Morgunblaðið - 06.04.1955, Side 14

Morgunblaðið - 06.04.1955, Side 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 6. apríl 1955 f DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY Framhaldssagan 8 Morgan og ók nú bifreiðinni inn í vagnhúsið eða skýlið eða hvað sem það nú var. Herra Femm hafði farið eitthvað. Penderel gerði sitt bezta að taka þátt í þessum ys sem þarna var, en er hann hafði farið úr þykka, renn- vota yfirfrakkanum og sett hann á töskuna sína nálægt dyrunum, hafði hann ekkert meira að gera. Hann kveikti sér í sígarettu, sett ist nálægt arninum, og virti dreymandi fyrir sér fæturna og naut ylsins, sem færðist um hann. Hann var þreyttur. Hann fór að hugsa um ferðafélagana: Frú Waverton var ein af þessum fölu, köldu, menntuðu konum, sem vissu allt, en þó ekkert og sem virtust aldrei komast í snert ingu við raunveruleikann. Philip Waverton var alltof feiminn og heiðarlegur, alltof áhyggjufullur, alltof kvæntur og alltof vel upp alinn; svo var það Femm fjöl- skyldan, hinn grindhoraði karl- maður og hin feita og andstyggi- lega kona jneð þetta sífellda guðs tal og hinn tungulausi skrokkur Morgan. Og einhvers staðar var annar uppi á lofti, rúmfastur. Hvað hét hann, Sir Roderick, já, það hét hann. Gamli sir Roderick, húsbóndinn, sem dæmdur var til að vera uppi á lofti, þögull og óséður. Gaf hann nokkurn tíma fvrirskipanir? Ef til vill skilaði Rebecea þeim hingað niður — hvað var það? — ritað á stein- töflur. Næsta augnablik hefði Pender- el getað stunið upphátt. Skvndi- lega kom yfir hann hin' gamla tilfinning. Það var sem grómóða dragi til sín alla liti og alla lögun úr huga hans og dragi til sín allt 3íf og skildi hann eftir galtóman. En samt — og það var það versta •— það var eins og eitthvað væri eftir, eitthvað eftir til þess að sjá öll Ijós slokkna, eitthvað eftir til þess að geta hrópað út í hinar gráu auðnir. Þetta var það, sem máli skipti, þetta var það versta, og kolsvört nóttin og stormurinn og flóðin og skriðumar voru ekk- ert í samanburði við það, sem inni fyrir var. Það var ekki ót.ti eða örvænting, sagði hann við sjálf- an sig, sem kom svo mörgum til að fremja sjálfsmorð; það var þetta, sem kom svo oft uoo í hug- ann og dró allan lit úr lífinu og fyllti mann ösku. Penderel leið brátt betur og horfði nú í kringum sig til að leita eftir einhverri skemmtun. Og hana fann hann, er herra Femm, sem kom með bakka í áttina til hans. Á bakkanum var flaska og Penderel langaði til að klappa saman höndunum. „Haldið þér nú, herra —?“ Herra Femm setti frá sér bakk- ann og hikaði. „Penderel". savði hann honum — og einnig flöskunna. „Auðvitað Penderel", sagði herra Femm. „Haldið þér, að þér munduð vilja drekka með mér eitt glas?“ „Herra Femm. mér finnst ég muni geta það, með mikilli ánægju.“ Þeir voru eins og tveir gamlir klúbbfélagar. Herra Femm stóð vfir flösk- unni. „Það er ekki wiský. sem all ir ungir menn drekka nú á dög- um. Þetta er gin. sem ég tek fram yfir allt annað nema auðvitað mjög gamalt koníak Með sítrónu og ef til vill dálitlum svkri og heitu vatni. ef maður vill. er gin ágætur drvkkur og munið það, að það er hreinasta af öllum vín- anda.“ „Ég man það“, sagði Penderel hjartanlega. „Með ánægju, gin handa mér. Ég var vanur að drekka það með sjómönnunum. Sjóherinn drekkur ekkert annað en gin. Þegar þeir hættu að drekka romm, fóru þeir að drekka gin. Hinir hraustu menn gátu setið alla nóttina og talað um vélar og tundurdufl, strendur Manchuríu og fallegar bláevvðar konur og drukkið gin með aðdáun arverðri fest.u og ró.“ Hann horfði á hinn hella vökvanum, setja sítrónuna og sykurinn, en hann neitaði vatninu og begar hann var búinn að fá glasið í höndina, sagði hann: „Við verðum að drekka skál.“ Herra Femm var hugsandi og jafnvel heimspekilegur á svipinn. „Herra Penderel, ég ætla að drekka skál fyrir því, sem þér kunnið ekki að meta, þar sem þér eruð ungur. En það er — blekking“. Og hann lyfti glasinu. „Ég geri það einnig. Blekk- ing“. Hann greip andann á lofti, því að þetta var óvenju sterkur drykkur. En það var betra. Nokkr ar slíkar skálar og blekkingin mundi vera eitthvað betra en aðeins viðkvæmnin. „En þér skulið ekki ímvnda yður. að ég sé of ungur til að meta gildi blekk ingarinnar. Ég er einmitt á rétt- um aldri til þess. Ég er fæddur of seint og of snemma til að flýja sannleikann, og ég hef alltaf verið að reka mig á grjótharðar staðreyndirnar, síðan ég hætti í skólanum." ' Herra Femm brosti kuldalega. Hann var að því kominn að segja, að einmitt þetta væri blekking æskunnar. Penderel vissi, hvað mundi koma; hann hafði heyrt það áður. En herra Femm kom honum á óvart, því að hann sagði ekkert; hann starði aðeins fram fyrir sig, brosið hvarf og hann saup á glasinu. Á næsta augna- bliki virtist hann vera að horfa á eitthvað hræðilegt og það fóru kippir um andlit hans. „Hræðileg nótt“," hvíslaði hann að lokum. I „Og það virðist vera að versna." j „Það er sannarlega óþokkalegt" • svaraði Penderal, „það er aug- ; sýnilega engin hætta á ferðum. • Ungfrú Femm og þjónninn vðar ; virðast vera viss um, að húsið sé j öruggt." ; „Jafnvel þótt svo sé, getum við j alveg einangrast hérna, orðið Z alveg innilokuð hérna.“ Maður- ; inn virtist fremur tala við sjálfan I sig en Penderel. ; „Við gætum það auðvita, og j það mundi vera slæmt fyrir ykk- ; ur“. Penderel reyndi að vera j kurteis og kvíðafullur, þótt hon- Z um væri alveg sama þótt hann ■ yrði að vera þarna. Hann var eins vel kominn hérna eins og annars ; staðar. Hann átti engan samastað j og hann langaði ekki að fara ; neitt. Hamingjan góða, hvílíkar j hugsanir fyrir tuttugu og níu ára 1 gamlan mann! „Það sem ég á við,“ j hélt hann áfram, „það er slæmt I fyrir ykkur að hafa okkur hérna.“ ; Herra Femm horfði á hann og Z það var raunverulegur óttí í svip ; hans. Nú var það engin missýn. j En hann virtist verða reiður, eins : og hræddir menn verða oft. „En j að hlaupa út“, og hann benti titr- : andi á opnar dyrnar, „út í myrkr- ; ið, út í flóðin og skriðurnar. þar : sem allt er kalt, svart og miskunn/ ; arlaust. Ekkert annað að fara, • m engin undankoma!" Og hann ; skellti saman beinaberu höndun- j um. ; Penderel horfði á hann. „Það j væri vissulega slæmt, ef maður Z yrði að fara. En bér vitað, að við j þurfum þess ekki. Og jafnvel Z þótt við yrðum að fara, munduð ; þér ekki þurfa þess. Þér getið "• verið hérna í þægindunum." Og ? þegar hann sagði þetta, horfði j hann í augu herra Femm. j : Herra Femm mætti augnaráð- j inu svo sem eina sekúndu og leit Z síðan í flýti út í herbergið. Hann ; var augsýnilega að reyna að 1 jafna sig. Að lokum hallaði hann . ; Jóhann handfasti INSK SAGA j , 132 : ' Ég fullvissaði hann um það að þegnar hans mundu aldrei : láta það viðgangast, að konungur þeirra væri þjáður í ævi- • löngu fangelsi. Þá svaraði hann raunalega: „Þetta heldur þú, Jóhann, af því að þú ert sjálfur trúr og j hollur. Konungur, sem er langt í burtu, hefur lítið vald yfir | hjörtum þegna sinna, og hreinskilnislega sagt. þá hafa þegn- : ar mínir í Englandi haft mjög lítið af mér að segja síðan ég j kom til ríkis. Nei, ég er hræddur um að ég sé gleymdur og j að mútur Jóhanns bróður míns hafi meira vald yfir þeim : en endurminningin um hollustueiða þeirra.“ j 1 Svo sat hann þegjandi niðursokkinn í þunglyndishugsanir j eins og stundum kom fyrir, síðan hann var tekinn til fanga, j og ég þagði líka, því að ég fann vanmátt minn til að gera : i honum nokkuð til hughreystingar. j I Eftir stundarkorn leit ég niður og sá svartklæddan mann j standa í skugga undir truninum. Ég tók þegjandi í ermi : konungs og leiddi athygli hans að hinum dularfulla komu- manni. Á meðan við þannig stóðum og horfðum á hann, *.* bárust Ijúfir gígjutónar upp til okkar og karlmannsrödd, j lág, en skær og innileg, hóf að syngja ástaljóð. Við heyrðum : hvert orð, og þegar röddin hafði sungið eitt erindi, tók kon- j ungur í handlegginn á mér og hvíslaði hásri röddu: „Það er j Blondel, Blondel de Nesle, vinur minn o guppáhalds söngv- i ari, og þetta er ljóð, sem við ortum saman og sömdum lag : við eitt sumarkvöld í Próvens eftir burtreið. Það kvöld hitti j ég Berengaríu drottningu mína í fyrsta sinn.“ j j f Þegar erindinu var lokið, greip konungur með höndunum : um járnstengurnar fyrir glugganum og tók undir hið annað ; erindi ljóðsins. «. >« Hollenzku gangadreglarnir ! ■! í fjölda fallcgra lita og mörgum breiddum. ■ ■' ■j Einnig okkar vinsælu ; Cocosgólfteppi í mörgum stærðum. Falleg — Ódýr — Sterk Geysir h.t. m' Veiðarfæradeildin. ; ■ ..................... .........■■■i ■....................... .mmrnrn* Fyrir páskana* Hattar Frakkar Hanzkar í fjölbreyttu úrvali Ennfremur skyrtur, nærföt sokkar o. fl. o. fl. 5 ■ Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni — Njótið ferska loftsins innan húss allt ánð. AIRWICK hefir staðist allar eftirlíkingar. AIRWICK er óskaðlegt. Aðalumboð: Ólafur Císlason & Co. h.f. Sími 81370. ■r Buick 1952 ! ■( Lítið keyrður og mjög vel með farinn Buick, til sölu : •j strax. — Uppl. hjá ;i : a ■ Kr. Kristjánsson h.f. § ■j Laugavegi 170. Skátaskálinn i fifafnarfirði . . ■ til sölu og flutnings. Stærð um 80 ferm. — ITppI. gefur j Guðjón Sigurjónsson, Fögrukinn 1, Hafnarfirði, sími j 9357. — Tilboðum sé skilað til Jóns Guðjónssonar, Borg- ■ arholtsbraut 21, Kópavogi, sími 82871.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.