Morgunblaðið - 17.03.1955, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. marz 1955
Eyjólfur lllugason járnsmiður - aldarminning
ÞANN 18. dag marzmánaðar
1855 fæddist að Holti í Svína-
dal í Húnavatnssýslu sveinbarn,
sem í skírninni hlaut nafnið
Eyjólfur. Foreldrar sveins þessa
voru hjónin Björg Eyjólfsdóttir
óg Illugi Ásmundsson. Hjón þessi
bjuggu góðu búi að Holti. Eign-
Uðust þau alls 10 börn, dóu 4
þeirra í æsku, en 6 börn þeirra
komust til fullorðins ára, 3 piltar
og 3 stúlkur.
. í>á er Illugi, faðir Eyjólfs, og
föðurbróðir Eyjólfs, Jónas að
nafni, voru um tvítugs aldur,
] nisstu þeir föður sinn. Ekkjan
! lélt þó áfram búskap með aðstoð
: ona sinna. En jörðina erfðu þeir
iræður eftir Ásmund, föður sinn.
. ónas, bróðir Illuga. mun hafa
; lutzt til Ameríku. En hvað um
I . bróðurinn varð eða systur
>eirra, eru ekki tök á að upplýsa.
Illugi var hæfileikamaður bæði
i. andlegu og verklegu sviði. Var
i lann smiður góður á tré og járn.
I lonum var mjög sýnt um lækn-
; ngar, og bar það ósjaldan við,
i ð hans var leitað til hjálpar við
1 larnsfæðingar. Við lækningar
i ínar notaði hann mjög íslenzkar
; urtir, og þótti gefast vel. Vísaði
! léraðslæknirinn, Jónas Skafta-
i on, sem sat að Hnausum í Húna-
ingi, oft til hans, er hjálpar
urfti við í minni háttar sjúk-
i ómstilfellum í nágrenni Illuga.
! lann var mjög fróðleiksfús og
! ís mikið í bókum, þegar tóm
; ;afst til frá daglegum önnum.
! hnkum var honum grasafræði
! lugleikin.
j. Þá er Eyjólfur var 8 ára að
aldri, brá Illugi, faðir hans, búi.
Lágu til þess þær orsakir, að einn
Íveitungi hans, tungumjúkur og
iðsjáll, eins og Eyjólfur orðaði
það síðar, taldi þá bræður á að
selja sér jörðina. Létu þeir að
lokum leiðast til þess fyrir fortöl-
ur hans. Átaldi Illugi sjálfan sig
jafnan fyrir það glappaskot. Var
það margra manna mál, að hann
hafi aldrei orðið samur maður
síðan.
Seldi Illugi þá allar eigur sínar,
sem hann mátti án vera sem bú-
laus maður, og ráðstafaði börn-
um sínum á góð heimili í ná-
grenninu. Voru margir fúsir til
að taka þau að sér, þar sem þau
voru öll mannvænleg og foreldr-
arnir vinsælir. Lét hann eigur
sínar ganga þeim til uppeldis.
Eyjólf, sem var yngstur barn-
anna, skildu þau eigi við sig. Þau
hjónin reistu aldrei bú síðan, en
réðu sig í vinnumennsku. Sá, er
keypti jörð þeirra, naut hennar
aldrei, því að hann veiktist og
andaðist, áður en hann gat sest
þar að búi. En ekkja hans flutti
þangað og giftist aftur nokkru
siðar. Eftir skamman tíma and-
aðist einnig síðari maður hennar,
og tók þá elzti sonur hennar við
búi. Hann bjó þar nokkur ár við
erfið kjör. Seldi hann loks jörð-
ina dugandi manni, sem vegnaði
þar vel, enda var Holt þá talin
kostajörð.
Foreldrar Eyjólfs fluttust fyrst
að Hjallalandi í Vatnsdal til Þor-
leifs bónda Þorleifssonar, er þar
bjó þá. Kona hans hét Helga og
var Þórarinsdóttir, merk kona og
góðum gáfum gædd. Þá var prest-
ur að Undirfelli séra Þorlákur
Stefánsson. Var hann tíður gest-
ur að Hjallalandi Hafði hann
gaman af að spjalla við Helgu
húsfreyju því að bæði voru skáld-
iþælt vel, og bar margt á góma
ttíilli þeirra bæði um veraldleg
og andleg efni. Taldi Eyjólfur
jafnan, að kynning sín við Helgu
og séra Þorlák hefði mjög mótað
guðstrú sína og lífsskoðanir.
Hafði hann mikla unun af að
hlusta á samræður þeirra, því
að bæði voru vel hugsandi og
göfuglynd. Telur Eyjólfur í minn-
isblöðum um ýmis æviatriði sín,
að hann hafi búið að þeirri kynn-
ingu alla ævi. — Árið áður en
Eyjólfur átti að fermast andaðist
Þorleifur, húsbóndi þeirra. Segir
eftir Finnboga J. Arnda/ —
Eyjólfur, að hann hafi saknað
hans mjög. Eftir lát Þorleifs bjó
ekkja hans áfram í eitt ár að
Hjallalandi. Þá um veturinn
skrifuðu tveir prestar föður Eyj-
ólfs og föluðu hann til vistar
næsta vor. Var þeim hugleikið
að ráða hann til sín sökum þess,
hve hann var lagvirkur og prúð-
mannlegur í viðkynningu. Réðst
Illugi til þess prestsins, er skrif-
aði honum fyrr. Var það séra
Markús Gíslason að Bergstöðum
í Svartárdal. Hinn presturinn,
sem missti af Illuga í þetta sinn,
var séra Jón prófastur Þórðarson
á Auðkúlu. Svaraði Illugi bréfi
hans á þá leið, að hann skyldi
ráðast til hans næsta ár þar á j
eftir, ef báðir lifðu og væru þá
sama sinnis um það, en nú væri
hann þegar ráðinn hjá séra
Markúsi Gíslasyni að Bergstöð-
um. Fór svo, að þessu var full-
nægt.
Það var árið sem Eyjólfur átti
að fermast, sem hann fluttist með
foreldrum sínum að Bergstöðum.
Séra Þorlákur Stefánsson að Und-
irfelli skrifaði Markúsi, embætt-
isbróður sínum, og tjáði honum,
að óhætt væri fyrir hann að
ferma Eyjólf, því að sér væri
kunnugt um, að hann kynni vel
það, sem honum bæri að kunna
undir fermingu.
Eins og ráðið var, fór Illugi,
faðir Eyjólfs, til vistar að Auð-
kúlu til Jóns prófasts og hafði
þangað með sér son sinn, er þá
var á 15. ári, því að svo hafði
verið um samið. Björg, kona
Illuga og móðir Eyjólfs, vistaðist
þá á annan bæ í sömu sveit. Var
hún þar upp frá því til dánar-
dægurs. Segir Eyjólfur, að þar
hafi henni liðið vel.
Að Auðkúlu dvaldist Eyjólfur
þar til að hann var 20 ára að
aldri. Náði hann þar góðum
þroska til líkama og sálar. Þótti
honum þar gott að vera. Jón
prófastur reyndist Eyjólfi sem
góður faðir og hafði oft við orð,
að senda hann suður til Reykja-
víkur til þess að læra málaralist,
þar sem hann þóttist verða þess
var, að drengurinn myndi vera
gæddur nokkurri listgáfu á því
sviði. Aldrei komst þó þessi ráða-
gerð prófastsins í framkvæmd.
Um það leyti, sem Eyjólfur var
að fylia tvítugsaldurinn, réðst
hanp í að fara til Suðurlands,
sem margir ungir menn þar
nyrðra á þeim timum, en faðir
hans var lengi eftir það á Auð-
kúlu. Siðast fór hann að Guð-
laugsstöðum í Blöndudal, og þar
andaðist hann. Á þeim bæ bjó
þá merkisbóndinn Jón Guð-
mundsson.
Suðurland, og þá helzt Reykja-
vík, var á þeim tímum í hugum
ungra manna þar nyrðra sem
ævintýraland, og þráðu þeir mjög
að kynnast því. Töldu þeir, að
þar kynni að bíða þeirra fé og
frami, ef gæfan yrði þeim hlið-
holl og þeir kæmist þangað.
Eyjólfur hleypti nú heimdrag-
anum og réðst til ferðar suður.
Fór hann í fylgd með manni þeim,
er Stefán hét Sigurðsson. Hafði
hann verið vinnumaður á Auð-
kúlu. Voru 6 menn í förinni, 4
karlmenn og 2 konur, sumir ríð-
andi, en aðrir gangandi. Var
Eyjólfur einn þeirra.
Þetta var í byrjun sláturtíðar
haustið 1875, og rak fólk þetta
með sér 100 fjár, er slátra skyldi
syðra, sem þá var títt. Gekk ferð
þessi að mestu slysalaust. Þó
hreppti fólkið hríðarveður á Arn-
arvatnsheiði og náði með naum-
indum sæluhúsinu við Arnarvatn
kl. 3 að nóttu. Var þá allt að
þrotum komið, menn og fé.
Þegar í sæluhúsið kom, voru
þar fyrir 4 karlmenn og 1 kona.
Voru þau komin þangað fyrir
skammri stund. Voru þau einnig
með fjárrekstur, 50 kindur. Var
nú slegið saman rekstrunum og
farið daginn eftir að Kalmanns-
tungu. Mestan hluta leiðarinnar,
sem eftir var, gekk ferðin sæmi-
lega. Var farið fyrir Ok, sem
kallað var, en ekki Kaldadal, því
að þar var talið, að veðrið væri
verra. Þó var við að stríða storm
og slydduhret. Var það eigi ótítt,
að slys og þrautir fylgdu ferðum
sem þessum á þeim tímum, og
eru um það margar sagnir og
dapurlegar.
Eyjólfur sá nú Reykjavík í
fyrsta sinn. Þótti honum gaman
að skoða sig þar um, þótt eigi
væri hún svo tilkomumikil sem
hann hafði gert sér í hugarlund.
Þótti honum hún þunglamaleg
yfir að líta, húsin flest dökk að
lit og göturnar virtust litlu betri
yfirferðar en heimreiðin að Auð-
kúlu.
Viðstaðan í Reykjavík var eigi
löng. Þá er þeir höfðu ráðstafað
sláturfénu, héldu þeir Stefán
suður í Leiru, og reri Evjólfur
hjá honum um haustið og vetur-
inn, eins og gert hafði verið ráð
fyrir. Geðjaðist Eyjólfi ekki sem
bezt að þeim starfa. Verst þótti
honum hve tíður var drykkju-
skapur í verstöðvunum þar syðra.
Var það nokkuð oft, þegar land-
legur voru, að hann og annar
unglingur, er var á sama skipi
og hann, voru sendir með þungar
bvrðar af fiski til Keflavikur.
Skyidu þeir seija bar fiskinn og
kaupa brennivín fvrir andvirðið.
Urðu þeir að rogast með það til
baka út i Leiru. Milli Keflavíkur
og Leiru er um klukkustundar
gangur. Virtist þessi kaupskapur
vera nokkuð venjulegur þar um
slóðir.
Næsta vor fór Eyjólfu1* ásamt
Stefáni í kaupavinnu til Norður-
lands. Þá um haustið fóru þeir
suður aftur í þeim tilgangi að
róa saman næsta vetur. Þá er
þeir komu til Reykjavíkur, var
skip þeirra statt þar, þá nýkomið
frá Hvalfirði, þar sem það aflaði
skelfisks til beitu, og skvldi það
fara með farminn suður í I.eiru.
Þeir félagar, Evjólfur og Síefán,
tóku sér ekki fari með skipinu,
en dvöldust í Revkjavík 2—3
daga, ætluðu síðan landveg suð-
ur. Fréttu þeir þá, að skioið hefði
farizt með öllum mönnunum, sem
á þvi voru. undir Keflavíkur-
bergi. Afréð þá Evjólfur að hætta
atvinnu við sjóróðra og varð kyrr
í Reykjavík, en Stefán hélt suð-
ur með sjó. Skildi bar með þeim,
og sáust þeir eigi s;ðan.
Þar sem Eyjólfur vár lagvirk-
ur víð sm'ðar sem faðir hans og
ekki leit út fyrir atvinnu fyrir
hann, eins og komið var, fór hann
að leita fyrir sér um smíðanám.
Leitaði hann fyrst til trésmiða,
en þeir voru ófúsir á að bæta við
manni í iðngrem sinni, enda lítið
um trésmiðavinnu á þeim tíma.
Fór Eyjólfur þá til járnsmiða og
falaðíst eftir námi hjá þeim. Að
lokum tók Bjarni járnsmíður
Hjaltested hann til náms. Hjá
honum var hann í 6 ár og lauk
Iprófi frá honum í járnsmíði með
ágætum vitnisburði. Mun Eyj-
; ólíur þá hafa verið nær þrítugu.
Dáðist Eyjólfur oft að því, hve
i vel honum hefði liðið hjá Hjalte-
' sted-hjónunum. Dvölin þar var
honum ógleymanleg. Hóf þá
Eyjólfur járnsmíði í eigin smiðju
í Reykjavík, en eftir eitt ár flutt-
ist hann til Hafnarfjarðar og
setti upp smiðju sína þar. Fluttist
hann í hús, þar sem nú er
Brekkugata nr. 10. Var smiðja
hans í allstórum skúr við norður-
enda hússins.
Um þetta leyti kvæntist Eyj-
ólfur Agnesi Bjarnadóttur, ætt-
aðri úr Hafnarfirði. Þau eignuð-
ust eina dóttur, en misstu hana á
4. ári. Agnes var jafnan mjög
heilsutæp og hnignaði stórum, er
hún missti dótturina. Andaðist
Agnes fáum árum siðar.
Rúmu ári eftir, að Eyjólfur
missti konu sína, kvæntist hann
í annað sinn. Sú kona hét Ólafía
og var Ólafsdóttir. Var hún ætt-
uð úr Reykjavík. Þeim varð
tveggja bama auðið, pilts og
og stúlku. Þessi börn Eyjólfs búa
nú í Reykjavík, Ólína gift Tómasi
Magnússyni, er vinnur við gas-
stöðina, hafa þau eignast 9 börn,
og Axel Kristján, kvæntur Sigríði
i Jónsdóttur, ættaðri frá Dýrafirði,
eiga þau eigi börn, en Axel á eina
dóttur frá fyrra hjónabandi. Er
hún nú 17 ára að aldri.
Eftir 11 ára sambúð missti
Eyjólfur síðari konu sína. Þessi
reynsla hans tók mjög á krafta
hans andlega og líkamlega, þó
stilltur væri hann og glaðlyndur
að eðlisfari. Eftir lát siðari konu
sinnar tók hann sig upp og fór
til Ameríku. Átti hann bróður
þar, Pétur að nafni, sem bjó í
Kanada. Ekki undi Eyjólfur þar
nema eitt ár og sannfærðist þá
um það, að þar er ekki fremur
hægt að gleyma hörmum sínum
en hér í faðmi fósturjarðarinnar.
Gat hann þess oft, að fáar stund-
ir hefði hann glaðari lifað en þá
er hann sá íslenzku fjöllin rísa
úr sæ við heimkomuna. Hann
sagðist hafa séð margt fagurt og
fullkomið vestan hafs, en ekkert
af því tók þó huga hans þeim
tökum, sem íslenzku fjöllin og
firðirnir, sem breiddu faðminn á
móti honum og buðu hann vel-
kominn heim. Þá var sárustu
þránni svalað — heimþránni.
í Hafnarfirði tók Eyjólfur all-
mikinn þátt í félagslífi bæjarbúa.
Honum rann til rifja að sjá
drykkjuskaparóreglu þá, er ríkti
meðal húsfeðra margra heimila í
bænum, og allt það böl, sem af
henni leiddi. Var drykkjuskapur-
inn ekki einkennandi fyrir Hafn-
arfjörð. Hann var algengur víða
við sjávarsíðuna hér á landi í þá
daga.
Árið 1885 var stofnuð Góð-
templarastúka í Hafnarfirði, og
var Eyjólfur einn af stofnendum
hennar og mikill hvatamaður að
stofnun stúkunnar. Var hann frá
þeim tíma félagi hennar næstum
óslitið til dánardægurs. Oft voru
honum falin trúnaðarstörf í þeim
félagsskap, og gegndi hann þeim
af mikilli trúmennsku svo sem
öðrum störfum, sem honum voru
falin um ævina.
Eins og kunnugt er, fylgdi Góð-
templarareglunni jafnan nokkurt
skemmtanalif, enda var eigi um
auðugan garð að gresja í þeim
efnum hér á landi í þann tíma.
Hélt það félagsskapnum saman
og efldi hann verulega. Skemmt-
anir Reglunnar voru með öðrum
og prúðari hætti en menn höfðu
áður átt að venjast um samkom-
ur fólks á tyllidögum. Markmið
Góðtemplara með þessum
skemmtunum var meðal annars
það að afla fjár til samkomuhúss-
byggingar fyrir félagsskapinn
y Hafnarfirði. Einkum var mikið
gert að því að sýna sjónleiki. Tók
Évjólfur mikinn þátt í því starfi.
Var hann einkum orðlagður fyrir
góðan leik í hlutverki Skugga-
sveins, enda mun hann hafa leik-
ið það hlutverk um 80 sinnum
samtals í Hafnarfirði og nágrenni
hans. Eyjólfur hafði djúpa og
sterka rödd, sem hæfði vel þessu
hlutverki, og ennfremur var hann
hár vexti og þrekinn.
Mikilsverð var aðstoð Eyjólfs
við sjónleikina að því, er snerti
leiktjöldin. Hann málaði þau af
furðulegri smekkvísi, og kom þar
enginn annar að í Hafnarfirði um
langt skeið. Fortjaldið fyrir leik-
sviðinu málaði hann, og var það
rómað fyrir fegurð. Þar gat að
lita vetrarmynd af byggðjnni fyr-
ir botni Hafnarfjarðar með útsýn
út á fjörðinn. Var það notað í
tugi ára,
Má af þessu sjá, hversu mikil
stoð Góðtemplarareglunni var að
störfum Eyjólfs í þarfir bindind-
ismálsins, meðan verið var að
ryðja brautina fyrir það á síðustu
árum 19. aldar. Honum veittist sú
gleði að sjá ávexti þessarar bar-
áttu og breytingar þær til góðs,
er hún hafði á heimilislíf margra
bæjarbúa og jafnframt á bæjar-
lif Hafnarfjarðar.
Eyjólfur var trúhneigður mað-
ur og bar mikla virðingu fyrir
þeim dyggðum, sem lýsa göfug-
mennsku og guðstrú Hvert verk
levsti hann af hendi með trú-
mennsku og vandvirkni, bæði í
aðalstarfi sínu, járniðnaðinum, og
síðar í húsamálningu, sem hann
stundaði síðustu æviár sín, þegar
þrekið minnkaði til þess að
stunda járnsmíðina. Listhneigð
hans var mikil, og hugkvæmni
hans kom mjög fram við öll þau
verk, er hann fékkst við.
I trúarefnum var hann heitur
og hreinn, svo sem áður var að
vikið, en prestar voru honum lítt
kærir, þóttu honum þeir hálf-
volgir. Þó voru þrír menn í presta
stétt, sem hann dáði mjög eftir
því, sem hann sjálfur sagði. Voru
það þeir Hallgrímur sálmaskáld
Pétursson, Jón biskup Vídalín og
Ólafur fríkirkjuprestur Ólafsson.
Þess er vert að geta í þessu sam-
bandi, að Eyjólfur var einn af
stofnendum Fríkirkjusafnaðarins
í Hafnarfirði. Var Eyjólfur
hringjari við kirkjuna frá upp-
hafi, eða frá því að hún var
byggð 1913 þar til árið 1926, er
hann varð að láta af þeim starfa
vegna heilsubilunar. Allan þann
tima þjónaði séra Ólafur Ólafs-
son söfnuðinum, en lét af því
starfi 1930.
Sá, sem skráð hefir þessar
minningar um ævi og störf Eyj-
ólfs Ulugasonar, vill láta þess get-
ið, að hann hefir stuðzt að mestu
við minnisblöð, rituð af Eyjólfi
sjálfum, en þar skortir mjög
ýmsar tímaákvarðanir o. fl„ sem
hefði getað gert frásögnina ná-
kvæmari og ítarlegri að mörgu
leyti. Einkum má sakna þess, að
ætt Eyjólfs er ekki rakin að neinu
leyti. En við svo búið varð að
sitja, þar sem tíma og tækifæri
skorti til þess að bæta úr því.
Einnig verður eigi séð, hve lengi
hann bjó með fyrri konu sinni,
Agnesi. Dánardægur hennar er
eigi tilgreint. Þó má ráða það af
ýmsu, að hún hafi látizt 1902, en
þau hafi aifzt árið 1885, er hann
var þrítugur. Hefir því sambúð
þeirra varað í 17 ár.
Pr s’ðari kona Eyjólfs lézt, voru
börn þeirra innan fermingar,
dóttirin 11 ára og sonurinn 8 ára
að aldri. Bjó þá Eyjólfur með
börnum sínum, þar til að dóttir-
in var um tvítugsaldur. Hafði hún
verið aðalstoð hans við heimilis-
haldið frá 11 ára aldri. Árið 1921
byggði Eyjólfur sér lítið íbúðar-
hús, sem nú er nr. 27 B við Suður-
götu í Hafnarfirði. Þrem árum
síðar giftist dóttir hans og fluttist
burtu. Þá fór til hans ráðskona,
Mekkín að nafni Eiríksdóttir,
frábær kona að mannkostum. Var
hún hjá honum í 2Vi ár, eða þar
til að hann andaðist, 20. janúar
1927. Stundaði hún heimili hans
Framh. á bls. 11