Morgunblaðið - 05.07.1955, Blaðsíða 7
f Þriðjudagur 5. júlí 1955
MORGUNBLAÐIB
Skdgariðnaðurinn sknpar grund-
völl oð merkustn útflutnings-
atvinnu Norðmanna
RÆÐA við árdegisveizluua
á Þingvöllum 1955, eítir
Jörgen Mathiesen.
EG hef haft tækifæri til að vera
viðstaddur hinn merka at-
burð þegar Skógræktarfélag ís-
lands heldur hátíðlegt 25 óra af-
mæli sitt á Þingvöllum. Ég vil
leyfa mér að þakka félaginu fyrir
boð þetta og fyrir að ég fékk
tækifæri til að gista þetta eftir-
tektarverða land, og ég fékk að
taka son minn Mogens, með mér
hingað.
Fyrir okkur Norðmenn hefur
nafn íslands ævintýralegan blæ.
Hingað leitaði margt af okkar
fremstu mönnum og konum i
upphafi vega til að varðveita hér
það frelsi, sem þetta fólk taldj
vera í hættu heima fyrir. Saga
þjóða vorra beggja er að mörgu
leyti svipuð, og fyrir atbeina ís-
lendinga er fyrri alda saga okk-
ar Norðmanna varðveitt frá
gleymsku. En einmitt þess vegna
er þjóðemiskennd vor og sjálf-
stæðisþrá í fullum blóma.
❖
En við erum hér á skógrækt-
armóti, og vil ég því færa félag-
inu ykkar kveðju frá hinu norska
Skógræktarfélagi. Vil ég nota
tækifærið til að segja ykkur ögn
um skóginn og hvaða þýðingu
skógar okkar hafa fyrir þjóð
mína. Land okkar er tiltölulega
auðugt af skógi í samanburði við
fólksfjölda. Við Norðmenn höf-
um lært að skógurinn tryggir til-
veru manna, bæði bætir veðrátt-
una og efnahaginn.
SKÓGARNIR MILDA
VEÐRÁTTUNA OG SKAPA
ÞJÓÐINNI EFNALEGT
ÖRYGGI
Ringset hefur talað um skóg-
græðsluna og hefur skýrt ofur-
lítið frá hvaða þýðingu skóg-
ræktin hefur fyrir þjóð vora og
skógariðnaðurinn ekki sízt. Af
öllum þeim viði sem árlega vex
í skógum vorum, alls 12,5 millj.
teningsmetra, er 10.5 millj. ten-
ingsmetrar barrviður, greni og
fura. Að frágengnu úrgangsviði
sem verður eftir í skógunum,
eldivið og öðru sem fer til heim-
ilanna verður skógviðurinn sem
eftir er notaður í skógariðnaðin-
um, 6—7 millj. heningsmetrar,
sem hægt er að nota til iðnaðar
og skapar undirstöðuna að þeim
atvinnuvegi. Skógariðnaðurinn
nemur fimmta hluta af fram-
leiðsluverðmæti í norskum iðn-
aði. Fjórði hluti af öllum út-
flutningi þjóðarinnar eru afurð-
ir frá skógum. Á þann hátt er
það skógurinn, sem veitir okkur
meginhlutann af þeim gjaldeyri,
sem við þurfum til að framleiða
og kaupa vörumar sem okkur
vanhagar um í þjóðarbú vort.
Útflutningsverðmæti skógaraf-
urðanna nam árið 1954 einum
milljarð norskra króna.
Eins og Ringset hefur sagt frá,
eru miklir möguleikar á aukinni
skógrækt í skógareyddum strand
héruðum Noregs, en einnig í þeim
héruðum sem enn vaxa skógar
eru miklir möguleikar að auka
skógrækt frá því sem nú er.
AFKÖST NORSKU
SKÓGANNA EIGA FYRIR
SÉR AD AUKAST MIKIÐ
Varla er of djúpt tekið í ár-
inni að segja að í framtíðinni
sé hægt að tvöfalda afköst skóg-
anna í gagnviðarframleiðslu með
aukinni gróðursetningu og betri
umhirðu á skógum vorum, þar
eð notkun eldiviðar og annarra
heimilisnota af skógunum eykst
ekki verulega í framtiðinni, get-
ur meginhluti hins aukna viðar-
magns komið skógariðnaðinum
að notum. En einmitt þetta gerir
það að verkum að bjart er fram-
undan fyrir skógariðnaðinn. —
Hann gæti vel aukið framleiðslu
sina um 100—200% og mundi sú
framleiðsluaukning verða geysi
Ísíendingar þerfa að halda áfram vísinda-
legum rannsóknum ura hvaða trjátegundir
henta íslenzkum jarðvegi og veðurfari, —
segir Jörgen Mathiesen.
Jörgen Mathiesen flytur ræðn
sína í árdegisveizlunni á skóg-
ræktarfundinum á Þingvöíltun
(Ljósm. Mbl.)
þýðingarmikil fyrir efnalega af-
komu Norðmanna.
Kringumstæður fyrir skógar-
höggi á íslandi eru ekki sam-
bærilegar við ástæður Norð-
manna. Hér á landi eru litlir
skógar uppistandandi nú og eng-
inn barrskógur frá náttúrunnar
hendi. Elztu og veigamestu stofn-
arnir hér eru hinir gömlu ætt-
stofnar, sem eru kunnir allt frá
því að sögur hófust og eru eins-
dæmi í veröldinni. Að efna til
nýskóga, barrskóga á íslandi
hlýtur að verða mikið átak og
til þess þarf mikla framsýni. En
kunnug er þrautseigja þjóðarínn-
ar þegar mikið liggur við.
VÍSINDALEGAR
RANN SÓKNIR
NAUÐSYNLEGAR
Við þetta starf þarf markvissa
stefnu og hugsjónir þurfa að
njóta sín. Sennilega þarf ein-
staklingsframtakið hér að koma
til greina og njóta stuðnings þjóð
félagsins, ef vel á að takast.
Vel má vera að reynsla sú,
jákvæð eða neikvæð sem við
Norðmenn höfum komlzt að I
skógræktinni síðustu manns-
aldrana geti komið að notum
í framtíðinni bér á landi. En
áreiðanlega er það nauðsyn-
legt að halda hér áfram til-
raunum, sem þegar er byrjað
á viðvíkjandi mismnnandi trjá
tegundum, sem hingað era
fluttar til landsins með vis-
indalegum rannsóknum á því
hvaða tegundir eigi hér bezt
við veðnrlag og jarðveg og
hver sé uppruni þeirra hag-
kvæmastur fyrir íslenzk skil-
yrði. —
Þegar íslendingar hafa komizt
að ákveðinni niðurstöðu um það
hvaða tegundir sé haglcvæmast
að rækta hér á landi á mismun-
andi stöðum, getur íslenzk skóg-
rækt fyrst tekið öruggum fram-
förum.
♦
Lengi hefur það verið góður
siður á Norðurlöndism að taka
með sér gjafir til vinanna, sem
menn gista. Ég hef þess vegna
tekið með mér gjöf, sem ég vona
að komi Skógræktarfélaginu að
gagni í framtiðinni. Er það
minnkuð útgáfa af exi, sem við
erum vanir að nota í Noregi,
þegar við merkjum tré þau, sem
á að fella. Er hún útbúin sem
fundarhamar og upphafsstafir
norska Skógræktarfélagsins E. J.
eru á hamrinum. Þó slíkt áha’.d
muni ekki fyrst um sinn verða
notað í nýjum barrskógum ís-
land.s getur Valtýr Stefánsson
notað hamarinn sem fundaham-
ar á félagsfundum, svo framar-
lega að samkomulagið sé ekki
svo haldgott að formaðurinn
þurfi ekki að gripa til hamars-
ins. Til að hlífa borðplötunni
fylgir sláttarhella, sem þolir að
ósekju þung hamarshögg. Þessi
timburplata er tekin úr furu,
er óx i minum eigin skógi, en á
henni eru 25 árhringar til að
miana á núverandi aldur félags-
ins.
Að endingu vil ég endurtaka
þakkir mínar fyrir að ég fékk
tækifæri til að vera hér á af-
mælisdaginn og óska _ ég Skóg-
ræktarfélagi íslands til hamingju
með afmælið um leið og óska
ég gæfuríkrar framtíðar félag-
inu til handa og að það megi
verða til gagns og ánægju fyrir
ísland og íslenzka þjóð.
Loks bað Mathiesen samkom-
una að hrópa ferfalát. húrra fyrir
íslandi.
MælingasfeEpið
á Pafreksfirði
PATREKSFIRÐI, 4. júlí: — Um
helgina dró færeyskur kútter vél
bátinn Ölduna frá Súgandafirði
inn á Patreksfjörð. Hafði vél Öld
unnar bilað út af Bjargtöngum
og kútterinn komið bátnum til
hjálpar. Liggur Aldan enn á Pat-
reksfirði, en hún var á leið suður
til Reykjavíkur.
Hér á Patreksfirði hefir danska
mælingaskipið Tyho Brahe legið
um nokkurt skeið. Hafa mæling-
armenn af skipinu uimið við land
mælingar að undanförnu í fjöll-
unum í kring um Patreksf jörð.
í gær kom Ólafur Jóhannesson
af Jónsmiðum og landaði tæpum
300 lestum af karfa í frystihúsið
á ísafirði. Á morgun fer hann til
Reykjavíkur til þess að taka olíu,
en brennsluolíulaust er hér með
öllu á Vestfjörðum.
Kinn togarinn, Gylfí, er va&nt-
anlegur á morgun frá Jónsmiðum
með sæmilegan afla. Mun hann
leggja upp í frystihúsið hér í
bænum. Um helgina tók Detti-
foss 9.500 kassa af hraðfrystum
karfa til Rússlands. — Karl.
7,
Veiðileyfi eru seld heima á bænum Kaldárhöfða. —
Enginn má hefja veiði fyrr en hann hefur fengtð veiði- ’
leyfi.
Efíirlitsmaðurhut.
Húseignin Templarasund 3
er til sölu. Tilboð í eignina óskast send öðrum hvorum
undirrituðum, sem veita allaz nánari upplýsingar.
Sigurgeir Sigurjónsson hrl., ASalstræti 8. “
Gunnar Þorsteinsson hrl., Austurstræti 5.
'••■•■•»■■■•■•••••■■■»*»•■••
!■■■»»•■»»••■•»»•■»•■•■»■■■»»»*•*Aftá
■ »•■■•1» ••••••••*»■»»•••»•»■»**•» •»»»••■ jT#
Vélsetjara
vantar Prentsmiðjuna Eddu nú þegar. — Aðeins reglu-
samur og góður vélsetjari kemur til greina — Ekki
blaðasetning. — Kvöldvakt þriðju hverja viku. — Hring-
ið í síma 80070.
RAFIAGN'IR 1
m
ð
Tökum að okkur raflagnir í ný hús, enníremur víðgerðir 5>
á raflögnum og heimilistækjum. ;
•*
fiý/ai RaffeekjavÍMWstofan
Kjartansgötu 1
Heimasími 6059 i
m
i inRheÍEEBtntnaður
»
m
I Þrkkta heildverzlun í Reykjavík vantar nú begar dug-
m
• legan innheimtumann háifan daginn eða eftir samkomu-
“ lagi. — Umsóknir er greini aldur, sendist afgr. Mbl.
: iyrii 7. júlí merkt: „Innheimtumaður — 849“.
i RAFVIRKJAR
■
■ Okkur vantar rafvirkja, helst vana skipavinnu.
j hjá verkstjóra í síma 3837 og 80194.
Uppl.
RAFTÆKJAVERZLUN
JÚLÍUSAR BJÖRNSSONAR
FLVGILL
TEFLD hefir verið önnur um-
ferð í skákkeppni Rússa og
Bandaríkjamanna. Jafntefli varð
hjá Botvínnik og Reshevsky,
Smyslov vann Bisguier, Bron-
stein vann Evans, biðskák varð
hjá Geller og D. Byrne, Keres
vanh R. Byrne, biðskákir urðu
hjá Petrosyan og Horowitch,
Taimonov og Kashdam og Kotov
og Steiner. — Rússar hafa eftir
tvær umferðir 9% á móti 2 Vz
vinning, en tefidar verða 4 um-
ferðir.
í Höfum verið beðnir að selja Hornung & Möller Saloon ;
■ fiygil. — Verðið mjög hagstætt. ■
GOTFRED BEKNHÖFT & CO. H. F. ;
Sími 5912 —■ Kirkjuhvoli.
Ibúð óskast
til teígu í ca. 1 ár. —* 3 í heímíli. — Sími 80872.
HRINGUNUM
FRÁ
HAÉNAftSTR 4