Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. júlí 1955 JHOT^tisttyfaiMfe Útj.: H.Í. Árvakur, Reykjavl* Framkv.stj.: Sigfus Jónsson Ritstjöri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnrnálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Viftll. Lesbók: Arni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar KristinnoB. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuSi inmmíanrti, í lausasölu 1 kxönu eintakiB Úr daglega lífinu Uggvænleg efnahagsþróun ÞEGAR íslendingar líta yfir athafna- og efnahagslíf sitt i dag geta þeir glaðst yfir mörgu. Almenn velmegun ríkir í landinu og næg atvinna. Afkoma alls al- mennings er betri og jafnari en oftast áður. Miklar framkvæmdir standa yfir. Þúsundir einstaklinga vinna að umbótum í húsnæðismálum sínum og af hálfu hins opinbera er unnið að raforkuframkvæmd- um, sem bæta munu aðstöðu mikils hluta þjóðarinnar í lífi hennar og starfi. Yfir öllu þessu er vissulega ástæða til þess að gleðjast. ís- lenzka þjóðin stendur mitt í miklu uppbyggingarstarfi, þrótt mikil og bjartsýn á möguleika sína til þess að bæta land sitt og gera það hyggilegra og arðgæf- ara. ótraustur grundvöllur Þrátt fyrir þessa mynd, sem óneitanlega blasir við augum hvert sem litið er, verður því ekki neitað með rökum, að ýmis- legt það er nú að gerast í íslenzku efnahagslífi, sem rík ástæða er til þess að óttast og hryggjast yfir. Grundvöllur framleiðslunn- ar er ekki eins traustur og skyldi. Það sést m. a. greinilega á skýrslu þeirri, sem Landsamband íslenzkra útvegsmanna bi'rti ný- lega um afkomu sjávarútvegsins. Þar er því m. a. haldið fram að árlegur rekstrarkostnaður togara hafi hækkað um 8—900 þús. kr. á ári síðan bráðabirgðalögin voru sett á s.l. ári, um ráðstafanir til aðstoðar togaraútgerðinni. Þetta þýðir það, að allur sá styrkur, sem ríkissjóður veitir togurunum hefur verið étinn upp af auknum rekstrarkostn- aði þeirra. Þeir eru með öðr- um orðum komnir í sama fen- ið og þeir voru í fyrir rúmlega ári síðan. Ef treysta má fyrrgreindum upplýsingum L.I.Ú. er hér vissu- lega um hina ömurlegustu stað- reynd að ræða. Verður ekki ann- að sagt, en að íslendingar sýni furðulegt skeytingarleysi um af- komu framleiðslutækja sinna. Slíkt hlýtur að enda með skelf- ingu. Þjóð, sem lætur tilkostnað tækja sinna vaxa gersamlega taumlaust frá ári til árs, getur ekki vænst þess að njóta öryggis um atvinnuafkomu sína. íslendingar verða að skilja það, að það er ekki hægt að njóta atvinnnöryggis með slík um vinnub'-^^ðum. Af þeim hlýtur að leiða vandræði og erfiðleika. Atvinnutækin stöðvast o? atvinnuleysið held ur innreið sína. Hvaða heilvita maður trúir því, að hægt sé til lengdar að halda stórvirkustu framleiðslutækjum þjóðarinnar, togurunum, í gangi með því að flytja inn bifreiðar og leggja á þær tolla, sem síðan eru notaðir til meðgjafar með tog- araútgerðinni? Hve lengi er hsegt að halda slíkri svikamyllu gang- andi? Nei, til slíks bjargráðs er e.t'.v. hægt að grípa til bráðabirgða í eitt eða tvð ár, en. heldur ekki lengur, af augljósum ástæðum. Kauphækkanir og gróðafýsn En hverjar eru ástæður hins stóraukna tilkostnaðar útgerðar- innar? Meginástæðan er stórfelld kauphækkun í landinu, bæði til togarasjómanna og annarra. En ástæðurnar eru fleiri. íslenzkt at- hafnalíf mótast í alltof ríkum mæli af taumlausri gróðafýsn allskonar aðila, sem reita fé af framleiðslunni. Útflutningsfram- leiðslan er mergsogin úr ótal átt- um og á síðan ekki annars úr- kostar en að leita aðstoðar ríkis- valdsins. Togaraeigendur biðja um ríkisstyrki, bátaútvegurinn fær bátagjaldeyri og styrk til að veiða síld og ýsu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn markaði nýja stefnu í efnahags- málunum haustið 1949 var það sannarlega ekki ætlunin að halda styrkjastefnunni áfram. Með þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í ársbyrjun 1950 var líka lagður grundvöllur að jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar, af- námi styrkjastefnunnar, haftanna og svarta markaðsins. En hinir sósíalisku flokkar, sem voru í stjórnarandstöðu, hafa æ síðan notað aðstöðu sína í verkalýðssamtökunum til þess að hindra framkvæmd jafnvægisstefnunnar. Þeim hefur orðið þar alltof vel ágengt með þeim afleiðingum, sem nú blasa við, að á ríkis- styrki er nú kallað úr öllum áttum. En í þessa átt er ekki hægt að halda lengur, nema því að- eins að þjóðin vilji kalla yfir sig atvinnuleysi, gengisfell- ingu og stórfelld vandræði inn an skamms tíma. SAGT var um Gulbenkian, að hárin væri ríkasti maður í heimi og ríkasti maður sem nokkru sinni hefur verið uppi í sögunni. Einnig var hann stund- um kallaður „herra fimm pro- sent", vegna þess að hann fékk ákveðinn hundraðshluta af hrein um tekjum ýmissa stórra at- vinnufyrirtækja í heiminum — einkum olíufyrirtækja. Gulbenkian er nú farinn veg allrar veraldar. Hann lézt 86 ára að aldri í ríkmannlegu hótel- herbergi á Aviz hótelinu í Lissa- bon, Portugal, þ. 19. þ. m. Allt var á hástigi sem um þenna mann var sagt — og þó hvíldi yfir honum mikil leynd. Sjálfur kaus hann að lifa í kyrrþey. Gulbenkian var marg milljón- eri — og átti eitt stærsta lista- safn, sem til er í einkaeign í heiminum. • • • TALHO er að Gulbenkian hafi fæðst í Skutari, Tykrlandi, árið 1869. Faðir hans, Armeniumaður, sem verzlaði með olíu, lét son sinn læra verkfræði í Englandi. Hann var einnig látinn kynna sér olíuiðnaðinn í Baku í Rúss- Ríkasti maður í hcimi Sjötti maður Barhoru Hutton BARBARA HUTTON, landi. Arið 1911 aðstoðaði hann við stofnun Tyrkneska olíufélags- ins, en þetta olíufélag hlaut það wewakandi ákrilfar: Ferð í Krísuvík. Ibréfi frá Brandi segir: „Ég fór í smáferðalag s. 1, helgi suður í Krísuvík og austur að Selfossi. Kunningi minn ut- an af landi, sem aldrei hafði kom- ið í Krísuvíkina fyrr, langaði til að sjá brennisteinshverina þar og Marshalláællunar- innar" í MJÖG fróðlegri grein um efna- hagsaðstoð Bandaríkjanna og þátt íslands í henni, sem Þórhall- ur Ásgeirsson skrifstofustjóri, ritar í nýjasta hefti Fjármála- tíðinda er m. a. frá því skýrt, að framlögin til íslendinga hafi á tímabílinu 1948—1953 numið samtals 629,6 millj. kr Af þeirri upphæð hafi 486,2 millj. kr. verið óafturkræft framlag, 57 millj. kr. skilorðsbundið framlag og 86,3 millj. kr. lán. Af þessu mikla fjármagni, sem eins og tölurnar bera með sér var að verulegu leyti gjöf, var 284,7 millj kr. varið til þriggja stórframkvæmda: Sogsvirkjunar- innar, Laxárvirkunarinnar og Áburðarverksmiðjunnar Nam þessi upphæð 74,4% af stofnkostn aði þeirra. „Er það því ekki að ástæðulausu", segir greinarhöf- undur, „að stórframkvæmdirnar hafa verið kallaðar „minnis- merki Marshalláætlunarinnar". Þetta er vissulega rétt. Efna- hagsaðstoðin gerði byggingu þessaraþjóðþrifafyrirtækja mögu lega. Án hennar hefði þjóðin ekki getað ráðist í þau. Það verður því enn einu sinni augljóst, að þeir menn, sem börðust með oddi og egg gegn þátttöku íslands í efna- hagssamvinnttnni hÖfðu ekki hagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar fyrst og fremst í huga. 1 (hinn magnaða gufustrók, sem þarna hamast árum saman óbeizl aður — talandi tákn þeirrar jöt- unorku, sem undir býr. — Leiðin til Krísuvíkur er um margt sér- kennileg og fögur, þegar vel viðr ar — en, herra minn trúr! hve óyndisleg og ömurleg hún var þennan sunnudag. Regnið og ill- viðrið var með endemum. Það rétt grillti í grátt og hvítfyss- I andi Kleifavatnið — og öll sýn , til f jalla var birgð af súld og þoku. — Við fjölfarinn ferðamannaveg. OG rétt þar sem beygt er af Hafnarfjarðarveginum blasa öskuhaugar Hafnarfjarðar við sjónum allra þeirra, sem leið eiga til Krísuvíkur og þeir eru hreint ekki fáir. Hér er í rauninni um einn fjölfarnasta ferðamannaveg j okkar að ræða. Ég veit ekki bet- ur en farið hafi verið með hvern stórhópinn af erlendum ferða- ' mönnum þangað suðureftir að ' undanförnu. — Það er varla hægt að segja, að þessir skran- og skíta haugar þarna við veginn séu bein línis til þess fallnir að auka á ' yndisleik umhverfisins, hvort sem er í augum innlendra veg- farenda eða erlendra — eða mætti ekki finna haugunum þeim arna einvhern annan stað, þar sem þeira er ekki otað jafn misk unnarlaust í augu gests og gang- andi? Hellisheiðavegurinn í slæmu ástandi. Aleiðinni heim — um Hellis- heiðina, heldur Brandur á- fram, varð mér á að spyrja, hvern ig á því stæði, að svo virðist, sem vegheflarnir fái yfirleitt alger- lega að hvíla sig um helgar, þeg- ar umferð er sem mest á þjóðveg unum í grennd við Reykjavík og þörfin því langmest á því að hefla vegina. Hellisheiðarvegur- inn, eins og hann var s. 1. sunnu dag, mátti heita allsendis ófær bifreiðum, fyrir holum og ójöfn um. Það er eðlilegt, að vegir spill i ist í öðru eins veðurfari og að undanförnu — en því meira og stöðugra viðhalds hljóta þeir að , krefjast, ekki sízt hinir fjölförn- ! ustu vegir eins og Suðurlands- ' vegurinn. — Með þökk fyrir birt inguna. — Brandur. Hið glataða veski. RÆRI Velvakandi! Fyrir rúmum þremur vik- um eða í lok júní s. 1., glataði maður hér í bæ peningaveski sínu. Mun hann líklega hafa lagt það frá sér í ógáti, er hann innti greiðslu af hendi, ellegar misst það upp úr bakvasa sínum í leigu bifreið — eða á götu, eins og tíð- ' um kemur fyrir. í veskinu var nafn og heimilisfang eigandans skrifað á fjölmörg gögn, en samt hefir það ekki enn komið í leit- irnar. Það hafði nær ekkert fé- ' mætt að geyma, sem finnandi gæti notfært sér, en þó myndi eigandi þess fremur hafa viljað tapa all-stórri fjárhæð en vesk- | inu. Það var gjöf frá góðum vini erlendis, sérkennilegt og p.uð- þekkjanlegt, enda vafalaust eina ' veskið sinnar tegundar á land- ' inu, ljósbrúnt að framan með þrykktri mynd af Maríulíkneski, j nokkru dökkbrúnna á bakhlið, grænfóðrað að innan. í tveim- ur gagnsæjum plastvösum voru fjölskyldumyndir, sem ekki eru ' fáanlegar í afriti. >lá furðulegt heita. ÞAÐ er því augljóst, að þessi gripur hefir mikið tilfinnan legt gildi fyrir eigandann, auk þess sem það hafði að geyma á- ríðandi kvittanir, skírteini o. fl. Má furðulegt heita, ef hér finn- ast menn með því hugarfari að geta fengið af sér að svipta ná- ungann hjartfólginni eign og baka honum um leið feikna ó- þægindi — en haft engan hag af sjálfir. Sumir, er finna slíka muni taka hið fémæta en senda hitt til eigandans í pósti eða á ann an hátt og er slíkt vissulega stór- um mannlegra og sómasamlegra að ráði sínu farið. Er vonandi, að sá, sem hefur umrætt veski með höndum, muni að minnsta kosti ekki láta það undir höfuð leggjast. — M". verkefni að vinna olíuna í Iraq, sem síðar reyndist hin stórkost- legasta náma hins svarta gulls. • • • Viða stóðu fætur undir fjárafla Gulbenkians. En hann fór að flestu með leynd. Og hann var manna tortryggnastur. Þegar hann settist að dagverði í Aviz hótelinu í Lissabon, lét hann færa sér fiskinn ómatreiddan, valdi sjálfur og merkti með hníf, svo að eldamaður gæti ekki blekkt hann. Öll framkoma hans virtist miðast við þetta: „Ég hef safnað auði með því að gæta þess að verða ekki blekktur og ég ætla ekki að byrja á því nú, að láta blekkja mig." Hann um- gekkst fáa og „aðeins tvenns konar fólk, það, sem er ríkara en ég og það sem er gáfaðra," ARF eftir þenna ríka mann hlýt- ur sonur hans, Nubar, sem var staddur í Þýzkalandi þegar gamli maðurinn lézt, og dóttir hans Rita, sem var í háskóla skammt frá Lissabon, er Gulbenkian gaf upp andann. Þessi börn hans höfðu stundað hann vel í hálfs árs veikindum hans. En gamli maðurinn var einn er hann lézt. • • • EFTIRMÁLI: Gulbenkian var brezkur ríkisborgari, en hafði dvalið um 13 ára skeið í Portu- gal. Erfðafjárskattur af eignum þessa ríka manns er talinn munu nema himinhárri upphæð — en spurningin, sem brezka fjármála- ráðuneytið er nú að velta fyrir sér, er, hvort skatturinn sé kræf- ur í Englandi? Auðurinn hefur verið metinn á sem svarar til 13 til 16 milljarða íslenzkra króna. • • • BARBARA HUTTON er sögð vera búinn að finna sjötta eiginmanninn sinn. Hann heitir Gottfried von Cramm og er þýzk- ur tennisleikari. Barbara og Gottfried hafa þekkst lengi, þau kynntust árið 1936 á tennismóti i Kairo og síðan hefir oft gengið orðrómur um að þau ætluðu að slá saman reitum sínum. Frúin sagði við tennisleikarann í Kairo: „Þér kunnið að sigra". — „Það er ekki sigurinn, sem skift- ir máli, svaraði von Cramm, „heldur keppnin". Nú nýlega sagði Barbara Hutton, er hún var að koma úr heimsókn frá von Cramm í Þýzkalandi, „að hann hefði alla kosti fyrri eiginmanna sinna, en enga lesti þeirra". Hún hefir skilið við eiginmenn sína fimm sinnum, fyrst árið 1935 við Mdivani prins, þá árið 1938 við danska greifann Haugwifs Reventlow, í þriðja skifti árið 1945 við Cary Grant, í fjórða skifti við Igor fursta Trubetzskoi og í fimmta skifti fyrir ári við Profireo Rubirosa. • • • ETNA GERIR REYKHRINGI ETNA, eldfjallið á Sikiley, sem venjulega er kallað mesta gjósandi eldfjall í heimi, kom vísindamönnum á óvart hér um daginn. New York Times birtir þ. 20. júlí síðastl. svohljóðandi skeyti frá Sikiley: — Etna___ gerði vísindamenn hér alveg undrandi í dag, er hún tók að blása fullkomnum reykhringum, upp úr einum gosgígnum. „At- burður þessi er alveg einstæður og við getum enga skýringu gefið á honum," sagði jarðgosafræð- ingur við Reutersfréttaritara. • • • EINS og venjulega hópaðist kvenþjóðin með aðdáunar- glampa í augum umhverfis Ern- est Hemmingway og ein hinna ágætu Evudætra spurði: „Er það satt að Ijón og tígisrisdýr ráðist ekki á menn, sem halda á logandi kyndli í hendi?" „Fagra mær", svaraði Hemm- ihgway, „Það er alveg undir því komið, hversu hratt maður getur hlaupið með kyndilinn...."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.