Morgunblaðið - 02.04.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.1955, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. apríl 1955 ÆSKAN OG FRAMTiÐIN Stefita Sjálfstæðis- flokksins i Iramkvæmd Þáttar verzhinarinnar í fram þróun ísl. atvinnuvega VerzlunarfreSsið 100 ára — íslenzk verzlunarstétt — Verzlunarmenntun — Viðhorf unga fólksins til verzlunar UM þessar mundir eru 100 ár; liðin síðan verzlun og sigling- ar voru gefnar frjálsar hér á landi með lögum frá 15. apríl 1854, sem gengu í gildi 1. april 1855. Með lögum þessum urðu mikilvæg þáttaskipti í efna- hagssögi’ íslendinga. Eftir um tveggja og hálfrar aldar danska verzlunaránauð var verzlunm við ísland gefin frjáls þegnum allra þjóða. Árið 178” hafði fengizt fram- gengt eftii langa og harða ■ baráttu ísl?nzkra forvígismanna, svo sem Skúla Magnússonar landfógeta, að einokuninni var aflétt, þanr.ig að öllum þegnum ' Danakonungs var veittur réttur til að verzla hér á landi. Þessi ' réttarbót kam íslendingum sjálf- um að litiu gagni, hvað eigin verzlun snerti. Hins vegar brá þó til hins betra miðað við þau hörmungakjör, sem þjóðin hafði áður búið ’rið undir emokuninni. Vegna fjárhagslegrar sérstöðu og annarra starfsskilyrða, sem ís- lendingar nutu eigi, voru dansk- ir kaupmenn svo til einráðir um íslandsverzlun fram yfir miðja 19. öld. Ger-ðu dönsku kaupmenn- irnir með sér samkumulag um skiptingu ..andsins í verzlunar- svæði og var hver þeirra svo til i einráður innan síns umdæmis. Voru það hinir svouefndu sel- stöðukaupmenn. Þrátt fyrir hið fengna verzl- unarfrelsi árið 1855 voru erlend- , ar verzlanir í meirihluta hér á landi fram eftir 19 öld. Voru dönsku kaupmennirnir all um-1 svifamiklir og ráku margir jafn- framt útgerð og högnuðust vel.: Hvarf mikið af afrakstrí þjóðar- búsins úr landi fyrir atbeina hinna erlendu kaupmanna. Jóni '' Sigurðssyr.i og öðrum forvígis- mönnum bjóðarinnar á sviði 1 stjórnmálanna sveið að sjá van- I mátt þjóðarinnar til að hagnýta ' hið fengn'j frelsi. Hvöttu þeir landa sína í ræðu og riti til dáða J á sviði verzlunarmála, því þeir gerðu sér þegar grein fyrir að efnahagslegt sjálfstæði var frum- skilyrði þess, að ísland gæti orð- ið sjálfstætt þjóðríki. Peninga- leysi, fjandskapur dönsku kaup- ' mannanna og menntunarskort- ur, að því er verzlun og viðskipt- um laut, mun hafa torveldað ■ athafnamóguleikana. Við mikla ‘ andstöðu o«r erfiðleika tókst hin- ■ um þjóðkvnna dugnaðarmanni, Tryggva Gunnarssyni. að stofna Gránufélagið árið 1870. Stofnun félagsins og óbil- andi baráttukjarku/ Tryggva fyrir velferðarmálum íslendinga hleypti nvjum kjark í þjóðina. Eftir margra alda kúgun brustu hlekkir vanmáttarkendarinnar, sem erler. dir valdhafar höfðu fjötrað þjóðina með i efnahags- málum. Tryggvi Gunnarsson sannaði á sama hátr og Skúli Magnússor tæpri öld áður, ágæti Islendingsins á svið' verzlunar og viðskipta. Nú gár'.4 *íslendir><r- ar fvlgt fast á eftir brautryðj- andanum. Leystu þeir erlendu kaupmennrna smátt og smátt af hólmi, stofnuðu eigin verzlanir, hlutafélög og samvinnufélög. f | kringum árið 1870 voru um 56% I verzlana á íslandi í nöndum er- lendra aðilja, er búsettir voru erlendis. Fimmtíu árum síðar eða árið 1920 voru þær aðeins 5% og árið 1930 máttu þær heita úr sögunni. Mikinn þátt í framförunum átti það, eð íslendingar fengu fjárhagslegt, sjálfstæði árið 1874 og sinn eiginn banka með stofn- un Landsbankans árið 1885. Auð- veldaði það öll penir.ga- og láns- viðskipti. Þá tók íslandsbanki til starfa árið 1904 og var hann ís- lenzkum atvinnuvegum mikil hjálparhella á fyrstu áratugum aldarinnar. Engum sanngjörnum manni dylst, ef útið er yfir atvinnu- sögu þjrðarinnar síðastliðin hundrað ár, að íslenzka verzlun- arstéttin hefur unnið þarft verk og gott. Hún hefur leyzt af hendi skyldu sína gagnvart þjóðinni og margfaldað framleiðsluverðmæt- in með hagkvæmum sölum á afurðum hennar og góðum inn- kaupum erlendis frá og komið upp og skipulagt fullkomið verzl- unarkerfi innanlands, sem gerir landsmönnum auðveldara að afla sér lífsnauðsynja og koma afurð- um þeirra á innlendan og erlend- an markað Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr verkum annarra stétta í verð- mætamynduninni, því fer fjarri. En full ástæða er til, að íslenzka verzlunarstéttin fái að njóta sannmælis, því fátítt er orðið að minnst sé á hinn mikla þátt hennar í framförum atvinnuveg- anna á Lðnum áratugum. Al- gengara e’’ að ráðist sé á verzl- unarstéttina í heild og hún borin þungum sökum fyrir yfirsjónir, sem henda eða hent hafa ein- staka meðlimi henrar. Það er t'mi til kominn að rógberum stéttarinnai sé mætt á opinber- um vettvangi, bví svo lengi má ófrægja eina stétt. að almenning- ur fari að trúa og hætti þá að sjá hið þvðingarmikla og já- kvæða hlutverk hennar. Þjóðin má ekki missa sjónar af þeim kjarabótum sem verzlunarfrels- ið. bæði ir.n og út á við, hefir haft í för með sér á liðnum ára- tugum. Þýðms þess verður aldrei ofmetin. Boðherar sféttahaturs- ins og þjóðnýtingar, sem er sam- eiginlegt tákn ófrelsisins á öll- um sviðum, setja sig aldrei úr færi, að niða niður frjálsa verzl- un á íslandi. Með því vilja þeir kippa fótunum undan hinu frjálsa hagkerfi, sem hefir lyft íslenzku þjóðinni upp á lífskjara- stig, sem er betra en í flestum öðrum löndum. Verzlunarstéttin, sem er einn þýðingarmesti liður nútíma >/erkaskiptingar milli þjóðanna, heíur átt drjúgan þátt í því að bæta lífskjör íslenzkú þjóðarinna’- Vert er að minnast þess, að það voru fátækir og oft menntunar- snauðir ungir menn, sem byrjuðu að fást við verzlunarstörf í upp- hafi þessarar aldar. Sumir þeirra báru aldrei mikið úr býtum. Þeir duglegustu gátu meö sparsemi, elju og dugnaði stofnað fyrir- tæki, stækkað þau og eflt með tímanum. Starfsemi margra þess- ara manna hefur sízt verið of- launuð, þvi þeir hafa lagt hart að sér við að auka þjóðartekj- urnar með hagkvæmum viðskipt- um út á við. Þegar andstæðingar frjálsrar verzlunar og einkaframtaks ráð- ast á forustumenn þjóðarinnar á verzlunar- og viðskiptasviðinu minnast þeir aldrei á, að vinnu- dagur þeirra er langur og erfið- ur, ef vel á að fara og einhver árangur að nást. Sjálfsagt þykir, að verkaihaður, sem vinnur t. d. 10 stundir, beri meira úr býtum, en sá, sem vinnur aðeins átta stundir. Er ekki jafn sjálfsagt að verzlunarstéttin sé einnig launuð af þjóðartekjunum í sam- ræmi við erfiði hennar og þýð- ingu. íslenzka þjóðin á að neita að , hlýða á níð boðbera stéttahaturs- ins um hinar ýmsu stéttir þjóð- félagsins. Hún á að meta hverja þeirra að verðleikum, því gott samstarf allra stétta eykur þjóð- arafraksturinn og hamingju þjóðarinnar ★ Hér að framan hefur í stuttu máli verið minnst á upphaf frjálsrar verzlunar á íslandi og íslenzku verzlunarstéttina. Eftir l að brautrvðjendurnir höfðu starf að við kröpp kjör og erfið skil- ’ yrði í nokkra áratugi, lögðu þeir hornsteinninn að varanlegri upp- byggingu íslenzkrar verzlunar- j stéttar með stofnun Verzlunar- skóla íslands árið 1905. Forustu- menn þjóðarinnar um aldamótin J 1900 voru framsýnir hugsjóna- menn, sem gerðu sér grein fyrir i því, að veiksvið þeirra var efna- ! hagslegum takmörkunum sett1 sem og stjórnmálalegum. Þeir eygðu framtíðarmöguleika þjóð- arinnar sem bezt sézt á kvæðum Hannesar Hafstein og Einars Benediktssonar og lögðu mikla áherzlu á að gera hornsteinana j trausta í islenzku þjóðlífi, svo þeir mættu verða burðarás henn- ar í hinni miklu uppbyggingu framtíðarinnar Aukin alþýðu- fræðsla og menntun var stórt skref í þá átt að undirbúa þjóð- ina undir ftór átök í frelsis- og efnahagsbaráttunni. Með stofnun Verzlunarskóla íslands og síðar Samvinnus-kólans var verzlunar- stéttinni veitt þau menntunar- skilyrði, sem gerðu henni kleift að ynna ai hendi hlutverk sitt í þágu þjóðarinnar Á þeim fimmtiu árum sem liðin eru frá ' stofnun innlends verzlunarskóla, hefur öll verzlun fslendinga ’ færzt í þe.rra eigin hendur. Án góðrar menntunar hefði slíkt ekki getað átt sér stað. Hæfni ís- lenzkra verzlunarmanna nú í dag er viðbrugðið. Er það fyrst og fremst að þakka undirbúnings- verki verzlunarskólanna í því að gera unga fólkið hæfara til að ynna vel af hendi verzlunar- og viðskiptastörfin. Oft er réttilega minnst á, að of mörg ungmenni vilji fara menntaveginn og vinna hin létt- ari störf i þjóðfélaginu að nám- inu loknu Mikill fjöldi ungra manna og kvenna stunda árléga nám í báðum-verzlimarskólunúin, og mætti ef til vill segja óþarf- lega mikill fjöldi. Eigi er þgð þó rétf, nema að tákmörkuðu leyti. Verzlunarnám er fjarri því að vera létt ef vel er á haldið. Það krefst miltillar vinnu og góðr ar ástundunar. Hæfustu og dug- legustu námsmennirnír eiga auð-* velt með að fá atvinnu að verzl-1 unarnáminu loknu. Hinir lakari leyta í önnur störf, rem kunna að hæfa þeim betur Með beSsu vinnst tvennt: Hæfileikafólk á I Framh. á bls. 12 Frá Ljósafossi fengu Reykvíkingar rafmagn frá 1937. H.aforktiniái AALÞIN’GI árið 1928 lagði formaður Sjáifstæðisflokksins, Jón Þorláksson, fram tillögu um að veita raforku um byggðir landsins. Fyrir skelegga baráttu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisfiokks- ins í Reykjavik var Ljósafossvirkjuninni iokið árið 1937. Fram- leiddi raforkuverið 12.500 hestafla orku. Árin 1937 og 1938 fluttu þeir Thor Thors og Pétur Ottesen frum- varp til laga um raforkusjóð. — Frumvarpið fékk ekki þá nægi- legt þingfylgi, en árið 1942 rofaði til í þessu efni. Fluttu þá fjórir Sjálfstæðismenn frumvarp á Aiþingi um stofnun raforkusjóðs. Voru það íngólfur Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thor- oddsen og Jón Pálmason. Frumvarpið var samþykkt og raforku- sjóður stofnaður með 10 millj. króna framiagi úr ríkissjóði. Var þetta íyrsta skrefið í áttina til þess að koma raforku um landið. Árið 1946 voru samþykkt á Alþingi raforkulög. Nákvæmur undirbúningur þessarar löggjafar fór fram af stjórn Ólafs Thors árið 1945. Árið 1948. Varastöðin við Elliðaár tekur til starfa. Orkufram- leiðsla 7.500 kílówött. Árið 1953 tók stærsta orkuver íslendinga til starfa; var það írafossstöðin er getur framleitt um 31.000 kílówött. Hinni miklu viðbótarvirkjun við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu var Jokið sama ár. Hafði 60 millj. kr. verið varið til byggingar hins nýja orkuvers við Laxá. Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, var lögð áherzla á raforkumál í máleínasamningnum milli stjórnarflokkanna. Ákvæðið um raf- orkumál, sem byggt er á hinni stöðugu og framsýnu baráttu Sjálf- stæðismanna í þessu máli markar áfram stefnu þjóðarinnar í framíaraviðleitni hennar. í málefnasamningnum var lögð áherzla á: „að hraðað yrði byggingu orkuvera, dreifingu raforku og fjölgun smástöðva vegna byggðarlaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa rafmagn eða búa við ófuilnægjandi raforku og unnið að lækkun raforkuverðs, þar sem það er hæst.“ Þá skuli raforkusjóði tryggðar 100 millj. kr. að láni tii aukinna framkvæmda. Stærsta átak þjóðarinnar í sjávarútvegsmálum var framkvæmt undir forsæti Ólafs Thors á nýsköpunartimabilinu. Stórfelldustu framkvæmdir á sviði raforkumála hafa ætíð verið framkvæmdar undir leiðsögu Sjálfstæðismanna og með stefnu núverandi ríkisstjórnar er lagður grundvöllurinn að rafvæðingu alls landsins undir forustu Ólafs Thors. Nýja rafstöðin (neðanjarðar) við Sogsfossa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.