Morgunblaðið - 27.03.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 27.03.1955, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Tillögur Árno Sæmundssonor nð Stóru-Mörk um sumvinnufélug í sumu hreppi um skógrækt, Óhjúkvscmilegt uð horfust í uugu við stuðreyndirnur í REYKJAVÍKURBRÉFI blaðs- ins í dag, er nokkuð rætt um hin beinu áhrif kauphækkana á ríkis- útgjöldin í ljósi þeirra talna, sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, skýrði frá á Alþingi í fyrradag. En hitt er ekki síður athugavert, hver áhrif þær myndu hafa á vísitöluna og hvað það myndi kosta ríkissjóð að borga niður verðlagið á einstökum tegundum nauðsynja. Samkvæmt upplýsingum for- sætisráðherra myndi verðhækk- un á landbúnaðarafurðum valda 2,9 stiga hækkun á vísitölunni næsta haust, ef 7% kauphækkun yrði. En 26% kauphækkun myndi valda 10,6 stiga hækkun vísitöl- unnar næsta haust, vegna land- búnaðarafurðanna einna saman. En auk þess myndu kaup- hækkanirnar valda hækkun vísitölunnar í gegnum fleiri liði. Er gert ráð fyrir að heild- arhækkun hennar, varlega á- ætluð, yrði 4 stig miðað við 7%, en 15 stig miðað við 26% kauphækkun. Sá fræðilegi möguleiki er að sjálfsögðu fyrir hendi að ríkis- sjóður borgaði niður verð á ein- stökum nauðsynjum til þess að halda vísitölunni niðri. Til slíkra ráðstafana er á fjárlögum yfir- standandi árs áætlaðar nær 50 millj. kr. Forsætisráðherra gaf Upplýsingar um það, hvað niður- greiðslur á verði einstakra vöru- tegunda kosta ríkissjóð. Líta þær upplýsingar þannig út: Það kost- ar ríkissjóð 6,2 millj. kr. að borga vísitöluna niður um eitt stig með niðurgreiðslu á smjöri, 4,7 millj. kr. í smjörlíki, 4 millj. kr. í kjöti, 5,2 millj. kr. í mjólk og í saltfiski kostar vísitölustigið 2,3 millj. kr. Af þessu sést, að til þess að lækka vísitöluna um þau 4 stig, sem myndu verða afleiðing 7% kauphækkana, þyrfti ríkissjóður að verja 24,8 millj. kr. á ári, ef hann borgaði niður verð á kjöti, en 20,8 millj. kr. ef hann vildi borga niður mjólkurverðið. Ef ríkissjóður hygðist hins vegar borga þau 15 stig, sem vísitalan myndi hækka um við 26% kauphækkun, myndi það kosta hann nær 100 millj. kr., ef hann greiddi niður kjöt- verðið, en nær 80 millj. kr., ef mjólkin væri borguð niður. Það er af þessu ljóst, að ríkis- sjóður gæti ekki komist hjá því að afla sér nýrra tekna til þess að geta risið undir svo hrikaleg- um nýjum útptöldum. Þeirra yrði hann að afla með stórfelldum nýjum tolla- e^a skattaálögum. En þar með væri komið að því að almennin^ur yrði að borga brúsann, þ=°r kauphækkanir, sem knúðar hefðu verið fram. Hér hefur aðeins verið minnzt á þá hlið, sem snýr að ríkissjóði. En stórfelldar launabreytingar myndu ekki síður bitna á at- vinnulífinu og þá fyrst og fremst útflutningsframleiðslunni. sem ekki getur velt hinum aukna til- kostnaði sínum yfir á aðra, nema í gegnum ráðstafanir ríkisvalds- ins. Dæmið frá 1949 veitir glöggar upplýsingar um afleiðingar halla- rekstursins. — Útflutningsfram- leiðslan var þá að stöðvast og verulegur greiðsluhalli hafði um skeið orðið hjá ríkinu. Gengi krónunnar var fallið. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef til- kostnaður útflutningsfram- leiðslunnar yrði stórhækkað- ur nú hlyti að síga á sömu ógæfuhliðina og þá. Það er alveg óhjákvæmilegt að horfast í augu við þessar staðreyndir. Með þeim er ekki verið að mála skrattann á vegginn. í þeim felst aðeins aðvörun, sem hver einasti ábyrgur og viti borinn ein- staklingur hlýtur að taka til- lit til, ef hann vill ekki vit- andi vits leiða vandræði og bágindi yfir sig og þjóðfélag sitt. Réttmæf gagnrýni ÞAÐ er réttmæt gagnrýni, sem einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins hreyfði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra í Neðri deild í fyrrad., að æskilegt hefði verið að ríkisstjórnin hefði jafn- hliða gefið skýrslu um það, hve þjóðartekjurnar hefðu aukizt mikið á síðastl. tveimur árum. En á hitt má benda, sem forsætis- ráðherra einnig vék að, að eitt af verkefnum rannsóknarnefnd- arinnar, sem ríkisstjórnin bauð verkalýðssamtökunum að taka sæti í, var einmitt það, að afla upplýsinga um aukningu þjóð- arteknanna. Verkalýðssamtökin höfnuðu hinsvegar þátttöku í slíkri nefnd og var skipun henn- ar þannig úr sögunni. Ólafur Thors kvað ríkistjórn- , inni ljúft og skylt að afla allra gagna og upplýsinga, sem leitt gætu tll lausnar vinnudeil- unnar, og ekki síður þeirra, sem renna kynnu stoðum und- ir þá skoðun, að hægt sé að hækka kaupgjald í landinu. f þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi tillögu frá nokkrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins um rann sókn á greiðslugetu atvinnuveg- anna. Var tilgangur hennar sá, að tryggja það, að upplýsingar lægju fyrir um það á hverjum tíma, hven raunverulegt burð- arþol framleiðslunnar væri, og hver hlutur launþeganna gæti verið í þjóðartekjunum. Þessi tillaga Sjálfstæðismanna hefur því miður ekki verið framkvæmd. Ef slík rannsókn, sem hún gerði ráð fyrir, hefði verið látin fram fara, lægju nú meðal annars fyrir þær upplýsmgar um þjóðartekj- urnar og aukningu þeirra, sem 1 spurt var um í sambandi við skýrslu foi sætisráðherra. Stæði þá bæði í'kisstjórnin og þjóðin í heild betur að vígi með vitn- eskju um það, hver hin raunveru- lega greiðslugeta atvinnuveg- anna sé í dag. I Þrátt fyrir það, að slík rann- sókn hefur ekki farið fram enn þá, er þó rhætt að fullyrða, að 1 málin liggi nægilega ljóst fyrir til þess, að óhætt sé að fullyrða, að útflutnirgsframleiðslan geti a. m. k. ekki tekið á sig stóraukinn tilkostnað. IBRÉFI til Árna oddvita Sæ- mundssonar að Stóru-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum fór ég fram á það við hann, að hann sendi mér bréfkorn þar. sem hann gerði með sínum eigin orðum grein fyrir þeim tillögum, sem hann fyrir stuttu síðan flutti í skógræktardeildinni í hreppi sín- um um samstarf innan sveitarfé- laga um skógrækt. Hann skýrði m. a. svo frá: TILLOGURNAR KOMU FYRST FRAM í SKÓGRÆKTAR- DEILDINNI „BJÖRK“ „Tillögur þessar komu fyrst fram á félagsfundi, sem skóg- ræktardeildin Björk í Vestur- Eyjafjallahreppi hélt að Heima- landi 26. jan. síðastl. Var þar samþykkt að breyta skipulagi deildarinnar á þá lund, að gefa félagssamtökunum innan hrepps- ins er vilja vinna að skógrækt kost á að ganga í deildina með þátttöku í stjórn hennar og störf- um í því formi, sem tillögurnar kveða á um. En þær eru í stuttu máli á þessa leið: OLL FELOGIN INNAN HREPPSINS LEGGJAST Á EITT Að deildin verði framvegis byggð upp af öllum hinum starf- andi félögum í hreppnum, svo sem búnaðarfélagi, kvenfélagi, ungmennafélagi, skólafélagi og hreppsfélagi, með 10.00 króna árstillagi á félagsmann, sem við- komandi félagssjóður stendur skil af. Stjórn deildarinnar verði skip- uð 5 mönnum af hverju félagi, nema fyrir skólafélagið eða skóla börn, verði skólastjóri sjálfkjör- inn og fyrir hreppsfélagið verði kosið af hreppsnefnd. Börn inn- an 16 ára þurfa ekki að greiða ársgjald, en hreppsfélagið leggi þeim til fé, með því að greiða 10 krónu árstillag af hverjum út- svarsskyldum íbúa hreppsins. ARNLAUG SAMÚELSDÓTTIR GEFUR LAND TIL SKÓG- RÆKTAR AÐ SELJALANDI Á þessum sama fundi var deildinni gefið land til skógrækt- ar. Það gerði húsfreyjan að Selja landi, Arnlaug Samuelsdóttir, með því skilyrði að hreppsnefnd skuli sjá um, að þar verði komið upp skógarreit. Áformað er að skipta þessu landi í skákir handa viðkomandi félögum og verði landsvæði skólabarnanna stærst, því nýbyggður barnaskóla er þar á næstu grösum. Þannig voru þessar tillögur 1 upphafi, aðeins hugsaðar sem einkamál fyrir Vestur-Eyjafjalla- hrepp enda bjóst ég ekki við þvi þá að þær mundu koma fyrir almenningssjónir eins og síðar hefur orðið raunin á. ODDVITAFUNDUR UM MÁLIÐ Laugardaginn 5. febr. síðastl. hélt stjórn Skógræktarfélags Rangæinga fund með öllum odd- ritum sýslunnar. Var skógrækt- arstjóri mættur á þeim fundi, ásamt fleiri áhugamönnum um skógrækt. Tilgangurinn með fundinum var að fá oddvitana til að leggja drög að stofnun deilda í hverjum hreppi sýslunnar en áður hafði ekki verið stofnað nema ein skógræktardeild, Björk í Vestur-Eyjafjallahreppi. Á þeim fundi skýrði ég frá starfsemi deildarinnar, ásamt því nýja skipulagi, sem hér að framan er lýst. Sesselja Hannes- dóttir — minning 'Ueljahandi drifar: É\ G held, að ég þurfi ekki að takast langa ferð á hendur suður í lönd á stefnumót við vor- ið — það er svo greinilega komið hingað norður til okkar, blessað! varð manni einum að orði þegar sólin skein sem heitast um há- degið á föstudaginn var — og hann ljómaði allur við tilhugs- unina um bjarta og hlýja daga fram undan. Já, það er alveg satt. Þegar þessi tími er kominn finnst okkur við hafa leyfi til að líta á sólina sem vorsól og auð- vitað finnst okkur geislar hennar ennþá hlýrri og unaðslegri við þá tilhugsun eina saman. — En samt er það nú svo að marz-vorið hefir löngum reynzt fallvalt að treysta á og þó að okkur finnist hádegissólin hlý og yndisleg þá verðum við að vera við því búin, að um kvöldið þurfum við að setja upp vettlingana aftur með kuldadropa í nefi. — Og víst get- ur vorið brugðizt til beggja vona víðar en á íslandi — jafnvel hjá þeim langt fyrir sunnan okkur, þar sem við ímyndum okkur ailt baðað í sumri og sól, sí og æ. K Bréf frá kvenstúdent. VENSTÚDENT“ hefir skrif- að mér eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Mikla athygli og umtal vakti frumvarp eitt, sem borið var fram á Alþingi í vetur um vistheimili handa afvegaleiddum stúlkum. j Engum, sem um þetta mál hugs- ar fær dulizt að hér er um alvöru- mál — og nauðsynjamál að ræða, þó að sumum fyndist ástæða til að snúa því öllu upp í grín — og undarlega kemur það fyrir sjón- ir, hve sumir þingmenn gerðu sig bera að skilnings- og áhugaleysi gagnvart þessu vistheimilismáii, svo mjög sem það virðist snerta alþjóðarheill. Merkilegt erindi. HÚN er auðvitað alls ekki ný- tilkomin, þörfin fyrir þetta vistheimili handa afvegaleiddum stulkum en við höfum hinsvegar nýlega eignazt ungan og áhuga- saman kvenlögregluþjón, sem þegar hefir tekið til starfs hér í Reykjavík og væntum við mikils af starfi hennar í framtíðinni. Er það óefað mikið henni að þakka, að þessi skriður hefir nú komizt á vistheimilismálið. Ég hlýddi á erindi, sem þessi unga stúlka, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, hélt á fundi kvenstúdenta fyrir nokkru og vakti þar mikla at- hygli, enda var erindið svo ágætt, í senn vel og fallega hugsað, að mér fyndist ástæða til þess að það fengi að koma fvrir a'menn- ingssjónir, svo vel væri það fallið til að vekja skilning og áhuga fólks á því mikla mannúðarmál- efni, sem hér er annars vegar. Öll samábyrg. ERINDI Vilhelmínu markaðist allt af alvöru og samúð með þeim ógæfusömu ungu stúlkum, sem einhverra orsaka vegna hafa lent á rangri braut Hún reyndi að leiða okkur fyrir sjónir hversu oft aðstaða þeirra er erfið til að rétta við og byrja nýtt og betra líf, þótt þær séu allar af vilja gerðar. Hún benti jafnframt á, að við erum í rauninni öll sam- ábyrg og um leið samsek í ógæfu hvers þjóðfélagsborgara, því óaf- sakanlegra væri það að sýna tóm- læti og skilningsleysi gagnvart því björgunarstarfi sem nauðsyn- legt væri að vinna á þessu sviði. — í því björgunarstarfi væri áð- urnefnt vistheimili ómissandi þáttur ef nokkurs árangurs ætti að vænta. Mig langar til að þakka Vil- helmínu fyrir þetta ágæta og tímabæra erindi hennar og óska þess um leið að hennar hjartans mál — og okkar allra — vist- heimilið, megi rísa af grunni, áð- ur en langt um líður. — Kven- stúdent“. Merklð, sem klæðir lanðið. SESSELJA var Reykvíkingur, fædd hér í Reykjavík 15. des. 1913, hún var því á bezta aldri þegar hún var burtkölluð 19. þ.m. Á mánudag næstkomandi verður hún til moldar borin og kvödd af ástvinum sínum. Foreldrar hennar voru Hannes Björnsson verkstjóri og kona hans Svanborg Bjarnadóttir, góð- ir og velmetnir borgarar þessa bæjar. Svanborg móðir hennar er enn á lífi. Sesselja ólzt upp í föðurhúsum við góða ástúð foreldra sinna. Hún var elzt af 5 systkinum, fékk því snemma tækifæri til að end- urgjalda ástúð móður sinnar með góðri aðstoð við heimilisstörf og gæzlu yngri systkinanna. Það tækifæri lét hún ekki ónotað. Hún var glaðlynd og tápmikil, vinföst og góð leiksystir. Þessir eðliskostir entust til æviloka. Þrátt fyrir ýmislegt andstreymi er nú fylgifiskur þessa jarðneska lífs og ber því ekki að fást um það. Ég sem þessar línur rita var gagnkunnug Sesselju sálugu um mörg ár komum við hvor til ann- arar nær því daglega. Hún var mér ávallt aufúsugestur, vegna skaphafnar sinnar og aldrei féll skuggi á vinfengi okkar. Hún var gift Jóni Sigurðs- syni járnsmið. — Var heimiii þeirra á Njálsgötu 3. — Synir þeirra, sem báðir eru uppkomnir eru Óskar járnsmíðanemi og Helgi Kristinn prentari, kvæntur Þóru Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn, sem voru yndi ömmu sinnar. Vertu svo sæl og blessuð kæra Sesseija mín. Ég þakka allar góð ar samverustundir okkar. Þakka táp þitt og trúna á lífið, aiúð þína og kærleika. Vinkona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.