Morgunblaðið - 23.04.1955, Side 6

Morgunblaðið - 23.04.1955, Side 6
MORGU N BLAÐIB Laugardagur 23. apríl 1955 Sveinbjörn Guðmundsson frá Skáleyjum 75 ára ÍR sigriii i feáiirn sieitsike unnm en KR innrnmmnði h 40. VIÐAVANGSHLAUP I.R. fór fram á sumardaginn fyrsta að venju. Voru keppendur í hlaupinu nú 24 og luku þeir allir hlaupinu. Forráðamenn hlaupsins, íþróttafélag Reykja j víkur, fengu þá sumargjöf á r ' þessu afmæli hlaupsins, að sveitir ÍR sigruðu bæði í keppni 3ja og 5 manna sveita. Fyrstur að marki varð hins vegar Svavar Markússon KR, bráðefnilegur tvítugur hlaup- ari og síðastur Oddgeir Sveins son. — KR innrammaði því hlaupið. HLAUPALEIÐIN ÍÖlaupið hófst í Hljómskála- garðinum og las þar hlaupastjór- inn Jón Kaldal, sern var sigur- vegari í hlaupinu fyrstu tvö árin sem það fór fram, upp nöfn þátt- takendanna, en Helgi Jónasson frá Brennu ræsti hlauparana. — Leiðin lá fyrst nokkuð um garð- Mn og skiptust þeir á um forystu Sig. Guðnason ÍR, síðan Svavar eru Kristján Jóhannsson ÍR var í fararbroddi er hlaupararnir hlupu út úr garðinum. Síðan lá leiðin suður að prófessorabústöð- unum, yfir mýrina að Njarðar- götu, þaðan í nokkrum krókum inn í garðinn aftur og var þá Svavar orðinn fyrstur um 30—40 m á undan Kristjáni. Hélzt sú röð í mark, en þriðji kom Stefán Árnason UMSE rétt á eftir Krist- jáni. — Svavar sýndi þarna mik- inn styrkleika og virtist í mikilli Frá 40. VíöesvangshlaMpi ÍH Sveitir ÍR sem sigruðu í Víðavangshlaupinu. Frá vinstri: Heiðar Georgsson, Sigurður Guðnason, Kristján Jóhannsson, Sigurgeir Bjarnason og Hilmar Guðjónsson. 16. Stefán Magnúss. UMSE 11:55,0 . KAFFISAMSÆTIÐ 17. Hilmar Guðjónsson ÍR 11:56,0 | Að hlaupinu loknu bauð stjórn 18. Guðm. Bjarnason ÍR 12:05,0 ÍR til kaffisamsætis keppendum 19. Eiríkur Steind.s. HSK 12:17,0 20. Árni Óskarsson UMSE 12:18,0 21. Óskar Sigurðsson UÍA 12:34,0 22. Sigm. Ámundas. HSK 12:42,0 23. Einar Benediktss. HSK 12:43,0 24. Oddgeir Sveinsson KR 13:38,0 Þar sem Víðavangshlaupið er keppni milli sveita falla þeir út úr röðinni keppendur þeirra fé- laga, sem ekki senda íulla sveit, og það eru þeir Svavar og Odd- geir frá KR. Röð hinna færist til samkv. því. í 3 manna sveitarkeppni fær því ÍR 14 stig (1., 6. og 7.) UMSE hlaut 19 stig (2., 4. og 13.) — UÍA hlaut 23 stig og Skarphéðinn 30 stig. í 5 manna sveiíarkeppni sigr- aði ÍR með 42 stig (1., 6., 7., 12. og 16. UÍA hlaut 48 stig (5., 8., 10., 11. og 14.) UMSE 53 stig og Héraðssamb. Skarphéðinn 73 stig. Framh. á bls. 9 Oddgeir Sveinsson KR, sem hljóp j í gær í 25. sinn í Víðavangshlaup- inu. Z'ZZZ'&ll KÆRI frændi. Fyrir 10 árum síðan, þenna sama mánaðardag, orti ég til þín fáeinar stökur, sem ég pukraði í póst. Nú langar mig hins vegar, að hripa þér fáeinar línur og koma þeim í dagblað. i Ekki man ég nú lengur neina þessa vísna, nema, þar var eitt- hvað minnst á vor og æsku, eld og dálítið á brennivín. Þetta, um brennivínið bið ég þig að afsaka, ég minnist þess nefnilega ekki, að hafa séð þig fullan — því mið- ur. Aftur á móti ertu mér skír í minni sem fulltrúi þeirra sálna, sem Matthías segir, að aldrei eldist hversu mjög sem hárin grána á höfði manns. Alltaf hef- ur þú verið í fylgd með sól og vori, ríkulega gæddur þeim skáldlega hérvilluhætti, sem löngunj hefur átt grátlega bágt með að skilja hvers vegna ríki- dæmið þarf endilega að vera ákjósanlegra hlutskipti en fá- tæktin svo lengi sem hún ekki drepur mann alveg, enda yrkirðu eins og kóngur. Ekki hverfur mér úr minni hinn fagri vetrar- morgunn heima í Skálum endur fyrir löngu, þegar þú kastaðir ' fram eftirfarandi stöku meðan þú varst að hneppa að þér að fram- anverðu: Dagur rennur, sæinn senn sólin sprennir örmum, fagur brennur eldur enn undan hennar hvörmum. Við háðum í þá daga einskon- ar keppni í skáldskaparíþróttinni, en eftir að þessi sléttubandavísa varð til á einni örskotsstund morgunsins, þorði ég aldrei að skora þig á hólm í listinni. Svo er það blysið í augum þín- um. Hlýtt og bjart blys áhuga og glettni undir miklum gráum brúnum. — Og virðulegur höku- toppurinn fékk unggæðislegra yfirbragð en hann hafði eiginlega leyfi fyrir, meðan mælskan foss- aði af vörum þér í skálaræðu á vinafundi, eða meðan þú þrum- aðir einhverja ættfræðilegu predikunina yfir höfðum vesa- linga, sem vissu það lengst aftur , í tímann, hvers dóttir hún móðir I þeirra var, eða meðan þú sagðir | okkur sögur af skrítnum körlum og kerlingum að austan og vestan. . Stundum heyrði ég pískrað um i það, að ekki væri nú allt saitn- Ileikur í fræðum þínum, en fyrir sakir ýmissa spurninga, sem ég : hef borið upp við þig, hef ég Svavar Markússon og Jón Kaldal — sigurvegarar í I. og 40. Víða- vangshlaupinu. og góðri þjálfun. Verður gaman að sjá síðari einvígi hans og Kristjáns í sumar. Kristján var sterkari en flestir eða allir bjugg- j ust við. Fyrir örfáum mánuðum 1 tö]du læknar að vafasamt væri að hann gæti nokkru sinni hlaup- jið framar, vegna meiðsla er hann hlaut í bifreiðarslysi í fyrravor. En Kristján æfði af þolgæði og viljafestu og hefur nú sigrazt á örðugleikunum á þann hátt sem eftirminnilegt mun verða. ÚRSLITIN Röð keppendanna í mark varð sem hér segir: 1. Svavar Markússon KR 10:12,4 2. Kristján Jóhannss. ÍR 10:25,4 3. Stefán Árnason UMSE 10:29,4 4. Hafst. Sveinsson HSK 10:51,0 5. Sveinn Jónsson UMSE 10:53,0 6. Bergur Hallgr.s. UÍA 10:54,0 7. Sigurg. Bjarnason ÍR 10:57,0 8. Sigurður Guðnason ÍR 10:59,0 9. Níels Sigurjónss. UÍA 11:00,0 10; Eiríkur Þorgeirss. HSK 11:08,0 11. Rafn Sigurðsson UÍA 11:09,0 12. Guðm. Hallgr.s. UÍA 11:18,0 13. Heiðar Georgsson ÍR 11:20,0 14. Stefán Sgafjörð UMSE 11:46,0 15. Már Hallgrímsson UÍA 11:49,0, SUNNUDAGINN kl. 8 síðdegis fer fram að Hálogalandi nýstár- leg handknattleikskeppni. Eru það leikir í karla og kvenna- flokki milli úrvalsliðs er Handknattleiksráð Reykjavíkur hefur valið og iiða sem íþróttafréttaritarar dagblaða í Reykjavík hafa valið. Leikir þessir fara fram til ágóða fyrir hið nýstofnaða dómara- félag í handknattleik. JOFN LIÐ Víst er að þessi úrvalsliða- keppni verður tvísýn og skemmti leg. Lið handknattleiksráðsins eru valin fyrst og má því líta á þau sem einskonar landslið. Full- trúar dagblaðanna fengu síðan að velja úr „ruslinu" — en eins og alíir vita, er það ekkert ,,rusl“ sem eftir er, þegar valið hefur verið í eitt lið karla og eitt lið kvenna. Kom það skýrast í Ijós á hinu nýafstaðna íslandsmóti, en þar hafa keppendur aldrei verið fleiri en nú og keppni sjaldan eða aldrei jafn tvísýn og jafn skemmtileg. Liðin eru því jöfn. LIÐIN Úrvalslið Handknattleiksráðs- ins eru þannig skipuð. Karla- flokkur: Sólmundur Jónsson (Val), Hilmar Ólafsson (Fram), Valur Benediktsson (Val), Hörð- ur Felixson (KR), Ásgeir Magn- ússon (Val), Sigurður Jónsson (Vík.), Pétur Antonsson (Val), Snorri Ólafsson (Á), Karl Jó- hannsson (A), Sigurhans Hjart- arson (Val). — Kvennaflokkur: Geirlaug Karlsdóttir (KR), Sig- ríður Lúthersd. (Á), Helga Em- ilsd (Þrótti), Gerða Jónsdóttir (KR), Lára Hansdóttir (Þrótti), Sigríður Kjartansdóttir (Á), Sól- ey Tómasdóttir (Val), Maríg Guð mundsdóttir (KR), Sigríður Ól- afsdóttir (Á) og Sigríður Guð- mundsdóttir (KR). ,,Pressuliðin“ voru valin af Hannesi Sigurðssyni, sem er heimildarmaður Mbl. um hand- knattleiksfréttir og Frímanni Helgasvni, Þjóðviljanum. — Þau eru þannig: KarUtiokkur: Felgi Falleríms- son (ÍR), Ólafur Thorlacius (Fram), Karl Benediktsson CFram), Firsrir Fjörnsson (FH), Sigurður Sigurðsson CKR), Frí- mann Gunnlaugsson (KR), Hans Steinm°nn (KR). Berghór Jóns- son (FH), Þorleifur Einarsson (ÍR) og Þorgeir Þorgeirsson (ÍR). Kvenflokkurinn verður til- kynntur á sunnudaginn. orðið þeirrar skoðunar, að þú megir teljast grandvar maður. Hitt er náttúrlega rétt: aldrei varstu það grandvar, að orðin beinlínis stæðu í þér. Ólína frændkona þín Andrésdóttir mun á sínum tíma ekki undantekning- arlaust hafa þótt fullkomlega ábyggileg í sögum sínum, og séra Árna Þórarinsson kölluðu þeir nú bara stórlygara, svo þú ert minsta kosti í góðum félagsskap. En það, sem ver nafn þitt gleymsku er þó ekki ættfræði- kunnátta þín ein og sér, mælska þín né snjallar stökur, heldur þær hinar tvær miklu bækur, sem þú færðir Flateyjarbókasafni að gjöf fyrir ári síðan: Persónusaga Flateyjarhrepps í handriti og myndum. Þetta mikla verk spegl- ar að sjálfsögðu brot úr ættvísi en ber þó fyrst og fremst vott um stílleikni höfundar síns, ósér- hlífni og þreklyndi. Efalaust á einhver góður maður eftir að skrifa ítarlega um söguna þína, en þegar ég var að blaða í henni stund úr degi síðastliðið sumar, duldist mér ekki hve mikil ham- ingja eyhreppskri menningu hafði hlotnast þegar örlögin leiddu ykkur saman, Sigurð Haukdal og þig, klerkinn, sem átti hugmyndina að verkinu og þig, sem einn manna varst þess umkominn að framkvæma það. — Og mitt í fræðalestrinum um þetta hversdagslega fólk í litlu byggðarlagi hálfsokknu í gleymsku, varð manni hugsað til sumra æfisagnanna, sem flætt hafa inn á bókamarkaðinn hin seinustu ár, svo yfirtak leiðin- legra bóka í allri sinni flatneskju- legu mærð, og maður tók undir með faríseanum og sagði: guði sé lof að hann Sveinbjörn er ekki eins og annað fólk. Hjá þér eru persónulýsingarnar eins og þeg- ar rissaðar eru af meistarahendi myndir á blöð: listaverk í einfald- leik skjótrar yfirsýnar. Hjá þér finnur maður líka, að sá heldur á pennanum, sem lært hefur til hlítar það mál, sem móðirin kenndi, og þrátt íyrir, að sér- hver lína er skrifuð af næmum hlýleik, er þó hvergi freistast til að gera manninn að þegni í sam- félagi heilagra. Það er máski ótrúlegra en margur hyggur í svip, að maður, sem engan dag gekk heill heilsu til starfs allan þann tíma, sem sagan var á döfinni, skyldi ekki hafa gefist upp í miðjum klíð- um, heldur lokið henni, að sinni hálfu á jafn prýðilegan hátt og raun ber vitni. Þeir borguðu Gísla Konráðs- syni með herbergisskonsu og trosi fvrir að skrifa nokkrar lygisögu og fleira, en hverju guldum við þér Sveinbjörn? Og nú bið ég þig kæri frændi, að afsaka þetta óhátíðlega pár. Þú ert aðeins 75 ára. Ég er á móti öllum hátíðlegheitum fyrr en þann dag, sem maður er allur. Jón Jóhannesson. Ráð NAT0 hér við RÁÐ Norður-Atlantshafsbanda- lagsinS ráðgerir að fara í ferða- lag um miðjan maí til þess að skoða varnarstöðvar á íslandi, aðalbækistöðvar flotaforingja N- Atlantshafsbandalagsins í Nor- folk, Virginia, og heimsækja full- trúanefnd ráðherranna í Washing ton. f förinni verða aðalritari banda lagsins og varaformaður ráðsins, Ismay lávarður, og fastafulltrúar allra félagsríkjanna, de Chassey hershöfðinei, sambandsforingi deilda bandalagsins og nokkrir fastir starfsmenn bandalagsins. Brottförin frá París verðftr að morgni 14. maí, og verður haídið til Keflavíkurflugvallar, þar sem skoðarar verða varnarfram- kvæmdir. Síðan verður setið kvöldverðarboð íslenzku ríkis- stiórnarinnar. Áætlað er að koma t.il Norfolk i Virginiu, aðalbækistöðva At- lantshafsflótans 15. maí. en til Washington verður. haldið 17. maí. — Síðar verður haldið til Montreal í Kanada og skoðaðar varnarframkvæmdir. Til Parísar verður aftur haldið 24. maí. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.