Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður 43 árgangur 101. tbl. — Föstudagur 6. maí 1955 Prentsmi'ð'ja Morgunblaðsins : Finnar óttasf afskipti Rússa af vörnum landsins Krefjast Rússar flugvalla og ratsfárstöðva á finnskri grund? V.-Þýzkaiand frjálst og full- valda — cfftir tíu ára hernám Sambandsstjórnin mun taka til óspilltra málanna við að sam- eina Þýzkaland í eina heild IGREIN, er birtist nýlega í * brezka blaðinu „Economist", er því haldið fram, að Ráðstjórnar- ríkin hafi eða muni mælast til þess við Finna að fá að reisa ratsjár- stöðvar meðfram strönd Botníska flóans og byggja flugvelli á nokkrum stöðum í landinu. -— Finnska varnarmálaráðherranum, Emil Skog, var boðið til Moskvu einmitt til að ræða þessi mál, seg- ir blaðið. Eétt er það, að Skog var boðið til Rússlands skömmu eftir nýjár. Ef dæma á af opinberum tilkynn- ingum finnsku st.iórnarinnar, hef ur hún ekki álitið, að hér væri um mikilvægan viðræðufund að ræða. Og Skos: hefur heldur ekki farið til Rússlands eða svarað boðinu játandi. • * • Segja má, aS grein brezka tím.iritsins sé byggS á sögu- sögnum eingöngti, en því verS- ur þó ekki neitað, aS æ greini- legar kemur í ljós, að Rússar hafa vaxandi áhuga fyrir að fá herstöðvar í Finnlandi. 1 nóvember s. 1. tókst Finnum, með sinni alkunnu samningalip- urð, að komast hjá því að þiggja boð Ráðstjórnarinnar um að sitja „allsherjar Evrópuráðstefnu" í Moskvu, og er Mikoyan, sem þá var v!\3skiptamálaráðherra, heim- sótti Helsingfors og lagði til, að komið yrði á fót finnsk-rússneskri nefnd til að rannsaka hermál beggja landanna, stungu Finnar tillögunni undir stól. • • * ÞaS vakti nokkurn óróa með Finnuin, er Rússar skipuðu, fyrir rúmum mánuði, fyrirvara- laust nýjan hermálafulltrúa við sendiráSið í Helsingfors. Nýi hermálafulltrúinn var háttsett- ur hershöfðingi, Vinogradov, fertugur að aldri. Þess eru ekki dæmi, að stórveldi geri hers- höfðingja að hermálafulltrúa — og þar að auki í lillu landi, sem hefvir um 40 þús. manna her undir vopnum. Margt bendir til þess, að Rúss- ar vil.ji gjarna efla varnir Lenin- grad, sennilega með því að koma á laggirnar bækistöðvum, búnum sprengjuflaugum á ströndinni við Kyrjálabotn. Ráðst.iórnin veit líka vel, að flugleiðin frá bækistöðvum Bandaríkjamanna í Thule liggur yfir Finniand og því er ekki ólík- legt, að orðrómurinn um ratsjár- stöðvar við Botniska flóann, sé á nokkrum rökum reistur. • • • Finnar óttast mest, að Ráð- gtjórnin kunni að nota sér aðra grein finnsk-rússneska samn- ingsins frá 1948. Er þar kveð- íð svo á, að hafnar verði um- ræður um gagnkvæmar varnir, er árásarhætta vofir yfir Finn landi. Rússar kunna því iðnskólafrv. samþykkt sem lög Ríkið tekur að sér rekstur iðnskólanna um allt land Ýmis merkileg nýmæli i hinum nýju lögum PRUMVARPIÐ um iðnskóla, sem Ingólfur Jónsson iðnaðar- ¦ málaráðherra bar fram á Alþingi, var í gær samþykkt endanlega í Neðri deild sem lög frá Alþingi. Með lögum þessum er stigið stórt spor fram á við til að fullkomna iðnfræðsluna. Hefur verið reynt allt frá árinu 1942 að setja heildarlög um iðnfræðsluna, en frumvörp þess efnis hafa ætíð strandað í þinginu og ekki einu sinni komizt í gegnum fyrri þingdeild. Nú hefur loks náðst samkomulag um þetta. RÍKI OG SVEITARFÉLÖG SKIPTA KOSTNAÐI Með þessum nýju lögum er því slegið föstu að ríki og bæjarfélög skuli bera stofn- kostnað og reksturskostnað iðnskólarma hver að sínum helming. — Rikissjóður einn greiðir þó laun skólastjóra og fastra kennara. -$> Bonn, 5. maí. VESTUR-ÞÝZKALAND er nú sjálfstætt og fullvalda ríki á nýjan leik eftir tíu ára hernám Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Skjöl þau, er endanlega fullgiltu Parisar-samningana, voru lögð fram í Bonn og Brussel í dag. Samtímis gekk formlega í gildi sátt- máli Frakka og V-Þjóðverja um stjórnarfyrirkomulag Saar-hér- aðsins. MEGINREGLA DAGSKÓLAR Sú meginregla er tekin fram um iðnskóla, að þeir skuli vera dagskólar. Þó er sú heimild sett, að nokkuð af kennslunni megi fara fram að kvöldinu, þar sem húsnæðisskilyrði og kennslu- kraftar gera það nauðsynlegt. Eins og kunnugt er fer mikið af kennslu í iðnskólum nú fram að kvöldi. Þó þeirri reglu sé sleg- ið fastri að þeir skuli nú verða dagskólar, vaeri mjög kostnaðar- samt og erfitt að breyta skyndi- lega til um kennsluhætti. Þyrfti að koma upp vinnustofum í skól- unum með dýrum vinnutækjum o. s. frv. TIL HAGSBÓTA SVEITUNUM Það nýmæli er í lögunum, að heimilt er að stofna iðn- Framh. á bls. 2 Vegna bess að Þýzkaland hefir ekki enn verið sameinað í eitt ríki, fóru cngin opinber hátíða- höld fram í V.-Þýzkalandi í dag í tilefni af fullveldisdeginum. En ýmiss konar hátíðlegar athafnir fóru fram og var þeim útvarpað og sjónvarpaS um landið þvert og endilangt. Hernámsstjórar Vesturveld- anna komu saman til fundar í síðasta sinn og lýstu yfir enda- lokum hernámsins í V-Þýzka- landi. Gengu þeir síðan á fund dr. Adenauers og færðu honum heillaóskir frá þjóðhöfðingjum Vesturveldanna þriggja. Her- námsstjórarnir þrír munu nú skipaðir sendiherrar ríkja sinna í V-Þýzkalandi. ? ? ? Samhandsstjórn V-Þýzka- lands gaf út yfirlýsingu um, að 50 millj. þegnar v-þýzka lýðveldisins eigi nú fullu frelsi að fagna sem þjóðarheild og hafi jafnframt skipað sér und- ir merki Vestuveldanna þiggja er áður hernámu landið. Lýsir stjórnin yfir því, að nú verði tekið til óspilltra málanna við að leysa milljónir A-Þjóð- verja undan því ófrelsi, er þeir eiga nú við að búa, svo að takast megi að sameina Gjaideyrissparnaour Áburoar- verksmiojunnar 24 m'dtj. kr. á einu ári Fjórvelda- ráðstefna í júli? LONDON, 5. maí — I dag lauk störfum sínum sérstök nefnd sér- fræðinga a vegum stórveldanna þriggja, Bretlands, Bandaríkj- anna og Frakklands, er undan- farið hefir undirbúið orðsend- ingu til Ráðstjórnarinnar um þátttöku í fjórveldaráðstefnu, er fjalla á um heimsvandamál. — Skýrsla þeirra verður lögð fyrir utanríkisráðherra landanna, Mac Millan, Dulles og Pinay í París um næstu helgi. Enn hefir ekki verið skýrt frá því, hverjar voru niðurstöðu? sérfræðinganna um a» hvernig haga skuli væntanlegri nota samþykkt Parísarsamning-|fjórveldaráðstefnu. Talið er, að anna um endurhervæSingu V.- sérf ræðingarnir muni láta utan- Þýzkalands til aS þjarma aS • ríkisráðherrunum eftir að ákveða Finnum í þessu efni. I hvort hér 'erði um að ræða ful- Enn hefur ekkert verið upplýst t trúafund eða fund æðstu manna um, hver var tilgangurinn með I ríkisins. Sagt er að brezka stjórn- för Gromykos til Svíþjóðar, er j in sé því fylgjandi, að þeir hann heimsótti Stokkhólm á heim- leið frá afvopnunarráðstefnunni í Lundúnum. Fullyrt er, að helzta umræðuefni hans og sænskra stjórnmálamanna hafi verið Finn land og afstaða þess til heims- vandamálanna. Bulganin, Eden, Eisenhower og Faure — -eðstu menn ríkjanna — sitji ráðstefnuna. Talið er líklegt, að Vesturveldin leggi til, að fjórveldaráðstefnan verði haldin í júlí. —Reuter-NTB. Selur til útlanda tyrir um 9 milj. kr. í ár ¥ SÍÐDEGISBOÐI, sem stjórn og framkvæmdastjóri Áburð- * arverksmiðju rikisins hélt ríkisstjórn og Alþingi í gær, skýrði Vilhjálmur Þór bankastjóri, formaður verksmiðju- stjórnarinnar frá því, að frá því að verksmiðjan hóf fram- leiðslu í apríl árið 1954, hefði hún framleitt tæp 18 þús. tonn af köfnunarefnisáburði. Þar af hefði verið flutt út til Frakklands um 4 þús. tonn og fyrir það hefðu fengist um 5 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Á þessu ári hefði verið samið um útflutning á Kjarnaáburði fyrir um 9 millj. króna. Þý?;kalaitd í eitt frjálst og full- valda ríki. Yfirlýsingu stjórn- arinnar lauk svo: „MarkmiS okkar er: Frjálst, sameinaí Þýzkaland innan vébanda frjálsrar Evrópu, sem er ein heild." ? ? ? í neðri deild sambandsþings- ins fögnuðu þingmenn stjórnar- samvinnunnar yfirlýsingu dr. Adenauers um, að bundinn væri endi á hernámið, með lófataki. Erich Ollenhauer, formaður jafn- aðarmannaflokksins, lét svo um- mælt í þinginu, að engin ástæða væri til þess fyrir V-Þjóðverja, að eleðjast yfir endi hernámsins. Pólitískt frelsi V.-Þýzkalands mundi takmarkast mjog af þeim hernaðarkvöðum, er hvídu á því sem aðilja að Atlantshafsbanda- laginu. ? ? ? V-Þýzkaland hefur nú full- an rétt til að marka stefnu s;n;i í öllum málum, einnig utanríkismálum. Það hefur einnig rétt til nð endurher- væðast, en v-þýzka stjórnin hefur ákveðið, að ekki skuli framleidd fjarstýrð vopn eða kjarnorkuvopn og að V-Þýzka land vígbúist innan vébanda Varnarbandalags V-Evrópu óg Atlantshafsbandalagsins. Varnarbandalagið var form- lega stofnsett í dag, er V-Þýzka- land og ítalía fengu aðild að Briissel-sáttmálanum, sem Bret- ar, Frakkar, Holland, Belgía og Luxemburg gerðu með sér fyrir sjö árum. ? ? ? Ákvæði Parísar-samning- anna ná ekki yfir Berlín. — Hernámið' mun vara þar, þang að lil samkomulag hefur náðst við Ráðst.iórnarríkin. Hafa Vesturve! '>n þrjú gert sér- stakan samning við v-þýzktt st.iórnina um, að völdd her- námsstiórna þeirra haldizt óbreytt í Berlín. ? ? ? Utanríkismálanefnd franska þingsins lét í dag í ljós óánægju sína yfír því, að franska stjórnin hefði formlega lagt fram þau skjöl er fullgilda Parísarsamning- Framh á bls. 2 GJALDEYRISSPARNAÐUR, SEM NEMUR UM 26,5 MILLJ. KR. Formaður verksmiðjustjórnar- innar skýrði frá því, að samtals næmi gjaldeyrissparnaður þjóð- arinnar vegna innlendrar áburð- arframleiðslu um 26,5 millj. brúttó síðan verksmiðjan tók til starfa. Þegar frá væri dregið andvirði umbúða um áburðinn, sem flytja yrði inn væri gjald- eyrisparnaðurinn nettó um 24 millj. kr. Væri hér um mjög merkilegan nýjan þátt í íslenzk- um þjóðarbúskap að ræða. 1500 TONN A MANUÐI Framleiðslan af Kjarnaáburði nemur nú um 1500 tonnum á mánuði. Ráðherrar og þingmenn gengu í gær um öll hús verk- smiðjunnar og skýrðu fram- kvæmdastjóri hennar og verk- fræðingar störfin þar. Rúmlega eitt hundrað manns vinna nú í verksmiðj unni. Fyrirhugað er að auka verk- smiðjuna á næstunni þannig að hún framleiði fosfatáburð. Verð- ur þá fullnægt nær allri áburðar- þörf íslenzks landbúnaðar. Tvisvar sinnum öflugri en Hiroshima-sprengjan T LAS VEGAS, 5. maí — Kjarn- orkusprengja tvisvar sinnum kröftugi-! en sú, er varpað var á.Ix'oshima arið 1945, var sprengd á 160 metra háum turni : Nevada-eyðimörkinni í BandaTÍkjunum \ dag. Kring- um turninn hafði verið reist lítil borg, er líktist í öllu meðal borg í Bandaríkjunum. Til- gangurhin var að reyna að gera sér í hugarlund, hvernig helzt mætti koma við vörnum gegn kjarnorkusprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.