Morgunblaðið - 05.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: SA-kaldi. — Dálítil rigning síðdegis. 148. tbl, — Þriðjudagur 5. júlí 1955 Landsleikurinn Sjá bls. 9. Belffiskur togari tekinn ö C í annað skipti í lamlhclgi Varðskipið sem flutti forsetahjónin elti togarann YARÐSKIP það er flutti forsetahjónin til Eyja í hina opinberu heimsókn, og átti að flytja þau til Reykjavíkur aftur, varð nkyndilega að láta úr höfn, til þess að sækja landhelgisbrjót. — Komu forsetahjónin því flugleiðis en varðskipið er væntanlegt tit Reykjavíkur árdegis í dag. Vr-’"'' T-. ■ÚX AF INGÓLFSHÖFÐA Um hádegisbilið á sunnudag- inn, er flugvél með nokkra for- ingja úr strandgæzlunni fór í könnunarflug meðfram suður- strönd landsins, kom flugvélin þar að, sem togari var að veið- um fyrir innan fiskveiðitakmörk- in við Ingólfshöfða. Flugvélin lækkaði flugið og niður að tog- aranum og voru gerðar staðar- ákvarðanir úr flugvélinni. Mun togarinn hafa verið samkvæmt þeim hvorki meira né minna en um 2 mílur inn á bannsvæðinu. Var nú varðskipinu sem flutt hafði forsetahjónin til Vest- mannaeyja, gert viðvart og hélt skipið samstundis úr höfn, áleið- is austur að Ingólfshöfða. TVÆR KÆRUR ÁÐUR Fylgzt var með togaranum úr lofti, en hann var að veið- um innan landhelginnar fram eftir degi. Þegar varðskipið kom á vettvang um hádegis- bil í gær og stöðvaði togar- ann, var hann kominn út fyr- ir landhelgina. — Hér var um I að ræða belgiska togarann Van Dyck frá Ostende, sem er nýsköpunartogari. Þessi sami togari var tekinn fyrir ! tveim árum við Eyjar. Þá l voru lagðar fram gegn honum tvær kærur fyrir landhelgis brot og hann dæmdur sekur í báðum tilfellum. — Strand- gæzlumenn í könnunarflugi höfðu tvisvar staðið togarann að verki. Ekki var þó um sama skipstjórann að ræða í bæði skiptin, heldur hafði stýrimaðurinn farið með skip- stjórn í annað skiptið. Ekki var vitað í gær hvort hinn sami skipstjóri eða stýri- maður var með skipið og í hin skiptin. Danir leika við Akranes í kvöld DANSKA knattspyrnuliðið leik- ur í kvöld við íslandsmeistarana 1954, Akranesliðið. Lið Dananna mun verða nokkuð breytt frá landsleiknum. í stað John Amidsen kemur Börge B. Larsen, í stað hans Erik Rasmus Petersen, í stað Erik Jensen Poul Sörensen og í stað Jens P. Hansen kemur Jens P. Reggelsen. Akranesliðið mun verða eitt- hvað styrkt að því er blaðið hef- ur fregnað Helgi Daníelsson Jandsliðsmarkvörður, mun Ieika með því og líklega Einar Hall- dórsson úr Val. Hannes Sigurðsson verður dómari. Fulltrúar á 19. þingi Ungmennafélags íslands, sem haldið var á Akureyri 30. júní og 1. júlí. —• (Ljósm. V. Guðm.) , Bóndi deyr á Iei3 Var látinh |>cgar þyrilvængjan kom Borgarnesi, 4. júlí: — SVEINN Sveinsson bóndi að Sveinsstöðúm í Álftanes- hreppi, lézt er hann var á leið til fjalls með fé. Sveinn heitinn mun hafa lagt af stað heiman frá sér á laugar- dagskvöldið með féð. Var með honum Magnús sonur Guðbjarn- ar bónda í Straumfirði. Álfthrepp ingaafréttur er vestan Langár inn frá Grímsstöðum, en afrétturinn er svo sem klukkustundar ferð á hesti frá Grimsstöðum. ★ Milli klukkan 12 og 1 í dag kom Magnús einn heim að Grímsstöð- um. Skýrði hann frá því, að Sveinn, sem var maður um sex- tugt, hefði skyndilega orðið mjög veikur inn við afrétt og misst meðvitundina. Þegar var brugð- ið við þar á bænum og menn lögðu af stað hinum sjúka til hjálpar. Jafnframt var Slysa- varnafél. í Reykjavík beðið að veita aðstoð við að útvega flug- vél. ★ y Flugstjórnin á Reykjavíkur- flugvelli mun hafa uppl. að Björn Pálsson gæti ekki farið á vett- fang á sinni litlu flugvél, þar eð ólendandi væri þar. Þá mun flug- stjórnin hafa snúið sér til varnar liðsins á Keflavíkurflugvelli, því innan stundar bárust fregnir um að þyrilvængja væri lögð af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Með henni flaug vestur að Grímsstöðum Jón Oddgeir Jóns- son fulltrúi, en þaðan inn að Lambafelli, þar sem Sveinn Sveinsson lá, fór kunnugur mað- ur er leiðbeindi hinum amerísku flugmönnum. — Þegar þyril- vængjan kom á stað þann er Sveinn hafði hnigið niður, var hann látinn. — Lík hans var sett upp í þyrilvængjuna og flutti hún það til Reykjavíkur. Var þyrilvængjan rúml. hálfan annan tíma í leiðangri þessum frá því hún lagði af stað frá Reykjavík unz hún var komin aftur þangað. Hér er talið að Sveinn hafi látizt af heilablæðingu. — F. Erlendu síldar- skipin komin FYRSTU síldarfréttirnar eru nú að byrja að berast. Engar stór- fréttir eru það þó, og lítil síld hefir enn veiðst. Fréttaritari Mbl. á Siglufirði simaði seint í gærkvöld, að þangað hefði kom- ið eitt skip í gær með síld. Var það skip frá Ólafsvík, sem lagði upp um 150 tunnur til Óskars Halldórssonar h.f. Kom það til Siglufjarðar milli kl. 6—7 i gær- kvöldi. Síldin fór bæði í salt og fryst- ingu. Var hún sæmilega útlít- andi, frekar mögur en jafnstór. Veiddist hún milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Á Siglufirði var hið bezta veður í gær, engin skip inni, en öll á veiðum. Eng- ar aflafréttir aðrar höfðu til Siglufjarðar borizt. Kauptryggingin hófst á sölt- unarstöðvunum 1. júlí og er nú allt til reiðu, háir tunnustaflar og nýmálaðir kassar, aðeins beð- ið síldarinnar. Frá Raufarhöfn er símað, að hafsíldin sé nú komin á miðin og hafi hún sézt vaða á laugar- dag norður af Langanesi. Haf- síld kemur einnig úr veidd- um þorski. í fyrradag veiddust nokkrar síldar í silungsnet á Kópaskeri. Útlendu veiðiskipin eru kom- in á miðin. Landsmót og þing UMFI setti svip sinn á Akureyri Eiríkur J. Eiríksson endurkjörinn formaður Veðurathugunar- skip í Reykjavík HÉR í Reykjavikurhöfn var i gær dag skozka veðurathugunarskip- ið Wether Explorer. Það kom hingað til að taka olíuforða o. fl. vistir. Skip þetta hefur með hönd um veðurþjónustuna á hafinu milli íslands og Grænlands. — Þar hefur undanfarið verið hol- lenzkt skip. Veðurskipin eru 4 vikur í senn á þessum norðlægu slóðum. Það var ekki lieimsmet ALÞJÓÐASUNDSAMBANDIÐ hefur nú staðfest, að heimsmetið í bringusundi sé 1:09,8 mín. og eigi það Pólverjinn Petruse- vicz. Tími Danans Gleie hér í sundhöllinni var því ekki heims- met, eins og vísustu menn á sviði sundsins hér bæði íslenzkir og norrænir gestir töldu þá er Daninn synti. 4 UPPLYSINGAR AÐALRITARANS Morgunblaðið leitaði til rit- ara Alþjóðasambandsins og spurði um hið staðfesta met. Svar hans barst í gærdag og segir hann að heimsmetið í 100 m bringusundi eigi Petrusevicz og hafi hann sett það í Wroclan 23. maí 1954. Ritarinn segir að þetta met hafi stjórn Alþjóðasambands ins staðfest 6. sept. í haust. Með þessu er tekinn af allur vafi um þetta umrædda heims- met og Sundhöllin varð því ekki í þetta sinn vettvangur eins stórra tíðinda og hinir vísu heim- ildarmenn blaðsins töldu. AKUREYRI, 2. júlí: — Þessa dag ana er háð hér á Akureyri lands- mót ungmennafélaganna í land- inu, og er þar keppt í mörgum íþróttagreinum svo og starfs- íþróttum. Þá er hér til skemmtun ar leiksýningar, kvikmyndasýn- ingar, söngur og hljóðfæraleikur. Kominn er hingað til bæjarins mikill fjöldi aðkomufólks. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar sér um mótið, en framkvæmda stjóri er Haraldur M. Sigurðsson, íþróttakennari. Meginástæða þess, að mótið er haldið hér á Akureyri er einmitt sú, að fyrsta ungmennafélagið á landinu er stofnað hér 1906, en UMFÍ er stofnað 1907, og mun vera í ráði að minnast 50 ára afmælis þess með veglegu móti 1957. Ungmennafélag Akureyrar er nú ekki lengur starfandi, en það starfaði hér með allmiklum blóma um margra ára skeið. 19. ÞING UMFÍ Jafnframt landsmótinu er háð hér 19. þing UMFÍ og hófst það 30. júní s.l. Til þings voru mættir 56 fulltrúar frá 16 héraðssam- böndum, en alls eru í samtökun- um 19 héraðssambönd með alls 200 ungmennafélögum og félags- menn eru alls 12140 talsins. Formaður UMFÍ, séra Eiríkur J. Eiríksson frá Núpi í Dýrafirði, setti þingið með ræðu, en forset- ar þess voru kjörnir Helgi Símon- arson, Þórarinn Þórarinsson og Sigurður Greipsson, en ritarar Jónas Gíslason og Jón Hjartar. Ritari sambandsstjórnar, Daní- el Ágústínusson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Aðalumræðuefni þingsins voru íþróttamál, fram- sögu hafði Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, framsögumenn Stefán Ólafur Jónsson og Magnús Óskarsson, bindindismál, fram- sögumaður Halldór Kristjánsson, og skipulagsmál, framsögumaður Daníel Ágústínusson. Umræður voru miklar og fjöl- margar ályktanir gerðar. Helztar eru þær, að þingið samþykki áskorun til ríkisstjórnarinnar um að efla íþróttasjóð allverulega á fjárlögum næsta árs, að 50% skemmtanaskatts renni í félags- heimilasjóð, svo sem upphaflega var ákveðið. Þingið fagnar ný- settum lögum um bókasöfn og vill leggja áherzlu á félagslegt uppeldi æskulýðs í skólum lands ins og hvetur til bættrar aðstöðu Kennaraskóla íslands. Þá lýsir þingið stuðningi sín- um við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Enn fremur samþykkti það að reisa 1 A Aðalsteini heitnum Sigmunds- syni minnismerki í Þrastaskógi vegna hins mikla forgöngustarfs hans í málefnum UMFÍ. Þingið samþykkti að halda fast við hvítbláa fánann, sem merki samtakanna. Það varaði við hætt- um á jafnvægisleysi í byggð landsins. Þingið taldi þörf auk- innar fræðslu í íslenzkum fræð- um. Þingið þakkaði Alþingi og ríkisstjórn skelegga forystu 1 landhelgismálum og styður kröf- ur um endurheimt handritanna og byggingu húss yfir þau. 'M STJÓRNARKJOR Þingið lauk störfum sínum með stjómarkosningu og voru séra Eiríkur J. Eiríksson, formaður, Daníel Ágústínusson, ritari og Gísli Andrésson, varaformaður, allir endurkjörnir. Stefán Ólafur Jónsson var kjörinn gjaldkeri og Axel Jónsson meðstjórnandL Varamenn voru kjörnir: Hrönn Hilmarsdóttir óg Stefán Jasonar- son. Endurskoðendur Stefán Run ólfsson og Teitur Guðmundsson. Akureyrarbær hafði samþykkt að veita 10 þús. krónur til bessa landsmóts UMFÍ og þakkaði þing ið það með kröftugu lófataki. Störfum þingsins lauk kl. 1 eftir miðnætti, og kvaddi formaður, sr. Eiríkur J. Eiríksson, þingfull- trúa með ávarpi. — Vignir. Akurey á hehnleið1 AKRANES, 4. júlí. — Togarinn Akurey er væntanlegur hingað af Grænlandsmiðum í fyrramál- ið. Kvað hann hafa aflað um 260 lestir fiskjar. Einn trillubát- ur var á sjó héðan í dag. Reri hann með línu og fékk eina lest á 11 stampa. — Oddur. "I SETKIAVlK B C D E F G 1 1 I|i| »1 • i & á iáe%s iá ms m ABCUEFGH STOKKHÓLMUB 17. leikur Reykjavíkur: Rc5—d3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.