Morgunblaðið - 06.04.1955, Page 8

Morgunblaðið - 06.04.1955, Page 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. apríl 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Hrotfnkeisveiði ffóS á Ströndum Grásleppuhrogn í góðu verði Gjögri, Ströndum, 4. april. MIKIÐ góðviðri er nú hér á Ströndum þessa dagana. Má segja, að vorblíða hafi verið síðan 23. marz. Snjór og svelllög eru að mestu horfin úr jörðu og er sauðbeit allsæmileg. Fer sauðburður r.ú senn að nálgast, en hann mun byrja upp úr sumarmálunum. SPA EKKI GOÐU VORI I kaup á hrognunum, en það mun ■ i Ekki þykir eldri mönnum hér hafa staðið til í allt að þrjú ár. Kjarabairátta verbalýðsins og ofbeldissteína bommúnista er tvennt ólíbt EKKERT er eðlilegra en að verkalýðurinn og launþegar í hinum ýmsu starfsstéttum þjóð- félagsins vinni stöðugt að því að bæta kjör sín og aðstöðu í lífs- baráttunni. Sem betur fer er það öllum frjálsum mönnum og dug- andi áskapað að sækja fram til bjartara og fegurra lífs. Fyrr á árum fólst þessi barátta fyrst og fremst í viðleitni til þess að fá kaupgjald hækkað. Því miður verður þeirri staðreynd ekki neit- að, að kröfum verkalýðsins um hærri lan var ekki alltaf tekið af sanngirni. Hér á íslandi hafa hinar stór kostlegu lífskjaraumbætur, sem orðið hafa á s. 1. áratugum fyrst og fremst byggzt á því, að at- vinnutæki þjóðarinnar hafa tekið stórkostlegum framförum. Afköst þeirra jukust og arðurinn af rekstri þeirra margfaldaðist. Fólkið varð jafnharðan hluttak- andi í þessum aukna arði eins og vera bar. Mun nú svo komið, að óvíða, ef þá nokkursstaðar í heim- inum er hlutur verkalýðsins í arði atvinnutækjanna orðinn jafn mikill og hér á landi. Af því leiðir það þá einnig að lífskjör- in eru hér jafnari en í flestum öðrum löndum. Þegar þannig er komið, hlýt- ur það að verða hverjum skyn sömum manni ljóst, að kjara- baráttan verður öðruvísi en áður. Nú gildir það fyrst og fremst, að tryggja öruggan rekstur þeirra atvinnutækja, sem þjóðin hefur eignazt og gera framleiðsluna stöðugt fjölbreyttari og verðmeiri. f því felst hin raunhæfa barátta fyrir enn auknum hlut verka- lýðsins í arði þjóðarhúsins og áframhaldandi umbótum á allri aðstöðu hans. Þegar þannig hefur verið at- hugað, í hverju hin raunverulega kjarabarátta almennings felst í dag, er rétt að líta lauslega á það, við hvað kommúnistar miða sína baráttu og stjórn á þeim verka- lýðssamtökum, sem þeir ráða. Hún kemur í raun og veru greini- 3ega í ljós í ummælum aðalmál- gagns kommúnista fyrir nokkr- um árum, um takmark þeirra með stéttarbaráttunni. Þar var henni lýst á þá leið, að hún væri „barátta gegn hverskonar samvinnu milli stéttanna, gegn iðnaðarfriði, borgarafriði, ágóðahluta, gegn því að fagf 'lög og rekstursráð taki þátt í því að auka fram- leiðslumagn vinnunnar í auð- valdsfyrirtækjum“. Þarna segja kommúnistar það berum orðum, að umfram allt beri að heyja harða bar- áttu gegn því „að auka fram- leiðslumagn vinnunnar". En það er eins og áður hefir verið tekið fram frumskilyrði þess, að hægt sé að hækka kaup- gjald og bæta raunverulega kjör þeirra, sem að framleiðsl-' unni vinna. í fyrrgreindum ummælum lýsa kommúnistar því einnig hreinlega yfir, að iðnaðarfriður, borgara- friður og ágóðahluti sé eitur í þeirra beinum. Hversvegna er þetta skoðun kommúnista? Hreinlega vegna þess, að þeir telja bætt kjör verkalýðsins, frið og samstarf milli stétta um upp- byggingu lýðræðisþjóðfélags á grundvelli séreignar og athafna- frelsis, hindrun í vegi fyrir hinni kommúnísku byltingu. Er nú hægt að lýsa öllu greinilegar en kommúnistar hafa sjálfir gert þeim regin- mun, sem er á raunverulegri kjarabaráttu fólksins annars- vegar og stefnu kommúnista hinsvegar? Áreiðanlega ekki. f þessu Ijósi hlýtur hver ein- asti hugsandi íslendingur að skoða þá baráttu, sem nú stendur yfir. Hún sýnir eins greinilega og frekast verður á kosið, um hvað er í raun og veru barizt. Það er barizt um það, hvort sú uppbygg- ingarstefna, sem Sjálfstæðisflokk urinn hefur beitt sér fyrir, og skapað hefur fólkinu stöðugt betri lífskjör eigi að halda áfram, eða hvort kyrrstöðu og niðurrifs- stefna kommúnista eigi að taka við. Þetta er kjarni málsins. Þegar á hann er Iitið, sætir það engri furðu, þótt hin kommúníska forysta verka- lýðsfélaganna, sem knúð hefur fram pólitískt stórverkfall njóti hvorki samúðar almenn- ings, sem stendur utan við verkfallið og verður fyrir margvíslegum óþægindum af því, né mikils hluta fólksins í sjálfum verkalýðsfélögunum. Ofbeldisaðgerðir og lögleysur kommúnista eiga einnig sinn þátt í því að skapa andúð á þessu verkfalli. Kjarabarátta verkalýðsins og ofbeldisstefna kommúnista er þessvegna tvennt gerólíkt. Það gerir meeinhluti íslend- inga sér áreiðanlega Ijóst. Mikifmenni dregur sig í hlé WINSTON CHURCHILL hefur sagt af sér forsætisráðherraemb- ætti. Þar með hefur eitt af mikil- i mennum stjórnmálasögunnar lát-1 á Ströndum þessi blíða sem nú er spá góðu vori. Eru þeir hrædd- ir við páíkahret, en hér er það trú meðal eldra fólks, að til þess að vorið verði gott, þurfi að vera harður veiur fram til páska, en j breyta þá til með vorhlýindi. GÓÐ RAUÐMAGAVEIÐI Ágæt rauðmagaveiði hefur ver ið hér undanfarið, en grásleppu- veiði minni. Er ekki að búast við að grásleppuveiði verði nokk uð að ráði fyrr en eftir 10 apríl, en þá er hennar tími kominn. KAUPFÉLAGIÐ KAUPIR GRÁSLEPPUHROGN Síðastliðið haust ákvað stjórn Kaupfélags Strandamanna í Norðfirði, að kaupfélagið skildi kaupa grásleppuhrogn af bænd- um í vor. Er þetta því í fyrsta ... . skipti sem kaupfelagið festir I uði. EKKI MARKAÐUR FYRIR GRÁSLETTUNA Mun kaupfélagið borga fyrir hvern liter af grásleppuhrogn- um, ekki minna en 2 krónur og er þar miðað við óverkuð hrogn. Aftur á móti telur það sér ekki fært að kaupa sjálfa grásleppuna, þar eð enginn markaður sé fyr- ir hana. Er henni því mest megnis kastað í sióinn aftur, eða notuð sem áburður á tún, og hefur það gefizt mjög vel. Er almenn ánægja hér yfir þeirri ráðstöfuð Kaupfélagsins að kaupa hrogn- in. —Regina. ANKARA, 5. apríl: — Menderes forsætisráðherra Tyrkja hefur á- kveðið að fara í opinbera heimsókn til Tito í Júgóslavíu, í næsta mán- \Jelvakandi ábrifiar: Japanarnir kyrrsettir. LÚLLI skrifar á þessa leið: „Japanska listafólkið, sem sýndi hér fyrir skömmu listir sín- ar í Þjóðleikhúsinu situr hér enn Og bíður eftir fari brott af ísa- láði, orðið of steint og aftur of seint á sýningar, sem það ætlaði að halda úti í heimi strax og það kæmi héðan — en verkfallið set- ur stólinn fyrir dyrnar með það eins og fleira hjá fleirum. — Sennilega taka þau japönsku þessu með sánkti ró. Þeir í Aust- urlöndum verða ekki svo glatt uppnæmir fyrir hlutunum. 1 ið af forystuhlutverki. Engum er gert rangt til þótt staðhæft sé, að Churchill sé merkasti núlifandi stjórnmálaleiðtogi heimsins, Svo fjölþætt og stórbrotið hefur lífs- starf hans verið. Sat og málaði niður við Tjörn. DAG (þriðjudag), er ég var á labbi niður við Tjörn sá ég þar einn' Japananna sitjandi í mestu ró og makindum við að I mála þarna rétt hjá Fríkirkjunni fyrir neðan Skálholtsstíginn. Hann bar sig hið listamannaleg- asta að, annars þorði ég auðvitað ekki að hnýsast meira í verk hans heldur en góðu hófi gegndi. það er ógn leiðinlegt að vera mjög nærgöngull og þursalega forvit- inn, ekki síður, þó að útlending- ur eigi í hlut. — En mikið anzi langaði mig reyndar til að sjá, hvernig Skálholtsstígurinn okkar yrði í japanskri listrænni túlkun. Málaralistin ekki síður en aðrar hliðar austrænnar menningar er svo yfrið ólík, því sem við eigum að venjast hér vestra, að það væri ur skarinn, forsetinn var látinn lifa með myndarlegu húrrahrópi og síðan var sungið „Ég vil elska mitt land“. — En hattarnir sátu sem kyrfilegast! — þar til einn í hópnum rankaði við sér tók of- an og ýtti með staf sínum við þeim höttunum, sem hann náði hæglegast til — .....ég vil auðga mitt land.... “ — og enginn pípu hattur var lengur sjáanlegur! Vegfarandi". E Á býsna fróðlegt að sjá hvernig ís- lenzkt „motiv“ kæmi fram í jap- anskri tjáningu. — En kannski hefir þessi japanski bara sett á léreftið hjá sér kantaða fleti og ferninga allskonar, rétt eins og Hmn aldni stjórnmálagarpur , nýmóðins málararnir okkar? kveður Downing Street nr. 10 með sæmd. Hann hefur ekki að- eins stýrt Bretlandi yfir ólgusjó heimsstyrjaldaráranna. — Stjórn hans hefur gefizt tækifæri til þess að hafa einnig forystu um mikið uppbyggingarstarf. Winston Churchill hefur fengið Anthony Eden forystu flokks síns og ríkisstjórnar Bretlands. Eitt af fyrstu verk- um hans verður sennilega að efna til nýrra kosninga í land- inu. Virðast kosningahorfur vera íhaldsflokknum sæmilega 1 — Lúlli.“ Tekið ofan fyrir Jóni forseta. ÞAÐ var peysufatadagur hjá einum Reykjavíkurskólanna s.l. laugardag. Síð pils og skotthúfur, háir hattar og kjólföt á „herrunum" sómdu sér hið bezta á unga fólk- inu, þó að sumir sýndu óneitan- lega á sér dálítinn viðvanings- brag í þessum óvenjulega fata- burði. Og svo var gengið um götur og torg og sungið hástöfum. Fyrir hagstæðar, ef marka má úr „ . _________ slit bæjarstjórnarkosninganna framan sty^tu Jóns Sigurðsson- nú fyrir skömmu. ar á Austurvelli, staðnæmdist all- Frímerki til land- kynningar. HEFIR skrifað mér þessa leið: „Velvakandi góður! Það hefir mikið verið ritað um að kynna land okkar erlendis til að auka ferðalög erlendra manna til landsins. Ein bezta laridkynn- ing okkar, sem ónotuð er að mestu — en kostar enga peninga, er útgáfa af fallegum frímerkj- um. Hér segi ég eina sögu: ís- lenzk stúlka, stödd í sölubúð í Þýzkalandi, verður undrandi yf- ir því, hve kaupmaðurinn, sem hún hafði tjáð, að hún væri ís- lenzk, vissi mikið um ísland. - Hann talaði um Alþingishátíðina, lýðveldistökuna, Snorra Sturlu- son, flugferðir íslendinga, „ný- sköpunar“-togara o. fl. E’ Það er ósköp einfalt. R hún innti hann eftir því, hvernig á því stæði, að hann vissi svo mikið um ísland, svar- aði hann brosandi: „Það er ósköp einfalt, ég er frímerkjasafnari". Af íslenzkum frímerkjum hafði hann lært sitthvað um landið. Nú éru margir undrandi yfir því tómlæti póstmálastjórnarinnar að notfæra ekki tækifæri eins og 100 ára afmæli frjálsrar verzlunar á íslandi til að gefa út fallega frí- merkjasamstæðu, sem seljast myndi um allan heim. Milljónir manna í heiminum safna frí- merkjum. fslenzk frímerki eru mjög eftirsótt, sérstaklega falleg- ar samstæður, eins og t.d. Alþing- ishátíðarfrímerkin. Útgáfa af slíkum merkjum gefur góðar tekjur, en auk þess er hún ein hin bezta landkynning. — E.Á.“ Merklð, sem klæðir landiS. Skermafram- leiðaiiíli verk- fallsvörður í SAMBANDI við frásögn Mbl. af ofbeldisárásinni á Guðmund Jónsson, bílstjóra, sem skýrt var frá í blaðinu í gær, skal þess get- ið, að maður sá, sem gekk í veg fyrir skíðabílinn, var ekki Krist- inn Finnbogason, rafvirki, Ránar götu 32, heldur Vilhjálmur Þor- steinsson rafvirki, Laugavegi 128. Kristinn Finnbogason var aftur ' á móti forsprakki þeirra sex manna, sem réðust seinna inn á bílaverkstæðið, og lagði hann m. a. hendur á Guðmund Jónsson. —- Þess má svo til viðbótar geta, að Kristinn Finnbogason skrökvaði til nafns, er Guðmundur Jónassori bílaeigandi, spurði hann að heiti. Kvaðst hann þá heita Guðmund- ur J. Guðmundsson. Lögreglan veitti aðstoð við að hafa upp á hinu rétta nafni Kristins. Blaðið frétti í gær, að í dag myndi kær- an á hendur mönnum þessum verða afhent sakadómaraembætt- inu. SEM KUNNUGT er, þá er Iðja, félag starfsfólks í hvers konar iðn aði hér í Reykjavík, í verkfallinu. Nú bregður svo við, að innan raða starfsmanna verkfallsstjórnarinn- ar, finnast atvinnurekendur, sem gerst hafa sekir um verkfallsbrot! Er það eigandi skermagerðarinn- ar Iðiu við Skólavörðustíg. Þessi sami Kristinn Finnbogason, raf- virki og kemur við sögu hér að ofan. Kristinn hefur starfrækt skermasaumastofu fyrir verzlun sína í húsi einu við Sóleyjargöt- una. Þar hafa tvær stúlkur unn- ið að skermagerð undanfarið og það síðast í gærdag. Það virðist því sem verkfalls- stjórnin eigi eitthvað ótalað við skermakaupmanninn á Skólavörðu stígnum, og jafnvel Björn Iðju- formaður lika. Góður afli i Vesl- mannaeyjum VESTMANNAEYJUM, 5. marz: Mánudagurinn var mesti afla- dagurinn á þessari vertíð, en í dag mun hann ekki að sama skapi mikill. Hæsti báturinn eft- ir daginn, Lundinn, tvíhlóð og fékk alls um 5400 fiska, sem mun vera um 30 lesta afli. Nokkrir bátar voru með um og yfir 3000 fiska, 26—27 lestir. Það, sem nú er af vertíð, eru hæstu bátar með um 360 lesta afla og er miklum mun minni afli en um þetta leyti vertíðar í fyrra. Þetta á að sjálfsögðu rót sína að rekja til stöðvunar báta- flotans í janúarmánuði. — Bj. Guðm. Dregið í happ- dræfli SÍBS ER dregið var í 4. flokki í Vöru- happdrætti SÍBS í gær, kom hæsti vinningurinn, 50,000 kr., upp á miða í umboðinu vestur á Flateyri, er miðin nr. 31134. — Næst hæsti vinningurinn, 10,000 kr„ kom á miða seldan í Reykja- vík, 21945. Þessir hlutu 5000 kr. i vinninga, en þeir komu á miða I hér í Reykjavík, í Hafnarfirði og Bakkafirði eystra: 14566 18868 22881 27518. 2000 kr.: 12228 12616 15804 17967 21655 31161 39103. 1000 kr.: 10700 10928 11582 12603 13813 16773 16888 17598 18956 23485 25921 34535 45131 46589. Vopnuhló útrunnið SAIGON, 5. apríl: — Hinu óform lega vopnahlé við Saigon er nú lokið. Sértrúarflokkarnir munu aftur hefja hernaðaraðgerðir gegn Diem-stjórninni. Er óttast að þeir reyni að sækja inn í höf- uðborgina Saigon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.