Morgunblaðið - 06.04.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.1955, Síða 1
16 síður 42. árgangur 80. tbl. — Miðvikudagur 6. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsinc Winston Churchill biðst lausnar Bæjarrdð somþykkir að bjóða út byggingu 58 íbúða í raðhúsum til viibétar 45 sem eru í smiðum Auk þess undirbúin bygging 48 íbÚÍS í fiölbýlishúsum Samnlngansfndar- fundir í gær SÁTTANEFNDIN í vinnudeil- unni hélt langan fund með samn- inganefndum deiluaðila í gær. — Hófust fundir kl. 2 og stóðu fram eftir kvöldi með matarhléi. Stóð fundur enn yfir á miðnætti, eti árangur hefur ekki náðst. FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í Bæjarráði fluttu í gær á bæjarráðsfundi tillögu þess efnis að nú þegar yrði boðin út bygging 58 íbúða í raðhúsahverfi við Bústaðaveg til viðbótar 45 íbúðum, sem nú eru í byggingu og undirbúið skyldi framhald byggingaframkvæmda bæjarins, fyrst um sinn með byggingu 48 íbúða, tveggja og þriggja herbergja í fjölbýlishúsum. Byggingaframkvæmdir þessar miðast við að útrýma braggaíbúðum og öðru heilsuspillandi húsnæði í bænum. Er stefnt að því að gera því fólki, sem í slíku húsnæði býr, kleift að eignast sjálft íbúðirnar. TILLAGAN «---------------------------- VAR Á ÞESSA LEIÐ: í því trausti að Alþingi, sem nú situr, geri raunhæfar ráð- stafanir til að greiða fyrir íbúðabyggingum, bæði með því að tryggja hagkvæm lán og með beinum ríkisframlög- um til útrýmingar óhæfum íbúðum, einkum braggaíbúð- um, samþykkir bæjarráð að láta nú þegar bjóða út bygg- ingu 58 íbúða í raðhúsahverfi við Bústaðaveg eftir uppdrátt- um Gísla Halldórssonar, og að undirbúa framhald bygginga- framkvæmda í samræmi við ályktun bæjarstjórnar 13. apríl 1954, fyrst um sinn með byggingu 48 íbúða, tveggja og þriggja herbergja. Er borgarstjóra og bæjar- verkfræðingi falið að greiða fyrir því sem föng eru á, að þessar byggingaframkvæmdir megi hefja hið fyrsta. □- -□ SÝNDARTILLAGA KOMMÚNISTA Eftir að SjálfstæSismenn höfðu borið fram ofangreinda tillögu, kom fulltrúi kommúnista í Bæj- arráði fram með ,,yfirboð“ og vildi byggja 100 íbúðir í fjölbýlis- húsum í stað 48: Þessi tillaga kommúnistans var í sjálfu sér gersamlega óþörf, þar sem tillaga Sjálfstæðismanna ger- ir að sjálfsögðu ráð fyrir áfram- Framh. á bls. 2 Fyrsta greinin, sem borizt helur hingnð um norrænu sýninguno í Róm Var hylltur af miklum mannfjölda er hann ók til Buckingham-hallar Útnefndi Eden sem eftirmnnn London 5. apríl. Einkaskeyti frá Reuter. WINSTON CIIURCHILL hinn áttræði brezki stjórnmála- skörungur ók í dag frá forsætisráðherrabústaðnum í Downing Street 10, á fund Elísabetar drottningar í Bucking- ham-höll og baðst lausnar sem forsætisráðherra. Drottning veitti honum þegar náðarsamlegast lausn. Þannig lýkur hinum mikla og glæsilega ferli þessa brezka forsætisráðherra. Churchill mun þó sitja áfram á þingi en aðeins sem gamall stjórnmálamaður. Churchill hefur neyðzt til að viðurkenna að hann getur ekki lengur gegnt þessu stormasama embætti fyrir aldurs- sakir. En hálft í hvoru mun hann hafa verið tregur til að láta af embætti, því að áhuginn er enn mikill, þrátt fyrir bilaða krafta. GORAN SCHILDT listdómari við Sænska Dagblaðið segir, að íslenzka sýningardeildin sé undrunarefni, t. d. taki hún frám þeirri sænsku og finnsku. I ítarlegri grein um norrænu listsýninguna í Róm segir þessi kunni listdómari frá íslenzku deild inni þar og kemst hann m. a. þannig að orði: Jafnvel sniáþjóSin íslending- ar vekja undrun meS sýning- ardeild sinni, svo þátttaka þeirra er annað og meira en vottur um samnorrænan anda. Allar þjóSirnar fimm hafa þarna sína sérdeild, meira eða minna vel heppnaS úrval úr dagsins hálf eða algerSu ab- straktlist. Sennilega vekur sýn- ing þessi sem heild ekki mikla eftirtekt í ítaliu, því almenn- ingur hefur haft tækifæri til aS kvnnast þessari list í Bien- nal-sýningunni í Feneyjum á undanförnnm árum þar sem ýmsir nierkir fulltrúar þessarar listar hafa sýnt verk ssn. UndrunarefniS mesta er, aS meS sýningu þessari frá fs- Framh. á bls. 2 MANNGRUI HYLLIR FORINGJANN Þótt engin tilkynning hefði verið gefin út fyrirfram um lausnarbeiðni Churchills, hefur stöðugur orðrómur gengið um að hún væri í vændum. Og þegar tilkynnt var að Churchill ætlaði að ganga á fund drottningar í dag, þótti almenningi ljóst að hverju stefndi. Safnaðist geysi- legur fjöldi fólks saman bæði fyrir framan forsætisráðherra- bústaðinn o gkonungshöllina. — Þegar Churchill birtist og ók um HbduHah uppreisnar• ses$«$ur rekinn irá Jemen, 5. apríl. — Einkaskeyti frá Reuter. ABDULLAH prins, sem rændi völdum í Jemen fyrir nokkru hefur nú aftur verið rekinn frá völdum. Fór hann landflótta í morgun ásamt nokkrum yfirmönnum jemenska hersins til Saudi Arabíu, eftir að bróðursonur hans stefndi ósigrandi liði bænda og búaliðs til höfuðborgarinnar. strætin, kvaddi fólkið hinn ást- sæla foringja með ærandi húrra- hrópum og söng „He’s a jolly good fellow“. Churchill var brosandi út að eyrum, reykti sígaravindil og gaf V-merkið með fingrunum. HÁTÍÐLEG STUND í HÖLLU í höllinni tók drottning hátíð- lega á móti Churchill og hann bar upp erindí sitt. Drottning féllst þegar á lausnarbeiðnina og spurði Churchill, hvort hann vildi gera uppástungu um eftir- mann. — Já, svaraði hann. Ég vil gera þá tillögu að Sir Anthony Eden verði falin stjórnarmyndun. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær drottning kallar Anthony Eden á sinn fund, en það verður næstu daga. Talið er líklegt að Eden fari fram á að mega leita trausts þjóðarinnar í almennum þingkosningum. Helzt álíta menn að kosningar fari fram 26. maí n.k. 3000 foncia bnzín- farmur ssSdur UPPREISN BRÓÐURINS Smáríkið Jemen er á suður- strönd Arabíu. Þar ríkti til Skamms tíma Akmed konungur, en yngri bróðir hans, Abdullah var vesír hans og eins konar ut- •anríkisráðherra. En í siðustu viku, á laugardaginn, gerðust þau tíðindi að Abdullah gerði samsæri við herforingja landsins um að steypa bróður sínum af stóli. Lét Framh. á bls. 2 Vegna verkfallsins liggja nú sjö Fossanna bundnir við hafnargarð- inn hér í Reykjavík, en að auki eitt Sambandsskipanna og Katla, og í gærdag kom danskt saltflutningaskip, Paris. f dag verða tog- ararnir orðnir fjórir, sem kemnir eru af saltfiskveiðum. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. ur i öíioí RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað olíufélögunum að selja benzín- farm þann úr landi. sem norska olíuskipið Raila flutti hingað, og ekki fæst losaður. Er skipið með 3000 lestir af benzíni eða sem svarar til mánaðarþarfa landsins. Eru olíufélögin nú að leita til- boða erlendis í farminn. Smeralda liggur ennþá uppi í Hvalfirði. Júgósiavar auks flugferðir BELGRAD, 5. apríl: — Júgóslav- neska flugfélagið JAT er nú að hefja fastar áætlunarferðir til Kairo, Beirut og Vínarborgar. I sumar munu hefjast áætlunarferð ir til Ítalíu. Hefur félagið keypt splunku nýjar bandarískar flugvél ar af tegundinni • Convair 340 til að annast ferðirnar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.