Morgunblaðið - 05.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. apríl 1955 MORGUNBLAÐIÐ e SAGAN STJ hátíð, sem verzlunarstéttin heldur í dag við rausn og af myndarskap og ræktarsemi við upphaf sitt og sögu, er hátíð í minningu margra hversdagslegra Starfa, sem unnin hafa verið í þjónustu daglegs lífs. Verzlun er þjónusta við margvíslegar þarfir hversdagsins, fæði og klæði og skæði, og við tízku og munað. Störf eru ýmist þannig, að þau þjóna lífinu í auðmýkt eða drottna yfir því í dreissugheitum og venjuiega fara fáar sögur af þeim fyrri, en hetjusögur af þeim síðari. Verzlun hefur aldrei verið mik- ið söguefni á íslandi, ef til vill áð einokuninni fráskilinni og kaupsýslumenn hafa sér til tjóns að jafnaði haft lítinn skilning á sögu sjálfra sín og gildi hennar. LOGANDI GLÓÐ OG LÝSANDI KYNDILL Frelsið, sem einu sinni var log- andi glóð í skáldskap okkar og lýsandi kyndill í stjórnmálum okkar, er nú ýmsum úrelt hugtak sem menn ypta að öxlum í and- varaleysi þess, sem heldur að það sem honum var gefið í gær, hljóti hann að eiga fyrirhafnarlaust á morgun. íslenzk saga hefur nokkuð ein- hliða orðið bókmennta- og stjórn- málasaga, en hagsagan orðið meira útundan og þjóðfélagssag- an. Allir vita, að ísland farsælda frón er eftir Jónas Hallgrímsson og kom í Fjölni 1835, eða þeir þekkja orðtakið „vér mótmælum allir“, frá þjóðfundinum 1851. En 1 fæstir muna það t. d. að 1835 kom hingað fyrsta prjónavélin eða að það ár sigldu hingað 92 skip með varning til verzlana, sem nú eru allar gleymdar. Og fáir gera sér nú grein fyrir því, að á þjóð- fundinum var einna mest rætt um verzlun og siglingar. Það þarf aðsópsmikla ofsamenn og stórbrotna stoltarmenn, eins og Skúla fógeta, til þess að gera kyrrláta veralunarsögu að hetju- sögu. BRIMBRJÓTAR FRAMKVÆMDANNA Þrír menn eru mestir stólpar viskunnar og brimbrjótar fram- kvæmdanna í sögu verzlunar- frelsisins, og eru þá ósanngjarn- lega vantaldir margir ágætir liðs- menn þeirra. Þessir þrír menn eru Skúli f^geti, Magnús Stephensen og Jón Sigurðsson. Skúli fógeti er þjóð- hetja, Jón Sigurðsson þjóðar- dýrlingur, en Magnús Stephensen var samt sá þeirra, sem ekki sizt átti fjölþætta menntun, hann var þjóðlegur heimsborgari með margt úr geigleysi Skúla fógeta og raunsæi Jóns Sigurðssonar. Enginn hélt eins fast fram ís- lenzku verzlunarfrelsi í orði og á borði. Skúli fógeti var mest óhemja af þessum mönnum, en ágætur lærdómsmaður og höfð- ingsmaður um leið og hann var grjótpáll til framkvæmda En skoðanir hans á verzlunarmálum voru á ýmsan hátt í gömlum anda. Jón Sigurðsson var grand seigneur íslenzkra stjórnmála, glæsimenni, rökmenni, geiglaus og raunsær bardagamaður, harð- Ur flokksforingi og lipur samn- ingamaður í senn. Það er iangt frá því að við séum enn vaxin upp úr því, sem hann skrifaði um verzlunarfrelsið fyrir hundrað ár- urh, en viðkvæði hans var það, að verzlun á íslandi þurfi að vera frjáls. Tímabilið frá Skúla fógeta til Jóns Sigurðssonar er aðdragandi og þroskaskeið verzlunarfrelsis- ins. Á þessum tíma kemur fram vísir alls þess, sem síðar óx upp og enn er verið að reyna, sam- keppni og frjálst framtak, félags- verzlun og samvinna. Grundvöll- ur frjálsrar kaupmannaverzl. var OC FRELSIÐ Járnfjald einokunarinnar og nýr þjóðarhagur Ræða Vilhjálms Þ. Gislasonar á aldarafmæli frjálsrar verzlunar Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. lagður 1855, þótt einokun væri að lögum úr sögunni 1787. Fýrsta ís- lenzka hlutafélagið til verzlunar og atvinnurekstrar í Reykjavík var stofnað á Öxarárþingi 1751. Tilraun til félagsverzlunar neyt- enda var fyrst gerð í Reykjavík 1848, eftir tillögum Jóns SiPurðs- sonar 4 árum fyrr og alllöngu áður en Gránufélag og Verzlun- arfélag Húnvetninga urði til og meir en þremur áratugum fyrr en Þingeyingar stofnuðu sitt kaupfélag, sem áhrifamest og af- drifaríkast varð þessarar félags- verzlunar. Rangæingar höfðu gert tilraun til félagsverzlunar þegar 1830. Eitt var það, sem mest lyfti undir verziunarfrelsið. Það var vöxtur bæjanna upp úr 1788, en með vexti þeirra verður mesta þjóðfélagsbvlting sem orðið hef- ur í þessu landi. Vöxtur bæjanna og vöxtur verzlunarfrelsisins er óaðskiljanlegur. JÁRNTJALD EINOKUNARINNAR Verzlunarfrelsið er löngu orðið staðrevnd í þjóðlifi okkar, hvað sem líður dagiegu þrefi um rétt- an skilning eða heppilegustu framkvæmd á því. Af þeim sök- um gerum við okkur oft ekki grein fyrir því, hversu mikil og merk timamót verzlunarfrelsið markaði á sinni tíð. Bak við járn- tjald einokunarinnar er önnur veröld en okkar, heimur, sem við eigum bágt með að gera okkur grein fyrir, ómögulegt að lifa upp aftur. Sú kynslóð, sem nú býr í hlýju húsi, þar sem ekki þarf að leggja í, þar sem ljósið flæðir um allar stofur með litlu handtaki og híbýlin fyllast tónum og tali með öðru handtaki og háloftin eru flogin á svipstundu — sú kyn- slóð skilur varla, hvernig hungur og kuldi og myrkur var í innsta eðli allrar íslendingasögu öldum saman, — vonleysi og volæði. Sagan hefur kennt þetta erlendri áþján, en það voru innlend sjálf- skaparviti að miklu leyti, þó að ekki skyldu afsakaðar syndir einokunarinnar. Þetta vissi Jón Sigurðsson. þegar hann sagði, að það lýsti'Távisku og gunguskap landsmanna að verzluninni væri ekki kippt í lag fyrir löngu. Hann var fyrsti sagnfræðingur okkar með raunsæjan, hagrænan sögu- skilning. Baráttan fyrir verzlunarfrels- inu stóð auðvitað fyrst og fremst um viðskiptamál, um betri vöru og um bætt kjör og haganlegri kaupferðir. En baráttan var einn- ig annað og meira. Um það var barist, hvort ísland væri byggi- legt land eða ekki. Menn höfðu ekki gert þetta upp við sjálfa sig á þessum árum, hvort hægt væri að lifa í landinu við sæmilegan hag eða ekki. í togstreitunni um | þessi mál og um verzlunarfrelsið varð til ný fræðigrein, íslenzk hagfræði. í skáldskap höfðu menn lengi velt þessu fyrir sér. Um þetta var kveðið í heimsádeilum og heims- ósómum og í nýjum tón í kvæð- um Eggerts Ólaíssonar. Það hafði lengi verið útbreidd skoðun að efni landsins gengu til þurrðar, manndáðin minnkaði,, frjófgunar blessun firtist jörðina, landið blési upp og auk þess engin skikkan á húsaganum. Menn höfðu forðu- legar hugmyndir um landþrengsli hér, svo að jafnvel fjórum árum fyrir verzlunarfrelsið taldi sýslu- maður hér syðra tormerki á því að Hafnarfjörður gæti nokkurn- tíma orðið verulegur kaupstað- ur vegna skorts á lóðum og upp- landi. Menn ræddu um það að yfirgefa landið. Leitar skárst af landi burt — liðið ungra karla, kvað Eggert Ólafsson í Helblindu. Hann sagði einnig, að sýnt væri að eftir 60 ár verður allt fólk út- dautt á íslandi, ef það fækkar alltaf eins og fækkað hefur síðan stórubólu. NÝ ÍSLENZK HAGFRÆÐI Hannes biskup Finsson lagði grundvöll íslenzkrar hagfræði og ' hagsögu með riti sínu um mann- fækkun af hallærum. Allt það merka rit er skrifað til þess að afsanna þessa firru, að ísland sé óbyggilegt. Það er hagfræðilegt sönnunargagn lagt með skáldleg- um boðskap Búnaðarbálks. Það varð höfuðátak átjándu og nítjándu aldanna að uppræta ó- trúna á landið og vantrúna á þjóðina. Verzlunaránauðin og harðærin höfðu átt mikla sök á þessari vantrú. Verzlunarfrelsið átti mikinn hlut að því að vekja aítur trúna á landið og líísaí- komuna. Skáldin tóku að boða nýja, glaða trú á landið. Orð Jonasar Hallgrimssonar: Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor .... komu fyrir hvað eftir annað í greinum um atvinnumál og stjórnmál — í Nýjum félagsrit- um, í Norðurfara, í Þjóðólíi, jafn- vel í Landshagsskýrslunum. Þessi tilvitnun verður eins og einkunn- arorð tímans, þau eru aldarfars- ins góði andi. Sú nýja íslenzka hagfræði, sem óx upp með baráttunni fyrir verzlunarfrelsinu varð á margan hátt njúsamleg. Arnljótur Ólafs- son skrifaði um þjóðmegunar- fræði í Ný félagsrit og kom beint inn á viðfangsefni samtímans í verzlunarmálum: „Þegar verzl- unaránauð er í landi, segir hann, eins og verið hefur á íslandi, þá verður öll útlend vara í langtum hærra verði en hún kostar kaup- manninn, en innlend vara í sem lægstu verði“. Þannig hneigðu menn bæði hagnýta stjórnmála- baráttu og vísindalega hagfræði á sveif frjálsrar verzlunar. í Nýj- um félagsritum 1848 voru þýddar hugleiðingar um verzlunarfrelsi eftir Benjamín Franklín og 1886 þýddi Jón Ólafsson bók John Stuart Mill, Um frelsið. Baráttan fyrir verzlunarfrels- inu var einn meginþáttur allrar íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Hugmyndirnar um verzlunar- frelsi hjálpuðu til þess að skapa nýja og þróttmeiri lífsskoðun í landinu. Ný hagfræði og fram- kvæmdaörfandi hagkenning óx upp með verzlunarfrelsinu. Bætt lífskjör og lífskjarkur urðu af- leiðing þess. GRÓÐRAR OG TILRAUNATÍMI Tímabilið frá 1855 til aldamóta verður gróðrar og tilraunatími, meðan kaupmenn og vaxandi kaupfélög eru að ná tökum á verzluninni og gera hana inn- lenda og fjölbreytta. Þegar hálfrar aldar afmælis verzlunarfrelsisins var minnzt hér í Reykjavík, 1854, miðað við staðfestingu laganna, var mikið um dýrðir eins og í dag, byrjað klukkan átta um morguninn, far- in skrúðganga-undir ríkisfánan- um danska og skjaldarmerki ís- lands, haldin minningahátíð við leiði Jóns Sigurðssonar og um kvöldið voru samkvæmi á fjórum stöðum í bænum samtímis. I ræð- um, sem þá voru haldnar, má heyra í hverju verzlunarstétt þess tíma taldi málum sínum þá ábótavant: að hér vantaði stór- sala, fríhöfn, verzlunarskóla og kauphöll. Þetta var nú fast við bæjar- dyrnar. Næstu stóru tímamótin í sögu verzlunarfrelsisins eru einmitt upp úr aldamótunum. Fernt verður þá mest til þess að efla verzlunina: Fyrst og mest síminn og hefur haft svo gagnger áhrif og er nú svo sjálfsagður, að furðulegt er að miklar æsingar og öflug mót- spyrna skuli hafa verið gegn hon- um í upphafi. Annað er upphaf íslenzkrar heildverzlunar, sem lagði smiðs- höggið á það, að arður íslenzkrar verzlunar lenti í landinu sjálfu. Það þriðja er efling verzlunar- menntunar með stofnun Verzlun- arskólans 1905 og Samvinnuskól- ans rúmum áratug seinna. Það fjórða er aukning banka- starfseminnar með stofnun ís- landsbanka og eflingu sparisjóða. Meirihluti íslenzkra verzlana var útlendur fram um 1870 og tíunda hver verzlun var enn er- lend fram á annan tug þessarar aldar. Með íslenzku heildverzlun- inni fékkst fjöldi nýrra viðskipta- sambanda út um allan heim í stað einskorðaðrar danskrar verzlunar áður. Menn fóru einnig að leggja rækt við ýmis félags- mál viðskiptalífsins og lögðu kaupfélögin einkum áherzlu á það. Jón Sigurðsson sagði um 1855 að það væri hart að hafa þurft að berjast svo lengi fyrir svo litlu. Nú höfðu menn um alda- mótin enn barizt og sigrað og fengið miklu meira og fór svo enn. ' \ BETRI OG SANNARI GULLÖLD Man eitthvert ykkar einnig þennan dag fyrir hálfri öld, 1: apríl 1905? Þann dag kom blaðið Reykjavíkin út með þessari æsi- fregn: Gull fannst síðdegis í gær við boranir uppi í Öskjuhlið, 118 feta djúpt í jörðu“. Fram eftir öllu sumri voru svo að koma fréttir eins og þessi: „Fasteignir allar í bænum, einkum lóðir, stíga hratt í verði“. Menn vöknuðu fljótt af þess- um draumi um gullið í Reykja- vík. Samt sem áður er það svo að þessi öld, sem við minnumst í dag, öld verzlunarfrelsis, hefur orðið íslandi betri og sannari gullöld en nokkur önnur í sögu. atvinnuvega okkar, viðskipta og lífskjara og reyndar líka hin ágætasta öld bókmennta, vísinda og lista. Verzlunarfrelsið og verzlunar- stéttin, sem hefur framkvæmt það, á sinn bróðurpart í þeirri menningaröld og sé henni þökk fyrir atorku og framkvæmd. Öll framkvæmd er af anda sprottin og á að rísa upp aftur í andanum. Að yrkja jörð og að vrkia ljó^ er af sama stofninum, verkinu. Öll mannvirki stefna að menningu. Samt tölum við stundum óþarf- lega geist og mikið um menningu og gerum stundum vanhugsaðar kröfur í hennar nafni. Sönn menning er hellubjarg tímans. Ósönn menning er eins og þung og tildursleg yfirbygging á farm- lausu skipi. Menning þarf ekki að vera mikill lærdómur, ekki mikill auður. Menning er hjarta- lag, lifstrú, virðing fvrir verð- mætum, rótfesta og við útsýn. Verzlun og atvinnulíf eru farmur og kjölfesta þess skips, sem við siglum nú inn í nýja framtíð nýrrar menningar. Við skulum í dag þakka öll- um þeim, sem unnu að íslenzku verzlunarfrelsi og að því, sem afrekað var í anda þess og við skulum árna gengis þeirri æsku, sem á að vinna starf framtíðar- innar í verkmenningu og við- skiptum og andlegu lífi og standa þar vörð um framtak og frelsi. Þeir vilja ekki íreisi Á HUNDRAÐ ÁRA afmælisdegi verzlunarfrelsisins blöktu fánar við hún um alla Reykjavík og víðs vegar um landið, eins og á þjóðhátíð. Dagurinn var líka sannur þjóð- hátíðardagur. Minnzt var frelsis, sem á 100 árum, hafði gert íslenzku þjóð- inni fært að bæta kjör sín, úr eymd, sem vart átti sínu líka í allri veröldinni, í það, að skipa sér í flokk meðal þeirra frjálsu þjóða, sem við bezt kjör búa. Islenzka þjóðin veit að vel- megun hennar er að þakka frels- inu. Þess vegna fagnaði hún ein- huga 100 ára afmæli verzlunar- frelsisins. En hjá „þjóðinni á Þórsgötu 1“ var grátur og gnístan tanna þenna dag. Fánastöng Þjóðviljan stóð auð, og ekki var flaggað í bækistöðv- um „Mír“ (friðarins) í Þingholts- stræti 27 eða á Þórsgötu 1. í grein Þjóðviljans um afmæli verzlunarfrelsisins var sagt- „Frjáls verzlun á íslandi árið' 1955 er frjálst okur. Hún er frelsi hinna fáu til þess að o'ira á fjöldanum". Frjáls verzlun á íslandi 1955 er nefnd „elligul gleðikona". í fátinu, sem greip „þjóðina á Þórsgötu 1“ á hátiðardegi verzl- unarfrelsisins, misstu þeir grím- una og í ljós kom það, sem á bak við býr. Þeir vilja ekki frelsi, heldur alla stjórn í þjóðfélaginu i hendur fámennrar klíku ..þjóð- arinnar á Þórsgötu 1“. Kúga síðan og kaupþrælka allan 'almenning með «ama hætti og Kreml-verjar gera nú og einvaldskonungarnir dönsku gerðu forðum daga. Þessi draumur „þjóðarinnar á Þórsgötu 1“ mun aldrei rætast. Til þess eru vítin að varast þau. A BEZT AÐ AUGLÝSA J. 1T / MORGUlSBLAÐim T i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.