Morgunblaðið - 12.05.1955, Qupperneq 6
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. maí 1955
s-------
ÚTHLUTU
JIMfJ
NEFND þá, sem úthlutar lista-
mannalaunum, kýs sameinað
Alþingi árlega.
Við síðustu þrjár úthlutanir,
1953—1955, hafa þrír menn átt
sæti í nefndinni, en fjórir skip-
uðu hana árin 1950—1952. Öll
þessi sex ár hafa þeir Þorsteinn
Þorsteinsson, fyrrum sýslumaður
og alþingismaður, og Þorkell Jó-
hannesson, dr. phil., rektor Há-
skóla íslands, setið í úthlutunar-
nefnd; Helgi Sæmundsson, rit-
stjóri, 1952 og síðan; Sigurður
Guðmundsson, ritstjóri, 1950 og
1952; Magnús Kjartansson, rit-
stjóri, 1951, og Ingimar Jónsson.
ikipling iniiii iistgreina óviðuitandi
Alþingi jbar/ 6hjákvæmiiega co
lúta úfhlufunina fil s'm taka
NOKKRAR STAÐREYNDIR izt umsóknir frá 230 mönnum;
Þannig hefur verið úthlutað á 113 þeirra hlutu laun, og hefur
sex árum kr. 3.610.100.00 sam- því 117 verið synjað.
tals, þar af til skálda og rithöf- j
unda kr. 1.854.500.00, myndlistar- MEÐALMENNSKAN
manna kr. 1.225.400.00, tónlistar-
manna kr. 346.000.00 og leiklist-
armanna kr. 184.200.00. Þessar
niðurstöðutölur svara aftur á
fvrrum sóknarprestur _ og síðar móti til þesS; að 51,37% fjárins
skólastjóri, 1950 og 1951.
Nýlega hefur nefndin lokið
störfum og birt í blöðum og út-
varpi úthlutunarskrána fyrir
þetta ár.
ÍTTHLtJTUNARFÉ
í fjárlögum þessa árs er 800
þús. kr. veitt til listamannalauna.
hafi runnið til bókmennta á tíma-
bilinu, 33,94% til myndlistar,
9,58% til tónlistar og 5,11% til
leiklistar.
Árið 1950 voru launaflokkarnir
sjö, næstu tvö ár sex, en fimm
við síðustu þrjár úthlutanir. Ár-
in 1953 og 1954 voru þessir
VIRT OF IIAU VERÐI
Hafa nú verið raktar helztu
tölulegar staðreyndir úthlutun-
arinnar. Um úthlutun til ein-j
stakra manna á þessu ári verður (
fátt sagt að þessu sinni, enda
mun engu verða umþokað. |
Landsmenn hafa cg þegar átt
þess kost að kynna sér úthlut-
unarskrána, og getur því hver og
einn dæmt um, hvernig til hefur
tekizt. Þó skal það fúslega viður-
kennt, að á úthlutunarskránni
eru nöfn nokkurra snillinga, sem
Af fé þessu nýtur Gunnar skáld launaflokkar: 15 þús. kr., 9 þús. rjfjegra launa og viðurkenningar I
Gunnarsson kr. 27.400.00 heiðurs- kr., 5,4 þús. kr., 3,6 þús. kr. og
launa samkvæmt ákvörðun Al- 3 þús. kr. Við síðustu úthlutun
þingis. Fjárhæðin, sem nefndin voru flokkarnir hækkaðir og eru
hafði til úthlutunar í þetta sinn, nú þannig: 1. flokkur 17,5 þús.
var því kr. 772.600.00. Hins veg- kr., 2. fl. 10,5 þús. kr., 3. fl. 6,2
ar nam heildarúthlutunin kr. þús. kr., 4. fl. 4 þús. kr. og 5. fl.
eru maklegir, og mættu þó sum
ir þeirra, sem enn eru í lægri
launaflokkunum, njóta hærri
launa. Á hinn bóginn orkar ekki
tvimælis, að alltof miklu fé er
úthlutað eins og fyrr til manna,
776.100.00, og hefur því kr. 3,6 þús. kr. Laun í 1. flokki fengu sem vart geta talizt launaverðir,
n ann --------------------------nú 8 skáld og rithöf. og 3 list-
málarar, í 2. fl. 11 skáld og rit-
höf., 7 listmálarar og 4 mynd-
höggvarar, í 3. fl. 9 skáld og
rithöf., 6 listmálarar og 6 tón-
skáld, í 4. fl. 10 skáld og rithöf.,
3 listmálarar, 2 myndhöggvarar,
3.500.00 verið úthlutað umfram
fjárveitingu Alþingis. Á síðast-
liðnu ári úthlutaði nefndin kr.
614.400.00 samtals. Á þessu ári,
1955, hafði því nefndin til út-
hlutunar kr. 161.700.00 hærri
fjárhæð en á árinu 1954.
Fara nú hér á eftir töflur um 5 tónskáld, 3 pianóleikarar og 2
úthlutun listamannafjárins. Sýna fiðluleikarar, í 5. fl. 19 skáld og
þær m. a., hvað hefur fallið í rithöf., 7 listmálarar, 2 mynd-
hlut hverrar listgreinar á árun- höggvarar og 6 leikarar.
um 1950—1955. I Að þessu sinni munu hafa bor-
TÖFLUR UM ÚTHLUTUN LISTAMANNAFJÁRINS
Tala
Meðaltal
lista Úthlutun á mann
manna kr. % kr.
1950
Skáld og rithöfundar 43 246.000.00 49.10 5721.00
Myndlistarmenn 30 151.800.00 30.30 5060.00
Tónlistarmenn .... 11 45.600.00 9.10 4146.00
Leiklistarmenn .... 19 57.600.00 11.50 3032.00
103 501.000.00 100.00 4864.00
1951
Skáld og rithöfundar 40 260.400.00 51.98 6510.00
Myndlistarmenn 29 166.200.00 33.17 5731.00
Tónlistarmenn .... 11 45.000.00 8.98 4091.00
Leiklistarmenn .... 9 29.400.00 5.87 3267.00
89 501.000.00 100.00 5629.00
1952
Skáld og rithöfundar 49 324.200.00 53.22 6616.00
Myndlistarmenn 31 207.600.00 34.07 6697.00
Tónlistarmenn .... 12 49.200.00 8.08 4100.00
Leiklistarmenn .... 9 28.200.00 4.63 3133.00
101 609.200.00 100.00 6032.00
1953
Skáld og rithöfundar 43 289.800.00 47.63 6740.00
Myndlistarmenn 35 227.400.00 37.38 6497.00
Tónlistarmenn .... 17 66.000.00 10.85 3883.00
Leiklistarmenn .... 8 25.200.00 4.14 3150.00
103 608.400.00 100.00
5907.00
1954
Skáld og rithöfundar 47 314.400.00 51.17 6690.00
Myndlistarmpnn 32 214.800.00 34.96 6712.00
Tónlistarmenn .... 15 63.000.00 10.25 4200.00
Leiklistarmenn .... 7 22.200.00 3.62 3172.00
101
614.400.00 100.00
6083.00
1955 Skáld og rithöfundar 57 419.700.00 54.08 7363.00
Myndl istarmcnn 34 257.600.00 33.20 7577.00
Tónlistarmenn .... 16 77.200.00 9.94 4825.00
Leiklistarmenn .... 6 21.600.00 2.78 3600.00
113 776.100.00 100.00 6868.00
enda auðkenndir meðalmennsk
unni og jafnvel tæplega það
sumir hverjir, sem vafasama
kröfu eiga til opinberrar viður-
kenningar. Þetta gerir úthlutun-
ina lágkúrulegri en vera þyrfti,
og launin verða hvorki viður-
kenning fyrir unnin afrek né
uppörvun ungum hæfileika-
mönnum, líklegum til dáða. Sú
skoðun virðist ekki lengur ríkj-1
andi, að einungis þeir, sem náð
hafa listrænum árangri, hafi
unnið til launa.
RANGLÁT SKIPTING FJÁRINS
Á MILLI LISTGREINA I
Þótt verulegs misræmis gæti
gagnvart einstökum listamönn-
um, sem ýmist er veittur mjög
svo deildur verður eða eru al-
gjörlega settir hjá, keyrir þó um
þverbak með skiptingu fjárins
milli listgreinanna. Það er stað-
reynd, að hlutur skálda og rit-
höfunda er langsamlega hæstur,
rúmur helmingur alls úthlutun- ^
arfjárins. Næstir eru myndlistar- ,
menn með þriðjung. Síðan koma |
tónlistarmenn með tæplega tí-
unda hluta og að lokum leiklist- j
armenn með 36. hluta.
Því verður ekki neitað, að það
er margt, sem til álita hlýtur að
i koma við ákvörðun listamanna-
launa og orsakað getur ágrein-
ing, einkum ef ekki er fyrir
hendi staðgóð þekking á öllum
listgreinunum, svo og nægur
kunnugleiki á þeim mönnum, er
listirnar stunda, starfi þeirra og
afrekum. En hvernig svo sem;
þessu kann að hafa verið varið,.
verður ekki um það deilt, að
höfuðskyldá úthlutunarmanna
var að sjálfsögðu sú, að leitast
við að finna réttláta og skyn-
samlega skiptingu milli listgrein-
anna, svo að allar listir mættu,
einnig sökum þessara aðgerða,
vaxa og þróast í landinu, þjóð-
inni allri til alhliða þroska í list-
rænum efnum.
Slíku sjónarmiði virðist nefnd-
in hafa kastað fyrir borð, og hef-
ur því ekki skotið upp á löngu
tímabili, enda verður afleiðingin
ærið þverbrestasöm úthlutun.
Allir listunnendur, en þeir eru
vissulega margir í landinu, líta
því kvíðafullum augum til fram-
tíðarinnar, ef þessu fer svo fram
sem gert hefur, og mörgum hrýs
hugur við hinum handahófs-
kenndu vinnubrögðum nefndar-
innar og mælikvarða þeim, sem
hún leggur á einstaka menn og
listirnar sjálfar. Það lýsir hvorki
víðsýni í hugsun né frjálslyndi
og ekki heldur sérlega þroskaðri
réttlætiskennd að umbuna svo
rækilega sem gert hefur verið
tveim listgreinum, einkum þó
bókmenntum, á kostnað hinna
tveggja, enda andstætt tilgangi
fjárveitingarinnar, auk þess sem
slíkt er ekki þjóðarheildinni fyr-
ir beztu.
Því verður ekki haldið hér
fram, að nefndarmenn séu að
upplagi svo marglyndir eða órök-
vísir, að þeir séu lítt fallnir til
þess að bindast föstum megin-
reglum í hugsun og breytni, þar
sem þeir hafa jafnan sýnt hið
gagnstæða. Föst og ófrávíkjanleg
úthlutunarregla, sem enginn hef-
ur getað umþokað til þessa, hefur
myndazt, og ekki virðist mega
vænta stefnubreytingar, meðan
þeir menn, er nú skipa úthlutun-
arnefnd listamannalauna, eru þar
alls ráðandi. |
Það hefði getað verið afsakan- |
legt að umbuna svo skáldum og
rithöfundum, sem gert hefur ver-
ið á kostnað tón- og leiklistar-
manna, ef ekki fyndust einnig á
meðal þeirra margir vel fram-
bærilegir listamenn. Þar sem nú
slíku er ekki heldur til að dreifa, I
liggur næst að ætla, að skipting- I
in hafi stjórnazt af vanmati eða 1
ókunnugleika, enda framkvæmd
af mikilli skammsýni.
RANGLÆTIÐ MATTI
LEIÐRÉTTA í ÁR
Með hinni stórauknu fjárveit-
ingu Alþingis á þessu ári, kr.
161.700.00, sem fyrr er getið, var
hið ákjósanlegasta tækifæri lagt
upp í hendur úthlutunarnefndar
til þess að jafna nokkuð hið
geysimikla ósamræmi, sem verið
hefur nú lengi á milli listgrein-
anna. Og þetta mátti fram-
kvæma, ef nokkur vilji hefði ver-
ið til þess, án þess að lækka
nokkuð laun einstakra manna
frá því, sem þau voru áður. —
Þetta tækifæri til þess að koma
réttlátari skipan á úthlutunina
notar nefndin ekki, heldur þver-
skallast enn og meira að segja
lætur sér sæma að bæta gráu
ofan á svart. í staðinn fyrir að
leiðrétta misræmið, sem sjálf-
sagt var, breikkar hún enn bilið
á milli listgreinanna. Á þessu ári
fá skáld og rithöfundar hærri
hundraðshluta af úthlutuninni en
á síðastliðnu ári og aðrar list-
greinar að sama skapi minna, og
vísast þessu til sönnunar til út-
hlutunartaflanna hér að framan
fyrir árin 1954 og 1955. Hvað
liggur á bak við þennan óhugn-
anlega þvergirðing? Máske þarf
ekki í grafgötur að ganga eftir1
ástæðunni. Það virðist ótvírætt,
að störf nefndarinnar hafa mót-
azt af einhverjum öðrum sjónar-
miðum en listrænu mati.
TÓN- OG LEIKLIST
AFSKIPTAR
Seinustu þrjú árin hafa engir
tónlistarmenn verið settir hærra
en í þriðja úthlutunarflokk og
leiklistarmenn í fjórða. Nú síðast
var úthlutað til þeirra þannig:
í 3. flokki eru 6 tónskáld, í 4. fl.
5 tónskáld, 3 píanóleikarar og 2
fiðluleikarar, í 5. fl. 6 leikarar.
Það eru því aðeins 22 tón- og
leiklistarmenn, sem launa njóta
á þessu ári, á móti 91 í hinum
tveim listgreinunum, 57 skáldum
og rithöf. og 34 myndlistarmönn-
um. Þetta orsakar misræmið á
milli listgreinanna, annars vegar
er fámennur hópur tón- og leik-
listarmanna, hins vegar fjöl-
mennur hópur skálda, rithöfunda
og myndlistarmanna, auk þess
sem hinir síðarnefndu eru einir
um tvo hæstu launaflokkana. Að
sjálfsögðu ber að gera vel við
bókmenntir og myndlist, en við-
urhlutamikið er að mismuna
þeim svo freklega á kostnað tón-
og leiklistar, að þeir listamenn,
er þær greinar stunda, verði svo
afskiptir sem raun ber vitni.
STANDA TON- OG LEIK-
LISTARMENN AÐ BAKI
ÖÐRUM LISTAMÖNNUM?
Eftir mati úthlutunarnefndar
listamannalauna mætti ætla, að
tón- og leiklistarmenn stæðu all-
langt að baki skáldum og mynd-
listarmönnum, að því er tekur
til hæfileika, menntunar og list-
þroska. Slíkan dóm væri þó
vissulega eríitt og sjálfsagt óger-
legt að fella, enda verður það
ekki rökstutt, hvorki af úthlut-
unarnefnd né öðrum, að tón- eða
ieiklist standi í neinu að baki
bókmenntum eða myndlist. Hitt
mun mála sannast, að listirnar
eiga allar jafnan rétt til vaxtar-
skilyrða, enda er það efalaust
hollast íslendingum sem fram-
sækinni menningarþjóð að láta
slíkan rétt jafnan gílda í fram-
kvæmd, einnig að því er snertir
úthlutun listamannalauna.
Því hefur verið haldið fram, að
með þjóðinni væru margir ágæt-
ir eiginleikar í svo ríkum mæli,
að þeir mættu verða til þess að
gera hana að öndvegisþjóð, eink-
um á sviði lista, ef þess væri gætt
að hlúa vel að þeim. Hafa verið
færð nokkur rök fyrir þessu og
dæmi nefnd. Skal þetta ekki
vefengt. Og ef marka má af
reynslunni, er þess að vænta, að
tón- og leiklistarmenn vorir verði
engir eftirbátar annarra lista-
manna í því að gera garðinn
frægan, svo vel óg drengilega
sem þeir sumir hverjir hafa þeg-
ar borið vitni listmenningu þjóð-
arinnar á erlendum vettvangi, og
með listafrekum sínum aukið
kynni á landi sínu og þjóð, sem
og dáir þá og virðir.
STEFNAN RÖNG
Stefna úthlutunarnefndar er
sízt til þess fallin að örva slíka
afburða listamenn, sem þessar
fögru listir stunda, til mikilla af-
reka og dáða. Og harla lítil
hvatning er það ungum hæfi-
leikamönnum að helga sig tón-
eða leiklist, er þeir sjá, hvernig
úthlutunarnefnd býr nú að ágæt-
ustu listamönnum þessara greina,
en frumskilyrði eðlilegrar fram-
þróunar er, að jafnan bætist við
nýir ágætiskraítar. Það má því
segja, að stefna úthlutunarnefnd-
ar sé niðurrifsstefna, að því er
snertir tón- og leiklist, af því að
hún miðar að því að rífa niður
það, sem listamennirnir sjálfir,
með ærnum kostnaði, hafa verið
að reyna að byggja upp. Þjóðin
ann tón- og leiklist, alveg eins
og máske engu síður en öðrum
listum og vill vissulega gera veg
allra lista sem greiðastan og bezt-
an í landinu, svo erfiður og tor-
farinn sem hann þó er og jafnan
mun verða og engum fær, nema
afburða listamönnum. Aftur á
móti komast miðlungsmenn og
þeir, sem lakari eru, aldrei nema
skammt á veg, láta þá hugfallast,
snúa við og leggja árar í bát.
MIKIL GRÓSKA
í TÓN- OG LEIKLIST
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að mikil gróska hefur nú um
nokkurt árabil verið í tón- og
leiklist og listamenn þeirra
greina verið í sókn. Og nú er
t. d. svo komið, að óperur eru
fluttar í Þjóðleikhúsinu einvörð-
ungu af íslenzkum söngvurum og
innlendum hljóðfæraleikurum í
miklum meirihluta. Þetta mikla
framtak og glæsilegi flutningur
orkar þó lítið á úthlutunarnefnd-
ina. Hún úthlutar enn eins og
fyrr tónlistarmönnum mjög ó-
verulega, svo smánarlega bæði
til einstakra manna og í heild,
að til óvirðingar er.
ENGINN SÖNGVARI
HLÝTUR LAUN
Það vekur almenna undrun og
réttláta gremju, að engir söngv-
arar hafa hlotið laun síðastliðin
tvö ár, en þrjú árin þar á undan
þóknaðist nefndinni að veita
Frh. á bls. 23.