Morgunblaðið - 21.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. apríl 1955 ■■■■■■«■■■■■■■■■■■■4 Sýningarsalur „Hinna ungu“ í Stokkhólmi, þar sem sýning þremenninganna var haldin dagana 18.—30. marz. Á veggnum til vinstri eru myndir eftir Þorvald Skúlason. Á miliiveggnum er mynd Nínu Tryggvadóttur og myndin lengst til hægri er eftir Valtýr Pétursson. Isíenzk nútímalist vekur athygli # Svsþjóð Frá sýnmgu þeirra þremenninganna Þorvaldar Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur og Valtýs Péturssonar UPP ÚR áramótunum kom boð frá sýningarsal „Hinna ungu“ í Stokkhólmi til málar- anna Þorvaldur Skúlasonar, Val- týs Péturssonar og Nínu Tryggva- dóttur um að sýningarfélag þetta vildi. halda sýningu á verkum þessara þriggja málara. Boðið var gert að undirlagi málarans Eric H. Olson, en hann hafði j séð myndir eftir þessa listamenn,' m. a, suður í París. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem ungum íslenzkum listamönnum er boðið að halda einkasýningu á verkum sinum í Stokkhólmi. Sýning þessi var haldin seinni hluta marzmánaðar og fékk yfir- leitt góða dóma, eins og sést á blaðaummælum, sem hér birtast. Aðsókn að sýningunni var ó- venjulega góð, og vakti hún at- hygíi þar í landi. Bo Lindwall ritstjóri listatíma- ritsins „Konstrevy“ skrifar í Svenska Dagbladet 26. marz grein á þessa leið: i Af myndlist Norðurlandanna þekkjum við Svíar minnst til þeirrar íslenzku. Fyrir nokkrum árum gafst okkur þó tækifæri til að kýnnast nokkuð þrem málur- um af eldri kynslóðinni, er þeir sýndú hér í Konstakademiet. Verkin, sem þeir sýndu, voru blanda af vafasömum modern- isma með tilhneigingu til ex- pressionisma og algerlega þjóð- legri rómantík. Þessir menn voru í rauninni fyrstu málarar íslands. Það, sem áður hafði verið unnið að list á íslandi, var -ekki telj - | andi (Albert Thorvaldsen var að , vísu íslendingur, en á hann var ! litið sem Dana, Rómverja og heimsborgara). Listþróunin var stöðnuð með þjóðinni, íslending- ar höfðu hvorki tíma né fé til að gefa sig að þeim munaði að stunda myndlist. Eftir síðari heimsstyrjöldina urðu skilyrði fyrir listþróun þjóðarinnar öll önnur. Hinar vaxandi, hröðu sam- göngur hafa fært eyjuna í íshaf- ínu nær meginlandi Evrópu og Ameríku. Hún er orðinn mikil- vægur áningarstaður á leiðinni milli heimsálfanna. íslendingar hafa öðlazt nýja, áður óhugsandi, möguleika á menningartengslum við umheiminn. Reykjavík er orðin brennipunktur menningar- áhrifa frá Bandaríkjunum, Ev- rópu og Skandinavíu. íslending- ar vorra daga hafa orðið fyrir alþjóðlegum áhrifum og list þeirra er oft kosmopolitisk. Hin non-figuratíva list virðist eftir- læti ungu kynslóðarinnar, en þar er ekki um formvana list að ræða, heldur virðist hin stranga, á- kveðna konstruktiva stefna falla íslendingum bezt. Nokkrir hinna yngri Jistamanna hafa unnið sér frægðarorð meðal róttækra lista- manpa í New York og París. í sýningarsal „De Unga“ hefur málaripn Eric H. Olson komið fyrir ágætri sýningu af málverk- um þriggja eftirtektarverðrá ís- lenzkra málara. Af þeím mun Nína Tryggvadóttir vera þekkt- ust erlendis. Hún stundaði nám í Kaupmannahöfn, París (hjá Léger) og New York. Hún er gift amerískum lækni, en þau hjón eru nú búsett í París. Þarna fá- um við einungis að sjá eina af myndum hennar, en það er feg- ursta mynd sýningarinnar, hin ágætasta í lit og byggingu, hlað- in dramatískum þrótti án þess þó að vera ágeng. Af þessari einu mynd Nínu Tryggvadóttur að dæma, er hún minna reglubundin en félagar hennar tveir, hinn 49 ára gamli Þorvaldur Skúlason og hinn 36 ára gamli Valtýr Pétursson. Þor- valdur Skúlason (sem mun hafa verið framkvæmdastjóri ísl. sýn- ingarinnar í Konstakademiet um árið) er þroskaðri málari en Val- týr. Hann stundaði nám hjá Pevold í Osló og Gromaire í París og hefur s. 1. 16 ár lagt aðaláherzlu á non-figuratív við- fangsefni. Hann er skýr og greinilegur í myndbyggingu og leggur megináherzlu á að skýra hreyfingarnar. Hann hefur leyst verkefni sitt glæsilega af hendi, hreyfingin í myndum hans kem- ur jafnan fram með yfirveguðum hætti. Hann skortir að vísu hrað- fleyga tilfinningu fyrir litnum, j litasamsetningar hans virðast | fremur vera útreiknaðar og yf- ! irvegaðar en gefa til kynna per- sónulegan svip listamannsins. En jafnvel það hefur ekki komið í veg fyrir góðan árangur. Beztu myndir hans hafa næstum monu- mental einkenni bæði í uppbygg- ingu og lit. Eftir nám í Kaupmannahöfn fór Valtýr PétUrsson til Banda- ríkjanna, þar sem hann í nokkur ár vann sem surrealisti, áður en hann hvarf að non-figurativri málaralist. Styrkur hans er lit- gáfan. Hann hefur meiri litagleði en Þorvaldur, en skortir aftur á móti þroska hins eldri félaga síns. List hans er eftirtektarverð, en hún er ófullnægjandi. Hann virðist vera önnum kafinn við allskonar verkefni. Hann er svo ákafur við allskonar tilraunir, að það er undantekning, að hann fái tíma til að yfirvega listrænt jafnvægi mynda sinna. Hann vek- ur hjá áhorfandanum sterka til- finningu af rúmi í myndum sín- um án þess að láta hina hefð- bundnu þungamiðju festa rúm- ið á óafturkræfan og ákveðinn hátt. Massi, sem sýnist áþreifan- lefur, virðist þjóta á móti áhorf- andanum, en hverfur á næsta augnabliki, leysist upp og breyt- ist í eigin uppruna, tóm, sem virðast koma fram í stað mass- ans, sýnast nú jafn langt í burtu og massinn áður þaut áfram. Allt er þetta sjónhverfingaleikur en til þess að leikurinn verði ekki að galdramennsku án listræns gildis, verður listamaðurinn jafn- an að hugsa um útlínurnar, með- an hann fæst við vandamál flat- ! arins. Þetta hefur Valtý ekki tek- izt enn sem komið er. Harry Kalmark skrifar í blað- ' ið ,,Dagen“ í Stokkhólmi um hina íslenzku þremenninga: Sýning þeirra er eftirtektar- verð frá mörgum sjónarmiðum. Fyrst og fremst vegna þess, að hún sýnir ljóslega hversu víð- tæk eru áhrif franskrar málara- listar og að það kunni að vera tímabært, að nýir menn í málara- listinni láti til sín taka. Ef þess- um franska söng heldur áfram í hinni ungu myndlist allra þjóða, verður árangurinn einhver út- máður nationalismi, sem hvorki er fugl né fiskur. íslendingarnir þrír eru leiknir í að fara með liti og hafa alþjóðlega skoðun á því, hvernig skipta beri mynd- fletinum. Valtýr Pétursson er leiknastur þeirra í litameðferð. Mynd hans nr. 3, sýnir mjög fagran gráan litastiga. Mynd í bláum litastiga er líka áhrifarík. Þorvaldur Skúlason og Nína Tryggvadóttir taka þátt í sýn- ingunni og eru verk þeirra einn- ig eftirtektarverð. Sýningin kann að koma ýmsum á óvart, þar sem marga máiara hér dreymir um að fá tækifæri til að heimsækja ísland og mála þar myndir, sem lýsa öræfunum, víðáttunni, fjöll- unum og sérkennilegum grænum gróðri eyjunnar, en íslenzka listamenn hins vegar dreymir um tigla, rendur og París. Þegar hugsað er um hina eldri málara íslands, sem fyrir löngu eru orðn- ir frægir menn, verður sýningin í sal „De Unga“ miklu eftirtekt- arverðari. Eugen Wretholm skrifar I sænska „Morgunblaðið" um sýn- ingu þremenninganna: Salur „De Unga“ byrjar að sanna tilveru- rétt sinn. — Nú sýna þar þrír fplltrúar íslenzkrar abstraktlist- ar, sem enn er óþekkt í Svíþjóð, en þegar hefur vakið athygli í París. Það eru þau Valtýr Péturs- son, Þorvaldur Skúlason og Nína Tryggvadóttir, er sýna. Vöntun- in á listrænni hefð hefur gert íslendingunum auðvelt að að- hyllast hið nýja tjáningarform. Non-figurativar myndir Valtýs Péturssonar og Þorvaldar Skúla- sonar eru stundum fagrar og heilsteyptar, en nokkuð misjafn- Framh. á bls. 8 Menningaríengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna heldur fund í Gamla bíói kl. 9 á morgun, föstudag í tilefni af 85 ára afmæli Lenins DAGSKRÁ: 1. Þórbergur Þórðarson rith. flytur ávarp. 2. Brynjólfur Bjarnason alþm., flytur erindi 3. Ógleymanlega árið 1919 (ný kvikm. í Agfalitum) Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu MÍR, Þing- holtsstræti 27, kl. 5—7 föstudag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Stjórn MÍE Fermtngar-úr NÍVQdCL Vönduð — Ódýr Va* 'sþétt og höggþétt Kven- og karli "nsúr úr stáli og g,__. ^letti Vönduð — Ódýr Magnús E. Baldvinsson Ursmiður — Lauðavegi 12 — Sími 7048 Orðsending Irá Afurðnsölu S.Í.S. Vegna verkfallsins biðjum vér alla þá serrt eiga geymd matvæli hjá okkur að vitja þeirra eigi síðar en föstu- daginn 22. þ. m. — Eftir þann tíma verður frystihúsið lokað og ekkert afgreitt fyrr en verkfallinu lýkur. SÍS AFURÐASALAN Kaupið úrin hjá úrsmið ORATOR sutamatic - Cdlendrier - 25 rubis " * Ferminganírin fást hjá Franch Abyrgðarskírteini fylgir hverju úri. Fagmaðurinn tryggir gæðin. Franch Michelsen úrsmíðameistari. Laugavegi 39 Blómaverzlanir bæjarins verða opnar á sumardaginn fyrsta frá kl. 10—3. ^Jétaa llómauerzlcma í Reykjavík. Sjómanafélag Reykjavíkur AHsherjaratkvæðacireiðsla um uppsögn farmannasamninga. fer fram í skrif- stofu félagsins föstudaginn 22. þ. m. og laugardag- inn 23. þ. m., frá kl. 10 til 18, báða dagana. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.