Morgunblaðið - 23.04.1955, Page 8
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. apríl 1955
orgtmlrtaMfr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
I.M.S.I. vinnnr að aukinni framleiðni -
lækkun kostnaðar - við bvggingar
Framleiðnir Hefir með aðstoðáðs Evrópu skipulagt ácetlun um
frœðslu í hagkvœmum byggingaraðferðum — Hyggst á nœstu
tólf mánuðum fá hingað hóp erlendra sérfrœðinga — Ceorge
Erickson, bandarískur byggingasérfrœðingur, hefir dvalið hér
undanfarna viku á vegum I.M.S.I.
Þegar ofstckið verður rökréttri
hugsun yfirsterkuri
ÞAÐ er ekki of djúpt tekið í
árinni, þótt fullyrt sé, að fá
þingmál hafa undanfarið vakið
meiri athygli en frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um stuðning við
íbúðarbyggingingar og titrým-
ingu heiisuspillandi húsnæðis.
Mikill fjöldi fólks liafði beðið
þessa frumvarps með óþreyju og
fagnað því mjög, þego.r það kom
fram. Samkvæmt því er sett á
stofn veðlánakerfi og hafizt
handa um útlánastarfsemi til
íbúðabygginga. Er gert ráð fyr-
ir, að hver lántakandi fái allt að
100 þús. kr. lán út á íbúð sína.
f þessu felst geysileg umbót
frá því, sem verið hefir. Engin
ián til íbúðabygginga hafa
verið fáanleg1, þegar undan
eru skilin smáíbúðalánin, sem
þó námu aðeins 10—30 þús.
krónum á íbúð.
Ennfremur er í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar gert ráð
fyrir framlögum bæjar og
ríkis vegna útrýmingar heilsu
spillandi íbúða. Er þá fyrst og
fremst höfð í huga útrýming
braggahverfanna í Reykjavík,
sem allir viðurkenna, að er
mjög lélegt og í mörgum til-
fellum heilsuspillandi hús-
næði.
Að sjálfsögðu væri æskilegt, að
unnt hefði verið að hafa láns-
upphæðina út á hverja íbúð hærri
en 100 þús. krónur, eins og gert
er ráð fyrir í frumvarpi stjórn-
arinnar. En þess er að gæta, að
í hinu íslenzka þjóðfélagi er
mikill skortur á fjármagni til
margvíslegra nauðsynja fram-
kvæmda. Hér er allt öðruvísi
ástatt í þessum efnum en meðal
nágrannabjóða okkar, þar sem
gnægð fjármagns er fyrir hendi.
Þar er miklu auðveldara að reka
hagkvæma útlánastarfsemi í
þágu íbúðabygginga en hér, þar
sem ótal fiamkvæmdir og fram-
faramál kalla samtímis á hvern
eyri, sem þjóðin sparar. En 100
þús. króna lán út á hverja íbúð
er geysileg umbót frá því, sem
verið hefir. Það eru áreiðanlega
allir sanngjarnir menn sammála
um. j
Sá atburður vakti því hina
mestu furðu og hneykslan,
þegar kommúnistar og kratar
snérust gegn frumvarpi ríkis-
stjórnarmnar s. 1. þriðjudag,
eða sátu hjá við atkvæða-
greiðslu um það. Þessi fram-
koma bar vott um svo blint
ofstæki, að almenningur átti
beinlínis erfitt með að trúa
því, að þetta hefði gerzt. Þrír
þingmcnn kommúnista og Al-
þýðuflokksins greiddu hrein-
lega atkvæði gegn því, að þeir,
sem byggja íbúðir á næstunni
eigi kost á allt að 100 þús. kr.
láni út á hverja íbúð. Þeir
greiddu atkvæði gegn því, að
unnið verði skipulega að út-
rýmingu heilsuspillandi hús-
næðis. Þeir greiddu ennfrem-
ur atkvæði gegn því, að hald-
ið verði uppi tæknilegri rann-
sókn á því, hvernig ódýrast og
bezt verði byggt yfir þjóðina.
Og sex þingmenn þessara
sömu flokka sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna um frum-
varp stjórnarinnar!!
Enginn hefði átalið þingmenn
þessara flokka fyrir það, að gagn-
rýna einstök atriði stjórnarfrum-
varpsins um þetta mál. Það er í
senn réttur og skylda stjórnar-
andstöðunnar á hverjum tíma.
Hitt ber vott glóandi ofstækis og
fullkomnu ábyrgðarleysi, að
þessir flokkar skyldu ' ýmist
greiða atkvæði gegn húsnæðis-
málafrumvarpinu eða sitja hjá
við atkvæðagreiðslu um það.
Það er athyglisvert, að hinir
tveir þingmenn Þjóðvarnarflokks
ins höfðu þó manndóm til þess
að elta ekki hina stjórnarand-
stöðuflokkana í þessu máli. Þeir
greiddu atkvæði með frumvarpi
stjórnarinnar.
Atkvæðagreiðslan um hús-
næðismálafrumvarpið sýnir mjög
greinilega, hvernig fer, þegar
ofstækið verður rökréttri og
heilbrigðri hugsun yfirsterkari.
Kommúnistar og kratar ein-
blindu á það eitt við þessa at-
kvæðagreiðslu, hvernig þeir
gætu sýnt frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar sem mesta andúð. Þá
varðaði ekkert um það, þótt þetta
frumvarp fæli í sér stórkostlega
kjarabót fyrir mikinn fjölda
fólks í landinu. Hitt var þeim
miklu hjartfólgnara áhugamál
að geta þjónað sinu eigin ofstæki,
og blindingjahætti.
En þessir herrar vara sig
ekki á því, að með slíkri fram-
komu baka þeir fyrst og
fremst sjálfum sér tjón. Ríkis-
stjórnina sakar ekki, þótt and-
stæðingar hennar sýni þjösna-
skap og þröngsýni gagnvart
vinsælum og góðum málum,
sem hún flytur. Það bitnar
fyrst og fremst á þeim sjálf- ’
um. Fólkið, sem nú undirbýr
íbúðarbvggingar og umbætur
í húsnæðismálum sínum man
það, h^aða menn það voru,
sem börðust fyrir framgangi
laganna um stóraukin íbúðar-
lán og hverjir það voru, sem
greiddu atkvæði gegn þeim
eða sátu hjá við atkvæða-
greiðslu um þau. Þetta fólk
veit það, að það voru komm-
únistar og kratar, sem snérust
gegn málstað þess
UNDANFARNA viku hefur ver-
ið í heimsókn hér á landi, á
vegum Iðnaðarmálartofnunar ís-
lands, bandarískur byggingasér-
fræðingur, George Erickson að
nafni, frá Tækniaðstoð Banda-
ríkjanna (FOA) í París. Erickson
hefur undanfarna tólf mánuði
starfað á vegum Framleiðniráðs
(EPA) Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu (OEEC). Áður hef-
ur komið hingað á vegum Tækni-
aðstoðar Bandaríkjanna, George
R. Lindahl, bandarískur sérfræð-
ingur í dreifingu matvæla.
í gær ræddu fréttamenn við
Braga Ólafsson, forstjóra IMSÍ,
og George Erickson, um starfsemi
Framleiðniráðsins, og heimsókn
Ericksons til íslands.
\Je ívahandi óhripar:
Á leið heim úr
skólanum.
FYRIR nokkrum dögum var ég
á gangi austur í bæ, í grennd
við Austurbæjarbarnaskólann.
Komu þar í flasið á mér fjórir
skóladrengir, hver með sína
skólatösku, augsýnilega á leið
heim úr skólanum. Þrír af þeim
fjórum voru reykjandi sígarettu.
og pústuðu mikinn! Mér varð
satt að segja nokkuð hverft við
þessa sjón og varð á að spyrja
drengina, hvort þetta væri það,
sem þeir lærðu í barnaskólanum.
„Nei — í gagnfræðaskólanum“,
svöruðu þeir horskir. — Þeir
voru komnir á 13. ár!
Viðræður okkar urðu ekki
lengri. Satt að segja varð mér
þarna hálfgert orðfall — en
% zhsÍ
V */
Ný nýlenduslefna
Á BANDUNG-RÁÐSTEFNUNNI
urðu í gær miklar umræður um
nýlendukúgun. Vakti það all-
mikla athygli að Nehru forsætis-
ráðherra Indlands stóð þar upp
og fordæmdi nýlenduyfirvöld
Vestur-Evrópu-búa í Afríku og
Asíu.
Þetta garjst allmörgum árum
eftir að sú þróun hefur orðið að
land ræðiimannsins sjálfs ásamt
mörgum cðrum, öðlaðist fullt
sjálfstæði. Og það gerist á sama
tíma og blökkuþjóðir Afríku eru
óðum að stefna fram á leið til
sjálfstæðis.
En það gerist einnig á sama
tíma og cin valdaþjóð heldur
sömu kúgnnartökunum og áður
á ýmsum frumstæðum þjóðum
Mið-Asíu, setur upp járnvegg
milli þeirra og frændþjóðanna
sunnar og heldur áfram að út-
breiða kommúnismann, sem
þarna verkar sem dulbúin ný-
lendustefna. En slíkt fordæmir
hinn indverski forsætisráðherra
ekki.
strákarnir héldu sína leið með
skólatöskuna í annarri hendinni
og vindlinginn í munninum.
Hvern er um að saka?
EN góða stund á eftir vék þetta
atvik ekki úr huga mér og
mér datt líka ýmislegt annað í
hug í þessu sambandi. Ég minnt-
ist staðhæfinga hinna færustu
lækna um, að nokkurn veginn
fullvissa sé fyrir því, að lungna-
krabbi orsakist af vindlinga-
reykingum, og ennfremur spá-
dómsins um, að innan fárra ára-
tuga megi búast við stóraukningu
þessa válega sjúkdóms hér á
landi vegna þess, hve títt er orð-
ið að unglingar, stundum barn-
ungir byrja vindlingarevkingar.
— Hvað á að gera til að bægja
voðanum frá, áður en í óefni er
komið spvrjum við — en fáum
ekki að gert.
Hvern er hér um að saka? —
skólana, heimilin, — eða eigum
við kannski að skella skuldinni
á „aldarandann" svokallaða til að
losa alla einstaka aðila undan
ábyrgðinni?
Hvcrnig skapast
aldarandinn?
EN bíðum hæg! Eiga ekki ein-
mitt heimilin og skólarnir —
upoeldis- og menntastofnanir
bjóðarinnar einna drýgstan þátt-
inn í að skapa aldarandann
hverju sinni? — Hverjir, ef ekki
þessir aðilar eru hér ábvrgir?
Hafa þeir brugðizt hlutverki
sínu? — Það er erfitt og hæpið
að kveða upp dóm í svo miklu
vandamáli, sem þessu, enda skoð-
anir ærið skiptar um, hver er
rétta leiðin. Margir hinir nýtízku
fræðslufrömuðir vilja leggja sem
mesta áherzlu á, að námið og
skólinn, sé börnunum leikur, það
á að vera „leikur að læra“, börn-
in eiga að vera jafningjar kenn-
arans, vinir og félagar. Agi.
skylda og metnaður hafa orðið
að víkja fyrir hinu nvtízku
..frjálsræði". st.iórnlevsi og leik-
araskan. — Á heimilunum er bað
t.alið ómannúðlegt og gamaldags
að vanda um við börnin og að
láta bau hlíta aga og stjórn. Af-
leiðinein er sú, að' börnin taka
stjórnina í sínar hendur. — Til
eru heiðarteear undantekningar,
en alltof fáar.
Þörf hagnýtrar
fræðslu
¥»ESSAR huesanir sóttu að mér
er ég hafði mætt skóladrengj-
unum bremur. sem é» minntist á.
Og mér datt einnig í hug í samb.
við síearetturevkinearnar. Væri
ekki henDÍleat að fræða börn oe
unglinga meira en eert er nú um
bær afleiðingar, sem revkinear
hafa í för með sér. til dæmis i
heinu sambandi við heilsufræði-
kennsluna eða með fvrirlestrum
sórfróðra manna um bessi efni.
manna, sem leiddi unglingana í
skilning um, hvað hér er raun-
verulega um að ræða. Slík
fræðsla mvndi áreiðanlega fá
eins miklu og meiru áorkað til
eóðs og brennandi orðaflaumur
háflevgra bindindispostula.
hversu góður hugur sem að baki
liggur.
Sumar og vetur
fraus saman.
CUMAR og vetur fraus saman
í ár. en svo er bað kallað. ef
frvstir á aðfaranétt sumardags-
ínc fvrsta. f gamalli t!ð þótti bað
hoða gott. ef fraus saman vetur
oa sumar. ó+t; ag verða
kjarnmeira. nvt búnenings meiri
og kosthetri. Svo mikið bótti fólki
til sveita undir bessu komið. að
sumir át.tu að hafa genaið ber-
fæt.tir í kringum bæinn á aðfara-
nótt hins fvrsta sumardags. ef
vafi var á. hvort frvsi. til að
ganea úr skugga um bað. Aðrir
settu vatn eða mjólk í skel út á
hlaðið í sama tilgangi.
★ AUKIN AFKOST
Tilgangurinn með komu Er-
icksons hingað til lands er að að-
stoða Iðnaðarmálastofnunina
við að skipuleggja heildaráætlun
um fræðslu í byggingaraðferðum
og öllu því, er verða má til þess
að kleift verði að auka afköst
byggingariðnaðarins hér á landi,
svo að hægt verði að tryggja al-
þjóð þak yfir höfuðið við sem
hagstæðustu verði, en í því er
einmitt framleiðni fólgin.
Á næstu tólf mánuðum
hyggst IMSÍ með aðstoð Fram
leiðniráðs Evrópu fá hingað
hóp hinna færustu sérfræð-
inga frá ýmsum löndum, og
hyggst IMSÍ með því verða
sér úti um tæknilega aðstoð
og fræðslu, er orðið getur eigi
síður hagnýt en nýjustu og
dýrustu framleiðslutæki.
Áætlun IMSÍ beinist að því að
vinna að eftirfarandi meginatrið-
um:
1. Að koma því til leiðar, að
hægt verði að byggja og teikna
íbúðarhús við sem vægustu verði
með því að skipuleggja verkið
fyrir fram í einstökum atriðum.
2. Tekin verði upp fjöldafram-
leiðsla á hlutum í hús, svo sem
gluggum, gólfplötum og jafnvel
heilum veggjum og skilrúmum
til að draga sem mest úr bygg-
ingarkostnaði.
3. Meira verði gert af því að
reisa og skipuleggja í smáatrið-
um sambyggingar í þéttbýli.
4. Hvernig bezt verði komið
fyrir fjárframlögum til sam-
bygginga.
★ NAUÐSYN Á SAMSTARFI
MARGRA AÐILA
Bragi Ólafsson, framkvæmda-
stjóri IMSÍ, benti á, að slíkri
áætlun yrði ekki komið í fram-
kvæmd nema með samstarfi við
marga aðila, ríkisvald, bæjar-
yfirvöld, einkafyrirtæki og sam-
vinnufyrirtæki, auk ýmissa ann-
arra félaga svo sem Húsameist-
arafélagsins, Verkfræðingafélags
ins, Iðnfræðingafélagsins o. fl.
Bragi sagði, að auk þess
sem í ráði er að fá hingað til
lands erlenda sérfræðinga,
hefði IMSÍ í huga að senda
fjóra til fimm menn til út-
landa til að kynna sér, hvernig
húsbyggingum væri háttað í
hinum ýmsu löndum. — Öll
þessi viðleitni beinist að því
að auka framleiðnina, þ. e.
lækka kostnað við húsbygg-
ingar. Verða endanlega birtar
nákvæmar skýrslur um nið-
urstöður erlendra og inn-
lendra sérfræðinga í þessum
efnum.
Benti Bragi á, að áætlun IMSÍ
væri í fullu samræmi við frum-
varp til laga á Alþingi um lán til
íbúðahúsabygginga, en í 1. og 2.
lið þessa frumvarps er einmitt
lögð áherzla á aukna framleiðni.
★ GÓÐ HUS — EN OF DÝR
Vafalaust er mjög mikilvægt
að fá álit erlendra sérfræðinga
á húsabyggingum hér á landi.
Þó að fslendingar byggi góð hús,
eru þau óneitanlega mjög dýr,
en aðrar þjóðir eru komnar mun
lengra í því að skipuleggja húsa-
byggingar í smáatriðum, svo að
kostnaðurinn verði mun minni.
••••
Erickson hefur undanfarna 18
mánuði unnið á vegum Fram-
leiðniráðsins og ferðazt um 15
Evrópuríkjanna til að kynna sér
Framh. á bls. 10