Morgunblaðið - 09.08.1955, Blaðsíða 1
16 síður
Eldsneytisbirgðir jarðar-
□-
-Q
innar að þrjóta
Ræðast við
GENF, 8. ágúst: — Enn standa
yfir viðræður milli Bandaríkja-
manna og kínverzkra kommúnista
um heimsendingu bandarískra
bprgara frá Kína og öfugt. —
Eins og kunnugt er, hafa viðræð-
ur þessar farið fram hér í borg.
Þær hafa einkum snúizt um heim-
sendingu óbreyttra borgara, en
bráðlega hefjast einnig viðræður
um bandaríska hermenn, sem Kín-
verjar hafa tekið höndum.
— Reuter.
□---------- ---------□
Kjarnorkan kemur
þvi í góðar þarfir
Kjarnorkuráðsfefna S. Þ. sett í gær
GENF, 8. ágúst. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
IDAG var kjarnorkuráðstefnan sett hér í borg og sækja hana
um 1200 vísindamenn frá meira en 70 iöndum. Flestir eru frá
Bandaríkjunum, 250 að tölu. Á ráðstefnunni verða fluttir fjöl-
margir fyrirlestrar um notkun kjarnorkunnar í friðsamiegum til-
gangi, og að ráðstefnunni lokinni verða þeir birtir auk fjölmargra
ritgerða, sem S. Þ. hafa borizt um þetta efni.
Elzta konan lézt ! gær,
173 ára að aldri
Álfi níræll barnabarn!
^TIL FYRIRMYNDAR
í skeyti, sem Sir Anthony Eden
forsætidsráðh. Breta, sendi ráð-
stefnunni í dag, segir hann, að
hún sé talandi tákn þess, hvernig
alþjóðasamvinna eigi að vera,
þegar bezt gegnir. Ráðherrann
sagði enn fremur að ráðstefn-
an gæfi mannkyninu vonir um
betra líf og menn biðu þess með
eftirvæntingu, hver árangur
hennar yrði.
Gáskafullt gamalmenni. Kristján Jóhann í Lambanesi 100 ára í dag.
100 ára í dag:
"Sjómn, heyrnin og ntálið með
og minnið úr vistinni gengur"
Rabbað við Krisfján Jóhann bónda í Lambanesi
í Fijótum
ANKARA 8. ágúst — Tyrk-
nesk kona nokkur, sem álitið er,
að hafi verið elzta kona í heimi,
lézt í dag, — 173 ára að aldri. —
Hún var fædd árið 1782 og lifði
um skeið á sama tíma og Napo-
leon! Hún bjó í bænum Mardin,
sem er skammt frá landamærum
Sýrlands.
NÍU STYRJALDIR
Þessi elzta kona heimsins hét
Umur Demir Nine, og hefir lifað
9 styrjaldir, sem Tyrkir hafa tek-
ið þátt í. Ellefu soldánar og þrír
forsetar hafa ráðið ríkjum i land-
inu þessi 173 ár, sem frú l'mur
hefir lifað.
NÍRÆTT BARNABARN
Loks má svo geta þess, að hún
eignaðist 8 börn, og átti 48 barna-
börn, þegar hún lézt. — Elzta
barnabarnið er nú nírætt.
EINSDÆMI
Eisenhower Bandaríkjaforseti
sagði í sínu skeyti,
að jafn mikilvæg vísindaráð-
stefna hefði aldrei verið haldia
fyrr.
Forsetinn sagði enn fremur, að
Framh. á bls. 2
Evrópskir bílar vinna
á í Bandaríkjunum
— IjEIR VORU nú til hér5
* áður, flækingarnir,
segir elzti karlmaður á
landinu, þegar ég sezt á
stól við rúmið lians og segi
honum, að hér séu komnir
flækingar, sem langi til að
rabba ofurlítið við hann.
— En nú eru þeir sem bet-
ur fer ekki til lengur, nema
ef segja mætti að allir
væru orðnir flækingar.
Á rúmstokknnm við hlið
mér situr Kristján Jóhann
Jónsson og rær lítið eitt
fram í gráðið. Hann hefur
búið á Lambanesi í Fljót-
um norður í 55 ár. Hinn
9. ágúst verður hann 100
ára.
ÞAÐ SEM VAR
ÓTRÚLEGT
. Ég reyndi að halda allri minni
éftirtekt vakandi, er ég leit
þennan öldung, því að aldrei
fyrr hef ég séð svo gamlan
mann. Hafi ég búizt við ein-
hverju alveg ótrúlegu, þá var
raunin önnur. Kristján er mjög
áþekkur fjölda gamalla manna,
sem ég hef séð og virðist geta
verið 75 til 85 ára, nema ef það
skyldi einmitt vera hið ótrúlega:
Þarna situr snyrtilegt gamal-
menni, sem lítur út fyrir að hafa
verið - meðalmaður á hæð eða
tæplega það og fremur grann-
holda.
Hendurnar eru krepptar vinnu-
I Frh. á bls. 2.
Úrkoma ! Reykjavík
ollo dogo jnlímónaðor
Sólskinsstundir hata aldrei
mœlzt |<
SAMKVÆMT upplýsingum fró
Veðurstofunni voru sunnan og suð-
vestanáttir ríkjandi í júlímánuði
með þralátri úrkomu og dimm-
viðri um Suðvestur- og Vestur-
land en bjartviðri og hlýindum á
Norðaustur- og Austurlandi.
ÚRKOMA ALLA DAGA
í Rcykjavík var úrkomu vart
alla daga mánaðarins og mældist
úrkoma 0,1 mm eða meir í 29
daga, en að jafnaði eru 13 úr-
konuulagar í júlí í Reykjavík. Sól-
arliringsúrkoma mældist aldrei
mjög mikil — mest 8,3 mm þ. 20.
en úrkomumagnið yfir mánuðinn
í lieild var 91,8 min eða 40,5 mm
umfram meðallag. Hefur ekki
mælzt jafn mikil úrkoma í júlí í
Reykjavík síðan 1926, en þá mæld
ist 117,6 mm og voru þá 28 úr-
koinudagar í mánuðinum.
Meðalhiti mánaðarins í Ueykja-
vík var 10,5 stig cða 0,8 stigum
ungir meðallagi.
i fn fáar
ALDREI FÆRRI
SÓLSKINSSTUNDIR
Sólskinsstundir í Reykjavík voru
81,3 og hafa sólskinsstundir aldrei
mælzt jafn fáar í júlí síðan sól-
skinsmælingar hófust hér árið
1923. Að jafnaði eru um 190 sól-
skinsstundir i júlimánuði i Reykja-
vík og koma júlí 1926 og 1949
næst á eftir þessum hvað sólskins-
leysi snertir, en þá voru um 83
sólskinsstundir í Rvik.
A Akureyri var meðalhiti mán-
aðarins 13,1 stig eða 2,2 stig um-
fram meðallag og mældist úrkoma
þar 21,4 mm en það er 13,9 mm
minna en nteðallag. Úrkoma mæld
ist þar 9 daga mánaðarins.
ÁRÓSUM — Danmerkurmeist-
urunum í knattspyrnu, AGF, hef-
ur verið boðið til Stavangurs í
Noregi til þess að leika vígslu-
leik í knattspyrnu á nýjum gras-
velli þar. AGF hefur þegið boðið
með þökkum.
Fólksvagnar og Austin njóta
sérlegra vinsælda þar
WASHINGTON, 8. ágúst.
BANDARÍKJAMENN flytja nú inn meira af bifreiðum frá Ev-
rópulöndum en nokkru sinni fyrr. Um % hluti þeirra eru
Fólksvagnar og Austin. — Einkum eru það Fólksvagnarnir sen*
njóta mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Rússar verða að
leysa leppríkin
úr ánauðinn:
WASHINGTON, 8. ágúst —
Knowland, þingforingi republik-
ana, sagði í dag, að e.t.v. komi
í ljós, þegar Adenauer kanslari
Vestur-Þýzkalands fer til Moskvu
í næsta mánuði, að engin raun-
veruleg breyting hafi orðið á
stefnu Sovétstjórnarinnar.
" Knowland benti á, að
Rússar yrðu að leysa lepprík-
in úr ánauðinni og gefa þeim
frelsi, ef þeir vilja, að einhver
trúi friðarhjali þeirra. — Þá
verða þeir einnig að ganga til
móts við Vesturveldin í af-
vopnunarmálum, bætti Know-
land við.
FLESTAR TEGUNDIR I
VINNA Á
Upplýsingar þessar eru frá
Innflutningsráði Bandaríkjanna.
í skýrslu þess segir enn fremur,
að flestar tegundir Evrópubíla
vinni á í Bandaríkjunum.
8000 BÍLAR
Bandaríkjamenn keyptu á
fyrra hluta þessa árs nærri
því 8000 Fólksvagna á móti
1000 á sama tíma í fyrra. Uon
3000 Austinbílar voru seldir
í Bandaríkjunum á þessum
tíma, og er það helmingi
meira en í fyrra.
Njósna þelr! v
SEOUL, 8. ágúst: —- 1 dag var
mikið um kröfugöngur hér í borg.
Voru þær farnar til þess að krefj
ast brottflutnings vopnahlésnefnd
arinnar úr landinu. Suður-Kóreu-
menn segja, að tékkneski og pólski
fulltrúinn í nefndinni njósni fyrir
Norður-Kóreumenn og heimta, að
þeir verði á brott úr landinu fyrir
laugardag. — NTB-Reuter.