Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúflif í dag: S og SA kaldi. Dálítil rigning. 74. tbl. — Miðvikudagur 30 marz 1955 Brunatryggingar Sjá grein á bls. 6. Stefnt oð þvi nð hver fjölskyMn húi í eigin ibiið Lánsfjárfrumvarp ríkisstjórnarinnar stórmerk nýjung í lánastarfsemi Mrognkelsaveiðin hafin Frá umræðum á Varðarfundi / gær FUNDUR Landsmálafélagsins Varðar í gærkvöldi um húsnæðis málin var geysifjölmennur. Var auðsætt, að fólk hafði mikinn áhuga fyrir því máli, sem þar var til umræðu. Birgir Kjaran, for- maður félagsins, setti fundinn og stjórnaði honum. í upphafi hans minntist hann dr. Einars Arnórssonar og stóðu fundarmenn upp i virðingarskyni við hinn látna stjórnmálamann og fræðimann. Jóhann Hafstein, alþingismaður, var frummælandi á fundinum. Flutti hann ágæta og glögga ræðu um húsnæðismálin, lánsfjár- vandamálið og þátt Sjálfstæðisflokksins og núverandi ríkisstjórnar í baráttunni fyrir umbótum á þessu sviði. Miklar umræður urðit tim málið og tóku þessir menn til máls auk frummælanda: Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi, Gisli Halldórsson, arkitekt, bæjarfulltrúi, Friðleifur Friðriksson, formaður Vörubifreiðastjóra- félagsins Þróttar og Ólafur Thors, forsætisráðherra. Forsætisráðherra komst m. a. þannig að orði í stuttri ræðu, sem hann flutti, að unnið hefði verið að frumvarpi því, sem stjórnin lagði fyrir Alþingi um húsnæðismálin í gær, af ‘I heilhug af báðum stjórnarflokkunum. Hann kvaðst ekki 5 vilja staðhæfa að þörfin fyrir lánsfé til íbúðabygginga væri leyst að fullu, en með því væri lagður grundvöllur að var- anlegri lausn þess mikla vandamáls, sem lánsfjárskorturinn hefði verið á undanförnum árum. Væri það ósk s?n, að þær vonir rættust, sem tengdar væru við framkvæmd þess, um miklar umbætur í húsnæðismálum þjóðarinnar. RÆÐA JÓHANNS HAFSTEINS Jóhann Hafstein hóf framsögu- ræðu sína með því að minna á fyrirheit stjórnarsamningsins um aukið fjármagn til íbúðabygg- dnga og frambúðarlausn lánsfjár- vandamálsins. Hér hefði ríkt mikill húsnæðisskortur undan- farin ár og áberandi skipulags- leysi verið á lánsfjármálunum. í kjölfar þess hefði komið okur- starfsemi og ýmiskonar óheil- brigði. Minntist hann síðan á írumvarp og tillögur Sjálfstæðis- manna á Alþingi á undanförnum árum til umbóta í þessum málum. Ennfremur gat hann þess að fyr- ir frumkvæði Jóns Þorlákssonar hefði veðdeild Landsbankans á sínum tíma fengið fjármagn til lánastarfsemi í þágu íbúðabygg- inga í landinu, en síðan hefði hún mjög verið vanrækt. FRUMVARP RfKTSSTJÓRNARINNAR Jóhann Hafstein vék þessu næst að frumvarpi ríkisstjórnar- innar, sem lagt var fram á Al- þingi í gær, en frá efni þess er skýrt í grein á bls. 1 í blaðinu í dag. Hann kvað efni þess vera þríþætt. f fyrsta lagi væri sett á stofn húsnæðismálastjóm, sem hefði það verkefni að beita sér fyrir umbótum í bvggingarmál- wm og hafa yfirumsjón lánsfiár- öfiunar og lánveitinga til íbúða- þygginga í landinu. f öðru lagi væri sett á laggirnar veðlánakerfi sem tryggja ætti heilbrigða lána- starfsemi í þágu íbúðabygginga í landinu. Væri með bví lögfest sú skoðun forsætisráðherra, sem komið hefði fram í ræðu hans nokkru eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, að íbúðalán eigi að verða fastur liður í út- lánastarfsemi iánastofnana. í þriðía lagi fælist í frum- varni stjórnarinnar úrræði til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Það væri eitt veiga- mesta atriði frumvarnsins. sagði Jóhann Hafstein, að með því væri þ.ióðbankanum lögð sú skylda á herðar að hafa forgöngu um lánastarfsemi til íbúðabygginga. 100 ÞÚS. KR. HÁMARK Samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir, að há- markslán út á íbúð yrði 100 þús. krónur. Ekki væri þó fullvíst, að lánin gætu orðið syo há I upphafi. Jóhann Hafstein rakti síðan ákvæði frumvarpsins nokkiu nánar og skýrði þau. Ennfremur minntist hann á byggingarþörf- ina og kvað niðurstöðu milli- þinganefndar þeirrar, sem ríkis- stjórnin fól undirbúning frum- varpsins hafa orðið þá, að byggja Jóhann Hafstein. þyrfti 1050 íbúðir að meðaltali á ári á öllu landinu. Væri þá m.a. miðað við að braggaíbúðunum hér í Reykjavík yrði útrýmt á næstu 4—5 árum. Til þess að fullnægja lánaþörfinni vegna 1050 íbúða, þyrfti samkvæmt frumvarpinu 73 milljónir króna, en samkvæmt útreikningi Lands- bankans ætti með veðlánakerfinu að verða 100 milljónir króna til ráðstöíunar á ári. Jóhann Hafstein ræddi því næst um þátt bæjarstjórnar Reykjavíkur i húsnæðisumbótum síðari ára og áætlanir hennar um framkvæmdir til þess að útrýma þeim 500 bröggum, sem hér væru, á næstu 4—5 árum. Hann lauk máli sínu með þvi að láta í ljós þá von, að það takmark mætti nást, sem að væri stefnt í þess- um málum af Sjálfstæðisflokkn- um, að hver fjölskylda gæti eign- azt sína eigin íbúð. Kvað hann frumvarp ríkisstjórnarinnar vera merkilegt og stórt átak í þessa átt. Ræðu framsögumanns var ágætlega tekið. LÓÐUM UNDIR 1300 ÍBÚÐIR ÚTHLUTAÐ S.L. ÁR Næsti ræðumaður var Geir Hallgrímsson bæjarfulltrúi. Kvað hann frumvarp ríkisstjórnarinn- ar vera Reykvíkingum sérstakt gleðiefni, þar sem Jiútstsæðisskort- urinn hefði hvergi vearið meiri en hér. Ræddi hann sáfen um að- gerðir bæjarstjórraarinnar í hús- næðismálunum og skýrði m. a. frá því, að á síðastliðnu ári hefði verið úthlutað lóðum: tmdir 1300 íbúðir. Hann kvað lóðir undir einbýlishús hafa verið miklu eft- irsóttari, en eftirspwm eftir lóð- um undir fjölbýlishús færi nú vaxandi. Þá ræddi Geir Hallgn'msson um hina brýnu nauðsyn útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og þá fyrst og flemst bragganna. Hann kvað nýja möguleika nú opnast fyrir það fólk, sem verst væri á vegi statt í húsnæðismálunum. AUKNAR KRÖFUR TIL HÚSNÆÐIS Gísli Halldórsson arkitekt tal- aði næstur. Minntist hann ma. á það, að um árið 1970 myndu ibúar Reykjavíkur vera orðnir um 100 þús. Væri það mikið verk efni að tryggja þeim fólksfjölda gott og heilsusamlegt húsnæði. Hann kvað hinn mikla húsnæðis- skort í bænum nú ekki eingöngu spretta af auknum fólksfjölda heldur af hinu, að miklu meiri kröfur væru nú gerðar til stærð- ar húsnæðisins en áður var. Væri þetta afleiðing batnandi efnahags. Gísli Halldórsson kvað það mjög þýðingarmikið ákvæði í frumvarp i ríklsstjórnarinnar að þar væri mælt fyrir um tæknirannsóknir og kynningu nýjunga í byggingariðnaði. SPARNAÐUR MIKILS VIRÐI Friðleifur Friðriksson talaði næstur, og ræddi m. a. þau vand- ræði, sem húsnæðisskorturinn hefur bakað fjölda fólks undan- farin ár. Mjög þýðingarmikið væri, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft forystu um að létta af hömlum á íbúðabyggingum. — Friðleifur Friðriksson minntist einnig á það, að nauðsynlegur grundvöllur mikillar lánastarf- semi til byggingaframkvæmda væri umfram allt það, að fólk sparaði og leggði fé inn í lána- stofnanir. Óstöðugt gengi is- lenzkrar krónu væri mjög háska- samlegt fyrir byggingarfram- kvæmdir í landinu. Hann kvaðst legaja mesta áherzlu á, að þeim yrði veitt ríf- legust aðstoð, sem minnst bol- j magn hefðu til þess að leysa úr húsnæðisvandræðum sinum. Þá talaði forsætisráðherra eins og að ofan getur og að lokum frummælandi. — Var þetta hinn ágætasti fundur, og var sérstak- lega áberandi, hve margt ungt fólk sótti hann. HAFNARFIRÐT — Nú er hrogn- kelsaveiðii. hafin og er það í fyrra lagi. Hafa nokKrir bátar lagt net sm, en afli hefur verið tregur, það sem af er. ríátar hafa lagt nokkrum sinnurn og hefur aflinn selzt bókstaflega um leið og komið er að landi. Er fólk mjög sólgið í rauðmagann, a. m. k. fyrst á vorin, því að á betri mat verður vart kosið. — Héðan hefir rauðmagaveiði verið stund- uð frá því elztu menn muna, og er þeim alitaf að fjölga, sem rauð magaveiðar stunda. Undanfar’ð hafa menn verið að dytta að bátum sínum og hreinsa til i bátavörunum. Þessa mynd tók Gurmar Rúnar um síð- ustu helgi, þar sem menn voru í fjörunni að sýsla við báta sína og lagfæra trönur, sem hengja á gráslepunna á, en hún þykir sem kunnugt er, hinn bezti mat- ur, mátulego sigin. —G. E. 1 Sjávarþorpin á Ausfurlandi neifa að hlífa olíubanni verkfalfssfj. í Reykjavsfc Almenningur í Neskaupstað tekur ekki gild fyrirmæli hennar um svartan lista. t SJÁVARÞORPIN á Austurlandi og Neskaupstaður hafa virt að vettugi fyrirskipanir verkfallsstjórnarinnar í Reykjavík um að setja olíuflutningaskipið Litlafell á svartan lista. Hefur al- menningur í bæjunum komið því fram að olíu yrði dælt í land úr skipinu, þrátt fyrir sífelldar hótanir verkfallsstjórnarinnar í Rvík. Með þessu er til bráðabirgða Ieyst úr olíuskortinum á Austurlandi. Hins vegar er útlitið verra í sjávarþorpunum á Vestfjörðum, vegna þess að reykvískir verkfallsverðir í Ilvalfirði hindruðu það gegn vilja verkalýðsfélagsins Harðar þar á staðnum að olíu yrði dælt út í Skeljung, en hann átti að sigla með hana til Vestfjarða, Reyfejavífrarbssr jeraur ekki Á FUNDI bæjarráðs í gær, bar fullírúi kommúnista fram þá tillögu, að samið yrði við verkalýðsfélögin á sama grund velli og Hafnarfjarðarbær hefði gert þ. e. að ganga að öllum kröfum verkfalls- manna. Tillagan hlaut tvö atkvæði og því ekki nægan stuðning, þar sem fuJItrúar meirihlutans vísuðu til samþykktar síðasta fund'.r bæjarstjórnar, þar sem bent var á að sáttanefnd rík- isins ynni að lausn vinnu- deilunnar. SVARTI LISTINN Eins og kunnugt er setti verkfallsstjórnin olíuskipin Litlafell og Skeljung á svart- an lista, vegna þess að þau tóku olíu úr rússneska skipinu Leningrad. Eins og áður hefur verið sagt var slík olíutaka þó fullkomlega lögleg og braut ekki i bága við verkfallið, vegna þess að það hefur allt- af tíðkazt að strandferða- olíuskipin taki olíu bcint frá stóru millilandaskipunum. Verkfallsstjórnin hefur lagt blátt bann við því að þessi tvö olíuflutningaskip fái nokkurs- staðar afgreiðslu og forboðið verkalýðsfélögum hvarvetna á landinu að leyfa að olíu sé dælt í land úr þeim. Hefur þetta bann verkfallsstjórnarinnar, byggt á röngum forsendum, valdið ýms- um byggðarlögum úti á landi vandræðum og hættu á olíuskorti. OLÍUNNI TAFARLAUST DÆLT í LAND En meðan að Lúðvík Jósefsson, þingmaður kommúnista frá Nes- kaupstað, lýsti yfir ánægju sinni á Alþingi yfir þessu banni verk- fallsstjórnarinnar, neituðu félag- ar hans austur á Neskaupstað að hlýta því. Þegar Litlafell kom þangað í gær var olíu úr skipinu t dælt í land. Áður hafði Litlafell losað olíu á Höfn í Hornafirði, Djúpavogi, Reyðarfirði og Eskifirði. Á öllum þessum stöð um var olíu tafarlaust dælt I land, enda mun sendingin hafa komið sér vel. Virðist airoenn- ingur líka skilja að bann verk fallsstjórnarinnar í Revkjavík er byggt á röngum forsendum. REYKVÍSKIR VERKFALLS- * VERÐIR í HVALFIRÐI Olíuskipið Skeljungur átti á laugardaginn að taka olíu í Hval firði, sem skyldi fara til Vest- fjarða. En þegar skipið kom til olíustöðvarinnar voru þar fyrir nokkrir reykvískir verkfalls- verðir, sem bönnuðu að láta dæla olíu í skipið. Skipstjórinn taldi þá enga heimild hafa til að hindra verk þar í Hvalfirði. Bað hann um fund með formanni verka- lýðsfélagsins Harðar þar á staðn- um, sem lýsti því yfir að hann sæi enga ástæðu til að hindra af- greiðslu skipsins. Þrátt fyrir það beittu hinir reykvísku verkfalls- verðir valdi til að koma í veg fyrir fermingu skipsins. Skeljungur sigldi því til Reykja víkur og meðan verkfallsstjórn- in situr við sinn keip kemst olían ekki til Vestfjarða. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.