Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 74. tbl. — Miðvikudagur 30 marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins FrambúðarSausn húsnæðisvandamálanna í frv. ríkissfjórnarinnar Sfofnað verði allsherjar veðlánakerfi sem tryggi heilhrlgða lánastarfsemi til íbúðarhúsabygginga Vciti 100 þús. kr. kámarkslán á ibiið 3 milljdn krónn frnmlog ríkis órlegn til útrýmingnr heilsu- spillnndi húsnæði Borgarastyrjöld í Vietnam — barizt á götum Saigon Hermenn sértrúarflokkanna gera áras á höll forsœtisráðherrans og aðal- lögreglustöð borgarinncr Saigon, 29. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. SKÖMMU fyrir miðnætti í gær tóku herflokkar sértrúarflokk- anna í Suður-Vietnam að varpa sprengjum í nágrenni hallar Ngo Dinh Diem, forsætisráðherra, í höfuðborginni Saigon. Tals- maður hermálaráðuneytisins upplýsti, að engar sprengjur hefðu lent á sjálfri höllinni. Samtímis hófust bardagar á götum bæjarins og beittu hermennirnir einkum véibyssum. • 9 ÞÚS GEGN 12 ÞÚS. Vegfarendur flýðu, sem fætur toguðu og leituðu hælis hvar, sem það var að finna. Skothríðin hófst, er æsingar þær, sem leitt hafa af deilunum milli forsætis- ráðherrans og sértrúarflokkanna, höfðu náð hámarki. Sértrúarflokkarnir, sem hafa 9 þús. manns undir vopnum, höfðu þegar umkringt Saigon, er telur 1,5 millj. ;búa. Forsætisráðherr- ann hefur dregið saman 12 þús. manna lið í borginni. • KÍNVERSKA HVERFIÐ VARÐ VERST ÚTI Skothríðin á götum bæjarins stóð í hálfa klukkustund og var mjög hörð, einkum í kínverska bæjarhlutanum, þar sem hand- sprengjur sprungu og vélbyssur og sperngjukastarar spúðu eldi. íbúar hverfisins tóku að flýja inn í hverfi E /rópumanna í Saigon. Mörg hús hafa algjörlega eyði lagzt í skothríðinni og fjöldi mann særzi og beðið bana. Herir sértrúarflokkanna hófu árás á aðallögreglustöð boorgarinnar, en hermenn forsætisráðherrans voru þegar sendir til liðs við lögreglu- mennina. Hinn kaþólski forsætisráðherra hefir þegar lýst yfir því, að hann vilji láta hcri stjórnarinnar hefj- ast þegar handa um að rjúfa um- sátur sértrúarflokkanna um borg ina. En honum hefur reynzt mjög erfitt að viðhalda einingu innan stjórnar sinnar. 8 ráðherrar úr flokki sértrúarmanna hafa þeg- ar sent inn lausnarbeiðni sína, en forsætisráðherrann hefir neit- að að verða við beiðni þeirra. • BAO DAI HEFUR HUG HUG A AD SNÚA HEIM Forráðamenn sértrúarflokk- anna, Cao Dai, Cao Hao og Dinh Xuyen koaiu saman til fundar í dag og sendu Bao Dai, keisara Suður-Vietnam, skeyti og kveð- ast reiðubúnir til að taka á sig ábyrgðina af því að mynda stjóru. Biðja þeir Bao Dai, sem dvelur á Riviera-ströndinni í Frakk- landi, að veita þeim stuðning við að mynda lýðræðislega stjórn á nýjum grundvelli. Líklegt þyk ir, að Bao Dai muni leita ráða Frakka og Bandaríkjamanna, áð ur en hann tekur nokkra ákvörð- un. Vjnir hans í Saigon segja, að hann hafi haft í huga í margar vikur að snúa aftur heim til Sai- gon. LONDON 29. marz. — Winston Churchill forsætisráðherra lýsti yfir því 1 neðri deild brezka þingsins í dag, að hann teldi heppilegra að æðstu menn stór- veldanna ættu með sér fund frem ur en að stofnað yrði til full- trúaafundar lægra settra embætt ismanna ríkjanna. Raab fer til Moskvu VÍNARBORG, 29. marz. — For- sætisráðherra Austurríkis, Júlíus Raab fer 11. apríl til Moskvu tii að ganga þar endanlega frá frið- arsamningum við Ráðstjórnina. Ákveðið var á fundi austurrísku stjórnarinnar í dag, að Raab skyldi þiggja boð Molotovs, utan- ríkisráðherra Rússa, um að koma til Moskvu svo skjótt sem auðið væri til að ræða friðarsamning- ana. Þrír ráðherrar úr samsteypu- stjórn Raabs munu fylgja for- sætisráðherranum til Moskvu. — Varaforsætisráðherrann, Adolf Schaerf úr jafnaðarmannaflokkn um, utanríkisráðherrann Leopold Figl úr kaþólska flokknum og vara utanríkisráðherrann, Kreis- ky úr jafnaðarmannaflokknum. Báðir flokkarnir í samsteypu- stjórninni hvöttu Raab. til að þekkjast boð Molotovs. Or. juris. Einar Arnúrsson látinn FHNAR ARNÓRSSON fyrrverandi ráðherra, hæstaréttardómari i og prófessor, varð bráðkvaddur um hádegið í gær, rúmlega 75 ára að aldri. Hafði hann gengið að störfum sínum undanfarna daga og m. a. sinnt málflutningsstörfum í Hæstarétti. Með Einari Arnórssyni er til moldar genginn einn merkasti lögfræðingur og fræðimaður þessa lands. ÆVIATRIÐI Einar Arnórsson var fæddur 24. febrúar árið 1880 á Minna- Mosfelli í Grímsnesi. Hann varð stúdent árið 1901 og hóf þá nám í norrænni málfræði. Hvarf hann frá því skömmu síðar og hóf lög- fræðinám. Lauk hann kandidats- prófi við Kaupmannahafnarhá- Einar Arnórsson. skóla árið 1906. Árið 1908 gerðist hann síðan kennari við Laga- skólann í Reykjavík. Þegar Há- skóli íslands var stofnaður árið 1911 varð hann prófessor í lög- um. Hann var tvívegis rektor Háskólans, árin 1917—1918 og 1929—1930. Hæstaréttardómari var hann frá 1932—1945. TÓK MIKINN ÞÁTT í STJÓRNMÁLUM Dr. Einar Arnórsson tók mik- inn þátt í stjórnmálabaráttu þjóðar sinnar. Hann var ráðherra íslands árin 1915—1917 og aftur árin 1942—1944 í ráðuneyti dr. Björns Þórðarsonar. Þingmaður Árnesinga var hann árin 1914— 1919 og Reykvíkinga frá 1931 —1932. Hann átti sæti í sam- bandslaganefndinni 1918 og enn- fremur í dansk-íslenzku ráðgjafa- nefndinni. Átti hann sæti í henni til ársins 1934. Einn veigamesti þátturinn í lífsstarfi Einars Arnórssonar voru ritstörf hans. Hann var um skeið stjórnmálaritstjóri Morgunblaðs- ins. Ennfremur var hann um ára- bil ritstjóri Skírnis. Mikill fjöldi fræðirita um lögfræði liggur eft- ir hann. Um ættfræði og önnur þjóðleg efni hefur hann einnig skrifað fjölda rita og ritgerða. Mun ekki ofmælt að hann hafi verið einn afkastamesti fræði- maður Islendinga. Einar Arnórsson var kjörinn dr. juris. honoris causa við Há- skóla íslands árið 1936. FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um húsnæðismálin var lagt fram á Alþingi í gær. En eins og kunnugt er, hefur það verið samið á grundvelli málaefnasamn- ings núverandi stjórnarflokka, en í honum sagði m. a. á þessa leið: „Tryggt verði aukið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, lögð áherzla á það að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar.“ Til þess að ná þessum tilgangi eru þetta megin- atriði frumvarpsins sem hér segir: 1) Setja skal á stofn húsnæðismálastjórn. Verkefni hennar er að beita sér fyrir umbótiun í byggingarmál- um og hafa yfirumsjón með lánsfjáröflun og lánveit- ingum til íbúðarbygginga í landinu. 2) Komið skal á fót almennu veðlánakerfi til íbúða- bygginga undir yfirstjóm húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Landsbankans. 3) Gert er ráð fyrir að útlán til íbúðabygginga á árunum 1955 og 1956 geti orðið samtals um 100 mill- jónir króna. í því er það m. a. innifalið að vissuin hluta sparifjár í bönkunum verði veitt til íbúðalána. 4) Veðdeild Landsbanka íslands skal vera heimilt að gefa út bankavaxtabréf, samtals allt að 200 millj. kr. Þar af má gefa út vísitölutryggð bankavaxtabréf fyrir allt að 40 millj. kr. Bankinn tryggi sölu banka- vaxtabréfa að upphæð 44 millj. kr. 5) Veðdeildin hefur heimild til að taka erlend lán til íbúðabygginga. 6) Hámarkslán á íbúð sé 100 þús. kr. Almennar út- lánsreglur veðlánakerfisins skulu vera þær að 50 þús. kr. séu að jafnaði Iánaðar út á 1. veðrétt og 20 þús. kr. út á 2. veðrétt. Þau veitast aðéins til byggingar íbúða. Er heimilt að þau komi til uíí)cr^uíiur í hlut- falli við það hversu langt er komið byggingu hús- næðis. 7) Húsnæðismálastjórn skal af hálfu ríkisvaldsins vera aðili að ráðstöfunum til útrým ngar heilsuspill- andi íbúðum. Ríkissjóður skal leggja fram allt að 3 millj. kr. á ári til útrýmingar heilsuspillandi hús- næði móti jafnháu framlagi frá viðkomandi bæjar- og sveitarfélögum. FYRRI BRAÐABIRGÐA ÚRBÆTUR Á undanförnum árum hefur lánsfjárskorturinn til íbúðabygg- I inga og skipulagsleysi þeirra j mála verið stöðugt vandamál. Við og við hafa verið gerðar ákvarð- I anir þings og stjórnar um úrbæt- , ur í bili með sérstökum framlög- um, þegar svo hefur staðið á. Má í því sambandi minna á framlög af gengishagnaði til íbúðalána, þegar gengisbreyting- in varð árið 1950. Ennfremur framlög af rekstrarafgangi rík- isins 1951 í sama skyni. Einnig hafa núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn stofnað Lánadeild smáíbúða og aflað henni fjár að upphæð kr. 40.000.000.00, sem þegar er útlánað. Þá ákvað ríkisstjórnin að láta athuga sem vandlegast með hverj i um hætti yrði tryggt nægilegt fjármagn til íbúðabygginga og á hvaða grundvelli mögulegt væri að leysa húsnæðisvandamálið til frambúðar. HUSNÆÐISNEFND SKIPUÐ í þessu skyni skipaði ríkis- stjórnin 5 manna nefnd hinn 25. júní 1954. í nefndina voru þessir menn skipaðir: Benjamín Ei- ríksson bankastjóri, formaður nefndarinnar, Björn Björnsson hagfræðingur, Hannes Jónsson félagsfræðingur, Hilmar Stefáns- son bankastjóri og Jóhahn Haf- stein bankastióri. Hinn 14 janúar 1955 var bætt í nefndina tveim fulltrúum frá Landsbanka ís- lands, þeim Gunnari Viðar banka stjóra og Jóhannesi Nordal hag- fræðingi. Nefnd þessi viðaði að sér miklu efni til rannsóknar um skipan lánsfjármála og annað er varðar húsnæðismál meðal annarra þjóða. Skilaði nefndin bráða- birgðaáliti til ríkisstjórnarinnar 10. okt. s.l. Síðan hefur hún skil- að áliti, tillögum og uppkasti að frumvarpi til laga og er uppi- staða frumvarps þess er nú kem- ur fram fengið frá nefndinni. —• 1 Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.