Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. júní 1955 MORGVNbLADíB 9 Krúsjefí og Mikojan glímdu á vegar- brúninni Júgóslöfum til skemmtunar „Krusjeff hefir aldrei haft svona fallega fætur"! ÞETTA var eitt mesta sjónar-' spil ársins. Dimmir og kaldir veggir Kremlhallar skýldu nú ekki lengur rússnesku ráðamönn- unum; þeir stóðu skyndilega andspænis öllum heimi í nekt sinni. Og Júgóslavar horfðu á með öndina í hálsinum. Aldrei höfðu þeir orðið vitni að öðru eins. Einkum beindust augu manna að Krusjev inum digra, en samkvæmissæla. Og hvílík undur. Engum gat dottið í hug, að þessi maður skipaði nú sæti þumbarans Jóseps Stalíns. — ★— Fimbulfambið endaði svö sem ekki á flugvellinum í Belgrad. Síður en svo. Að vísu hrutu fyrstu móðgunaryrðin af vörum Krusjeffs á flugvellinum, en önn- ur áttu eftir að fylgja eftir. í diplómataveizlu, sem haldin var til heiðurs inum tignu rússnesku gestum, spurði Krusjeff belgíska ambassadorinn, hvort land hans væri frjálst og er sá síðarnefndi kvað já við, svaraði Krusjeff, að hann þyrði að vera svo köpur- máll af þeirri ástæðu einni, að bandaríski sendiherrann væri nýfarinn. Geitskörin, Bulganin forsætisráðherra, stakk upp á því, að menn skáluðu fyrir hlut- leysinu. Var það síður en svo háttvísi af þeim ágæta leiðtoga, cnda uppástungan í því einu skyni gerð, að neyða Tító til að lýsa yfir, að land hans væri ekki hlutlaust. Aftur á móti kvað Tító það sjálfstætt. Bulganin bætti því þá við hálfvandræðalegur, að hann hefði átt við Svissland. TÓKUST FANGBRÖGÐUM Tító fór nú með gesti sína í íanga reisu um Króatíu og Slóveníu. í för þessari er Krúsjeff sagður hafa þeytt bröndurum í allar áttir, með litlum árangri þó, þar sem þeir þóttu heldur grófir — og oftast á kostnað Júgóslava. Og þegar dekk sprakk á bíl þeirra félaga, gerði Krúsjeff sér litið fyrir og bauð félaga Mikojan í glímu. Tókust þeir nú fang- brögðum, kapparnir, og horfðu Júgóslavarnir á með andakt, á meðan þeir flugust á á vegar- brúninni. Þá ber mönnum og sam an um það, að Mikojan hafi all- oft orðið fyrir barðinu á fyndni Krusjeffs: „Fyrir nokkru kvört- uðu allir Rússar um, að þeir hefðu ekkert smjör og ekkert kjöt, — bara Mikojan“ ( sem var verzlunarráðherra landsins), sagði Krusjeff eitt sinn. * „HÉRNA, NIKOLÆJ ....“ Krusjeff fór ásamt Rússunum í nokkrar júgóslavneskar verk- smiðjur, sem Tító hefir Iátíð reisa eftir stríð, en það vakti almenna athygli, að honum datt yfirleitt aldrei í hug að rabba við ó- breyttan verkamann stundar- korn. Einu sinni var honum feng- in gestabók í verksmiðju nokk- urri. Hann hrifsaði fyrstur til sín pennann, ritaði nafn sitt í hana, rétti har.a síðan Bulganin og sagði: „Hérna, Nikolæj Alex- andróvits, skrifaðu nafnið þitt“. ★ „ÞREYTTUR?" Fréttamaður spurði Krusjeff eitthvert sinn: „Eruð þér ekki þreyttur?“ — „Þreyttur", svar- aði Krusjeff undrandi, „auðvitað ekki. Ég er sterkur.“ Síðan bætti hann við og brosti: „Ég skal segja yður svolítið: lífið er stutt, þér skulið reyna að skoða og heyra eins mikið og þér getið — og fara um allar trissur.“ Er þeir komu aftur til Belgrad var soðin saman yfirlýsing, er Rússar og Júgóslavar skyldu gefa út sameiginlega. Þegar því var lokið, var hún lesin upp í viður- vist fjölda stórmenna, en á með- an var Krusjeff alltaf að gretta sig framan í rússneska ljósmynd- ara, sem þarna voru sladdir. Bulganin skrifaði undir fyrir hönd Rússlands og var það i SKÁL í VODKA. — Frá hægri: Bulganin, Tító, Mikojan, Krusjeff og frú Tító fyrsta sinn, er hann kom fram sem þjóðhöfðingi Sovétríkjanna. Er hann hafði ritað nafn sitt und ir skjalið, stóð Krusjeff upp og óskaði öllum til hamingju, sem voru í námunda við hann. Voru það miklir tilburðir og áttu þeir að sýna, hver raunverulega færi með völd í Rússlandi austur. ★ VEIZLAN Þessari eftirminnilegu heim- sókn lauk með því, að Rússar efndu til mikillar veiziu að skiln- aði. í veizlunni sýndu nokkrar dansmær, sem sérstaklega höfðu komið frá Moskvu í þessu tilefni, listir sínar. Á meðan á sýningu þeirra stóð, sagði Tító við Bulg- anin: „Dansmey lítur sennilega Ibetur út en samningamaður“. Geitskörin svaraði vingjarnlega: ,Ja, Krusjeff hefir aldrei haft svona fallega fætur“. Að sýning- unni lokinni var haldið drykkju- hóf mikið og herlegt, og flæddi þar allt í hinum dýrustu vínum, vodka, kampavíni og slívovíts; er nokkuð var liðið á veizluhöld- in, fór Tító út ásamt hinni fögru konu sinni. Litlu síðar var hann truflaður, er hann var að ræða við fréttamenn. Fréttaritarri Times skýrir frá þessu á þessa leið: — „Dyrnar opnuðust snögg- lega og í þeim miðjum stóð Krusjeff. Andlit hans var eins og vígahnöttur, slappt og þrútið. Hann var, svo að maður fari var- lega í sakirnar, meira en lítið drukkinn. Hann mjakaðist yfir þröskuldinn og horfði hugfang- inn á mannfjöldann. Hann veif- aði til allra viðstaddra hálfrugl- CJ í Grundarfirði, er jeppabíl frá Reykjavík, sem í voru þrjár aður. í undrun sinni benti Tító konur og tveir karlmenn, hvolfdi þar við bæinn. Fólkið meiddist á blaðamennina í stiganum og j a]]t meira ega minna. Ein stúlknanna gat komizt undan braki bilsins trúa hins vestræna heims. — „Þið getið allir komið á morg- un“, hrópaði Krusjeff aftur. — Þýzkur fréttamaður sagði þá: „Ég er Þjóðverji. Get ég komið líka?“ — „Vissulega", sagði Krusjeff, „við erum ekki hrædd- ir við djöfulinn — og þið eruð ekki djöflar“. Mikojan gerði nú aðra tilraun til að taka hann með sér, en Krusjeff kvaðst þá langa til að segja nokkur orð. — „Samkomu- lag okkar við Júgóslavíu“, hróp- aði hann, styrkir friðinn til muna og lægir öldurót kalda stríðsins. — „Hvað var hann að segja“, spurði einhver Tító. Tító hrissti höfuðið og sagði: „Hann var eitt- hvað að minnast á frið.“ — „Já, já“, gall þá við í Krusjeff, „frið- ur, friður“. Á þessu stigi málsins var Tító búinn að taka ákvörðun sína. Hann tók undir handlegg þessa lágvaxna leiðtoga Sovétríkjanna og sagði: „Komdu, Krusjeff Þess ir fréttamenn taka þig annars fanginn" Hann leiddi hann í burtu — og úr fjarska heyrðust slitrótt orð Sovétleiðtogans: „frið ur — frið-ur — fri-ð-ur“. Látið liÉsi íiýjii tæki verða vkkur til örvunar í starfi sagði mennfamálaráðherra við opnun kennslu- fækjasýningarinnar á uppeldisþinginu LAUGARDAGINN hófst hér 1 x\ þing í Melaskólanum, en að því' standa Samband íslenzkra barna kennara og Landssamband fram- haldsskólakennara. — Jafnframt var opnuð kennslutækjasýning. Um 200 kennarar hafa tekið þátt í störfum þingsins, sem einkum byggjast á fræðsluerindum í sambandi við hina merkilegu sýningu á kennslutækjum og bókum, sem notaðar eru við kennslu í skólum landsins. Við þingsetninguna var viðstaddur menntamálaráðh., Bjarni Bene- diktsson, sem flutti ávarp til kennarastéttarinnar við þetta tækifæri. Þingið hófst með því að Pálmi Jósefsson, skólastjóri Miðbæjar- skólans, setti það með nokkr- um orðum. Þá tók til máls Bjarni Bene- diktsson, menntamálaráðherra, og komst hann m. a. svo að orði: ÁVARP MENNTAMÁLARÁÐHERRA Óþarft er að fjölvrða um þýð- ingu tækninnar í flestum við- fangsefnum manna nú á dögum. Áhrifa hennar gætir auðvitað í kennslu og uppeldi með svipuð- um hætti og annars staðar. Því ber þess vegna að fagna að for- ustumenn í félagsstofnunum kennara skuli beita sér fyrir þeirri kennslutækjasýningu, sem nú á að opna. Þó ég hafi enh ekki skoðað sýninguna, bá veit ég að hún muni tala skýrar máli til kennara, en margir, langir fyrir- lestrar um hina margvíslegu að- stoð, sem tæknin getur nú veitt þeim í hinu mikilsverða starfi þeirra. TÆKNIN EIN DUGAR EKKI Einn af höfuðskörungum vorra SNÍ Fimm manns meiðast í jeppa á Snæfellsnesi NEMMA á sunnudagsmorguninn varð bílslys vestur við Grund sagði: „Þetta eru fréttamenn Krusjeff varð himinlifandi og hrópaði: „Ó, þeir eru hættulegir menn". „Æðsti maður Sovétríkjanna staulaðist að handriðinu og blés mæðinni við brjóst mér. Allt í einu sá hann hönd einhvers fyrir framan sig og þreif í hana: „Hver eruð þér“? sagði hann við eig- andann, Frank Kelley frétta- mann frá Herald Tribune í New York. Kelley svaraði því til, að hann væri Bandaríkjamaður. — „Þið Bandaríkjamenn vitið ekk- ert um Sovétríkin“, svaraði Krus jeff þá. Ég reyndi að hreyfa mig, en hann hélt mér, eins og í spennitreyju. — Þá sagði Kelley að það væri ekki sök Bandaríkja- manna, þótt þeir vissu lítið um Sovétríkin: þeir fengju sjaldan eða aldrei vegabréf þangað. Krusjeff sagði þá, að við skyld- um fá vegabréfin. — „Þið getið komið á morgun“, sagði hann og veifaði til fréttamannanna, sem þarna voru. Mikojan tók undir arm hans og sagði: „Komdu. Við skulum fara heim. Við verðum að fara snemma á fætur á morgun.“ Krusjeff hrissti hann af sér. Tító stóð þar hjá og glotti víð tönn; beið hann þess augljóslega, að eftirmaður Stalíns reyndi að koma af stað illdeilum við íull- og gert viðvart heima á Grund. HROSS Á VEGINUM Þetta gerðist um klukkan 5 á sunnudagsmorguninn. Var jepp- inn á leið úr Reykjavík fram á Snæfellsnes. Þjóðvegurinn ligg- ur um hlaðið á Grund. Er bíllinn kom þar, munu hross hafa verið á veginum. Bílstjórinn sveigði fyrir þau, en við það fór billinn út af, út á slétta mela. Þar fór bíllinn eina veltu og rakst á benzíngeymi og braut hann. ÓHUGNANLEG AÐKOMA Fólkið heima að Grund vakn- aði við að barið var þar upp. — Bóndinn og annað heimilisfólk fór þegar til hjálpar. Mun að- koman hafa verið óhugnanleg, því bíllinn lá mölbrotinn ofan á fólkinu, sem ekki gat hrært legg né lið. Tvennt virtist nokkuð meitt. Var bílnum velt ofan af fólk- inu. Læknir var kallaður á vett- vang úr Borgarnesi. Gerði hann að sárum fólksins. FLUTT í ÞYRILVÆNGJU Læknir taldi rétt að senda tvennt í sjúkrahús í Reykjavík í flugvél. Var ekki liðin nema ein klukkustund unz komin var á vettvang þyrilvængja frá Kefla- víkurflugvelli og flutti hún Lár- us Ágústsson, Mávahlíð 37 og Önnu Jónsdóttur, Hringbraut 37, til Reykjavíkur. Þar var sjúkra- bíll er flutti þau í Landsspítal- ann. Þar var gert að meiðslum þeirra, en þau voru ekki eins alvarlegs eðlis og haldið var. Hitt ferðafólkið var flutt niður í Borgarnes, en í bílnum voru auk þeirra Önnu og Lárusar þau Margrét Hjálmarsdóttir, Þjórsár- götu 6, Ingibjörg Hafberg, Reykjanesbraut 22 og Arnkell Guðmundsson, Brekkustíg 6. Ók hann jeppabílnum, sem hann hafði fengið að láni til fararinn- ar. — ★ Þeir, sem hafa skoðað brakið af jeppanum, telja það hafa bjargað fólkinu frá stórmeiðslum að i jeppanum voru allar rúðurn- ar úr öryggisgleri. tíma, Churchill, fyrrverandi : ,r- sætisráðherra Breta, mælti eitt sinn á örlagastundu þessi fleygu orð: Látið okkur fá tækin, þá skulum við vinna verkið. Hér er að vísu ólíku saman að jafna og hræddur er ég um að langt sé í land að öll þau nytsömu tæki, sem hér eru sýnd, verði tiltæk öllum þeim er þeirra hafa þöxf hér á landi. Öllu slíku miðar þó ótrúlega fljótt áfram og víð ís- lendingar höfum oft sýnt að við erum engir eftirbátar í því að hagnýta okkur skynsamlegar nýjungar. En tækin ein, hversu fullkomin sem þau eru, duga ekki. Sálarlaust efnið fær litlu áorkað. — Án utanaðkomandi stjórnar geta tækin sjálf ekki unnið verkið. Þau létta störfin en mannshugurinn verður að stjórn þeim, ef vel á að fara. Hann má því ekki sofna eða dofna, heldur halda sér vakandi og láta hvert nýtt tæki, sem auð- veldar störfin, verða til þess að menn sæki fram á hærra stig, láta þá orku, sem sparazt við ó- þarft erfiði verða til þess að skapa fegurra og göfugra mann- líf en áður var. Allir eigum við mikilsverðu hlutverki að gegna í þessum efnum, en þó fáir meira en þið, uppalendur æskulýðsins, sem öðrum fremur mótið hina kom- andi kynslóð. Látið hin nýju tæki verða ykkur til örvunar í starfi, til vaxandi umhyggju fyr- ir þeim æskulýð, sem ykkur er trúað fyrir. Látið þau verða ykkur til vakningar, til eflingar hugkvæmi ykkar og atorku í ykk ar göfuga starfi. Megi gifta og farsæld fvlgja öllum störfum ykkar í þágu æskulýðs íslands. SKÓLASÝNING OG FYRIRLESTRAR Á sunnudaginn skoðúðu þing- fulltrúar skólasýninguna í Aust- urbæjarskólanum. Síðari hluta dagsins voru flutt stutt erindi. Voru það allmörg skýringarer- indi um hina ýmsu þætti sýning- arinnar. Þessum erindaflutningi var haldið áfram í gær og í sam- bandi við hann fara svo fram umræður meðal þingfulltrúa. — Hefur miklum fróðleik verið miðlað um fjölmarga þætti sýn- ingarinnar. í dag eru þingfulltrúar gestir menntamálaráðherra, sem býður þeim til hádegisverðar. Umræðufundir verða síðdegis og í kvöld er ráðgert að þinginu ljúki. Ráðgert er að kennslusýningin. verði höfð opin fyrir almenning á miðvikudaginn. SauðburSur gekk vel GJÖGRI, 13. júní — Sauðburði er lokið og hefir gengið ágætlega. Hefir engin veiki kom:ð fram í lömbum svo heitið geti. — Kýr voru settar út núna um mánaða- mótin. •—R T. 11. landsþingi Kven- félagasambandi Is- lands lýkur í dag SÍÐASTLIÐINN föstudag var sett í Breiðfirðingabúð 11. lands- þing Kvenfélagasambands ís- lands, að afloknu 25 ára afmæli sambandsins, sem haldið var dag- ana. 6.—9. júní. Þingið setti for- seti sambandsins, frú Guðrún Pétursdóttir. Fundur hófst strax að þing- setningu lokinni og voru rædd. mál og skipað í nefndir. Á laug- ardaginn var haldið áfram nefnd- arstörfum og þann dag þegið boð danska sendiherrans hér, frú Bodil Begtrup. í dag héldu fundir áfram og skiluðu nefndir af sér álitum. ■— Þinginu mun ljúka í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.