Morgunblaðið - 30.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIB Laugardagur 30. apríl 1955 „Eining" VEGNA framkomu kommúnista í 1. maí-nefnd verkalýðsfélag- •anna, og sérstaklega þar sem átt er við fulltrúa Hreyfils, þykir xnér rétt að skýra frá þeim atþurð um, er þar hafa farið fram. í fjögur undanfarin ár hefi ég Verið tilnefndur fulltrúi Hreyfils í 1. maí-nefnd verkalýðsfélag- anna, og svo var einnig nú. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var 24. þ. m., mætti ég. Fundurinn hófst á því, eins og venja er, að ganga úr skugga um, hvaða fulltrúar væru mætt- ir. Voru þá allir fulltrúar kallað- ir upp nema ég. Er ég spurðist iyrir um, hverju þetta sætti, sagði Björn (í Iðju) að seinna kæmi að mér. Þótti mér þetta skrítin vinnubrögð, enda átti ég þessu ekki að venjast í nefnd- inni undanfarin ár. Bar Björti síðan fram munnlega tillögu um það, að fulltrúi Hreyfils fengi «kki að starfa í nefndinni að svo stöddu máli, fyrr en fram hefðu JEarið viðræður milli stjórnar Hreyfils og Alþýðusambandsins og stjórnar Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík um tnálið. Það skal tekið fram áður en lengra er haldið, að Björn nefndi miig ekki á nafn í sambandi við þessa afgreiðslu á málinu, held- ur talaði hann aðeins um full- trúa Hreyfils. Var á Birni að skilja, að aðalástæðan fyrir því, að fulltrúi Hreyfils gæti ekki „að svo komnu máli“ tekið þátt í lundarstörfum nefndarinnar •væri sú, að ýmsir félagar Hreyf- ils hefðu lent í árekstrum við ■verkfallsverði. Sagði ég þá, að sjálfsagt væri ýmislegt aðfinnslu- vert hjá báðum aðilum, en ég •teldi þó, að verkfallsverðir sumir þverjir hefðu ekki verið starfi sínu vaxnir. Spurði ég Björn að því, hvers vegna fulltrúaráðs- stjórnin hefði þá óskað eftir því við Hreyfil að tilnefna mann af sinni hálfu í nefndina. Varð hon- um svarafátt. Sagði hann þó, að starfsmaður fulltrúaráðsins hefði sent bréfin út til allra félaganna. Þróttar-fulltrúinn stóð upp og sagði nokkur orð. Taldi hann að þetta væri ekki vel af stað farið, ef reka ætti einn fulltrúann þeg- ar úr nefndinni. Þetta samræmd- ist ekki einingartali kommúnist- anna. Þessi tillaga Björns var síðan þorin upp og samþykkt með 15 atkvæðum gegn 10. Taldi ég mig þá ekki geta setið fundinn leng- •ur og gekk af fundi. Næsti fundur í nefndinni var þoðaður 28. þ. m. Taldi ég mig ekki bundinn þeirri samþykkt, sem gerð var á fyrri fundi og mætti því á fundinum, þar sem sú samþykkt bryti í bága við lög verkalýðssamtakanna. Þá má geta þess, að á fyrri íundinum hafði Björn nefnt í til- lögu sinni, að samkomulag ætti að nást um málið fyrir næsta iund. En á seinni fundinum kem- ur í ljós, að stjórnir fulltrúaráðs- ins og Alþýðusambandsins höfðu -ekki átt neinar viðræður við stjórn Hreyfils um málið, eins og lofað hafði verið af formanni iulltrúaráðsins. Á þessum fundi gekk allt vel i fyrstu, þar til Björn kemur með tillöguna aftur, en nú er llún stíluð persónulega á mig vegna verkfallsbrota, sem ég Jiefði átt að hafa framið. Þá stóð •upp Guðmundur J. (eða sólar- hringur, sem er nýtt nafn á þess- um manni). Þóttist hann vita, að ;.ég hefði brotið einhver ósköp af . jnér og belgdi sig allan upp við þetta. Vil ég nú skýra frá þeim við- skiptum sem urðu milli mín og Guðmundar J. í sambandi við meint verkfallsbrot mín í nýaf- stöðnu verkfalli. Það var í upphafi verkfallsins, að ég kom að varðlínu við Geit- * \ - i i j . 1 i < i. * j' ‘ . 1 kommúnista í verki Beita ofríki, hvenœr sem slíku verður við komið eftir Guðjón Hansson fulltrúa Hreyfils í 7. maí-nefnd háls og var stöðvaður þar af verkfallsvörðum. Voru þar þá tveir bílar fyrir, er stöðvaðir höfðu verið. Hafði annar bílstjór- inn hringt á lögregluna löngu áð- ur en ég kom. Vildu verkfalls- verðir fá að gera leit í bíl mín- um. Spurðist ég þá fyrir um skil- ríki þeirra fyrir því að fá að gera leit í bíl mínum. Taldi ég það vera samkvæmt íslenzkum lands- lögum, að þeir hefðu enga heim- ild til þess. Þar að auki var ég með farþega í bíl minum. Óskaði ég þá eftir því að biða eftir lög- reglunni, þar sem hún væri vænt- anleg, og lagði bílnum út við vegabrúnina fyrir aftan hina tvo sem fyrir voru. Það skal tekið fram, að verkfallsverðir þeir, sem þarna' voru á verði, komu vel fram og var árekstrarlaust milli þeirra og mín, og hefi ég vitni að því, meira að segja trú- bróður Guðmundar J. Guðmund- ur kom með lögreglunni upp eftir og varð það að samkomulagi, að þessir bílar færu niður á lög- * reglustöð. Þegar þangað kom ^ opnaði ég kistuna í mínum bíl í j augsýn bæði lögreglu og verk- i fallsvarða. Ég vil upplýsa að það fannst ekekrt benzín í bílnum né j annar varningur, sem ekki mætti I koma til bæjarins. Hefur aldrei fundizt fyrr eða síðar neitt, sem ! í banni var í mínum bíl, þó að ég , hafi stundum þurft að fara gegn- um varðlínu verkfallsvarða vegna starfs míns, og ætíð árekstrarlaust. En þegar Guð- mundur J. verkfalsvörður kom* út að bílnum við lögreglustöð- ina, sagði hann þau orð, sem I hann hefði heldur átt að láta ó- sögð, sem foringi verkfallsvarða. Þau voru svo slæm, að ég vil ^ ekki ræða þau nánar. En bíl- i stjórastéttin kann honum engar j þakkir fyrir þau orð. En fulltrúar j í 1. maí-nefnd vita hvaða orð i hann viðhafði gagnvart bilstjór- ! unum, þegar ég var að opna bíl minn við lögreglustöðina. En sög- una sagði hann á fundi 1. maí- j nefndarinnar á þá leið, að ég hefði stöðvað alla umferð um veginn og látið dólgslega og neit- að að færa til bílinn, þegar verk- fallsverðir gáfu fyrirskipun um það. Lýsti ég yfir því, að þar væri algjörlega rangt farið með staðreyndir. Og ef allar sögur i Guðmundar J. í sambandi við verkfallsmálin eru svona, þá er ekki mikið á þeim að byggja. — Hefir það reyndar berlega sýnt sig í skrifum Þjóðviljans undan- farið um verkfallsmálin, að sögu- burður þar er á hæpum rökum reistur. Tillaga sú, sem Björn bar upp á fundinum, var samþykkt með 14 atkvæðum kommúnista gegn 11 atkvæðum lýðræðissinna. Gengu þá allir lýðræðissinnar af fundi í mótmælaskyni við af- ( greiðslu málsins. Ég vil svo taka það fram, að þegar Iðja var ekki í verkalýðs- samtökunum síðast liðin ár, var fulltrúa Iðju þó boðið sæti í nefndinni og hann tekinn gildur, sem aðrir fulltrúar í nefndinni, mótmælalaust. Það, sem hér hefir gerzt í 1. maí-nefndinni, sýnir vel gerðir kommúnistanna í máli þessu og ofbeldisaðferðir þeirra í verka- lýðsfélögunum, þegar þeir geta því við komið. Guðjón Hansson. ] Allir innlendir o«: erlendir V knattspyrnuleikir í sumar eru ákveðnir • r ’ Astaratlot Hermanns við Moskva-valdið Jafnve! framséknar-þmgm. blöskrar filhugaslandið IGÆR fór fram atkvæðagreiðsla í Efri deild Alþingis um Kópavogsfrumvarpið að aflokinni annarri umræðu. Var frumvarpinu vísað óbreyttu til þriðju umræðu með 12 atkv. gegn tveimur atkvæðum kommúnista. Það vakti nokkra athygli, að þegar forseti deildarinnar tók málið til atkvæða, sat Hermann Jónasson formaður Framsókn- arflokksins í sæti sínu í deildinni. Brá hann við er greiða skyldi atkvæði og hljóp út úr deildinni svo hratt að sá undir iljar honum í brottförinni. Var sýnilegt að maðurinn hegðaði sér með þessum hætti af því að hann vildi ekki styggja vini sína, kommúnistana, með því að greiða atkvæði með frumvarpinu. Heldur kaus hann að vera fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Er þessi atburður að- eins einn af mörgum, sem Hermann framkvæmir til að nudda sér utan í kommúnista. Þyka ástaratlot hans við fjarstýrða flokkinn stundum afkáraleg, jafnvel svo að mörgum Fram- sóknarþingmönnum blöskrar. — Yfirlýsing dómsmálaráðherra í gærkvöldi Framh. af bls. 1 væri þannig uppbyggt að hver valdhafi þess yrði að vega nokk- uð upp á móti öðrum til að koma í veg fyrir einræði og ofstjórn. Verkalýðsfélögin ættu að vera óháð og sjálfstæð til þess að vega upp á móti valdi atvinnurekenda. En þau mættu hvorki snúast til fjandskapar við vinnuveitendur né ríkisvaldið, því allir væru þessir aðilar í sama bát og mættu ekki granda hver öðrum, ef vel ætti að fara. í okkar litla þjóðfélagi, sagði Bjarni Benediktsson, á hin hat- ramma stéttabarátta að vera ó- þörf. — Allir atvinnurekendur verða að ótta sig ó því að án vel- farnaðar verkamannanna gæti þeim ekki vegnað vel til lengd- ar. Verkamenn yrðu hinsvegar að skilja að ef atvinnuvegirnir leggðust í rúst væri afkoma sjálfra þeirrá í voða. Þess vegna yrðu þessir aðilar að vinna sam- an. Verkalýðsfélögin ættu að vera sterk og atvinnurekend- ur ættu að koma fram við starfsmenn sína af skilningi og velvild, þannig að gagn- kvæmur samhugur skapaðist milli verkamanna og vinnu- veitenda. Ef það tækist myndi vel fara og það er skylda okk- ar Sjálfstæðismanna að tryggja það að það takist ekki aðeins í orðið heldur líka á borði, sagði Bjarni Benedikts- son að lokum. Ræðu dómsmálaráðherra var ágæta vel tekið af fundarmönn- um. Síðan var drukkið kaffi og loks fóru fram frjálsar umræður. Fór þessi fundur fulltrúaráðsins í öllu hið bezta fram. íslendmgar, sem sjórænmgjar BREZKA tímaritið „Fishing News“ geri- mikið úr þeirri fregn að hinn ló. marz s.L, kom tog- arinn „Red Sword“ frá Fleet- wood til Vestmannaeyja, en þar var hann •-•töðvaður og skipstjór- inn dreginn fyrir rétt, vegna þess, að einu ári áður hafði hann verið að veiðum innan íslenzkrar land- helgi, en neitað að nema staðar og komiz' undan. Var nú settur réttur yfir skip- stjóranum og hann dæmdur f sekt fyrir hið gamla brot. Þetta þykir hinu enska blaði fáheyrð ósvífni af íslendingum. Talar það um að íslendingar hegði sér eins og sjórænirgjar. Málning h.f. opnar sýn• ingu á málningavörum IGÆRKVÖLDI barst blaðinu fréttatilkynning frá Knattspyrnu- ráði Reykjavíkur, þar sem það tilkynnir að lokið sé við niðurröðun allra knattspyrnuleikja, sem fram eiga að fara hér í : bænum í sumar, m. a. leiki gegn erlendum liðum. — Þeir verða fimm talsins og þeirra merkastur landsleikur við Dani 3. júlí n. k. IGÆRDAG bauð fyrirtækið Málning h.f. fréttamönnum og öðrum gestum að skoða íbúð að Tómasarhaga 20, sem eingöngu er máluð með málningarvörum framleiddum af Málning h.f. Ýmsar nýjungar á aðferðum og efnasamsetningu málningarinnar hafa verið um hönd hafðar við málningu þessarar íbúðar. í fréttatilkynningu Knatt- spyrnuráðsins segir m. a.: 1 Niðurröðun allra knattspyrnu- leikja, sem fram fara í Reykja- vík í sumar, er hið vandasam- asta verk, því að ákveðinn er hver leikur allt frá 4. flokki B til hins nýstofnaða móts í I. deild, sem leysir af hólmi Knatt- spyrnumót íslands, er einnig til- greindur keppnisstaður, leik- stund og dómari hvers leiks. Ráðið hefur látið prenta skrá yfir knattspyrnumótin í aðgengi- lega handbók með líku fyrir- komulagi og s. 1. ár. Er bókin ómissandi öllum, sem hafa eitt- hvað með íþróttina að gera, keppendum, þjálfurum og ekki hvað sízt áhorfendum, sem fá nú heildarskrá yfir helztu knatt- spyrnuviðburði sumarsnis á í- þróttavellinum. I Þar eru tilgreindir þeir leikir, sem fram fara gegn hinum er- lendu liðum sem hingað koma, en þau verða ekki færri en 5 talsins. Fyrst kemur hér úrval frá Neðra-Saxlandi á vegum Vals, síðan úrvalslið unglinga frá Hamborg til Vals, og síðan 3. flokkur frá Bagsværd í Dan- mörku til KR. Danska landsliðið kemur hingað og leikur lands- leik 3. júlí og að síðustu kem- ur meistaraflokkslið til KR um 10. júlí. Innlendu mótin hefjast sunnu- daginn 8. maí með leik Fram og Vals í Reykjavíkurmótinu, en þann 9. leika KR og Þróttur. ís- landsmótið eða 1. deild hefst 12. júní og lýkur 15. ágúst. Mótin í yngri flokkunum hefjast sem hér segir: 1. flokkur laugardag- inn 14. maí (Fram-Þróttur og KR-Valur), 2. flokkur laugardag- inn 21. maí (Fram-KR og Valur- Víkingur), 3. flokkur á 2. í hvíta- sunnu (Þróttur-Fram og Valur- Víkingur) og 4. flokkur sama dag (Fram-Víkingui og KR- Þróttur). Knattspyrnumót Reykjavíkur átti að hefjast n. k. mánudag með leik KR og Vals, en vegna verk- fallsins hefur ekki unnizt tími til þess að undirbúa völlinn. — Einnig er völlurinn votur vegna óvenjumikils klaka, sem verið hefur í jörðu. TVÆR YFIRFERÐIR Á NÝJAN STEIN Aðal markmið þessarar nýj- ungar er að láta tvær málningar- yfirferðir duga á nýjan stein. — Eftir að búið er að grunna veggi og loft úr blöndu úr fernisolíu og terpentínu (til þess að binda steininn) er málað einu sinni með svonefndri Spred-Satin-gúmmí málningu blandaðri með Spred- fylli, og í annað sinn með hreinni Spred-Satin-gúmmímálningu á veggi, en með Spred-Matt á loft. Spred-fylli má einnig nota til mynstrunar eða hraunáferðar. SÝNING Á MÁLNINGUNNI Málning h.f. hefur efnt til sýn- ingar á málningu þessari á Tóm- asarhaga 20. Verður sýningin op- in almenningi dag hvern frá kl. 13—22 dag hvern fyrst um sinn og munu fulltrúar verksmiðjunn- ar vera þar á staðnum til leið- beiningar. Aðgangur er ókeypis. Hefur fyrirtækið lagt mikla á- herzlu á litaval og samsetningu lita og gefur sýningargestum margyjslegar leiðbeiningar í þeim éfnum með litaspjöldum og bæklingi er nefnist: Leiðbein- ingar um notkun á Spred. Bækl- ingurinn fæst á sýningarstaðn- um. ] HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ 1 MÁLNINGUNNI STIG AF STIGI Þar sem húsið á Tómasarhag^ 20 er ekki fullgert, hefur Máln- ing h.f. notað þetta tækifæri til þess að sýna, í ytri forstofu, einn vegg pússaðan og einn grunnað- an. Einn eftir fyrstu yfirferð með Spred-blöndu, og þann fjórða fullmálaðan. Með þessu móti geta sýningargestir fylgzt með, hvernig íbúðin er máluð stig af stigi. FYRIRTÆKIÐ TVEGGJA ÁRA Málning h.f. var stofnuð 1953 og hefur aðsetur sitt í Kópavogi við Kópavogsbraut 10. Fram- kyæmdastjórar eru Kolbeinn Pétursson og Magnús Teitsson. í verksmiðjunni vinna að jafn- aði 15—20 manns auk tveggja efnafræðinga, þeir Aðalsteinn Jónsson og Gísli Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.