Morgunblaðið - 03.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. júlí 1955 J HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MORAVÍA iFramhaldssagan 21 'lk Tjfm, snögglega, ákaft, en ástríðu þrungið. Við kysstumst langa slund, án þess að draga andann Qg þrýstum vörunum saman, ákaft og ástríðuþrungið. Það var Kkast kossum einfaldra en ákafra i^iglinga, sem ekki eru nema við '^áningar í ást sinni og eyðileggja Ijæði eigi nskemmtun með óþol- íÍBmæði og taugaveiklun. £ Og mér fannst við þessa kossa, Ögm ég frekar var að hnupla af "Sörum hennar, sem ég væri far- Sm að endurlifa æsku ár mín Sl yrði að gæta þess, að ðaföst móðir mín kæmi ekki að kur óvörum, þá og þegar. Jafn jótt og hinum langa kossi uk, urðum við stillt aftur, alveg ns og tvö börn; hún hljóð og varleg, ég dálítið ruglaður í :ollinum. Því næst varð mér litið konu mína og fór að hlæja, ði að sjálfum mér og henni, og g hló og sleppti hönd hennar. — etta gerði hana tortryggna og ún spurði: „Að hverju ertu að |ílæja?“ i „Fyrirgefðu", svaraði ég. „Ég ekki að hlæja að þér.... Ég hlæ af því, að ég er hamingju- |amur“. f Hún varð undirleit og spurði í lágum hlijóðum og vingjarnlega, um leið og hún hélt áfram að borða: „Og hvað er það, sem gerir þig hamingjusaman?" j í þetta skipti gat ég ekki veitt lengra viðnám og ég sagði hrein- skilnislega: „Núna hefi ég, í fyrsta skipti á æfinni, allt, sem ég óskaði mér og það sem meira er um vert — ég veit, að ég hefi það . . . “. f „Hvað var það, sem þú óskaðir ^ér?“ i' ,,í fjölda mörg ár“, svaraði ég, .Ttefi ég þráð það eitt, að elska ! oonu og vera elskaður af henni. ' 3ott og vel, nú elska ég þig og 'fg held sömuleiðis að þú elskir :nig. í fjöldamörg ár hefur mig !$ngað til að skrifa eitthvað, sem ! íefði raunverulegt gildi, eitthvað i^cáldlegt . . . Nú, þegar sögu . feinni er lokið, þá held ég, að i ihætt sé að fullyrða, að sú ósk ttún hafi einnig rætzt“. Ég hafði íkveðið, að tala ekki við hana úna um söguna, fyrr en ég hefði kið við að endurrita hana, en 3eði mín var svo mikil, að ég óðst ekki freistinguna. i Enda þótt ég vissi, að hún elsk- íði mig og fylgdist af alhug með rtörfum mínum, þá furðaði mig á þeim áhrifum sem þessi frétt afði á hana: „Ertu virkilega bú- n með söguna?" hrópaði hún Cjpp yfir sig með ánægju og gleði, sem sýnilega var einlæg. „Ertu búinn með söguna þína?“ og rödd hennar hafði skæran hljóm, sem gíaddi mig. „Ó, Silvio, og þú ságðir mér aldrei neitt um þetta!“ „Ég hef ekki orðað þetta við ! >ig“, svaraði ég, vegna þess, að : ;áunverulega er verkinu enn - ‘kki lokið. Ég á enn þá eftir að ' mlrita handritið og þá fyrst er íægt að segja, að öllu sé lokið, ! iegar sú vélritun er um garð . fengin". „Það skiftir engu máli“ sagði ! íún með sömu róseminni. „Verki pínu er nú lokið og þessvegna er petta stór stund . . Við verðum ÍS drekka hamingjuskál sögunn- ár þihnar." Viðmót hennar var heillandi og Íkaflega ástúðlegt og bláu aug- vn, ávo fögur og leiftrandi, hvíldu á. mér, eins og þau vildu gera f kælur við mig, með tillitinu einu. I Með sjálfandi hendi hellti ég víni j 1 glösin okkar og svó lyftum við ' Íeim, hátt yfir borðið: „Þína skál g bókar þinnar“, sagði hún, lágri röddu og horfði á mig. Ég drakk og sá hana drekka, en svo lét hún glas sitt á borðið, hallaði sér að mér og bauð varir sínar og í þetta skipti var kossinn sannur, langur og ástíðuþrunginn, og það var fyrst, er honum lauk, að við jVeittum því athygli, að þjónustu- stúlkan hafði komið inn og stóð nú og starði á okkur, undrandi á svipinn, með bakkann í höndun- um. „Komdu hingað Anna. Þú verð- ur líka að skála. Þetta er stór- kostlegur dagur", sagði konan mín, með hinu þokkafulla og áhrifaríka viðmóti, sem henni var svo eiginlegt. „Silvio, helltu í glasið hjá henni Önnu, og þú Anna, nú verður þú að drekka skál fyrir signor Silvio!“ Gamla konan hikaði og brosti tvfrætt: „Þá það, þá það, ef drekka skal heillaskál", sagði hún, lagði bakkann á hliðarborð- ið, tók glasið, lyfti því með klaufa legum tilburðum og drakk full- ið. Konan mín greip nú aftur til matar síns, en hélt þó áfram að leggja fyrir mig spurningar, við- komandi ritverki mínu: „Og ertu nú, í þetta skipti“, spurði hún. „sannfærður um, að hafa samið eitthvað fallegt?" „Já“, svaraði ég, „eins sann- færður og hægt er að verða um slíka hluti sem þessa .... og ég get orðið sannfærðari, en margur annar, vegna þess, að ég er ekki svo slæmur gagnrýnandi sjálfur. Ég er að minnsta kosti sannfærð- ur!“ „Þú veizt, að mig langar til að segja þér, hversu ánægð ég er“ sagði hún eftir stundarþögn. greip hönd mína og horfði í augu mér. Ég lyfti hendi hennar að vörum mér og kyssti hana. Ég var svo innilega þakkþátur konu minni fyrir það, hvernig hún fagnaði fréttinni um varkslok mín og opinberaði, enn einu sinn, með því, gildi þeirra tilfinn- inga, er hún bar í brjósti til mín — gildi sem var mér gulli betra. Ég var í sæluvímu vegna þeirrar gleði, sem hún lét í ljós, alveg eins og þessar fagnaðarviðtökur hefðu komið frá hinum frægasta gagnrýnanda, en ekki af vörum fáfróðrar manneskju, áhrifa- lausrar. Ég man ekki greinilega, í öll- um atriðum, hvað gerðist þetta kvöld, hliðstætt því er maður man ekki vel eftir andlitum fólks og svip þess, þegar skyndilegur bjarmi frá eldingu blindar mann með leiftrandi ofbirtu. Ég man aðeins það, að ég var æstur, glaður, í einhverjum hug- aræsing, og að ég ræddi við hana um framtíð mína og hennar. Því næst útskýrði ég, hvers- vegna ég hefði ritað söguna. Ég tók sem dæmi, okkur tvö og hjóna band okkar, sundurgreindi efnið, sem ég hafði fjallað um, og lýsti fyrir henni breytingum þeim og djúpsæi, er ég hafði leitt inn í það. Ég vitnaði í aðrar, frægar bæk- ur, gerði samanburð, rakti for- dæmin, sem ég hafði líkt eftir. Öðru hvoru rauf ég samhengið, j brá mér inn á aðrar brautir og 1 sagði skrýtlur. j Loks tók ég mér bók í hönd, J nýlega útgefið Ijóðasafn, og las upphátt nokkur kvæði eftir nú- tíma skáld. Konan mín sat á leigubekknum fögur, þokkafull, með krosslagða fætur, reykjandi og hlustaði á orð mín og frásögn. Ég þóttist verða þess vís að hún fylgdist með frá- sögn minni, með sömu ástúðinni, sannri og óbreytanlegri, en hún hafði vottað mér, er ég fræddi hana um það, að lokið væri nú skrásetningu sögunnar minnar. Tvö ein nutum við tveggja stunda, náinnar samveru, í þess- ari nítjándu aldar dagstofu, inn- an um hina mörgu, fornu, brak- andi húsmuni og þá einmitt er ég hugðist loka kvæðabókinni, að lestri loknum, einmitt þá slokkn- uðu ljósin. Það var ekki óvenjulegt, í þess- j um landshluta, að rafmagnið ! brygðist skyldunni. Þetta var upp skerutími olívunnar og olívu- > verða beint til pressanna. trésins og strauminum mundi, í myrkrinu gekk ég út að i franska glugganum, sem snéri út j að malarreitnum, framan við i PARADÍSARGARÐURINN 8 „Svo er víst,“ svaraði hún, „og agað get ég þá piltana. Þarna kemur sá fjórði.“ Það var Austri. Hann var búinn eins og Kínverji. „Nú, þú kemur þá úr þeirri átt?“ sagði móðirin. „Ég hélt þú hefðir verið í paradísargarði.“ „Þangað flýg ég ekki fyrr en á morgun," sagði Austri. „Á morgun verða liðin hundrað ár síðan ég kom þar. Núna kem ég frá Kína, og dansaði ég þar í kringum postulíns- turninn, svo að allar klukkurnar hringdu. Niðri á strætinu voru embættismennirnir lúbarðir. — Bambusprikin voru látin ganga sér til húðar á öxlum þeirra, og þetta voru mannvirðinga menn frá fyrstu röð til níundu. Þeir hljóðuðu og sögðu: „Ástarþakkir, minn föðurlegi velgerðarmaður!“ En þar fylgdi ekki hugur máli. Ég hringdi klukkunni og söng: tsing, tsang. tsú.“ „Mikill er í þér gáskinn,“ sagði sú gamla. „Það er gott að þú kemur á morgun í paradísargarðinn. Það er þó alténd til þess að þú siðast betur. Drekktu þá duglega úr vizku- lindinni og mundu að koma heim með fulla flösku úr henni handa mér.“ „Það skal ég gera,“ sagði Austri. „En því hefirðu látið hann bróður minn að sunnan niður í pokann? Upp með hann! Hann á að segja mér frá fuglinum Fönix. Kóngs- LUXEMBORG ER Á KROSSGÖTUM EVRÓPU LOFTLEIÐIR fljúga vikulega til og frá Luxemborg. Það er gaman að hefja Evrópuferðina á því að fljúga með LOFTLEIÐUM til Hamhorgar á laugardegi, eiga þar næturdvöl og fara svo á sunnudagsmorgni til Luxemborgar. Tilogfrá LUXEMBORG | með LOFTLEIÐUM I Það er gott að Ijúka Evrópuferðinni með því að sigla beint heim frá Luxemborg með sunnudagsferð LOFTLEIÐA LUXEMBORG ER Á KROSSGÖTUM EVRÓPU jiimiMuin iiiijjiu, ■ ■ ■ »J|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.