Morgunblaðið - 05.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1955, Blaðsíða 9
MORGVJSBLÁÐIB Þriðjudagur 5. júlí 1955 (ÞRÓTTIR Landsleikurinn á sunnudagskvöldið — Danir voru ókrýndir konungar á vellinum íslenzka landsliðið brást algerlega vonum manna ^ T|AÐ VORU 10280 óánægðir vallargestir, sem hurfu heim á | -r leið misjafnlega blautir af regni, að loknum landsleik ís- ^ lendinga og Dana á sunnudagskvöldið. Óánægðir voru menn | yfir því hve íslenzka Iandsliðið gersamlega brást vonum þeirra. |r Yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda bar þá von í brjósti að | íslenzka landsliðið mundi veita Dönum harða keppni — og | ef til vill fara með sigur af hólmi úr þeirri viðureign. Rn | sigur okkar manna var langt undan, þvi slíkir voru yfirburðir ÍDana í leiknum, að okkar menn áttu undantekningarlaust í vök að verjast. Danska liðið vann verðskuldaðan sigur. l>eir F sýndu yfirburði i öllum greinum knattspyrnunnar — og sigur | þeirra hefði þessvegna jafnvel getað orðið enn stærri en raun F varð á. Ríkharður brauzt gegnum dönsku vörnina á 33. mín. fyrri hálfleiks, lék upp að endamörkum, cr» gat ekki skotið þaðan, því markið var lokað frá þeirri stöðu er hann var kominn í. Hann hugðist gefa knöttinn til Þórðar inn á miðjunni — en varnarleikmaður komst á milli og bjrgaði. Þetta var eitt af örfáum tækifærum íslendinga við danska markið — en aðeins tækifæri. (Ljósm. Bjarnl. Bjarnleifsson). * VONIN Þúsundum saman komu menn é „völlinn" hálfum öðrum klukku tíma áður en leikur hófst. Suð- austan stormur og úrhellisrign- ing fékk ekki bugað menn, því bjartsýnin og vonin knúði menn til að láta ekki veðurguðina aftra sér frá að sjá þá viðureign sem hér átti að fara fram. Þjóðsöngvar þjóðanna voru Jeiknir og síðan leikurinn hafinn. Danir kusu að leika undan hinum Sterka hliðarmeðvindi. * DANIR TAKA VÖLDIN Fyrstu mínútur leiksins var dugur og vilji í okkar mönnum. Þeir reyndu fyrir sér og einmitt í upphafi leiksins sýndu þeir vel tiugsaðar tilraunir til samleiks, þótt við ramman reip væri að draga, þar sem var danska lands- liðið — og stormurinn. Og ekki komst danska markið í hættu. Og smám saman breyttist gang wr leiksins úr því að vera íslenzk- danskur í hreinan danskan leik, því sókn þeirra varð alger og þyngdist æ. Danir urðu æ ágengn ari við markið og til dæmis um það er, að á fyrstu 30 mínútunum fengu þeir 7 hornspyrnur á ís- lendinga. Skot þeirra voru þó ekki hin hættulegustu, en oft greip Helgi Daníelsson vel inn í leikinn. En á 31. mínútn kom fyrsta * markið. Gefið var vel fyrir frá } hægri og Aage Ron Jensen ' fékk skallað — laust en hnit- mlðað. Eftir þetta mark, var sem land- inn vaknaði og sótt var allfast á, þó ekki yrði úr bein hætta. Á 33. mín. komust fslendingar næst því að skora. Albert gaf Rikharði knöttinn og hann óð f gegnum dönsku vörnina, var kominn ná- lægt endamörkum og markið lokað fyrir honum. Hann ætlaði að gefa til Þórðar inni á miðjunni en varnarleikmaður komst á milli .— fyrir innan markteig og bjargaði. Þetta var eitt af sára- fáum tækifærum fsl. liðsins í leiknum — en aðeins tækifæri. Fjórum mínútum síðar ligg- 1 ur enn sem fyrr á íslending- um. Ríkharður nær knettin- um á vítateig, en missir hann og Jens Peter Hansen er fljót- ur að nota tækifærið og skor- ar annað mark Dana, með lausu skoti en hnitmiðuðu. ★ SKIPULAGSLEYSI Hafi ísl. landsliðið leikið skipu lagslítið fyrir þetta annað mark, þá var leikur þess skipulagslaus þar á eftir. Menn reyndu hver fyrir sig, við misjafnan árangur, en samleik brá varla fyrir. Danir voru hinir ókrýndu konungar vallarins og mörk þeirra hefðu getað orðið enn fleiri, ef skot þeirra hefðu verið betri en raun varð á. Helgi í markinu bjargaði oft vel og honum má þakka öðr- um fremur að ekki fór ver. Bjartsýni manna var ekki horf- in í hálfleik. Einhver hafði orð á því, að það hefðu líka staðið 2:0 er ísland keppi við Svíþjóð í Kalmar í fyrra — og þá fór allt vel. Þar við bættist að í síðari hálfleik áttu íslendingar að leika undan vindinum. Það færðist og nokkurt líf í liðsmenn okkar í byrjun seinni hálfleiks, en tilraunir þeirra voru alltaf brotnar á bak aftur. Og reiðarslagið var að Dönum tókst að skora þriðja markið er 5 mín. voru af síðari hálfleik. Var þar Jens Peter Hansen að verki með föstu, leiftursnöggu og góðu skoti AÐEINS fjórir menn liðsins náðu að leika í líkingu við það, sem búizt var við af þeim, Helgi Daníelsson, tvímælalaust bezti maður liðsins, Einar Hall- dórsson og Þórður Þórðarson. Hinir allir brugðust og þá sér- staklega Albert og bakverðirnir. Fyrstu 10. mín. spáðu góðu, en eftir það var vart um nokkra mótspyrnu að ræða. Hraði Dan- anna var gífurlegur og þeir fengu að byggja upp í friði algerlega óáreittir áhlaup eftir áhlaup og markatalan 4:0 segir ekki neitt um gang leiksins — hún hefði alveg eins getað orðið 8:0. Eftir svona gífurlegan ósigur, er ekki ólíklegt að menn leitist við að svara þeirri spurningu, hvað það hafi verið, sem orsakaði þessa herfilegu útreið. Að mínum dómi eru orsakirn- ar þessar. Hraði Dananna varð okkar mönnum ofviða. Annar innherja okkar, Albert, vann ekk ert sem slíkur og var bókstaflega ekki með í löngum köflum leiks- ins. Með annan innherjan óvirk- an skapaðist eyða, sem auðvelt var að notfæra sér, enda gerðu Danir það. Mæddi af því mikið á Sveini og Guðjóni, en þeir beittu þeirri einkennilegu leikaðferð að hörfa í stað þess að fara á móti mönnunum. Bakverðir okkar léku innarlega og við það skap- aðist þröng við markið. Léku þá Danir þangað út og tókst að jafn- aði að dreifa leiknum og opna að lokum leiðina að markinu. Leikaðferðin (taktikin) eitt grundvallaratriði í knattleik, var ekki til. Flestar sóknartilraunir landanna brutu Danir niður þeg- ar í upphafi. Þeir gáfu aldri tæki færi til einleiks. Skiptingar voru örar hjá Dönum og ruglaði það frá hægri, sem Helgi hafði enga möguleika á að verja. Og nú kom á daginn, að Dan- irnir gátu auðveldlega sótt á gegn storminlim. Það var nær um hreinan einstefnuakstur að ræða. Mikið mæddi á vörn okkar manna og einkum markmannin- um. Hann greip vel inn í leikinn, sem að mestu fór fram innan vítateigs og hann fékk bjargað okkar menn mjög, ekki sízt vegna leikhraðans. Fyrirliði landsliðsins, Rikharð- ur, sem jafnan hefur verið drif- fjöður þess í sókn, „uppbyggjari“ og skytta, var í þessum leik ó- líkur sjálfum sér. Hann fekk engu til leiðar komið í samleiks- átt, en reyndi stundum langan einleik með þeim afleiðingum, að er komið var að því að skjóta var allur kraftur búinn, eða Danir gerðu sér lítið fyrir og tóku af honum knöttinn. Það er í sjálfu sér allt í lagi með að tapa leik eða leikjum fyrir verðugum andstæðingum. Sterkara liðið' á alltaf að ganga með sigur af hólmi — og gerði það nú. Þetta er lögmál heil- brigðrar keppni og drengilegrar, sem vonandi stendur af sér allt stríð. Hins vegar er munur á að falla með sæmd eða verða undir við lítinn orðstír. Þessum landsleik töpuðum við með lítilli sæmd og brugðum upp mynd af lélegri knattspyrnu. Bar áttuvilji liðsins varð að engu á fyrstu mínútunum, „taktik“ ekki til. Sumir leikmenn alls ekki þess umkomnir að geta sparkað knett- inum með hægri og vinstri fæti eftir því sem betur átti við, en slíkt hlýtur að verða ein af lág- markskröfum til manna, sem landslið einnar þjóðar skipa, enda þótt hún sé ekki stór að höfða- tölu til. íþróttin er hin sama í öllum löndum stórum sem smá- um. Maður stynur við tilhugsun- ina um orð hins ungverska Pusk- as, sem hann lét falla um leik danska landsliðsins fyrir skömmuu: „Þeir kunna ekki und- irstöðuatriði knattspyrnunnar"! Hvað segir Aage Rou um okkar lið? Hans. því að ekki fór langtum ver en raun varð á. Framherjar vorir voru gersamlega miður sín. Ein- staka sinnum gerðu þeir tilraun- ir hver fyrir sig — einkum þó Þórður — en samleikurinn kom aldrei. Danir bættu fjórða mark- inu við eftir miðjan hálfleikinn og var það Poul Pedersen vinstri útherji er skoraði föstu skoti. Það skot hefði aldrei átt að markinu að komast, ef varnarleikurinn hefði verið öruggur. En það fór sem fór — síðari hálfleikurinn var ein samfelld raunasaga fyrir okkar menn. ★ DANSKA LIÐIÐ Danska liðið hafði, sem fyrr segir, yfirburði í öllum leik. Þeir voru geysiharðir í einvígjum og náðu oftast knettinum. Þeir léku af miklum hraða, með öruggum skiptingum og var Ove Andersen hinn kornungi nýliði, hreinn meistari í þeim. Hin sterka fram- varðalína réði lögum og lofum á vellinum. Síðuframverðirnir fengu óáreittir að stilla sér upp hver á sínum vallarfjórðungi og „mata“ framherjana upp að víta- teig íslendinga. Útherjarnir léku lausum hala á köntunum — eink- um hinn vinstri. Sókn Dana var skipulögð og markviss. Vörn þeirra átti rólegan dag — og réði auðveldlega við „einstaklings- framtak“ framherja íslands. Á markmanninn reyndi ekkert — hann fékk tæpast skot á mark, en af orðrómi sem um hann gengur er ekki búið að koma knettinum fram hjá honum í markið, þó skot ið sé._______________________ ★ ÍSLENZKA LIÐIÐ Það sem fyrst og fremst ein- kenndi leik ísl. liðsins var skipu- lagsleysi. Það virtist enginn leik- maður vita, hvaða leikaðferð átti að beita. Vörnin dró sig inn á vítateig við hverja sókn Dana — og gáfu útherjunum lausan taum- inn og það kostaði bæði mörkin í síðari hálfleik. Sóknin virtist byggjast á því að leika upp miðj- una — upp að markinu. Þangað komu útherjarnir líka, og ekki var hirt um að nota kantana og reyna með því að dreifa dönsku vörninni. Helgi stóð sig með stakri prýði í markinu. Fyrsta markið átti hann að geta tekið. En hvað eftir annað varði hann skot sem voru margfallt hættulegri og hefðu getað farið í netið án þess að sak- ast hefði verið við hann. Hann álti ótal tækifæri til að grípa inn í leikinn, þar sem hann svo mjög fór fram á vítateig íslend- inga eða þar fyrir innan — og þessi tækifæri notaði Helgi mjög vel. Hann var einn bezti maður- inn í ísl. liðinu og án hans hefði illa farið. Bakverðirnir brugðust að nokkru leyti. Þeir gáfu kantmönn unum dönsku eftir kantana — einkum Kristinn. Við það sköp- uðust mörg hinna hættulegustu dönsku tækifæra og upp úr slíku komu bæði mörkin í síðari hálf- leik. Framvarðalínan var sterkasta „línan“ í okkar liði. Guðjón átti góðan leik og var einn bezti mað ur okkar úti á vellinum. Hann fékk það erfiða hlutverk að gæta hættulegasta skotmanns Dana, Jens Peter Hansen, og gerði þaff undantekningarlaust vel. En þó hörfaði hann um of upp að mark- inu, sem og aðrir varnarleikmenn íslands. Einar Halldórsson átti góðan leik, var beztur og örugg- astur okkar varnarleikmanna. Sveinn vann og mikið, einkum í fyrri hálfleik, en var nokkuð mis tækur og Aage Rou fór víða um, svo erfitt var að gæta hans. Halldór, Ríkharður og Þórður voru þeir sem tilraunir gerðu í framlínunni. í fyrstu tilraunir til samleiks upp að markinu — síðar er „þolinmæði“ þeirra var þrotin, hver fyrir sig, unz Halldór og Ríkharður gáfu sig — en úthald Þórðar hélzt allan leikinn og Frh. á bls. 12. Dönshu blöðin segjn... Frá fréttaritara Mbl. i Kaupmannahöfn. DÖNSKU blöðin skýra frá því að knattspyrnusigurinn hafi verið auðfengnari en búizt hafði verið við. Politiken segir: Sigurinn hefði átt að verða stærri, en mörg ágæt markskot voru stöðvuð með snarræði af íslenzku vörninni. Markmaðurinn íslenzki var fram úrskarandi. ísland átti góða ein- staklinga, en samleikurinn var lítill . Socialdemokraten segir: Að- eins markmaðurinn íslenzki var góður. Án hans ágæta leiks hefði danski sigurinn orðið tvöfalt stærri. — Páll. » Séð úr stúkunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.