Morgunblaðið - 03.04.1955, Side 4
I
MORGVTSBLAÐIB
Sunnudagur 3. apríl 1955 ^
mrt.
Þúrscafé
DANSLEIKUR
að Þórscafé í kvöld klukkan 9.
K. K. sextettinn leikur.
Aðgöngumiðar seldix frá kl. 5—7.
1 HOTEL BORG
S. V. I. R.
3/0 herbergja hœð
á hitaveitusvæðinu, til sölu. -
þegar. — Uppl. í síma 2521.
EINAR ASMUNDSSON hrl.
Hafnarstræti 5 — Sími 5407
í síðdegiskaffinu:
Rhumbasveit Plasidos
Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar
í kvöld:
Almennur dansleikur frá kl. 9—1
Sömu skemmtikraftar
Ókeypis aðgangur
Inngangur um suðurdyr
Milli kl. 7 og 9 verður aðeins opið fyrir matargesti og
borð tekin frá hjá yfirþjóni.
Afmælisfagnaður
Söngfélags verkalýbssamtakanna
er í Tjarnarcafé í kvöld og hefst kl. 9 (að afloknum
samsöng kórsins). — Mörg skemmtiatriði.
Aðgöngumiðar við innganginn
STJÓRNIN
KYNNINGARKVÖLD
heldur Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðis-
manna í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu
DAGSKRÁ:
1. Ávarp: Ásgeir Pétursson, lögfræðingur
2. Danssýning
3. Spurningaþáttur (Haraldur Á Sigurðsson)
4. Dans
Aðgöngumiðar verða afhentir félagsmönnum í skrif-
stofu félagsins í Vonarstræti 4, kl. 4—6 e. h. í dag.
Laus til íbúðar nú
Dagbók
í dag er 93. dagur ársins.
Pálmasunnudagur.
Árdegisflæði kl. 2,45.
Síðdegisflæði kl. 15,22.
Helgidagslæknir verður að þessu
sinni Arinbjörn Kolbeinsson,
Miklubraut 1, sími 82160.
Læknir er í læknavarðstofunni,
sími 5030, frá kl. 6 síðdegis til kl.
8 árdegis.
Næturvörður er í Ingólfs-apo-
teki, sími 1330. — Ennfremur eru
Holts-apótek og Apótek Austur-
bæjar opin daglega til kl. 8 nema
á laugardögum til kl. 4. Holts-
apótek er opið á sunnudögum
milli kl. 1 og 4.
Hafnarf jarðar- Og Keflavíkur-
apótek eru opin alla virka daga
frá kl. 9—19, laugardaga frá kl.
9—16 og helga daga milli kl.
13,00 og 16,00.
□ EDDA 5955457 2.
I.O.O.F. 3 == 136448 = U. 1.
• Brúðkaup *
I gær voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Auðuns,
ungfrú Selma Jónsdóttir, listfræð-
ingur og dr. Sigurður Pétursson.
í Kaupmannahöfn voru 2. þ.m.
gefin saman í hjónaband ungfrú
Jónbjörg Gísladóttir lyfjafræð-
ingur og Erik Larssen lögfræð-
ingur. — Heimili þeirra verður
Kammersödensvej 23, Hörsholm.
• Messur •
Elliheimilið Grund. — Guðs-
þjónusta kl. 10 árd. — Séra Jó-
hann Briem frá Melstað predikar.
Mosfellsprestakall: — Barna-
guðsþjónusta á Selási kl. 11 f.h.
Barnaguðsþjónusta að Brúarlandi
kl. 1,30 e.h. — Séra Bjarni Sig-
urðsson.
: * Afmæli *
60 ára er á morgun, mánudag,
; Ólafur Daníelsson, bóndi að
I Hurðarbaki í Hvalfjarðarstrand-
; arhreppi.
: 65 ára er í dag Kjartan Ólafs-
; son, innheimtumaður Rafveitunn-
•* ar, Klapparstíg 8, Keflavík.
. 55 ára er í dag frú Emilía Da-
; víðsdóttir, Sogaveg 171.
: Sigurður Helgason rithöfund-
; ur, Brávallagöu 12, á fimmtugs-
: afmæli á morgun mánudag, I
\ !
• Hjónaefni •
; Nýlega hafa opinberað trúlofun
: sína Hulda ísleifsdóttir, Hólm-
; garði 32 og Eggert Sigurðsson
: Waage, Efstasundi 30.
1 I
: ÞAU MISTÖK URÐU !
; í blaðinu í gær, að símanúmer
: ferðafélagsins Útsýn misritaðist.
H. C. Andersen
HANN forðum lagði í lófa minn
eitt lítið barnagull,
og óðar varð mín unga sál
af ævintýrum full.
Og ég sá margan huldu-heim,
er hug minn seiddi og dró.
Á daga og nætur drengsins litla
drauma-gliti sló.-
í barnsins muna bjarmar ennþá
blöðum skáldsins frá,
þótt hefði það ei hugmynd um
þann heim er bak við lá.-
Nú hylla allar þjóðir þig
og þakka af hug og sál
þín ævintýri, bros þitt bjart
og barnslegt spekimál.
H. H.
Símanúmerið er 2990
og níu — níutíu.
tuttugu
AÐALFUNDUR H. I. P.
er í dag kl. 1,30 í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu.
Laugarneskirk j a
Biblíulestur annað kvöld (mánu
dag), kl. 8,30. Séra Garðar Svav-
arsson.
Landsmót í bridge
verður haldið hér í Reykjavík
um páskana, og hefst það á morg-
un kl. 1 í Skátaheimilinu.
Kvenfélagið Keðjan
Keðju-fundurinn fellur niður af
óviðráðanlegum orsökum.
Kvenfél. Háteigssóknar
heldur fund í Sjðmannaskólan-
um, þriðjudaginn 5. apríl, n. k.,
kl. 8,30.
Kvenfél. Bústaðasóknar
hefur kaffisölu í dag, í Breið-
firðingabúð kl. 2.
Erindi
„Geta menn bætt ráð sitt eftir
dauðann', nefnist erindi sem séra
L. Murdoch flytur í Aðventkirkj-
unni, í dag kl. 5.
Minningarspjöld
Hallgr ímskirk j u
eru seld á þessum stöðum: —•
Mælifelli, Austurstræti 4. Hljóð-
færav. Sigríðar Helgadóttur,
Lækjargötu. Verzl. Ámundar
Árnasonar, Hverfisgötu 37. Verzl.
Grettisgötu 26. Bókav. Leifsg. 4.
K.F.U.M. og K., Hafnarfirði
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30. — Kristniboðssamkoma. —
Ástráður Sigursteindórsson kenn
ari talar. — Unglingafundurinn
hans séra Friðriks er annað kvöld
á sama tíma.
Málfundafélagið Óðinn
Stiórn félagsins er til viðtala
við félagsmenn í skrifstofu félags-
ins á föntudaeskvölilum frá kl.
8—10. — Sími 7104.
Tilhoð óskasf
í nokkrar fólks- og vörubifreiðar, sem verða til
sýnis á bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar h. f.
frá kl. 1—6 í dag. — Tilboðum sé skilað á staðn-
um- — Áskilinn réttur að taka hvaða tilboði sem
er, eða hafna öllum.
#0^ Barnið er framlíð
O ^ \\ \ landsins limtfil barnapiíður er framtið barnsins
\ d P Elzta os bezta barnapúður
heimsins.
Fæst í öllum lyfjabúðum
Lesití bókina .,Líknandi hönd“
œvisögu hins heimsfræga skurÖ-
læknis Ferdinand Sauerbruch’s,
áður en þér sjáið kvikmyndina, en
sýningar hefjast í Tripólibíói
annan páskadag. i