Morgunblaðið - 26.05.1955, Side 14

Morgunblaðið - 26.05.1955, Side 14
14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 26. maí 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY 2K Framh'aldsíiagan 45 eftir honum niðri. Þið eruð þrír. Bíðið eftir honum þar. Drepið hann“. Og andlitið var horfið og hurðinni var skellt aftur og henni laest. Philip flýtti sér inn ganginn og sd Margaret standi í dyrunum. „Heyrðir þú það?“ hrópaði hann og ýtti henni inn í herbergið. „Hann er sjálfsagt að hleypa honum út“. „Hvað eigum við að gera?“ Hún greip andann á lofti. „Get- um við ekki verið hérna og læst hurðinni?" „Nei, við getum ekki gert það. Við megum ekki sleppa honum niður. Og hitt fólkið veit ekkert um þetta“. Hann sá, að lykill stóð í skránni að innan. „Við verðum að fara strax niður. Eg get ekki ráðið við þá tvo uppi“. Þá heyrðist hvíslað frá rúm- inu: „Já, farið. Læsið mig inni — og takið lykilinn með — ykkur“. Philip fór fram að dyrunum, tók lykilinn úr skránni, lét Mar- gareti fá kertið og benti henni að fara fram. Hún sneri sér snögg lega við í dyrunum og kallaði: „Eruð þér vissir um, að þér hafið allt°“ „Já — allt — farið varlega — gæfan fylgi — ykkur“. Röddin virtist nú koma úr margra mílna fjarlægð gegnum myrkrið, hin síðasta mannlega, vinalegan kveðjan. Á næsta augnabliki voru þaU komin út og hurðin læst fyrir aftan þau. Það var stundarkorns þögn, en síðan flýttu þau sér að stiganum, en þau höfðu ekki gengið mörg skref, er þögnin var rofin. Trölls- legur hlátur hljómaði um húsið. Hann kom einhvers staðar að ofan, ef til viil gegnum opna hurð. Þetta var ofsakenndur, brjálæðislegur hlátur. TÓLFTI KAFLI Sir William heyrði, að aftur var barið að dyrum, hann settist upp, nuddaði augun, starði á hurðina stundarkorn, en áttaði sig síðan og gekk að dyrunum og opnaði hurðina upp á gátt. „Halló!“ hrópaði hann, þegar (fladys og Penderel komu inn, rennvot og útötuð. „Og hvar í fjandanum hafið þið tvö verið?“ Ifann elti þau að arninum. „Það er löng saga að segja frá því“, byrjaði Penderel; andlit hans var fölt og þreytulegt, en augun Ijómuðu. „Styttið hana þá“, rumdi í Sir William. Hvað hann var ungur og villtur á að líta! Penderel var að taka af sér skóna. „Já, sjáið þér til, ég fór út í bifreiðina hans Wavertons til að ná í fleyginn minn....“ Hér greip Gladys fram í fyrir honum: „Og ég fór með honum að dyrunum og þá var ég lokuð úti og gat ekki komizt inn og síðan fann ég hann í bifreiðinni og við sátum* þar og töluðum saman“. Hún leit á hann dálítið ögrandi, en augun voru skínandi björt og ljómuðu. „Og við urðum að vaða heilt stöðuvatn til að komast aftur“. Penderel gekk yfir herbergið ,á sokkaleistunum til að leita að töskunni sinni. „Hvað hefur 'skeð hérna?“ spurði hann. „Það má hamingjan vita, ekki veit ég það. Ég hef verið hérna og beðið eftir því að einhver kæmi eða að eitthvað kæmi fyr- ir. Og lítið þið á herbergið. Það fer í taugarnar á manni. í hvert sinn sem ég hef vaknað, hefur mér orðið ónotalega bilt við“. „Hvar er hitt fólkið?" Gladys leit rugluð í kringum sig. ! „Spurðu mig ekki. Ég get ekki sagt þér það“. Sir Wilíiain var óþolinmóður. „Ég skal segja ykk- . ur það, sem ég veit. Ljósin • slokknuðu. Waverton og hvað heitir hann — Femm — fóru upp til að leita að einhverjum lampa. Þeir eru enn að leita. Þá er það þessi litla, skrækjandi kona — i hún er bandvitlaus, ég vona, að | ég sjái ekki meira af henni — jæja, hún þurfti að fá einhvern til að loka glugganum fyrir sig. Ég gerði það og hlustaði á óráðs- hjalið í henni. Hún fann einhvers staðar lítinn lampa og ég kom með hann hingað. Það er þessi“. Hann benti á lítinn olíulampa, sem logaði á á borðinu. „Það var svei mér gott, að ég hafði hann með mér, því að annars hefði ég orðið að sitja í myrkrinu. En þeg- ar ég kom aftur, var frú Waver- ton horfin. Mig langaði ekki til að fara að randa um húsið, svo að ég beið hérna við arininn. Ég hlýt að hafa sofnað. Mér fannst ég heyra einhverja skruðninga einhvers staðar, en mig hlýtur að hafa dreymt það Ég vaknaði, en enginn kom, svo að ég hef sofnað aftur og þegar ég vakn- aði næst var það þið, sem börðuð að dyrum“. Gladys leit á Penderel, sem kom nú með föt á handleggnum. „Við verðum að rannsaka þetta“, sagði hann fjörlega. Hann gekk að dyrunum beint á móti stigan- um vinstra megin við arininn, hurð, sem ekki hafði verið opnuð enn. „Hvað skyldi hafa komið fyrir hérna? Haldið þið, að ég geti faríð hingað inn?“ „Hvers vegna?“ Gladys varð óttaslegin. „Hvað ætlarðu að gera?“ Hann glotti til hennar. „Skipta um buxur“. Hann horfði stundar- korn á hana og glottið breyttist í bros. „Ég kem aftur eftir eina mínútu“. Hurðin lokaðist á eftir honum. Sir William hafði snúið sér snögglega við og hélt nú Gladys armlengd frá sér. „Hver er hug- myndin, Gladys? Ertu að skemmta þér eða er þetta ást við fyrstu sýn?“ Hún leit hreinskilningslega í augu hans. „Þetta er raunveru- leg ást, Bill. Þér má vera sama. Þú er oft góður og vingjarnleg- ur. Þú ættir að vera ánægður". „Ó, já, ætti ég að vera það? — kjáninn þinn! Þetta er snögglega gert, það verð ég að segja. En segðu mér — er það frá báðum — hliðum? Hvað um hann?“ Hún kinnkaði alvarlega kolli. En allt í einu ljómaði andlit hennar, og hinn viðkvæmi ungl- ! ingur, sem hann var enn hið innra, fannst hann geta greint I eitthvað, sem líktist sólarupprás og hann átti í harðri baráttu við j , sig til þess að njóta þess ekki. , I „Ég veit ekki, hvernig ég á að ; i byrja að segja þér....“ byrjaði i hún. „Gerðu það þá ekki“, greip j hann fram í fyrir henni. Því næst bætti hann blíðlega við: „Nei, haltu áfram. Láttu mig heyra það“. | Hún kom nær honum og lagði höndina á handlegg hans. „Það j er ekki tími til þess. En hlustaðu nú á mig, Bill. Það þýðir ekki að | látast vera reiður. Ég veit, að þú . meinar ekkert með því. Hann er að koma til borgarinnar til að ' búa með mér. Mig langar til, að þú gerir eitthvað fyrir hann, lát- ir hann fá eitthvað að gera og ég veit, að hann getur það. Þú sást, hvernig hann var áður, honum var sama um allt. Ég er byrjuð að lækna hann af því, nú þegar“. „Nú, gamli leikurinn?“ Hann kímdi til hennar. „Þú ert þegar byrjuð að bæta hann? Þá er þetta alvarlegt". „Það er það, en þú verður að hjálpa mér. Þú getur auðveldlega útvegað honum atvinnu". „Handa auðnuleysingja!" hróp- aði hann. „Vertu ekki svona heimskur. Hann er ekki auðnuleysingi, og þú veizt það. Þar að auki er hann sérlega gáfaður, þú getur séð það. Flýttu þér og segðu að þú ætlir að gera þetta, hann er að koma“. Gorðyrkjuverkfæri allar tegundir, nýkomin. Geysir“ h.f. Veiðarfæradeildia. Hollenzku Gungadreglurnir eru komnar aftur í öllum litum og mörgum breiddum, eirmig okkar vinsælu COCOSTEPPI 1 sumarbústaði CEYSIR" h.í. V ciðarf æradeildin. ■v IMY FOLKSBIFREIÐ ■ Þeir, sem vilja eignast nýja ameríska fólksbiíreið eða jj jjnnflutningsleyfi fyrir bifreið, skili tilboðum merkt: ; „Bifreið —785“, til afgreiðslu blaðsins fyrir föstudags- ;j kvöld. Nafn, heimili og símanúmer óskast tilgreint. VILLIMAÐURIIMIV 13 Þriðja daginn gaf villimaðurinn kóngssyninum svört her- klæði og tinnusvartan reiðskjóta. Og eins og fyrri daginn greip hann aftur epli kóngsdótturinnar og þeysti á burt. Konungsmenn riðu þá á eftir honum, og einn þeirra komst það nálægt honum, að hann særði hann á fæti með sverðsoddinum. Komst hann þó undan eftirreiðarmönnun- um, en hesturinn tók óvænt viðbragð, svo að hjálmurinn féll af höfði hans, og sáu þeir þá gulllokkana. Þeir sneru við og sögðu kóngi tíðindin. Daginn eftir kom kóngsdóttirin til garðyrkjumannsins og spurði hann, hvar léttadrengurinn hans væri. „Hann hefur verið á hátíðinni, drenghvolpurinn sá arna, og kom ekki heim fyrr en í gærkvöldi. Hann sýndi krökk- unum mínum þrjú gullepli, sem hann hafði eignazt.“ Kóngurinn lét nú kalla á piltinn, og kom hann inn til hans með húfuna á höfðinu. En kóngsdóttirin gekk að hon- um og tók af honum húfuna, svo að gylltu lokkarnir hrundu niður um herðar hans. Hirðfólkið varð frá sér numið af undrun. „Ert þú riddarinn, sem hér hefur verið á hátíðahöldunum á degi hverjum í ýmiss konar herklæðum og gripið gullepli dóttur minnar?“ spurði kóngurinn. „Já,“ svaraði kóngssonurinn. „Og ef þér óskið að fá það frekar staðfesf, þá ^kal é<r sýna yður sárið, sem menn vð?r Matsvein vantar á togarann Egil Skallagrímsson. Uppl. á skrifstofu Kvöldúlfs, 5. hæð í Hafnarhvoli. Túnþökur til sölu Kr. 5,00 pr. fermeter, heim sent. Minnsta sending 50 fermetrar. Höfum einnig húsdýraáburð. Sendið nafn, heimilisfang eða símanúmer í póst merkt: Túnþökur — Box 404 — Reykjavík. VERKAMEIMIM! Vantar nokkra duglega verkamenn við byggingu við Suðurlandsbraut. Guðmundur Magnússon, Sími 82721. Netogerðir og útgerðormenn Getum enn bætt við nokkrum pöntunum á snurpu- nótaefni, til afgreiðslu í júní og júlí, ef pantað er strax. > BJÖRN BENEDIKTSSON h.f. netaverksmiðja. SKRIFSTOFUSTARF \ I Skrifsíofustúlka, sem getur annast bréfaskriftir á | ensku, getur fengið atvinnu nú þegar Tilboð merkt: „Skrifstofustarf —797“, sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 29. þ. m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.