Morgunblaðið - 17.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1955 r u EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Framhaldssagan 47 Það var hann, sem sagði Mat-' ejka, að ég hefði hitt ykkur leyni- lega. Ég spurði hann, hvers vegna hann hefði varað mig við, þar sem hann hefði fyrst sagt til mín, en hann gat ekki gefið neina skýringu á því. Ég skil heldur ekki hvers vegna, maðurinn hafði ekki hina minnstu ástæðu til að geðjast vel að mér, hann er harðskeyttur, miskunnarlaus og metorðagjarn meðlimur komm- únistaflokksins. Ég er viss um, að það hefur verið í hans þágu, að hann varaði mig við, en ég veit sannarlega ekki hvers vegna“. „En hvert erum við að fara, he;rra Morgan?“ | „Það kemur ekkert málinu við strax. Svo framarlega sem við komumst þangað. En hafið þér heyrt um hinn skyndilega dauða Olav Arnesens, norska sendi- herrans? Það var eins og hann væri að storka mér, því að hann dó klukkustund áður en ég komst til hans. Og hverjum áttu að verða reiður, þegar svona kemur fyrir? Herra Brunner, trúið þér á forlög? Mér er sagt, að til séu trúaðir kommúnistar?" Eric svaraði ekki. Hann fór að hugsa um, er Husner hafði kom- ið til að vara hann við, hve ótta- sleginn hann hafði verið, er hann tók saman pjönkur sínar og sendi Olgu í ameríska sendiráðið og ákvað að flýja frá hinu óþekkta til hins óþekkta. Hann hugsaði um þá stund, er hann sneri bak- inu við föðurlandi sínu, fortíð sinni, hjónabandi, fyrirætlunum sínum og draumum. Hvað mundi Olga gera? Mundi hún fara í sveitina til móður sinnar? Eða — mundi hún fyrst fara til Krals? Og hvað um Kral sjálfan? Hon- um mundi ekki takast að komast löglega lengur úr Tékkósló- vakíu. Ef til vill mundi Olga og hann hitta hvort annað aftur. Og hvers vegna ekki, úr því að Eric kæmi ekki aftur? Hann hafði grafið sig lifandi. Hver, sem mundi eftir honum, mundi tala um hann eins og hann heyrði fortíðinni til, — Eric gerði þetta, hann fór þangað og hann kom j hingað, — rétt eins og hann væri dáinn. Og hver mundi annars muna eftir honum nema Olga? Hún vildi flýja með honum, eða vildi hún raunverulega gera það? Ef hann gæti aðeins fengið trúna, — trúna á hana, á mannkynið, á hann sjálfan. Bara að foreldrar hans væru nú á lífi, ef gamla húsið væri enn til, ef hann bara gæti leitað hælis þar og iljað sínu hrjáða hjarta. Hann sá fyrir sér gamla barnaherbergið með opnu glugg- unum út í garðinn, með óteljandi felustöðum, runnum, lævirkja- trjám, og vilftum rósum. Hann varð drukkinn af þessari draum- sýn sinni og faðmaði sig með sín- um eigin handleggjum og vagg- aði sér í takt við hreyfingar bif- reiðarinnar. Hann sofnaði. ið, að hann kæmist áfram með gáfum sínum, en nú var það orðið of seint, hann skal af ótta við þetta hlutverk, sem hann hafði tekið sér á hendur. Nú var ekki undankomu auðið. Tjaldið var dregið hægt upp. Hann gekk fram á sviðið eins og leikbrúða og horfði hræddur og hatursfullur á hina miskunnarlausu áhorfend- ur. Hann varð þurr í hálsinum, og honum fannst allt hringsnú- ast fyrir augunum á sér og fæt- urnir titruðu undir honum. En skyndilega fóru allir áhorfend- urnir að klappa og það lýsti upp myrkrið, sem í kringum hann var, og þúsundir hrópuðu nafnið hans af undrun og aðdáun! I Hann hneigði sig ánægður og þakklátur, hann varð sterkur og þekking hans kom aftur til hans; hann mundi leikinn, sem hann átti að leika. Já, það var leikur- inn um líf Krals og hans eigið líf og fyrsta setningin var: „Ég er hingað kominn frá fortíðinni“. Já, það var það. Og eftir þessi orð kom kona, barn og gamall maður fram á sviðið og Eric spurði þau: „Eigum við að leika líf eða draum?“ Konan svaraði: „Draumurinn er raunveruleiki". Og gamli maðurinn bætti við: „En það er enginn draumur nema lífið“, og barnið, sem var að blása sápukúlur, spurði; „Er ég líf eða draumur?“ Á þeirri stundu hljóm uðu orgeltónar og frá hægri komu inn á sviðið leikarar klæddir skikkjum lífsins — verkamenn, þvottahússtúlkur, hermenn, bændur, þjófar, prest- ar, vændiskonur — en frá vinstri komu leikarar klæddir skikkjum draumalandsins — álfar, tröll, vatnaskrímsli, galdranornir og dvergar. Þessir raunverulegu og óraunverulegu menn, slógu hring utan um barnið og dönsuðu kring um það, en barnið, sem hélt áfram að blása sápukúlurnar, hrópaði upp yfir sig: „Haldið fyr- ir munninn, svo að þið skaðið mig ekki. Ég er sápukúla, sem hef mig upp og flýt yfir húsþökin.....“ Sápukúla barnsins hlýtur að hafa sprungið og draumurinn var búinn. Eric vaknaði. Bíllinn var stöðvaður. Gerard Morgan létti og var ánægður með sjálfan sig. „Ég hef komið yður hingað á mettíma og þér hafið sofið, meðan á því stóð. Ég er alveg glorhungraður, en ég er hræddur um, að við getum ekki farið saman á krána“. „Hvar erum við?“ „Við fórum gegnum Zelezna Ruda fyrir nokkru. Þér verið að fara þangað aftur fótgangandi. Nú ætla ég að gefa yður síðustu ráðleggingarnar. Ég veit ekki, hvort þér eruð í hættu eða ekki. Mitt hlutverk er það, sem þér hafið leikið upp á síðkastið, þeg- ar þér vilduð tala við mig um Kral, en neituðuð að segja nokk- uð, sem gæti verið ótrú við stjórn ina eða flokkinn. Ég er meðlimur ameríska sendiráðsins, sem tékk- neska stjórnin hefur veitt umboð og þér vitið vel, að ég er ekki í neinu samsæri. Við fórum hingað upp í fjöllin til þess að athuga skíðafæri. En það kemur yður einum við, hvað þér gerið núna. En sem einstaklingur skal ég gefa yður nokkrar ráðleggingar. Þeg- ar þér eruð kominn yfir landa- mærin og farinn að tala við embættismenn Bandaríkjanna, nefnið þá alltaf mitt nafn. Ég skal reyna að skrifa um yður sómasamlega skýrslu, og enn eitt I — það er dálítið einkennilegt. ' Ég get ekki komið yður yfir landamærin, ég mundi ekki einu sinni reyna það. En það er sótari í þorpinu, sem heitir Ivan Paz- derka, og hann tekur yður yfir landamærin. Og svona til að full- komna skrípaleikinn er þessi sót- ari gamall kommúnisti, og strax þegar þér hvíslið leyniorðunum, sem eru „Börn Pauls“, mun hann koma yður yfir landamærin. „Og svo kemur það, sem er einkennilegast. Það var ekki Mar , garet, sem hjálpaði yður eða ég, heldur er það maður, sem þér hafið ekki sagt mér mikið um — Paul Kral. Þegar konan yðar kom til mín, var Kral inni hjá mér. Honum er enn leyft að koma í sendiráðið, og konan yðar hik- aði ekki við að segja honum alla söguna, og hann var strax reiðu- búinn til að hjálpa yður. Þessi sótari var í menntaskóla með Hann dreymdi einkennilegan draum. Hann stóð í hliðarher- bergi í leikhúsinu í fæðingarbæ sínum, hann var í einkennilegum herklæðum með grímu fyrir and- litinu. Hann átti að fara fram á leiksviðið innan stundar. Hann var að leika aðalhlutverk í leik- sýningu leikmanna. Paul Kral hafði skrifað gamanleik, og Eric hafði tekið við hlutverkinu, en hann hafði lært setningarnar af þrjósku og afbrýðissemi og nú varð hann að koma fram fyrir áhorfendurna, tala og leika. Fram á síðustu stundu hafði hann hald- Auglýsingar sem eiga að birtast í SUNNUDAGSBLAÐINU þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag í auglýsingaskrifstofuna JffrlorsuuMafrtö VERNDAR SOKKANAJ verndar hörundlöj m ~r Ekkert þvottaefni verndar kvensokkana jafn vel og R E I! R E I ver þá gegn lykkjuföllum, hindrar ló- myndun, eykur cndingu og blæfegurð þeirra En jafn- fram verndar R E I- hörundið! Notið því heldur REI! Allt hcimilið gljáfægt Á N ÓÞARFA NÚNING S 1 Já, nú getið þér gljáfægt allt húsið miklu betur en áður — og þó án nokkurs óþarfa núnings frá upphafi til enda. Fyrir gólfin. Johnson’s Glo-Coat, hinn undra- verði vökvagljái, sem er fyrir öll gólf. Þér dreifið honum aðeins á gólfið, jafnið úr honum — látið hann þorna — svo er því lokið! Og þá er gólfið orðið skínandi fagurt, með nýjum, varanlegum gljáa. Ferskt, skínandi, hart yfirborð, sem spor-i ast ekki og gerir hreinsun mun auðveldari. — Reynið þennan gljáa í dag. Fyrir húsgögnin. Johnson’s Pride, hinn frábæri vax- vökvi, sem gerir allan núning óþarfan við gljáfægingu húsgagna. Þér dreifið á — látið hann þorna og þurrkið af. Og gljáinn verður sá fegursti, sem þér hafið séð. Það er svo einfalt, að hvert bam getur gert það, og svo varanlegt, að það endist marga múnuði. Kaupið Pride í dag, og þér munuð losna við allan núning hús- gagna eftir það. Og fyrir silfriS. Johnson’s Silver Quick, sem gljáfægir • silfurmuni yðar á augabi'agði. EINKAUMBOÐ VERZLUNIN MÁLARINN H/F, Bankastræti 7, Reykjavík. Ákveðið er að ráða Mig vantar í búð (Má vera lítil) — Þrennt í heimili. Guðmundur ísfjörð. Sími 6002. lyfiœkni ■ 2 sem yfirlækni við Hjúkrunarspítala Reykjavíkur og * Farsóttarhúsið. — Laun samkvæmt 5. launaflokki. — j Umsóknarfrestur til 20. apríl 1955. — Nánari upplýs- *! ingar um ráðningarkjör gefur borgarlæknir. Reykjavík, 15. marz 1955. 3 q Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykiavíkur. Vanan háseta vantar á m.s. Sigurð Pétur á þorskanetjaveiðar. Uppl. veittar til hádegis í dag um borð í bátnum, ■ sem liggur við Grandagarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.