Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 dr. Einars Arnórsson- Japanska iisiafóikið á förum ar ÞEGAR fundir hófust á Alþingi í gær, tilk; nntu forsetar beggja þingdeilda, rð fundir yrðu felld- ir niður pennan dag vegna and- láts dr. Einars Arnórssonar fyrr verandi rá^herra. Á fundi í Sam- einuðu þir ” kl. 1,30 í dag, mun forseti Satneinaðs þings minnast hins látna stjórnmálamanns og fræðimanrs. Úfsvar ekks insrfieimf nm a i Á FUNDI bæjarráðs í gær, var samþykkt að innheimta ekki útsvör um þessi mánaðamót af launum þess fólks sem er á mánaðarkaupi og á í vinnu- deilum um þessar mundir. Meðal þess fólks, sem á í verk- föllum núna eru alimargir, sem fá greidd mánaðarlaun. Mun þetta fólk nú um þessi mánaðamót fá greidd laun fyrir fyrri hluta marz-mán- aðar fram til 18. marz, þegar verkfallið hófst og verður út- svar samkvæmt ákvörðun bæj arráðs ckki dregið frá launun- um að þessu sinni. Ó laf sfja rðsrbáfur fer hefm vegna verkfallsins ÓLAFSFIRÐI, 28. marz: — Vél- báturinn ,,Haukur“ kom hingað í gærkveldi frá Suðurlandi með 40 smálestir af fiski. Varð bátur- inn að hætta veiðum fyrir sunn- an vegna verkfallsíns, en þar hefir hann stundað þorskveiðar £ net í vetur. Aflinn, sem báturinn kom með, verður verkaður í fiskverkunar- stöð Magnúsar Gamalíelssonar. Haukur mun nú búa sig á tog- veiðar hér fyrir Norðurlandi Héðan hefir lítið verið róið að undanförnu vegna ógæfta. Enn- fremur hefir verið hér beituskort ur þar til í gærkveldi, að loðna var fengin innan úr Eyjafirði. í dag er ágætis veður hér og eru bátarnir því á sjó. — J. Ag. Akvörðun tekin um réttar* rannsókn og málshöfðun O að endurskoðun lokinni VEGNA endurtekinna staðhæfinga „Þjóðviljans“ um að ráðgert sé að láta rettarrannsókn falla niður í máli Ingimars Jónssonar skólastjóra, hefur Mbl. leitað upplýsinga um málið hjá hlutaðeig- andi ráðuneyti. Var biaðinu þar skýrt frá því, að unnið sé nú að endurskoðun fjárreiða Gagnfræðaskóla Austurbæjar og öðrum þeim opinberum fjárreiðum, sem skólastjórinn hefur haft með höndum, og að þeirri endurskoðun lokinni verði að sjálfsögðu tekin ákvörðun um réttarrannsókn og málshöfðun gegn honum. Er þessi málsmeðferð að öllu leyti í samræmi við íslenzkar réttaiv farsreglur og venjur. Kommúnistablaðið hefur því eins og þess er jafnan háttur farið með fleipur eitt og rakalaus ósannindi um mál þetta. Japanska listafólkið, sem skemmt hefir gestum Þjóðleikhússins undanfarna daga er nú á förum héðan. Verður 7. og síðasta sýn- ingin í kvöld kl. 20. Aðsókn hefur verið mikil að öllum sýningun- um og fólk látið í ljósi ánægju yfir að eiga þess kost að kynnast a þennan hátt hinni sérstæðu og okkur framandi austurlenzku leik- og danslist. Listafólkið fer héðan beint til Þýzkalands en þaðan liggur leið þess til Suður-Ameríku. Fylgja því héðan þakkir okkar fyrir komuna og óskir um góða ferð áfram. — Myndin sýnir stjórnanda flokksins Miho Hanayagui í „sverðdansinum*-. r Ohugnanleg velki p< m í kúm I Skagaffa Allt að þrem kúm á bæ taka veikina. j Bær á Höfðaströnd, 29. marz. SNJÓLAUST hefur verið með öllu hér á láglendi nokkurn tíma, og eru vegir vel greiðfærir. Er nú vel bílfært að Reykjahóli í Fljótum, en þar er aftur dálítill kafli sem er ófær, en svo er aftur bílfært í sjálfum Fljótunum. Skíðafæri hefur verið afburða- gott í fjöllum. minnzl á 150. árflð hans á launardag UM heim allan verður 150. ártíðar H. C. Andersens minnzt á margvíslegan hátt. Þetta merkasta ævintýraskáld Dana er orðið nokkurs konar sameign alls heimsins. Og hér á landi verður efnt til H. C. Andersens hátíðar í Sjálfstæðishúsinu, í skólum landsins verður skáldsins minnzt og má segja, að hátíðin hefjist i kvöld með háskólafyrirlestri um skáldið. í gærdag áttu blaðamenn stutt' sem því ber. Fá nöfn ber hærra samtal við sendiherra Dana hér j í bókmennl asögunnni, en nafn H. á landi frú Bodil Begtrup og C. Andersens, skósmiðssonarins stjórn Norræna félagsins, um H. HJALPAR- BEIÐNI FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt í blöðum og útvarpi, að á mánu- dagsmorgun s.l. brann íbúðar- braggi í Þóroddsstaðabúðum. — Fólkið komst nauðulega út úr brennandi íbúðinni, sem eyð.i- lagðist að mestu, svo að ekki er talið, að hún verði aftur gerð íbúðarhæf. í bragganum bjuggu hjónin Sigurður Karlsson og Kristín Helgadóttir með fimm ungum börnum sínum. Hið elzta þeirra er 10 ára, en hið yngsta á 1. ári. Móðir Sigurðar átti einn- ig þarna heimili. Átta manna fjölskylda hefur þannig misst húsnæði sitt og að mestu búslóð og fatnað, sem allt var óvátryggt. Ekki þarf að lýsa því, hvert áfall fjölskyldan hefur við þetta hlotið. Væri þess því mikil þörf, að aðstoð yrði veitt og sem fyrst. Hafa bæjarbúar oft sýnt lofs- verðan skilning og brugðizt vel við með hjálp, þegar líkt hefur á Staðið. Með línum þessum vildi ég vekja athygli á ástæðum þeirra, sem nú hafa orðið fyrir tilfinnan- legu fjárhagstjóni. Vonandi verð i margir til að rétta hjálparhönd hinu bágstadda, eignalausa fólki. Morgunblaðið hefur góðfús- lega lofað að taka á móti gjöf- um, Jón Þorvarðsson. KUADAUÐI Mikil veikindi hafa átt sér stað í kúm í héraðinu. Er víða sem allt upp í þrjár kýr eru veikar á bæ. Er hér um að ræða óvenju- legan hjartasjúkdóm, sem að vísu hefur lítillega orðið vart áð- ur hér um slóðir, en aldrei gripið inn og hefur hún verið veidd. j svo gífurlega um sig og nú. Eru ! Fiskur er annars frekar tregur, j kýrnar veikar nokkurn tíma, og . og enginn göngufiskur kominn. arins, en tíð frekar óstillt fram til þessa. Fénu hefur talsvert verið beitt. TREGUR AFLI Sjóróðrar eru nú að hefjast. Loðna er byrjuð að ganga í fjörð- drepast flestar að lokum. FÓÐRI KENNT UM Leitað hefur verið til dýra- læknis vegna sjúkdóms þessa og hefur hann gefið þá skýringu, að hér sé óhollum fóðrum um að kenna. Eins og kunnugt er, hrakt ist hey bænda hér, svo að segja allt í fyrrasumar, og er það sett í samband við kúadauðann. GÓÐ HÖLD Á SAUÐFÉ Ekki hefur borið á neinni ó- hreysti i sauðfé í vetur. Beitijörð hefur verið góð seinnipart vetr- Verzlanir lokaðar á fösfudag VERZLANIR hér í Reykjavík og Hafnarfirði verða lokaðar föstu- daginn 1 .april vegna aldaraf- mælis frjálsrar verðlunar á ís- landi. Er tilkynning um þetta í blað- inu í dag frá Fél. ísl. stórkaup- manna, Kaupfél. Hafnarfjarðar, KRON, SÍS, Sambandi smásölu- verzlana og Verzlunarráði ís- lands. Skrifstofur þessara aðila verða einnig lokaðar. | Þá munu bankarnir einnig verða lokaðir á föstudaginn. — Björn. Jón forseli fyrsli Rvk.fogarinn, sem slöðvasf í verkfallinu C. Andersen hátíðina á laugar- daginn, á afmælisdeg: skáldsins. í SJÁLFSTÆDISHÚSINU Skemmtunin í Sjálfstæðishús- inu hefst ki. 8,30 um kvöldið, með því að blásið verður í lúðra. Að því loknu mun Tómas skáld Guð- mundsson flytja „Kveðju til Danmerkur“, frumsamið ljóð. Þá mun prófessor Einar Ól. Sveins- son flytja ræðu um H. C. And- ersen. Þuríður Pálsdóttir óperu- söngkona mun syngja lög við ljóð skáldsins, en því næst fer fram upplestur á verkum Andersens og lesa þau séra Bjarni Jónsson vígslubisk”p og Arndís Björns- dóttir leikkona ★ Sendiherra Dana færði stjórn Norræna félagsins þakkir fyrir undirbúning þessarar minningar- hátíðar, en Vilhj. Þ. Gíslason þakkaði í nafni stjórnarinnar hlýleg orð sendiherrans og kvað félaginu hafa verið mikil ánægja og heiður að því, að hafa um það forgöngu að þessa mikla skálds væri minnzt hér á þessum hátíð- isdegi, og hefði hátíðin verið skipulögð í samráði við danska sendiráðið í ÚTVARPINU Útvarpsstjóri upplýsti, að út- varpið á laugardagskvöldið myndi verða helgað minningu og verkum H. C. Andersens með upplestrum, ræðu og tónlist. •— Einnig verður í barnatímanum á sunnudaginn lesið úr ævintýrum skáldsins. frá Óðinsvéum, sem aldrei mun fyrnast meðan menningin heldur velli. GunnarThororidsen heiðraSur I Banda- ríkjunum WASHIN GTON, 28. marz: — Gunnari Thoroddsen borgarstjóra var sýndur rriargs konar heiður er hann kom til Washingtonborg- ar. Samuel Spencer, fylkisstjóri i Columbia afhenti honum borgar lykla Washingtonborgar, sem tákn þess að hann væri heiðurs- borgari Washington. í fylgd með borgarstjóranum þá var Thor Thors sendiherra Islands vestra og nokkrir starfs- menn sendiráðsins og Alonzo Stanford, yfirmaður íslandsmála- deildar bandaríska forsætisráðu- neytisins. Að athöfninni lokinni sat borg- arstjórinn og aðrir gestir mið- degisverðarboð Robert Murphy aðstoðarráðherra. Sátu það boð margir háttsettir öldungadeildar- þingmenn o. fl. — FYRSTI Reykjavíkurtogarinn, sem stöðvast af völdum verkfalls ins, er Jón forseti, er kom af veiðum um sjöleytið í gærkveldi. Var skipið búið að vera að veið- um í 18 daga og er með um 190 tonn af saltfiski. Óskaði útgerð togarans, Alli- ance h.f., eftir því, að fá olíu, til þess að halda hita í vélarrúmi togarans og öðrum leiðslum í skipinu meðan það liggur hér í * hofnmm, ef frost gerði, en ef slikt , , , , ’ í SKÓLUM í skólum landsins verður H. C. Andersens minnzt með frásögn- um af honum og upplestri úr verkum hans. í barnaskólunum verður efnt til samkeppni í stíla- kemur fyrír, getur það valdið stórtjóni, t. d. á miðstöð, svo og öðrum leiðslum skipsins. Þessari Norræna félagið hefur haft um það forgöngu í menntaskólanum verður ár- degis á laugardaginn minnzt ár- bón neitaði verkfallsnefnd og lét tíðar skáldsins þess einnig getið, að olía yrði Sem fyrr segir, verður skálds ekki afgreidd í neinn togara í jns minnzt um heim allan þennan Reykj avíkurhöfn á þessum for- dag og hafa menningarfélög þau sendum. I sem að minningarhátíðinni standa Fara nú togararnir að koma til hvert í sínu landi, kostað kapps hafnar hver af öðrum, eftir því um að svna minningu þessa sem olia og salt þrýtur hjá þeim. merka skálds allan þann sóma, Mikinn slnnreyk lagði yfir Hafnar- 15 sinnum slökkt ; sinubrunum MIKIÐ var um sinubruna um helgina. Alls var slökkviliðið kallað út 15 sinnum á laugardag, sunnudag og mánudag til að slökkva elda í sinu, er börn höfðu kveikt. Þá voru miklir sinubrunar á Álftanesi og víðar, en þar höfðu bændur kveikt í sinu. Um tíma síðdegis \ gær, lagði lagði svo mikinn reyk af sinu- brunanum yfir Hafnarfjarðar- veginn, að illfært var þar yfir fyrir bifreiðir. Sneru þó nokkrar við, er lögðu ekki út í reyk- hafið. Ljós komu að engu gagni,, og eina leiðin var að þræða veg- kantinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.