Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Verjendur stœrsta verðlagsbrotsins ÞAÐ er margrakin saga, að tvö blöð tóku þegar í upphafi að sér það hlutverk að verja verð- lagsbrot Olíufélagsins h.f., en það er langsamlega stærsta verðlags- brot, sem framið hefur verið hér á landi. Þessi blöð voru Tíminn og Alþýðublaðið, málgögn tveggja „frjálslyndra umbóta- flokka“, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Þessi blöð vörðu olíuhneykslið strax og það komst upp. Þau héldu áfram að verja það eftir að fallinn var dómur í því í verðlagsdómi. Sjálfur verð- gæzlustjórinn, einn af frambjóð- endum Alþýðuflokksins og frammámönnum hans lýsti því yfir í Alþýðublaðinu 27. janúar 1951 að Olíufélagið væri sýknt saka. Það er athyglisvert að eftir að Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í olíumálinu þar sem dómur undirréttar um verð- lagsbrot þess er að mestu stað- festur, heldur Tíminn áfram að verja félagið og brot þess. Svo mikið þykir við liggja að ritstjórinn skrifar grein und- ir nafni, þar sem hann lýsir yfir því „að Hæstiréttur sé ekki óskeikull". Kjarni þessarar greinar Tímaritstjórans er yfirlýsing hans um það, að Hæstiréttur hafi sakfeilt Olíufélagið rang- lega fyrir verðlagsbrot þess. Ritstjóri Tímans kveður með öðrum orðum upp sinn eigin dóm um mál Olíufélagsins, gerist nokkurs konar þriðja dómstig og yfirdómur yfir Hæstarétti. Þessi yfirdómur lýsir Olíufélagið sýknt saka. Allir jafnir fvrir lögunum Það er ástæðulaust að fjölyrða um þetta mál. Það liggur ljóst fyrir. Verðlagsdómur og Hæsti- réttur Kafa dæmt Olítífélagið h.f. til að skila aftur 1.1 millj. kr. ólöglegum hagnaði. Það gerir ekkert til þótt Tíminn og Alþýðu- blaðið, sem alltaf þykjast heyja skelegga baráttu gegn hvers kon- ar braski og spillingu reyni enn- þá að verja þetta stærsta verð- lagsbrot, sem framið hefur verið hér á landi. Af því má aðeins marka, hversu mikill hugur fylg- ir máli þegar þessi blöð segja okri «g braski stríð á hendur. Sannleikurinn er sá að vörn Tímans og Alþýðublaðsins fyrir verðlagsbrot Olíufélagsins hafa afhjúpað þessi blöð og flokka þeirra. Þegar tinhver aðili, sem er nákominn þessum flokkum, gerist ber að okri þá er allt í lagi að þeirra dómi. Þá má ekki hreyfa við neinu, jafnvel þótt um sé að ræða hin stórfelldustu brot gegn landslögum. Ef grunur leik- ur hins vegar á um einhvern maðk í mysunni hjá öðrum aðil- um þá vantar ekki harðar kröfur og skelegga dóma í blöðum þess- ara flokka. Allur almenningur fordæm- ir þessa afstöðu harðlega. Á íslandi eiga aliir að vera jafn- ir fyrir lögunum. Verðlags- brot stórfyrirtækja Sambands íslenzkra samvinnufélaga á að sæta sömu meðferð og verð- lagsbrot smákaupmanns við Laugaveg eða smá kaupfélaga úti á landi. Hér eiga ekki að gilda tvenns konar lög, ein fyrir örfáa „stóra“ og önnur fyrir hina mörgu smáu. Dómur Hæstaréttar rangnr? Ástæða er til að beina þeirri fyrirspurn til ritstjóra Tímans, við hvað hann eigi er hann stað- hæfir í grein sinni s.l. miðviku- dag, „að núverandi dómsmála- ráðherra hafi ekki framfylgt dómum Hæstaréttar?" Vill ekki ekki ritstjórinn nefna dæmi um slíkt atferli af hálfu dómsmála- ráðherra? Og hvernig ætti ráð- herrann að koma slíku við? Hér er um svo furðulega og ósvifna staðhæfingu að ræða, að fyllsta ástæða er til þess að krefj ast skýringa aðalmálgagns Fram- sóknarmanna á henni. Það er svo dálítið nýstárleg kenning, sem kemur fram í fyrr- greindri grein ritstjóra Timans, að í raun og veru skipti það engu máli þótt Olíufélagið hafi hagnazt ólöglega um á aðra milljón króna á sölu eins skipsfarms af olíu. Félagið hafi „fylgt frá upphafi þeirri reglu samvinnufélaganna, að endurgreiða viðskiptamönnun- um ágóða sinn“. Hvað þýðir þessi kenning Tím- ans í raun og veru? Hún þýðir það að Olíufélag- ið hafi verið frjálst að því að brjóta landslög á sinum tíma vegna þess að það hafi haft í hyggju að endurgreiða við- skiptamönnum sínum hinn ólöglega hagnað!! Um þessa kenningu þarf ekki að hafa mörg orð. Svo fráleit er hún og furðuleg. En látum svo vera. Tíminn og Alþýðublaðið ráða sjálf sinni stefnu. Þau hafa tekið þann kost að verja stærsta verðlagsbrot, sem framið hef- ur verið hér á landi til þraut- ar, og Tíminn hefir gengið það langt að lýsa yfir að dómur Hæstaréttar í Olíumálinu sé rangur. En það er annar dóm- ur til, sem fyrrgreind blöð og flokkar þeirra munu fyrr en síðar þurfa að mæta frammi fyrir. Það er dómur almenn- ingsálitsins á íslandi. Umbófasförf Diems 1 STJÓRNMÁLUM Suðurhluta Vietnam er all umbrota- og óróa- samt um þessar mundir. — Hinn starfsami og ákveðni forsætisráð- herra Diem hefur sett sér það að marki að styrkja ríkisvaldið og draga úr áhrifum ýmissa sérstrú- arflokka, sem hafa haft sinn eig- in her og neita að láta ríkisstjórn ina segja sér fyrir verkum. Þessar aðgerðir virðast hafa verið nauðsynlegar, því að það getur ekki gengið til lengdar að þessir sértrúarflokkar myndi ríki í ríkinu. Hins vegar mun það ekki vera ætlun Diems að hefja neinar trúarofsóknir gegn þeim, heldur aðeins að afvopna hersveit ir þeirra. Eru viðbrögð Bao Dai keisara, er dvelst fjarri ættjörð sinni á alvarlegum tímum, all vafasöm, þar sem hann reynir að hindra umbótastörf Diems. Stolið úr flaki KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 5. maí: — í gærdag er eigendur þyrilvængjunnar, sem fórst við Straum á dögunum, komu til þess að rannsaka flakið, kom brátt í ljós, að stolið hefur verið úr því og unnin á því skemmd- arverk. Mælaborðið við sæti ílug mannsins hefur t. d. verið skrúf- að burtu í einu lagi, svo og 24 í volta rafmagnsmótor, og blönd- ungur, svo og ýmis tæki önnur eru horfin. Þá hafa aðkomumenn skemmt önnur tæki og eyðilagt. Þess er fastlega vænzt að þeir sem hér hafa verið að verki, skili mununum hið fyrsta til lögregl- unnar í Hafnarfirði, sem fengið hefur mál þetta til meðferðar. — Þyrilvængjan er eign einkafyrir- tækis en ekki flughers Bandaríkj anna, svo sem hermt var í fyrstu. BÞ. Kappleikir verða á Lmgar- s smnar LWæður út af sondlaug Vesturbæjar í bæjarstjórn N OKKRAR umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær um sundlaug Vesturbæjar. Spunnust umræðurnar út af því að fyrir lá samþykkt bæjarráðs á frumupp- drætti að framkvæmdum við laug ina. BárSur Daníelsson (Þjóðv.) kvað misráðið að nota ekki sjó í laugina, því trúlega yrði það ó- dýrara en vatn úr vatnsveitunni auk þeirrar hollustu, sem er af \Jetvahandi óhrij-ar: Séð og skoðað á leið í bæinn BÚI hefur skrifað mér eftirfar- andi bréf: „Velvakandi góður. Ég var á gangi um götu eina nálægt Miðbænum fyrir nokkr- um dögum og sá dálítið á veg- inum, sem kom mér til að staldra við. Á gangstéttinni lá stór grá- bröndóttur köttur, makindalegur en þó um leið hálf fýlulegur á svipinn. Þetta var hinn þrifleg- asti kisi, vel hirtur og pattaraleg- ur en kominn nokkuð til ára sinna, sýndist mér. ’ Mér kom dálítið kynlega fyrir sjónir, hve dæmalaust rólegur kötturinn undi sér þarna svo að segja fyrir fótum vegfarenda, en ég fann brátt skýringuna: Ég sá að við háls hans hékk seglgarns- spotti, sem nánar að gáð, lá inn í húsið við hliðina. Mér kom fyrst í hug, að þarna væri um hálfgerða pyntingaraðferð á . skepnunni að ræða og þreyfaði á háls kattarins til að ganga úr I skugga um, hvort svo væri. Nei, sem betur fór, um háls hans var leðuról rétt hæfilega þröng og svo hafði seglgarnsspottanum verið hnýtt ósköp venjulega í gjörðina. Meiningin var augljós! — kisutetrið var þarna blátt áfram í tjóðri til að fyrirbyggja, að það flæktist burt eða yrði umferðinni að bráð. ( I Skynsamleg ráðstöfun EN þar með er sagan ekki alveg öll. Rétt hjá kisa stóð lítil krakkakarta rétt nýbyrjuð að ganga gat ég mér til, — líka í tjóðri! Og þarna stóðu þau. kött- urinn og krakkinn augliti til aug- lits (að vísu var kisa liggjandi!) sæmilega í sátt við tilveruna, enda þótt hvorugt virtist sérlega hrifið yfir hlutskipti sínu. En ég hélt leiðar minnar og hugsaði sem svo, að hér væri skynsamt fólk annars vegar. — Sennilega hefur staðið þannig á, að enginn hefur verið heima við, sem mátti vera að líta eftir barn- inu — og kettinum, húsmóðirin trúlega vant við látin inni við — og var þá nokkuð við því að segja þótt hún gripi til þessarar öryggisráðstöfunar í stað þess að senda sinn kött og sinn krakka út í reiðileysi og hættur götunn- ar? Þau voru þarna örugg að minnsta kosti fyrir allri bíla- og hjólaumferð, því að svo var um hnútana búið, að spottinn náði ekki lengra eíí út á miðja gang- stéttina. Mér þótti hér vera brugðizt skynsamlega við þeim aðstæðum, sem fyrir hendi voru. Búi.“ Fátt um íslenzk póstkort „Kæri Velvakandi. FYRIR nokkrum dögum fékk ég bréf utanlands frá, frá út- lendum kunningja mínum, sem bað mig að kaupa fyrir sig nokk- ur póstkort frá íslandi og senda sér. Ég brá við skjótt og hugðist kaupa kortin. En ég varð meira en lítið undrandi, er ég sá úrval- ið af póstkortum, sem fyrir hendi er í bókabúðum bæjarins, um svo ótrúlega fátæklegan garð er þar að gresja. Að undanteknu einu korti frá Hólum í Hialtadal, einu eða tveimur frá Reykjavík og einu, heldur lélegu þó, frá Mý- vatni var ekkert að fá annað en jökla, klungur, fossa og fjöll. — — Veit ég það vel, að íslenzk náttúra er gróðurlítil og hrikaleg, en hún á samt í skauti sínu ann- að en ís og öræfi, marga undur- fallega og hlýlega staði, sem við ættum fráleitt að gera okkur far um að fela fyrir sjálfum okkur og ennþá síður útlendingum. í Hvers vegna aðeins köldu hliðina? VERS VEGNA þurfum við alltaf að keppast við að gefa útlendingum sem kuldalegasta mynd af landinu okkar, má ekki sýna hina mildari hliðina jafn- framt? — Eða hvers vegna vilja ekki ljósmyndarar okkar taka myndir af öðru en fjöllum, foss- um og flúðum, hví ekki að sýna oftar staði eins og Hallormsstað, Bæj arstaðaskóg og svo fjölda- marga aðra, sem orðið gæti til þess að bræða ofurlítið íshjúpinn, sem hvílir yfir íslandi í ímyndun flestra þeirra, sem ekki þekkja það nema helzt af myndum og ónógum upplýsingum? M' Hvernig fær slíkt staðizt? ÉR var sagt í einni bókabúð- inni, að hið fátæklega úrval af póstkortum stafaði m. a. af því að gjaldeyrisyfirvöldin veittu ekki nema af svo skornum skammti gjaldeyri til prentunar á póstkortum, sem fer fram er- lendis enn sem komið er, þar eð við höfum enn ekki þau tæki, sem til þess þarf. — En herra minn trúr, ég segi ekki annað, hvernig fær sá sparnaður staðizt á sama tíma, sem talað er hástöf- um um það á æðri sem lægri stöðum, að ísland sé ferðamanna- land framtíðarinnar og við eig- um að streytast við að kynna landið út á við með ráðum og dáð. Og svo streyma hingað erlendir ferðamenn og við höfum ekki svo mikið sem póstkort að bjóða þeim — póstkort, sem er það fyrsta sem hver ferðamaður í ókunnu landi spyr eftir. Ég skil ekki slíkt fyrirkomulag — og er bæði gram ur og reiður. Með þökk fyrir birtinguna, Reykvíkingur“. MerklR, UæSli UndiS. sjóböðum og aeskilegt væri, að stæði þarna til boða. B. D. kvað því hafa verið borið við, að ekki væri hægt að fá nógu hreinan sjó úr Skerjafirðinum, en slíkt væri firra. Kvað B. D., að upp- drættir arkitekt væru álitlegir og að hann hefði áhuga fyrir því, að sjór yrði notaður. B. D. taldi, að ekki hefði átt að eiga við bygg- ingu laugar í Vesturbænum íyrr en búið væri að ganga að fullu frá framkvæmdum í Laugardalnum, því Vesturbæjarlaugin, sem mundi kosta 4—5 millj. króna, yrði til að tefja fyrir þeim. B. D. taldi að framkvæmdir í Laugardalnum lægju mjög niðri vegna féleysis. Jóliann Hafstein (Sjáifst.) taldi, að sundlaugin í Vesturbæn- um hefði ekki tafið framkvæmdir í Laugardalnum, en þeim hefði verið haldið áfram jafnt og þétt nema hvað stöðvun hefði orðið um hávetur. J. H. kvað nokkuð langt síðan, að Laugardalsnefnd hefði gert grein fyrir framkvæmdum í dalnum en það mundi gert innan tíðar. J. H. hvað stefnt að því að Ijúka við framkvæmdir við grasvöllinn í dalnum þannig. að hægt yrði að liafa þar kappleiki í sumar. J. H. taldi að grasvöllur- inn í I.augardalnum vrði fyrst og fremst keppnisvöllur í meiri hátt- ar keppnum en völlurinn á Melun- um mundi hafa miklu hhitverki að gegna um nokkra framtíð enn. J. H. sagði að þau tillög, sem látin hefðu verið í té til sundlaug- ar Vesturbæiar, hefðu alls ekki orðið til að draga úr því fé, sem hefur verið til umráða í Laugar- dainum og þyrfti laugm vestra á engan hátt að spilla fyrir íþrótta svæðinu. J. H. taldi, að líklegt væri að þegar lengra liði á framkvæmdir í Laugardalnum yrði að leita eftir iánsfé. Bárður Daníelsson kvað það ljóst að laugin í Vesturbænum ætti að sitja á hakanum. Ef láns- fé þarf til Laugardalsins þá hefði eins mátt benda „sönnum Vestur- bæingum" á, að þeir sjálfir hefðu átt að leita eftir lánsfé með því að alit fé til slíkra framkvæmda ætti að leggja í Laugardalinn, sagði B. D. Það kom fram í umræðunum, að sótt hefði verið um fjárfesting- arleyfi til hyggingar á Iaugarsvæð inu í Vesturhænum á þessu ári, en ekki væri enn séð hvort það fengist. Sinubnmi gat orðið tilfinnan- legur, slökktur TALIÐ er að menn við Eystri- Rangá, sem eru þar við vinnu að setja upp raftaugar, hafi í gær eða í fyrradag farið óvarlega með eld, með þeim afleiðingum, að eld ur kviknaði í sinu í svonefndum Krappa, sem er tunga á milli Rangár og Fiskár. Skógræktarfé- lag Rangæinga hefur haft þarna landsvæði til umráða og hefur ver ið unnið þar að gróðursetningu trjáplantna af ýmsum tegundum, en einkum lerki sem gróðursett var fyrir tveim árum. 1 gær veittu menn á næstu bæj- um því athygli, að eldur var laus í sinu í Krappanum, en sakir þurrka að undanförnu, breiddi sinueldurinn sig fljótlega yfir svæðið, en sem betur fór, brugðu all-margir röskir menn við, frá næstu bæjum og slökktu eidinn, áður en hann hafði valdið tilfinn- anlegu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.