn- ’ um, að hann var endurtekinn á I sunnudaginn hér fyrir fullu húsi.! — Karl. 12 MANNS í listdansflokki þessum er 12 manns, af þeim þrir hljómlist- armenn. Af dönsurunum sjálfum er einn karlmaður, hitt eru allt konur. Ein þeirra, Miho Manaya- gui, er stjórnandi flokksins og hefir hún samið suma af döns- unum, sem flokkurinn sýnir. Þetta japanska listafólk kom í fyrsta skipti til Evrópu í fyrra. Var það upphaflega ráðið til Marigny-leikhússins í París í fyrrasumar og gert ráð fyrir hálfum mánuði í samningnum, en raunin varð sú, að sýningum var haldið áfram í fimm mán- uði við mikið lof og hrifningu j Parísarbúa. Síðan hefir flokkur- inn ferðazt um önnur Evrópu- lönd, Norðurlöndin og Þýzkaland og kelnur hann hingað frá Ham- borg. HÁRFÍN AUSTURLENZK LIST Japönunum hefir hvarvetna verið frábærlega vel tekið í Ev- rópu. List þeirra þykir í senn ákaflega sérkennileg og bera vott um hina hárfínu og aldagömlu austurlenzku menningu, sem hún er sprottin úr. Dansarnir eru misjafnlega gamlir, sumir frá 6. öld, aðrir frá 15. og enn aðrir úr nútímanum. Þar fara saman sverðdansar, ástadansar og fleirii listræn fyrirbrigði, gædd lífi og tilfinningu í fáguðum og örugg- > um listdansi. — Leikið er undir á japönsk strengjahljóðfæri. MEÐ FYRIRVARA í dag verður byrjað að taka á móti pöntiínum og selja aðgöngu- miða að listdanssýningum þess- um, þó með þeim óhjákvæmilega fyrirvara, sagði þjóðleikhússtjóri við fréttamenn í gær, að yfirvof- andi verkfall hefði ekki þær af- leiðingar, að töf yrði á komu dansflokksins hingað, eða jafn- vel að hún færist algerlega fyr- ir. En gera yrði ráð fyrir og vona hið bezta um að slík hindrun kæmi ekki í veginn fyrir, að Reykvíkingar fengju að njóta þeirrar óvenjulegu og vönduðu skemmtunar, sem hér er annars vegar. TVÖ NÝ LEIKRIT í ÆFINGU Þá gat þjóðleikhússtjóri þess, að í æfingu væru tvö ný leik- rit, sem hafnar yrðu sýningar á eftir páskana: Gamanleikritið „Er á meðan er“, eftir Moss Mart og George Kaufman í þýðingu Sverris Thoroddsen og „Krítar- hringurinn“ eftir þýzka höfund- inn Klabund í þýðingu Jónasar Kristjánssonar og með ljóðaþýð- ingum eftir Karl ísfeld. of fert á ri slll gomisonar KAUPMANNAHÖFN, 16. marz: — Björn Sigurðsson, læknir að Keldum, lauk doktorsvörn sinni við Kaupmannahafnarháskóla í gær með mikilli prýði. Dr. Björn Sigurðsson Báðir andmælendurnir, pró- fessorarnir Júlíus Sigurjónsson og K. A. Jensen, luku miklu lofs- orði á doktorsvörn hans og við- urkenndu að doktorsefnið hefði sýnt mikinn árangur í rannsókn- um sínum, hefði örugga vísinda- lega reynslu og væri umhyggju- samur og nákvæmur í störfum sínum. Tók K. A. Jensen það sérstak- lega fram, að vinna hans og vinnuaðferðir bæru vott um vís- indalegt hugarlar en lítið væri hægt að fetta fingur út í vísinda- starf hans. Að lokum lýsti hann ánægju sinni yfir því, að íslenzkur ríkis- borgari óskaði eftir því að koma til doktorsvarnar við Hafnarhá- skóla. Þetta bæri vott um eftir* breytnisverðan samhug Norður- landaþjóða. — Páll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.