Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 14. júní 1955 sinfóníutónlðikar Sljómandi Rino Castagnino - Einsöngvari Man'a Marfean óperusöngkona — Vazandi, tóniistaráhugi meSal ísiendinga IKVÖLD kl. 8,30 heldur Sinfóníuhljómsveit Ríkisútvarpsins tón- leika í Þjóðleikliúsinu. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður hinn ágæti ítalski tónlistarmaður, Rino Castagnino, sem dvalizt hef- ir hér á landi s. 1. mánuð við æfingar og stjórn óperunnar „La Boheme“. — Einsöngvari með hljómsveitinni í kvöld verður María Markan óperusöngkona. IÆTT OG VÖNDUÐ TÓNLIST Efnisskráin á þessum tónleik- um er mjög fjölbreytt, aðallega léttl óperutónlist eftir hina fræg- ustu meistara. Af einsöngsverk- uniim má nefna fjórar ariur eftir Veídi, Wagner, Weber og Mozart. Me^Sal hljómsveitarverkanna fjóra óperuforleiki eftir Cima- Tosá, Donizetti, Verdi og Rossini. Hefir fæst af viðfangsefnunum veríð leikið hér á landi áður, og er ékki ósennilegt, að þessir tón- leikar muni reynast vinsælir með al áheyrenda, enda mjög vel til þeirra vandað. SKYLDLEIKI ÍTALA OG ÍSLENDINGA f blaðaviðtali við forráðamenn og stjórnendur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, fyrir helgina, lét ítalski hljómsveitarstjórinn, Rino Castagnino, í ljós ánægju sína yf- ir starfinu hér og kynum sínum af íslendingum. — Mér finnst ég, sagði hann, finna einhvern skyld- leika milli íslendinga og ítala, munurinn er aðeins þessi, að ítal- arnir eru örari. íslenzkir áheyr- «ndur fylgjast með tónverkunum, sem flutt eru af skilningi og til- finningu en láta það ekki í ljós á sama hátt og við á ítalíu. Mér fellur vel að vinna með íslenzku sinfóníuhljómsveitinni. Hljóð- færaleikararnir eru mér hlýðnir og okkur gengur vel að skilja hvörir aðra. NÆSTU TÓNLEIKAR Eftir viku mun Sinfóníuhljóm- sveitin efna til annarra tónleika nndir stjórn Róberts A. Ottós- sonar. Á þeim tónleikum munu 7 gestkomandi tónlistarmenn úr Sinfóníuhljómsveitinni í Boston leika með hljómsveitinni, en þessi hljómsveit er, sem kunnugt er, ! viðurkennd í röð hinna allra fremstu sinfóníuhljómsveita heimsins, og er vissulega mikill fengur að komu þeirra hingað. Yfir þessum tónleikum verður einnig léttur blær með tilliti til tónverka valsins. Verða þar m. a. leikin verk eftir Mendelsohn og Berlioz og sérstaklega má vekja athygli á þremur sérkennilegum konsert-verkum: oboe-konsert eftir Handel, trompet-konsert eftir Haydn og Sinfónía konsert- ante eftir Mozart. Verða þessir konsertar leiknir af hinum amer- ísku tónlistarmönnum. VAXANDI TÓNLISTARÁHUGI Útvarpsstjóri vakti athygli á, að þessir tveir tónleikar, sem um getur hér að ofan mörkuðu að nokkru leyti spor í starfssögu Sinfóníuhljómsveitarinnar. — Myndi í framtíðinni verða lögð áherzla á, að gera léttari og að- gengilegri tónverkum meiri skil en hingað til, jafnframt því, sem haldið yrði áfram á sömu braut um efnisval í tónverkaflutningi j hljómsveitarinnar. Þessi ný- breytni væri fyrirhuguð með það fyrir augum, að starf hljómsveit- j arinnar næði til sem flestra, gerði sem flestum til hæfis. j Þá benti útvarpsstjóri á, að tvö ár væru nú liðin síðan Ríkisút- varpið tók að sér rekstur sin- fóníuhljómsveitarinnar. Hefði tónlistaráhugi greinilega verið mjög í vöxt á þeim tíma, sem m. a. mætti marka af síaukinni aðsókn að sinfóníutónleikunum. Á s. 1. ári gekkst hljómsveitin! fyrir 20 opinberum tónleikum og auk þess þremur skólatónleikum. Væri ástæða til að vera ánægður með árangurinn og bjartsýnn um framtíðina. Slysið mikla í Le Mans PARÍS, 13. júní — Franska stjórnin hélt sérstakan fund í kvöld til þess að hlýða á skýrsl- ur um mesta slys, sem orðið hef- ir við kappakstur, í sögunni. — Sjötiu og níu menn Létu iífið og nær hundrað menn særðust, sumir hættulega. Kappaksturinn fór fram í Le mans og slysið varð með þeim hætti að Mercedes Benz bifreið ók aftan á Austin bifreið, sem hafði óvænt dregið úr hraðan- um. Mercedes bifreiðin hentist í loft upp og sprakk í loftinu. í skýrslu innanríkisráðherra Frakka segir að rannsókn hafi leitt í ljós, að varúðarráðstöfun- um hafi ekki verið ábótavant. Hið mikla slys hafi orsakazt af því að bifreiðin sprakk í loft- köstunum og þeyttust brotin yfir áhorfendastúkurnar. í fyrstu voru áhorfendur lamaðir af hræðslu en síðan greip það ofsa- skelfing og tróðust margir til bana. Franskur maður ók Mercedes bifreiðinni. Kappakstrinum var haldið áfram og lauk honum með sigri brezkrar Jagúar bifreiðar. Le Mans kappaksturinn stend- ur í 24 klst. Eknar eru 2500 míl- ur. í fyrra vann Jaguar bifreið einnig kappaksturinn, fór 105.09 mílur á klst. að meðaltali. En á einum stað á kappakstursbraut- inni komst hraðinn venjulega upp í 180 mílur á klst. Sextíu bílar tóku þátt í keppn- inni að þessu sinni, þar af 26 frá Bretlandi, 14 frá Ítalíu, 13 frá Frakklandi, 8 frá Þýzkalandi og einn frá Bandaríkjunum. Bíl Mercedes nr. 1 ók Juan Fangio, heimsmeistarinn í kapp- akstri. LONDON, mánudagskvöld. Blöð- in í Vestur-Evrópu ráðast í dag heiptarlega á nefndina, sem sá um kappaksturinn í Le Mans, fyrir að hafa ekki síöðyað kapp- aksturinn eftir að slysið varð. Samtal við dr. Busch Framh. af bls. 1 hitti hann að máli, svo að samtal okkar var í styttra lagi. — Hann er heldur lágur maður vexti, en ákaflega snöggur í hreyfingum, heldur sér fast við umræðuefnið og er óvenjulega fljótur að draga aðalatriðin í ljós. Mér varð strax Ijóst, að hér er á ferð maður, sem hefir orðið að taka skjótar ákvarðanir — upp á líf og dauða. — Þér ætlið að halda fyrirlest- ur í kvöld, dr. Busch. Gætuð þér sagt lesendum blaðsins í stórum dráttum frá aðalefni hans? Gomla félkið á Þingvöll næstk. longsrdng I boði Félags íslenzkra bifreiðaeigenda UNDANFARIN ár, hefur Félag íslenzkra bifreiðaeigenda geng- ist fyrir skemmtiferð fyrir vistmenn að Elliheimilinu Grund liér í Reykjavík, og Elliheimilinu í Hveragerði. Hafa ferðir þessar verið mjög vinsælar meðal gamla fólksins, og þátttaka æfinlega mjög mikil. Hefur þessi ferð nú verið ákveðin næsta laugardag l>ann 18. þ. m. EKIÐ Á ÞINGVÖLL Eins og að venju, verður ekið á Þingvöll. Verður drukkið kaffi í Valhöll, þar verða ýmis ekemmtiatriði. Þátttakendum úr Reykjavík verður ekið beint aust- ur yfir Mosfellsheiði, en önnur bílalest fer yfir Hellisheiði að Hveragerði og tekur fólkið þar. Mætast hóparnir í Valhöll. MIKIL ÞÁTTTAKA Síðastliðið ár tóku þátt í ferð þessari um 150 vistmenn á Elli- heimilunum í Reykjavík og Hvéragerði. Var þá farið á rúm- lega 40 bílum austur. Hefur gamla fólkið þótt þessar ferðir ein ánægjulegasta tilbreyting ársins, enda viðurgjörningur all- lir hinn prýðilegasti. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefnr beðið blaðið að beina þeim vins.amlegu tilmælum til allra fé- lagsmanna, að þeiF láti -bifreiðar sínar í fé til þessarar farar, sem ákveðin hefur verið á laugardag-, inn. Þeir eru einnig beðnir, að gefa sig fram hið fyrsta við rit- ara félagsins, sem annast hefur undirbúning ferða þessara undan- farin ár, Magnús H. Valdimars- son, í síma 82818 og einnig á skrif stofunni sem er opin milli 1—4 daglega, sími 5659. um milljcn dollara I faraeyri WASHINTON, 10. .júli: — Eisen hower forseti hefir beðið Banda- ríkjaþing um milljón dollara fjár veitingu til þess að standast | kostnað í sambandi við ferðalag á fjórveldafundinn í Genf í júlí . í sumar og væntanlega fundi ut- í anríkismálaráðherra fjórveld-l anna, sem á eftir kunna að fara. Páll Jónsson, sexfugur GAMLI vinur, þú ert orðinn sextugur, þótt ytra útlit þitt segi þar ekki til um. Ég sem minnist. þín sem fulltrúa móður þinnar! Söllu; hún var sérleg kona, hér í bænum, sakir dugnaðar og mannkosta, og væri það efni í heila bók; en nú er þetta þinn j dagur. j Mér finnst eins og það hefði verið í gær, Palli, þegar þú kall- aðir í mig — strákinn — og bauðst mér í fyrstu langferðina; það var til Þingvalla. Það var aðeins á fárra manna færi, í þá daga að komast í slíka stórreisu, — og síðan hefur haldizt vinátta með okkur, sem ég vona að ekk- ert geti rofið, enda þótt liðin séu 30 ár. Palli minn, oft hefur soðið á keypum í lífi þínu, en manndóm- ur þinn hefur bjargað, ekki að- eins þér, heldur og félögum þín- um öllum, „því félagi ertu“. Ég, sem þykist þekkja Pál Jónsson manna bezt ætti að vera dómbær á þá kosti, sem má manninn prýða. Aleigan er ekki neitt, mætti ég flokkinn prýða, svo ég noti hans eigin orð. Húsbændahollusta Páls er með eindæmum. Núverandi húsbænd- ur hans geta bezt um það dæmt,! Bernharð Peterson og frú, þar sem hann kemur í garðinn á vor- in, og hreinsar kalann, og gefur lífi lit. Palli, ég færi þér heillaóskir og þakkir fyrir allar gleðistund- irnar og óska þér góðrar fram-, tíðar. Þú lengi lifi. Stefnir Run. Dr. E. Busch. — Allir vita, hversu mjög um- ferðaslysum hefir fjölgað síð- ustu árin. Hafa menn þá einkum orðið fyrir hættulegum höfuð- meiðslum. — Rannsónkir á slík- um slysum í Danmörku hafa leitt í ljós, að á undanförnum 5 árum hafa 30.869 orðið að fara á sjúkra hús vegna meiðsla af völdum bíl- slysa og af þeim létust 1270, eða 4.1%, svo að þetta er orðið mjög alvarlegt mál, einkum þar sem slysunum fer ört fjölgandi. Á s.l. ári einu meiddust 14.026 í bifreiðaslysum í Danmörku og dóu af -þeim 680, — næstum allir af höfuðmeiðslum. Þess má geta, sagði læknirinn enn fremur, að í Danmörku eru um 30 þús. bif- reiðar og 125 þús. mótorhjól. Svo að þetta er að verða ið mesta vandamál þar í land, og raunar alls staðar, þar sem umferð er mikil. Einnlg hér, geri ég ráð fyrir. — Já, þetta er alls staðar orð- ið mikið vandamál, hér sem annars staðar .. . — Eitt mesta vandamálið, sem við nú þurfum að glíma við, bætti dr. Busch við, ákveðinn. 3000 SJÚKLINGAR — OG ALLT ÆTLAR UM KOLL AÐ KEYRA — Hvað er þá úrræða? — Starf læknisins er fyrst og fremst í því fólgið að reyna að bjarga eins mörgum mannslífum og unnt er, en þjóðfélagið á að stefna að því, aG slysin geti ekki orðið. — I fyrra vetur herjaði mænu- veikifaraldur í Danmörku og tóku „aðeins“ um 3000 sjúklingar veikina. Hversu mjög var ekki rætt um þennan faraldur í blöð- unum! — Nú hefir verið fundið upp nýtt bóluefni við lömunar- veikinni. En eftir er að finna „bóluefnið“ við umferðaslysun- um, ef svo mætti komast að orði. Við þurfum sannarlega á því að halda, að einhver finni það upp, en auðvitað yrði áhrifamest. að menn hættu að aka bifreiðunum eins og þeir eigi lífið að leysa. — í Danmörku aka menn allt upp í 100 km á klst. og er það alltof hratt. „DU“ OG „BUSCH“ — Þér hafið fengið marga ís- lendinga til meðferðar, er ekki svo? — Jú, þeir skipta orðið hundr- uðum. — Okkur líkar ákaflega vel við íslenzku sjúklingana, og raunar finnst okkur skemmtileg-- ast að hafa þá í kringum okkur. Þeir eru „uppáhaldssjúklingarn- ir“ okkar. Þeir eru ákaflega frjálslegir í fasi. Til gamans má geta þess, að þeir ha.fa varla ver- ið nema 1—2 daga hjá okkur, þegar þeir eru farnir að kalla „du“ og „Busch“. — En er þetta ekki orðið nóg í bili? í LAGLAUS! — Jú, — aðeins eitt að lokum, dr. Busch: er það satt, sem sagt er, að þér raulið ísleinzkt lag, þegar þér standið í erfiðum heila uppskurðum? i — Já, segir dr. Busch, og brosir við, — ég raula oft við uppskurði. Það eru nefnilega einu skiptin, sem hjúkrunarkonurnar og að- stoðarmenn mínir segja ekkert við því. — Ég er nefnilega lag- laus. Kona sfeersl á höfði við áfeeyrslu ! LAUST fyrir hádegi á sunnu- daginn, vildi það slys til á gatna- mótum Nóatúns og Laugavegs, að stöðvarbíll ók aftan undir pall vörubíls, með þeim afleið- ingum að kona er var farþegi f stöðvarbílnum, Ragna Þórðar- dóttir frá Bolungarvík, hlaut talsvert höfuðhögg. Skarst hún meðal annars á augabrún. Ragna var flutt í Landsspítalann þar sem gert var að sárum hennar. Á sunnudaginn vildi einnig það slys til fyrir ofan Grafar- holt, að maður á mótorhjóli, Atli Hauksson, Njálsgötu 65, varð fyrir bifreið. Skarst hann á læri, Atli var fluttur á Landsspítal- ann. Munu meiðsli hans ekki vera stórvægileg. A sunnudagskvöldið vaB slökkviliðið kvatt á vettvang inn á Suðurlandsbraut, en þar hafðl kviknað í mótorhjóli er það var á keyrslu. Búið var að ráða nið- urlögum eldsins í hjólinu er slökkviliðið kom á staðinn. Hjól- ið skemmdist mjög mikið. i Norræn bófeasýning j Þjóðminjasafninu í DAG verður opnuð í Þjó3< minnjasafninu norvæn bókasýn-i ing, en að henni standa 9 bóka* útgáfufyrirtæki, sem samvinnm menn á Norðurlöndum eiga, Verða þarna til sýnis bækur fréi Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Dam mörku og íslandi, sem eru að efnf mjög fjölbreyttar. Má þar ti| nefna allmikið af íslenzkum bóls« menntum, sem forlögin hafa gett ið út. i Sýning þessi verður opin f.yrlfl almenning eítir kl. 5 síðdegis | dag og síðan fram á næsta sunnm dag, að undanskildum föstudeg* inum 17. júní. ýfl skógrækfar- félag 1 SKÓGRÆKTARFÉLAG Kefla-i víkur var stofnað í Sjálfstæðig-ú húsinu þar 3. júní s.l. Er þa3 fjórða skógræktarfélagið, sern’ stofnað hefur verið á þessu árj fyrir atbeina Skógræktarfélagj| Suðurnesja. j Þegar á stofndegi höfðij tuttugu ma-nns látið skrá sig senj' félaga. Ekki hefur stjórnin emj skipt með sér verkum, en for-» ystumenn hcnnar eru: Ragnajj Guðleifsson, Hallgrímur Th, Björnsson, Skafti Friðfinnssoií," Huxley Ólafsson og Sólveig Ólaf| dóttir. Félagið hefur þegar afgirt skóg -ræktarsvæði sitt, sem er ofan vi® Keflavík, og gróðursett i það allj 800—1000 plöntur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.