Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. marz ’55 v*-—■„ S i íbúum heimsins fjölguði um 90 millj. d þremur drum S -----------S MARGSKONAR FRÓÐLEIKUR ÚR ÁRBÓK HAGSTOFU S. Þ. Frá því á miðju ári 1950 til miðs árs 1953 fjölgaði íbúum jarðar um 90.000.000 að því cr segir í Árbók Hagstofu Samein- uðu þjóðanna fyrir 1954, sem ný- lega er komin út. í Árbókinni er einnig skýrt frá því, að árið 1953 hafi iðnaðarframleiðsla heimsins tvöfaldast þegar miðað er við hámarksárið 1929, helm- ingi meira vörumagn var flutt með járnbrautum heimsins þetta ár en 1929 og um 40% meira Vörumagn flutt með skipastóli heimsins. — 1953 nam verðmæti heimsviðskiptanna þrisvar sinn- um meira en 1938, síðasta árið fyrir stríð. Aukningin stafar af 50% auknu vörumagni og hlut- fallslega enn hærri verðhækkun- um á heimsmarkaðnum. Árbók Hagstofu Sameinuðu þjóðanna (Statistical Yearbook), sem nú kemur út í sjötta sinn, er samin með aðstoð frá hag- stofum í 140 löndum. í bókinni, sem er 594 blaðsíður eru 179 töflur og alþjóðlegar hagskýrsl- ur er fjalla um efnahags-, félags-, menningar og mannfræðleg efni. Fer hér á eftir í hnotskurn nokk- ur atriði úr Árbókinni til fróð- leiks og skemmtunar. ÍBÚATALA HEIMSINS Árbókin hefst á töflu er sýn- ir íbúatölu heimsins og hvernig hún skiftist milli heimsálfa og landa. í heildartölunni er íbúa- tala Sovétríkjanna áætluð, þar sem ekki liggja fyrir opinberar tölur. — Á miðju ári 1953 áætlar Hagstofa Sameinuðu þjóðanna að íbúatala jarðarinnar sé 2.459— 2.634 milljónir og skiftist þannig milli heimsálfa: íbúatala Fjöldi íbúa í millj. á hvern fer.km. Afríka 199— 216 7 Ameríka (Norður- og Suður) 347— 355 8 Asía (Sovétríkin ekki talin með) 1.288 — 1.439 51 Evrópa (Sovétrík- in ekki talin) 400 — 404 82 Ástralía 13,8—14.2 2 MIKIL IÐNAÐARFRAM- LEIÐSLUAUKNING í Árbókinni eru meðal annars upplýsingar um framleiðslu rúm- lega 100 vörutegunda, sem sýna framleiðsluaukningu í heiminum frá því á árunum fyrir heim- styrjöldina síðari og einkum í samanburði við árið 1937, sem var metár í framleiðslu. Tölur þær, sem fara hér á eftir eru miðaðar við 1937, nema annars sé getið. Árið 1953 var hráolíufram- leiðslan í heiminum 141% meiri en 1937, rafmagnsframleiðslan 174% meiri, stálframleiðslan 65% Bifreiðafj. hafði aukist um 61Ð og skipasmíði um 93%. Kola- framleiðslan stóð hinsvegar svo að segja í stað, eða var aðeins 4% hærri en 1937. Var það lægsta kolaframleiðsla síðan styrjöld- inni lauk að árunum 1946 og 1949 undanskildum. Bjórfram- leiðslan í heiminum var 20% meiri 1953 en 1937 og sígarettu- framleiðslan hafði tvöfaldast. Iðnaðarframleiðsla Sovétríkj- anna er ekki með í framan- greindum tölum og heldur ekki framleiðsla meginlands Kína. — Hagstofa Sameinuðu þjóðanna áætlar að framleiðsla Sovétríkj- anna hafi numið sem hér segir árið 1953 (tölur í svigum eru frá 1937 til samanburðar: Sovétríkin framleiddu 320 milljónir smálesta kola (128), rafmagnsframleiðslan nam 133.0 þúsund milljón kws. (36.4). Stálframleiðslan 52.5 milljón tonn (28.5). — Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma framleiddu Bandaríkjamenn 436 milljón smálestir kola, 318.9 Stóraukin iðnaðarframleiðs/a — 79 af hverjum 100 bifreiðum eru i Norður Ameriku — Noregur á þriðja stærsta skipastól heimsins — Einn læknir fyrir hverja 58 jhúsund ihúa — 230 millj. útvarpstæki i notkun — Flug- farþegar fleiri en nokkru sinni áður milljón smálestir hráolíu, 101.3 milljón smálestir stáls og 574,2 þúsund milljón kwst. rafmagns. MATARNEYZLA í HEIMINUM Síðustu tölur (að mestu frá árunum 1952—1953) um matar- neyzlu manna í heiminum sýna, að í eftirtöldum löndum áttu menn kost á matarskammti, sem | innihélt 3000 eða fleiri kaloríur á mann daglega: Argentína,1 Ástralía, Kanada, Danmörk,1 Finnland, ísland, írland, Nýja; Sjáland, Noregur, Svíþjóð, Svissland, Bretlandseyjar og Bandaríkin. Hinsvegar var kal- oríuinnihald matarskammts hvers manns daglega minni en 2000 kaloríur í eftirtöldum löndum: Burma, Ceylon, Honduras, Ind- landi og Pakistan. í öllum þeim 15 löndum, sem tölur ná yfir síðan fyrir styrj- öldina síðustu, hafði kjötneyzlan minnkað til muna nema í Belgíu, Luxemborg, Frakklandi, fslandi og Svíþjóð. Á hinn bóginn hafði mjólkurneyzla aukizt talsvert í öllum Evrópulöndum frá því fyr- ir stríð. 62.3 MILLJÓN FARÞEGABIFREIÐAR Árið 1953 voru um 62.3 milljón ir farþegabifreiða í heiminum! (Sovétríkin og Kína enn ekki ■ meðtalin). — Var það 48% fleiri' bílar en til voru í heiminum 1948 ! og 70% fleiri en 1937. Tala vöru- j bifreiða nam á sama tíma 17.7 milljónum — 40% fleiri en 1948 og helmingi fleiri en 1938. 79 af hverjum 100 bifreiðum í heiminum eru í Norður-Amer- íku og 50% allrar vörubifreiða. í Evrópu er 14% af bifreiða- fjölda heimsins og 25% af vöru-j biíreiða fjöldanum. KAUPSKIPAFLOTINN Kaupskipafloti heimsins hefir stöðugt aukizt frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk og smá- lestatala skipastóls heimsins var 16% hærri 1953 en hún var 1948 og nærri 50% hærri en hún var 1935. Bandaríkjamenn eiga lang stærsta skipastól heims, eða nærri helmingi stærri en Bretar. ítalski kaupskipaflotinn er nú heldur meiri að smálestatölu en hann var fyrir stríð. Hinsvegar hefir skipastóll Japan og Vestur-Þýzka lands ekki náð sömu smálestatölu og hann var fyrir stríð. Fleiri kaupskip sigla nú undir fána Panama en nokkurra ann- ara þjóða að Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi undanskild- um. Ný siglingaþjóð virðist vera að rísa upp í Afríku. Á þremur árum jókst kaupskipastóll Lib- eríu úr 254 smálestum árið 1950 í 1,434 þúsund smálestir 1953. EINN LÆKNIR FYRIR 58.000 MANNS Árbók Hagstofu Sameinuðu þjóðanna birtir skýrslur, sem ná til 180 landa, er sýna hve marg- ir læknar, tannlæknar, Ijósmæð- ur og lyfjafræðingar eru í hveriu landi fyrir sig í hlutfalli við íbúatöluna. Ennfremur hve mörg sjúkrarúm eru miðað við íbúa- tölu. Um læknafjölda og íbúa- tölu segir m. a.: Árið 1952 var einn læknir fyr- ir hverja 58.000 íbúa í Nigeríu, 36.000 íbúar voru um hvern lækni í Mozambique, 25.000 í Frönsku ' Mið-Afríku, 6.000 í E1 Salvador, j 5.200 á Ceylon og einn læknir er ica. Aftur á móti var einn læknir fyrir hverja 4.500 íbúa í Jama- fyrir hverja 650 íbúa í Austur- ríki, 720 íbúar voru um hvern lækni í Nýja Sjálandi, 750 í Vest- ur-Þýzkalandi, 770 í Bandaríkj- unum, 900 í Kanada og 950 í Danmörku. BLÖÐ, ÚTVARP OG SJÓNVARP Áætlað er að um 230 milljón- ir viðtækja hafi verið í notkun í heiminum 1953. Þar af var helmingurinn, eða um 130 millj. í Bandaríkjunum og tæplega þriðjungur — 70 milljón tæki — í Evrópulöndum. Skýrslur um sjónvarpstæki og sjónvarpsstöðvar ná til 22 landa og eru tölurnar frá fyrra helm- ingi ársins 1954. Vitað er að sjónvarpað er í 9 löndum, en tölur um fjölda stöðva eða tæki eru ekki fyrir hendi. Tvær þjóðir hafa langsamlega flest sjónvarpstæki, Bandaríkin með 31,5 milljónir tækja og Bret- landseyjar með 3.4 milljónir tækja. í Kanada eru talin 665.000 sjónvarpstæki í notkun, 72.000 í Frakklandi og 28.000 í Vestur- Þýzkalandi. Talið er að í janúar 1954 hafi 700.000 sónvarpstæki verið í notkun í Sovétríkjunum. Síðustu tölur um útbreiðslu blaða í heiminum eru frá 1952. Samkvæmt þeim tölum er blaða- útbreiðsla langsamlega mest á Bretlandseyjum, þar sem 615 ein- tök eru gefin út fyrir hverja 1000 íbúa. Þar næst koma Svíar með 490 eintök fyrir hverja 1000 íbúa. Luxemborg er þriðja í röðinni með 447 eintök. í Bandaríkjunum voru 346 eintök blaða prentuð fyrir hverja 1000 íbúa. Tekið er fram, að blöð séu misjafnlega viðamikil í hinum Hálfrar aldar barkur prýðir höfin á ný Hinn mikli barkur „Pamir“, sem er 3103 lestir að stærð, var smíðaður í Hamburg 1905 hjá Blohm & Voss fyrir finnsku ríkisstjórnina. Skipið var í fjölda ára notað í kornflutningum miili Nýja-Sjá- lands, Ástralíu og Englands. 1941 var skipið tekið herfangi af Englendingum og afhent Ný-Sjálend- ingum. 1949 var það sent í siglingu ásamt barkinum „Passat“. Er það kom úr þeirri ferð eftir 127 daga, var almennt álitið, að það myndi hinzta sjóferð þessa mikla skips. — En skipið var selt til Þýzkalands og er nú í eigu landsbankans í Slésvig-Holtsetalandi. Bankinn gerir nú tilraun með, hvort borgi sig að gera „Pamir“ út og hefur sent skipið eftir kornfarmi til Argentínu. 58 manna áhöfn er á „Pamir“, þar af 15 foreldralausir unglingar. — Hér á myndinni sést hið tígulega fimmtuga skip, er verið er að draga það út úr höfninni í Hamborg. i ýmsu löndum, allt frá tveimur blaðsíðum í 50 og þar yfir (t. d. í Bandaríkjunum). Hér hefir aðeins verið drepið á fátt eitt af þeim fróðleik, sem er að finna í Árbók Hagstofu Sam einuðu þjóðanna fyrir árið 1954. — Þar eru t. d. skýrslur um meðal æviskeið manna í ýmsuin löndum, vinnuafl, húsdýraeign, skýrslur um framleiðslu allskon- ar, landbúnaðarskýrslur, fisk- veiðaskýrslur, skýrslur um bygg- ingarframkvæmdir, verzlunar- skýrslur. Þá eru birtar fjárhags- áætlanir ýmsra ríkja og skýrsl- ur eru um verðlag og kaupgreiðsl ur, bankamál, félagsmál, mennta- mál o. s. frv. Árbókina má fá hjá umboðs- manni Sameinuðu þjóðanna á Is- landi, sem er Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. ALÞJÓÐA MERKI HÆTTULEGRA EFNA Sjóræningjamerkið gamla — hauskúpa og krosslagðir leggir — hefir víða verið notað sem við- vörun um eitur. Þannig eru lyf, sem innihalda eitur oft merkt með þessu merki og það þekkist viða um heim. Nú hefur Alþjóða Vinnumálaskrifstofan í Genf (ILO) skipað nefnd, sem á að gera tillögur um alþjóðlega merk ingu hættulegra efna, er valdið geta: 1) sprengingum, 2) eldsvoða, 3) eitrun, 4) tæringu (sýrur, ryð o. s. frv.) og 5) geislavirkun. Ætlast er til að þessi viðvör- unarmerki verði notuð í alþjóð- legum viðskiptum og hefir nefnd- in lagt til að framkvæmdastjórn Alþjóða Vinnumálaskrifstofunn- ar leggi til við ríkisstjórnir um heim allan, að merki þessi varði tekin upp hið fyrsta, þar sem um nauðsynlega öryggisráðstöfun sé að ræða er þoli litla bið. Fjögur hættumerkjanna eru þau sömu, sem Flutninga- og sam göngumálanefnd Sameinuðu þjóð anna ræddi um fyrir skömmu, en þau eru þessi: Hætta á sprengingu mynd af sprengju, sem er að springa; hætta á eldsvoða, mynd af loga, hætta á eitrun, hauskúpa og kross lagðir leggir; hætta á geislavirk- un, hauskúpa og krosslagðir legg- ir og stafurinn R í merkinu. Fimmta merkið, sem ILO- nefndin lagði til að notað yrði til að vara við tæringu er mynd af hendi, þar sem fingurnir hafa verið tærðir. — Flutninga- og samgöngumálancfnd S. Þ. lagði til að tæringarhætta væri sýnd með mynd af glasi, sem sýra renn ur úr á málmplötur og tærir hana. Tillögur þessar munu verða sendar til ríkisstjórna og beðið um álit þeirra, en Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóð- anna mun síðar fjalla um málið. Flugvélar, sem hafa fastar á- ætlunarferðir virðast hafa sett öryggismet á árinu 1954 að því er segir í skýrslum frá Alþjóðaflug- málastofnuninni í Montreal (ICAO). Skýrslurnar eru enn taldar bráðabirgðaskýrslur, en þær ná til allra áætlunarflugvéla í heimi, bæði í innan- og utanlandsflugi, að flugvélum í Sovétríkjunum og meginlandi Kína undanskildum. Dauðaslys árið 1954 námu 1,33 fyrir hverjar 100 milljón farþega- mílur flognar. Banaslys í flug- slysum voru 427 á árinu, en alls flugu áætlunarflugvélar heimsins 32.000 milljón farþega-mílur, seg- ir í skýrslum ICAO. Árið 1953 var banaslysatalan 1,35 og árið 1952 1.75. Síðari talan var á sínum tíma talin vera „ábyggilega öryggismet í sögu flugsiglinganna“. Árið sem leið flugu áætlunar- flugvélar heimsins meiri mílu- fjölda og fluttu fleiri farþega en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.