Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. apríl 1955
MORGVISBLAÐBÐ
Dr. juris Einar Arnórsson fyrrv. ráðherra
IGÆR fór í kyrrþey fram bál-
för Einars Arnórssonar en
hann varð bráðkvaddur hinn 29.
marz s.l. liðlega 75 ára að aldri.
Nokkru áður en Einar Arnórs-
son varð 75 ára, 24. febrúar s.l.,
kom hann éitt sinn á skrifstofu
mína og barst þá talið að því, að
hann hefði nýlega látið af rit-
stjórn Tímarits lögfræðinga. Ein-
ar sagðist þá fyrir fáum dögum
einnig hafa sagt af sér for-
mennsku Sögufélagsins, því að
sér þætti tími til þess kominn að
ætla sér meira næði tíl spila-
mennsku en hann fram að þessu
hefði haft. Á bak við þessi gam-
anyrði vissi ég, að hinn aldni
vinnuvíkingur faldi vitneskjuna
um, að hann tók að gerast hvíld-
arþurfi. Var það þó ekki að heyra
á tali hans, því að hann var jafn
fjörmikill og áhugasamur sem
ætíð ella, enda hélt hann áfram
að vinna fram á sinn síðasta dag
og sama morguninn, sem hann
lézt, sá ég á eftir honum ganga
niður Ingólfsstrætið og að
því, er mér var síðar sagt, til
fundar við ungan stéttarbróður
sinn til viðræðu um vandasamt
mál, er þeim hafði verið fengið
til varnar. Þegar Einar kom heim
af þeim fundi og hafði heilsað
sonardóttur sinni, er fæðst hafði
einmitt á 75 ára afmæli hans,
tengdadóttur sinni og konu og
ætlaði síðan að ganga inn í
skrifstofu sína hné hann niður og
var örendur skammri stundu síð-
ar. Var þar með til moldar geng-
inn einn af forustumönnum ís-
lenzku þjóðarinnar á fyrra helm-
ingi 20. aldarinnar, sá maður, sem
að dómi lagadeildar háskólans
var „afkastamestur allra lög-
fræðirithöfunda íslenzkra, ekki
ekki aðeins í samtíð sinni, heldur
og á öllum Hðnum öldum".
Einar Arnórsson var fæddur
24. febrúar 1880, að Minna-Mos-
felli í Grímsnesi. Foreldrar hans
voru Arnór bóndi þar Jónsson og
kona hans Guðrún Þorgilsdóttir.
Móðir Einars dó meðan hann var
ungur að aldri en faðir hans lézt
í hárri elli og dvaldi þá á vegum
sonar síns. Foreldrar Einars voru
mjög fátæk og þurfti hann því
að brjótast til náms af eigin
rammleik. Sagði hann mér eitt
sinn, að hann teldi það annmarka
sinn, að með sér hefði lengi leynzt
ótti um, að verða fátækur á ný
en í þá raun vildi hann sízt rata.
En þó að braut Einars væri erfið
í fyrstu, kleif hami ótrauður
brattann. í Lærða skólanum
reyndist hann afburða námsmað-
ur og tók stúdentspróf ári á und-
an sambekkingum sínum. Síðan
sigldi hann til Kaupmannahafn-
ar og lauk þaðan lögfræðiprófi
1906 með hærri einkunn en nokk-
ur annar íslendingur hafði þar
íengið í þeirri grein. Næstu tvö
ár fékkst hann einkum við rann-
sóknir á fornum, íslenzkum lög-
um, auk blaðamennsku og mál-
flutnings.
Þegar lagakennsla hófst hér á
landi með stofnun lagaskóians
1908, gerðist Einar Arnórsson
strax einn af kennurunum. Varð
lagakennsia, fyrst í lagaskólan-
um og síðan við háskólann, höf-
uðstarf Einars, með nokkrum
frátöfum þó, allt þangað til á
árinu 1932. Einar var frábær
kennari, ljós í framsetningu og
hafði einstakt lag á að halda
áhuga nemenda sinna lifandi.
Jafnframt kennslunni hófst
Einar handa um samningu
kennslubóka í fræðigreinum sín-
um og ritaði bækur um allar
greinar réttarfarsins, kirkjurétt,
stjórnlagafræði og þjóðréttarsam-
band íslands og Danmerkur. Með
ritverkum þessum vann Einar ó-
metanlegt brautryðjendastarf,
ekki einungis með rannsókn á
því, hver væri gildandi íslenzk
lög, heldur og með mótun laga-
málsins, sem áður var oiðið ærið
dönskuskotið.
Minningamrð
vegar til þess, að Sjálfstæðis- deilum, þá frýði enginn honuln.
Dr. juris Einar Arnórsson
Á árinu 1932 var Einar Arnórs- 1 lagabálka. Hann var formaður
húsaleigunefndarinnar, sem starf-
aði síðari hluta fyrri stríðsár-
anna, átti lengi sæti í dansk-
íslenzku ráðgjafarnefndinni og
gegndi ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum.
Ætla mætti, að hluti af þeim
störfum, sem nú hafa verið talin,
hefðu reynzt næg einum manni.
En til viðbótar þessu tók Einar
öðru hvoru mikinn þátt í stjórn-
málum landsins og hafði í þeim
úrslitaáhrif.
Við blaðamennsku fékkst hann
sem ritstjóri Fjallkonunnar 1907
og 1919 var hann um skeið stjórn-
málaritstjóri Morgunblaðsins. í
bæjarstjórn Reykjavíkur var
Einar 1930—1932 og átti mikinn
hlut að stofnun bæjarráðs. Á Al-
þinfi var Einar fyrst kosinn 1914
í Árnessýslu fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Á Alþingi þótti þegar mikið að
honum kveða, og er Sigurður
Eggerz sagði af sér 1915 vegna
ósamþykkis við konung um stað-
festingu st.iórnarskrárbrevtingar
var Einar kvaddur til ráðherra-
dóms. Að visu var það konungur
með ráði vina sinna hér, sem því
kalli réði, en Einar reyndist hafa
meirihluta á Alþinei, þó að
flokksmönnum hans svndist mjög
sitt hvað um valdatöku hans. Er
mér í barnsminni, að faðir minn,
sem þá vann á Landsbókasafninu,
kom heim að kvöldi eftir hing-
kosninearnar 191fi og sagðist h=fa
hitt Einar Arnórsson og hefði
Einar saet. að ólíkt hefðust þeir
að. því að hann hefði heyrt eftir
nabba, að hann óskaði einskis
fremur. en að Einar Arnórsson
félli. en Einar kvaðst una þvi vel,
pð faðir minn hefði náð kosnineu.
Ekki man ég meira af þeim orða-
skiftum. En þessa menn greindi
ekki á um. að hveriu bæri að
stefna, heldur hitt, hvernig mark-
inu skvldi náð. Eftir á sýnist
sennilegt, að án hvoruera hafi
mátt vera, beirra, sem vildu taka
því, er mest var fáanleet hveriu
sinni ef trveet var, að menn tak-
mörkuðu ei°i um of möVuleika
ti] framhaldssóknar. og hinna. er
enean afslátt vilrtu oe eættu bess,
að jafnan væri hafizt handa um
nvia sókn frá þeim áfanga, er
náðst hafði.
Ágreiningur þessi varð hins
son skipaður dómari í hæstarétti.
Einar sat dómarasessinn með
prýði, enda hafði hann auk
grundvallaðrar lagaþekkingar
fjölþætta lífsreynslu að baki, er
hann tók sæti í hæstarétti. Af
óskiljanlegum ástæðum var Ein-
ar þó látinn hverfa úr réttinum
vorið 1945 liðlega 65 ára að aldri,
þá fremstur allra íslenzkra lög-
fræðinga og með fulla starfs-
krafta. Reyndum við nokkrir ein-
dregið að koma í veg fyrir þá
ráðstöfun, en tókst ekki. Einar
hafði ekki mörg orð um þessar
aðfarir en hóf þegar málflutning
fyrir hæstarétti og var mjög
sótzt eftir honum í hinum vanda-
sömustu málum og vann hann í
einu þeirra fram á sitt dánar-
dægur. Mat þeirra, er bezt þekktu
til star&krafta hans, sást og á
því, að allmörgum árum síðar, er
hann var kominn yfir sjötugt,
fékk Lögmannafélagið hann til
ritstjórnar lögfræðitímarits þess,
er það hóf þá útgáfu á.
Samhliða kennslu og dómara-
störfum vann Einar Arnórsson
stöðugt að ýmsum fræðiiðkun-
um. Ungur að árum gaf hann
ásamt doktor Jóni Þorkelssyni út
Rikisréttindi íslands árið 1908 og
árið 1913 birtist eftir hann Rétt-
arstaða íslands. Eru þetta hvort-
tveggja fræðileg barátturit fyrir
fullum ríkisréttindum íslands,
sem höfðu mikla þýðineu til örf-
unar landsmönnum í þeim efnum
og voru haldgóð í baráttunni við
Dani um réttarstöðu landsins.
Samhliða og næst þessum ritum
komu kennslubækurnar í lög-
fræði, sem áður er að vikið, og
síðan fjölmörg rit og greinar,
einkum um réttarsögu eða al-
menna sögu fslands, auk þess,
sem Einar annaðist útgáfu ýmissa
heimiidarrita um þessi efni. Hann
átti og lengi sæti í stjórn Hins
íslenzka bókmenntafélags og
Sögufélagsins og var um langt
árabil formaður hins síðartalda.
Þá var Einar árum saman
skattstjóri í Reykjavík, einmitt á
þeim árum, þegar grundvöllur
var lagður að starfi skattstofunn-
ar og átti þá og nokkru lengur
sæti í niðurjöfnunarnefnd Reykja
víkur. Hann átti manna mestan
þátt í samningu hinna nýju rétt-
arfarslaga, vatnalaganna og fleiri
flokkurinn (gamli) liðaðist í
sundur og átti ríkan þátt í þeim
flokka-glundroða, sem hér varð
um nokkurra ára bil. Allir voru
þó sammála um, að Einar Arnórs-
son sinnti ráðherrastörfunum af
mikilli og óvenjulegri eljusemi.
Heimsstyrjöldin fyrri stóð sem
hæst allan stjórnartíma hans og
má nærri geta, að þá hafi verið
úr mörgum vanda að ráða, ekki
sízt vegna þess, að þá sannaðist
enn það, sem komið hafði í ljós
strax í Napóleonsstyriöldunum,
að í stórstyrjöld var íslandi síð-
ur en svo skjól að Danmörku
heldur ýmiss konar óhagræði.
Einar var síðastur manna, er
eeendi ráðhérraembætti einn á
íslandi, og er hann lét af störfum
í ársbyrjun 1917 komu þrír menn
í hans stað.
Af stjórnmálastörfum Einars
var þó ef til vill afdrifaríkast, að
hann átti sæti í samhandslaga-
nefndinni 1918. Af íslendinga
hálfu hvíldi þá megin þungi
starfsins á honum innan nefndar-
innar. Andstæðinear sambqnds-
laeanna í Danmörku héldu því og
miöq á lofti, að íslendingum hefði
orðið svo vel áeengt s^m raun h^r
vitni um vegna þess, að þeir hefðu
haft meiri löefræðikunnáttu við
samningsgerðina en Danir. og ber
Einari Arnórssyni fyrst og fremst
það lof.
Eftir þetta afrek hvarf Einar
skjótlega af þingi, og tók þar ekki
sæti aftur fyrr en 1931 og þá sem
þingmaður Reykvíkinga. Að því
Isinni átti hann þó skamma þing-
dvöl, því að ári siðar var hann
skhoaður dómari í hæstarétti, og
hefði mátt ætla að skiptum hans
af stjórnmálum væri þar með
lokið. En þegar Sveinn Björnsson,
forseti íslands, skipaði utanþings-
stjórnina í árslok 1942 varð Einar
Arnórsson dóms- og menntamála-
ráðherra í henni, og átti hann
sæti í stjórninni þangað til í
september 1944, er hann sagði af
sér skömmu áður en Albinei
tókst að mynda ríkisstjórn á ný.
Af stjórnarstörfum Einars á
þessum árum má geta þess, að
hann skipaði nefnd þá, er samdi
fræðslulögin, sem nú eru í gildi.
Mesta þýðingu hafði þó áreiðan-
lega eindreeinn vilii Einars til
þess að slíta sambandinu við
Danmörku og stofna hér lýðveldi
strax og færi gæfist. Er eneinn
vafi, að hann átti mikinn þátt í
beirri skeleggu ákvörðun. er rík-
isst.iórnin tók um þessi mál siðla
árs 1943. Su ákvörðun hafði bví
meiri þýðineu sem sumir höfðu
ó+tast, að stjórnin kvnni að velia.
aðra stefnu, enda kom síðar í
liós, að forseti íslands. s°m kiör-
ið hafði stjórnina, hafði aðrar
huemyndir um lausn máicjnc; en
AJþinei og ríkisstiórn höfðu þá
komið sér saman um.
Einar Arnórsson sagði eitt sinn
við mig, er mikið lof hafði verið
borið á nýlátinn mann með réttu
svo langt sem frá var sagt, að
menn mættu ekki hafa þekkt of
vel suma þá, er mest væru lofað-
ir. Auðvitað er enginn alfullkom-
inn, og Einar brýndi það á sínum
tíma fyrir okkur nemendum sín-
um, að við skyldum ekki láta það
á okkur fá, þótt við öðru hvoru
gerðum vitleysur, því að það
væru allir menn alltaf að gera.
En vist er, að Einar Arnórsson var
ieinn þeirra manna, er flestir
mátu því meira sem þeir voru
honum kunnugri.
Hann þótti stundum nokkuð
kaldhæðinn og felldi ekki skap
saman við alla menn. Er ég spurði
Einar að því, hvort hann hefði í
hyggju að skrifa endurminning-
ar sínar, kvaðst hann eigi mundu
gera það, því að slíkar minning-
ar væru einskis virði nema þær
væru sannar, en af sumum, er
hann hefði kynnzt og þó örfáum,
yrði frásagan slík, að hann
nennti eigi að rifja hana upp.
óvenjulegra hæfileika, enda láu
flest verkefni, er hann sinnti,
opin fyrir honum. Faðir minn
sagði t. d., að á æskuárum Einará
hefði komið fram hjá honum slik
braggáfa, að enginn vafi væri áy
að hann hefði getað orðið ágætt
ljóðskáld, ef hann hefði hirt um.
Fyrir íslenzka lögfræði fór bet-
ur, að hann gaf sig fyrst og fremst:
að henni og á vettvangi hennar"
verður vafalaust talið, að höfuð-
starf hans hafi verið unnið. Ea
áhugaefni hans náðu langt út.
fyrir endimörk lögfræðinnar,
enda varð þess fljótt vart í sam-
tali við Einar, að hann var mað-
ur fjölfróður. Hann hafði viða
farið og taldi það menningaP'
auka að kynnast háttum annarra
þióða og þótti t. d. miklu varða,
að börn sín ætt.u þess kost að
litast sem víðast um.
Er þá að þvi komið, sem löng-
um var til vitnað, að Einar. var
mjög heimilisrækinn maður og
áeætasti heimilisfaðir. Mxm
ekki hafa frá þessu brugðið, ea
nákvæmni hans og alúð við ást-
vini sína þó aldrei hafa komið
betur fram en hin síðari ár í
langvinnum og erfiðum veikind^
um konu hans frú Sieríðar Þor-
láksdóttur. Hjónaband þeirra var
mjög farsælt og eignuðust þau 5
dætur og 1 son. Þrjár dætur, fríi
Inga Laxness, frú Ásgerður og frúi
Hrafnhildur og sonurinn Logi,
fulltrúi i dómsmálaráðunevtinu,
Hfa föður sinn. En tvær dætur ¦
eru látnar, ungfrú Guðrún 1928 og
frú Áslaug 1947. Á heimili þeirra
Einars og frú Sigríðar var einnig
alinn upp sonur frú Sigríðar af'
fvrra hjónabandi, Ólafur Haukur •
Ólafsson, stórkaupmaður, og
gekk Einar honum í föðurstað.
Einari Arnórssyni var marg-
víslegur sómi sýndur í Hfanda
lifi. Hann hiaut t. d. æðsta stig
íslenzku fálkaorðunnar auk ann-
arra. heiðursmerkja, hann var
kjörinn heiðursfélagi í Hinu ís-
lenzka bókmenntafélagi og Söeu-
félaginu. hann var tvisvar kosinn
rektor háskólans. í síðara skiftið
á hinu mikla hátíðaári 1930. hann
var einn allra manna kiörinn
heiðursdoktor í lögfræði á 25 ára
afmæli háskólans oe á sextíu ára
afmæli Eina'-s var eefið út mikið
rit ^onum til heiðurs.
Mesta sæmd mun Einar ¦
bó hafa af verkum sínum.
Þau munu lenei h^lda nafni hans
á lofti. bví að með honum er horf-
inn úr þessum heimi einn beirra
manna. er mestan bátt áttu í að"
pern fvrri hhita ?0. aldarinnar
glæsilegas+a hlutan i söeu íslands.
Bjarni Benetliktsson.
Mikll aðsókn
$kíða$ká!a!ium
vlir háfíðarnar
MBL. kom í gær að máli við
Steingrím Karlsson veitingamann
í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Sagði hann að öll rúm væru upp-
pöntuð hjá sér yfir hátíðarnar.
Kvað hann eftirspurn eftir gist-
ingu í Skíðaskálanum hafa verið"
ákaflega mikla og mikið færri en
vildu geta komizt að. Það væri
mjög vinsælt hjá fólki að vera i4
Skíðaskálanum yfir páskana,
renna sér á skíðum, fara í göngu
ferðir og síðast en ekki sízt:
borða góðan hátíðamat.
Hann kvað mikinn eril hafa
verið'á næturnar í Skíðaskálan-
um í vetur, það hefði komið fyrir
hvað eftir annað, að fólk hefði
barið upp um miðjar nætur
vegna þess a6 bifreiðar þess væru-
bilaðar eða fastar í snjó. Hefði
fólki, sem þannig hefði verið
ástatt fyrir verið veittur nauð-
synlegur beini og hjálp.
Nokkur snjór er nú í Hvera-
dölum, en þó ekki verulega mik-
En þó að Einar ætti stundum í l ÍH- — ]£