Morgunblaðið - 09.08.1955, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. ágúst 1955
Fyrirliggjandi
Natrium Benzoate (benzosúrt natron)
Verðið mjög hagstætt.
Kemikalía h,f.
Austurstræti 14 — sími 6230.
úsnæði
Ca. 100 ferm. óinnréttað húsnæði, í kjallara eða á
fyrstu hæð, óskast strax.
Tilboð leggist inn á afgr. Morgunblaðsins, merkt:
Bóka-afgreiðsla —313.
................■■■■■■>■>■•
............................
Einbýlishús — Lóð
Einbýlishús óskast til kaups í vesturbænum, Seltjarn-
■ arnesi, Skerjafirði eða Kópavogi, einnig kemur lóð til
greina. — Tilboð merkt: „Mikil útborgun“ —311, sendist
í blaðinu fyrir 15. þ. m.
!
.......................................
WMMKMSKmmm mmmmmmmm..............B<aMaaaaa'
HAFNARFJÖRÐUR
Vantar 3—4 herbergi
1. október eða fyrr. — Fyrirframgreiðsla eftir sam-
komulagi. — Tilboð sendist í pósthólf 4, Hafnarfirði.
Ungir menn, athugið!
Þeir, sem hafa hug á að gerast meðlimir í nýstofnuðu
hlutafélagi, sem auðveldar ungu fólki að eiga sínar eigin
íbúðir, leggi nöfn sín, ásamt nánari upplýsingum um
atvinnu og fleira, sem fyrst inn á afgreiðslu blaðsins.
Nánari upplýsingar gefnar síðar, merkt: „Framtak —300“.
Skrifstofur
Flugmálastjórnarinnar Reykjavíkurflugvelli verða lok-
aðar þriðjudag óg miðvikudag 9. og 10. ágúst vegna
viðgerða.
í B 17 Ð
3—4 herbergja íbúð óskast nú þegar
eða 1. otóber n. k.
Egill Gestsson,
Símar 6047 og 7700.
Athugið
Nýjar og fullkomnar fatahreinsunarvéJar ásamt •
vönum fagmönnum. ■
■
Tryggið yður góða vinnu. ;
■
Stuttur afgreiðslutími.
■
■
■
Fatapressan Perla, Hverfisgötu 78 ■
Snorri Stefdnsson frd
Hlíðnrhdsnm sextugur
SNORRI kann mér vafalaust
engar þakkir fyrir að „fara
með það í blöðin", að hann átti
sextugsafmæli þ. 6. þ. m. Þeir,
sem þekkja hann vita, að áber-
andi einkenni í fari hans eru hlé-
drægni og hófsemi.
■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•
En einhverntíma kemur að
því, þegar saga íslenzks síldar-
iðnaðar verður skráð, að minnzt
verður Snorra með þakklæti fyr-
ir hugkvæmni hans og uppfinn-
ingar í þágu þessa iðnaðar.
Saga síldveiða og síldariðnað-
ar hér við land er orðin alllöng
og viðburðarík og hvergi í at-
vinnusögu þjóðarinnar hefir
skipzt á sólskin og skúrir eins og
hér og valda því hinar miklu
aflasveiflur.
Það dylzt engum, sem um mál
þessi vill fjalla af skilningi og
sanngirni, að fyrir atbeina fram-
sýnna og stórhuga útgerðar-
manna og sjómanna, hefir tekizt,
t.d. með stofnun síldarverk-
smiðja ríkisins, að færa þjóðar-
búinu miklar tekjur af þessum
stopula atvinnuvegi Hafa undan-
gengin síldarleysisár orðið
þess valdandi, að þessum mönn-
um hefir ekki verið þakkað sem
skyldi. Á árum nýsköpunarinnar
voru afköst síldarverksmiðja
stóraukin og mundu þessi afköst
vera of lítil í dag, ef síldveiði
hefði ekki brugðist. Margt bend-
ir til þess, að öldudalnum sé náð
á holskefluárum síldarleysisins
og kann þá ef til vill að fara svo,
að þfessi afköst reyndust of lítil
á næstu árum.
★ ★ ★
í sérlega fróðlegu erindi, sem
stjórnarformaður síldarverk-
smiðja ríkisins flutti nýlega á
Siglufirði, gat hann þess, að
frændur vorir Norðmenn urðu
fyrstir til að byggja hér síldar-
verksmiðju og kenna fslending-
um síldveiði með herpinót, en
þessa veiðiaðferð lærðu þeir af
Ameríkumönnum.
Á þennan hátt hafa íslendingar
numið veiðiaðferðir af sér vin
veittum þjóðum en á margan
hátt hafa þeir endurbætt þessi
veiðitæki og rutt nýjar brautir
á sviði verksmiðjutækni fiskiðn-
aðarins.
Einn hinna fremstu í hópi þess-
ara manna er Snorri Stefánsson.
Árin 1944—46, þegar umrædd
stækkun á afköstum verksmiðj-
anna fór fram á Norðurlandi,
smíða vélaverksmiðjan Héðinn í
Reykjavík síldarpressur samkv.
teikningum og útreikningi
Snorra. Var til þess ætlast, að af-
köst þessara mikilvirku véla
yrðu sem næst 4000 mál síldar á
sólarhring og var hér raunveru-
lega um heimsmet að ræða með
því að aldrei áður höfðu verið
byggðar svo stórar síldarpressur.
Voru margir vanrúaðir á, að tak-
ast mundi að ná þessu meti, en
engir urðu fyrir vonbrigðum
nema hrakspármennirnir. Síldar-
pressurnar skiluðu þeim afköst-
um, sem vonir hinna bjartsýn-
ustu stóðu til og munu samskoh-
ar pressur hafa verið settar upp
í verksmiðjum er síðar voru
byggðar.
Margar aðrar vélar, sem notað
ar eru í síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjum, hefir Snorri með hug-
vitssemi sinni endurbætt og full-
komnað. Sú var tíðin, að svokall-
aðir „þróarkarlar“ skófluðu síld-
inni úr þró í lyftu og var það
hættulegt starf, sem olli mörgum
slysum. Snorri fann upp nýjan
útbúnað, sem sparar vinnuafl og
veitir verkamönnum aukið ör-
yggi. Er nú með öllu hættulaust
að vinna þetta starf,
Snorri Stefánsson er meðlimur
í hinum ágaeta félagsskap Rotary
International. Hann er drengur
hinn bezti, innan og utan þess
félagsskapar, ekki aðeins í orði
heldur einnig á borði, þ. e. í dag-
legri umgengni við samborgara
sína og með ríka þjónustulund í
þágu lands og þjóðar og krist-
innar kirkju.
Margir sendu honum og hinni
ágætu konu hans, frú Sigríði
Jónsdóttur, hlýjar kveðjur á
afmælisdeginum heim að Hlíðar-
húsum. A. S.
TIT0 HALLAST
Á NÝ AÐ
RÚSSUM
NEW YORK, 2. ágúst: — Tító
marskálkur hefir lýst yfir því,
að Bandaríkin geti alveg eins
stöðvað hernaðariega hjáip sína
til Júgóslafa eins og að gera
kröfu til þess að mega hafa eftir-
lit með því hvernig þessari hjálp
sé varið. Yfirleitt virðist Titó
leggja minna upp úr vinfengi vest
urveldanna nú heldur en áður,
en vera þeim mun inniiegri í um-
tali um sovétríkin.
Þegar Bulganin og Krutsehev
voru í Belgrad fyrir skömmu,
lagði Titó áherzlu á það, að samn-
ingar Rússa og Júgóslafa snerust
eingöngu um málefni ríkjanna
Júgóslafíu og Rússlands. Síðustu
vikurnar virðist svo sem að tekin
hafi verið upp að nýju fyrri sam-
skifti milli kommúnistaflokka
beggja ríkjanna. Þessum sam-
skiptum hefir Titó fram til þessa
afneitað.
EFTIRGJÖF
Rússar gáfu Júgóslöfum fyrir
skömmu eftir skuld, sem nemur
sem svarar tæpum hálfum öðrum
milljarð ísl. króna. Til þessarar
skuldar var stoínað eftir stríðið,
er Rússar veittu Júgóslöfum hern
aðarlega og efnahagslega hjálp,
til ársins 1948. Nú talar Titó um
„skilning" sovétríkjanna á mál-
efnum Júgóslafa og bendir um
leið á andstæðuna, þar sem eru
sifeldar innheimtur af hálfu vest
urveldanna á skuldum, sem Júgó-
slafar hafa stofnað hjá þeim.
Sérstaklega hefir vakið nokkra
furðu meðal stjórnmálamanna
vesturveldinna að Titó hefir ein-
mitt nú, eftir Genfarfundinn, séð
ástæðu til þess að endurnýja
kröfu Júgóslafa um sem svarar
rúmlega miljarð íslenzkra króna
stríðsskaðabætur á hendur Ves-
ur Þjóðverjum. Þykir tíminn und
arlega valinn til þess að setja
fram slíka kröfu einmitt nú.
Titó hefir svarað þeirri full-
yrðingu, að Júgóslafar hafi snúið
aftur í stöðvar kommúnista með
því að segja: „Við eru kommún-
istar, en vér erum ekki í neinum
stöðvum".
TRtJLOFUNARHRINGIR
14 karata og 18 karata.
Anglýsingor
sem birtast eiga í
S sunnudagshlaðinu
þurfa að hafa borizt
íyrir kl. 6
á föstudag
j *
Er kaupandi
að góðum 4ra manna bíl. —
Eldra model en 1949 kemur
ekki til greina. Tilboð, er
greini teg. og verð, sendist
afgp1. Mbl. fyrir hádegi á
laugardag, merkt: „Bíll —
299“. —
TIL ■ ■"■■*! 1 ■ KIQvlJ
um 60 ferm. húsnæði, á góð- um stað við Laugaveg. Til-
valið fyrir skrifstofu eða
léttan iðnað. Fyrirfram-
greiðsla nauðsynleg. Tilboð sendist fyrir fimmtudags-
kvöld, merkt: „E. J. —
295“.
Húsnœði óskast
Maður í fastri stöðu óskar
eftir 1 stóru herb. og eldhúsi
eða eldunarplássi, í Hafnar-
firði eða Reykjavík. Mánað-
arleiga kr. 1.000,00. Skilvís
greiðsla. Reglusemi. Tilboð
sendist afgr. Mbl., merkt:
„Eglo 1956 — 305“.
Járnamenn !
Óska eftir manni, vönum
járnalögnum. Gott kaup. —
Uppl. hjá undirrituðum,
milli kl. 12 og 13 og 19 og
21, næstu daga.
JÓN V. JÓNSSON
Múrarameistari, Kirkjuteig
5, Keflavík. Sími 402.
Bíll
Vil kaupa Station Willys,
2 drifa eða 5 manna fólks-
bíl. Eldra model en ’47, kem
ur ekki til greina. Uppl. um
verð, tegund og greiðslu-
skilmála, leggist inn á afgr.
Mbl., fyrir miðvikudags-
kvöld, merkt: „Bíll — 309“.
Stýrlmaður
í millilandasiglingum óskar
eftir 2—4 herbergja íbúð 1.
okt., í Reykjavík eða ná-
grenni. Mætti einnig vera í
Hafnarfirði. Tilboð sendist
afgr. Mbl., fyrir 13. ágúst,
merkt: „P. S. — 306“.
Parket
Geri gömlu gólfin yðar sem
ný. Talið við mig strax.
Ólafur Önundarson
Kársnesbraut 27, Kópavogi.
Útvarpsvirkinn
Hverfisgötu 50. — Sími ÍÍ2674.
Fljót afgreiðsla.