Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. ágúst 1955 wpmMaMfc Ötg.: H.l. Arvakur, Reykjavík, Fr«mkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgOaraa.) Stjórnmálaritatjóri: Siguröur Bjarnason Érá Vig*»s Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garöar KristiruHwn, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlaitda. í lausasölu 1 krónu adntakiS. Óþcrf undrun stjórnarandstöðunnar STJÓRNARANDSTAÐAN, hin- ir sósíalísku flokkar, látast nú vera sérlega undrandi yfir því, að margt hækkar og ríkissjóður þarf að afla sér aukinna tekna til þess að standa undir útgjöldum sín- um. En þessi undrun kommúnista og krata er alveg óþörf. Þessir kumpánar vita það allra manna bezt, hver er hin raunverulega ástæða þess, að allt verðlag stefn- ir nú upp á við hér á landi. Hún er fyrst og fremst sú, að á s.l. vetri höfðu kommúnistar og doría þeirra forgöngu um verulegar kaUphækkanir. Með ‘þeim var rekstrarkostnaður útflutnings- framleiðslunnar aukinn að mikl- um mun. Nú þarf hún þessvegna á aukinni aðstoð hins opinbera að halda. Allar framkvæmdir ríkis cg bæjar- og sveitarfélaga verða jafnframt dýrari, þar sem kaup- gjaldið ræður mjög miklu um kostnaðinn við þær. Þetta dæmi er ákaflega einfalt, enda þótt kommúnistar og kratar þykist ekki skilja það. Þeir sögðu fólkinu í vetur að það myndi bæta lífskjör sín með því að fá kaupið hækkað. Engu máli skipti þótt framleiðslan gæti ekki risið und- ir kauphækkunum. Sjálfstæðismenn bentu þjóð inni hinsvegar á, að kaup- hækkwn, sem ekki ætti stoð í framleiðsluaukningu eða hækkun verðlags islenzkra af- urða á erlendum mörkuðum væri ekki aðeins gagnlaus til þess að bæta kjörin heldur og stórhættuleg. Hún gæti aðeins sett á stað nýja dýrtíðarskriðu, sem síðan myndi hafa í för með sér þverrandi framieiðslu og minnkandi atvinnu. Það er staðreynd, sem viður- kennd var af hagfræðinganefnd Alþýðusambandsins s.l. vetur, að ríkisstjórninni hafði tekizt að halda verðlagi nokkurnveginn stöðugu s.l. 2—3 ár. Atvinna var mikil og afkóma almennings með allra mesta móti þegar kommún- istar og kratar tóku þá ákvörðun að steypa þúsundum manna hér í Reykjavík og fáeinum öðrum kaupstöðum út 1 pólitískt verk- fallsævintýri. Hver einasti viti borinn maður þekkir sögu þess ævintýris. Kommúnistar lögðu fram kröfur um allt að 70% kaup hækkanir. Jafnframt var „vit- lausi maðurinn í skutnum", for- seti Alþýðusambandsins, látinn skrifa öllum stjórnmálaflokkum nema stærsta flokki þjóðarinnar, og krefjast myndunar vinstri stjórnar. Kommúnistar hr;nda af stað dýrtíðaröldu Ekkert verkfall eða vinnudeila hafði verið hafin með slíkum hætti hér á landi. Öll þjóðin sá þessvegna hvað hér var að ger- ast. Hinir sósíalísku flokkar, sem verið hafa að tapa fylgi við hverj ar kosningar undanfarið, höfðu ákveðið að notaáhrif sín í stærstu verkalýðsfélögum landsins til þess að hrinda af stað nýrri dýr- tíðaröldu, koma í veg fyrir að verðlag héldist stöðugt eins og það hafði verið frá desembersam- komulaginu 1952 og ætluðu síðan að mynda „vinstri stjórn“ á grundvelli þessara frægðarverka. „Vitlausi maðurinn í skutnum" gat enga ríkisstjórn myndað og kommúnistar mistu enn einu sinni af strætisvagninum. Þeir voru dæmdir til áframhaldandi eyðimerkurgöngu. En tætingsliði kommúnista og krata tókst þó að knýja fram kauphækkanir, sem síðan hafa komið fram í marg- víslegum hækkunum á þjónustu og verðlagi í landinu. Er ekki ennþá séð fyrir endan á afleið- ingum þeirra. En íslendingar vita, hverja þeir eiga að draga til ábyrgðar fyrir þetta. Það er ekki Sjálfstæð isflokkurinn, sem varaði þjóðina við afleiðingum ævintýramennsk unnar. Hann sýndi fram á það með rökum, að kauphækkanir myndi eins og nú væri háttað hag framleiðslunnar, ekki bæta kjör fólksins. Þær myndu aðeins hleypa á stað verðhækkunaröldu, sem þrengja myndi hag fram- leiðslunnar og bitna á almenn- ingi á ýmsa lund. Spádómur, sem rættist Vissulega hefur þessi spá- dómur ræzt. Hagur fram- leiðslunnar hefur þrengzt og nýir skattar og álögur eru lagðar á almenning til þess að rísa undir auknum útgjöldum hins opinbera af völdum kaup hækkananna. Kommúnistar og kratar ættu þess vegna að fyrirverða sig fyrir að ræða þessi mál. Svikræði þeirra hefur verið afhjúpað. — Þessir flokkar standa nú uppi eins og þvör- ur. Allt það, sem sagt var um afleiðingar hins pólitíska verk fallsbrasks þeirra hefur kom- ið fram. En til þess er vissulega rík ástæða, að allir ábyrgir menn í þessu þjóðfélagi hugleiði það, hvernig sá vandi verði leystur, sem nú steðjar að þjóðinni. — Hækkanir þær, sem orðið hafa á kaupgjaldi og verðlagi ógna útflutningsframleiðslu lands- manna. Henni verður ekki til lengdar haldið uppi með styrkj- um, sem teknir eru af almenn- ingi í opinberum álögum í einu og öðru formi. Hallalaus rekstur framleiðslu- tækjanna verður að tryggjast, ef takast á að halda uppi heilbrigðu efnahagslífi í landinu. Haustið 1949 tóku Sjálfstæðis- menn upp baráttu fyrir halla- lausum atvinnurekstri en gegn uppbóta- og ríkisstyrkjastefn- unni, sem þá ríkti. Með þeim ráð- stöfunum, sem þá voru gerðar, tókst að skapa jafnvægi í þjóðar- búskapnum um skeið. Nú er á ný tekið að síga á ógæfuhliðina, mest vegna þess að hinum sósíal- ísku flokkum hefur tekizt að hefja nýtt kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags, setja nýja dýrtíðarskrúfu af stað. En þetta má ekki svo til ganga. íslendingar mega ekki eyðileggja hina miklu mögu- leika til umbóta í landi þeirra með fyrirhyggjulausri verð- bólguskrúfu, sem allir tapa á. Kommúnistum má ekki tak- ast að stöðva þá þróun og uppbyggingu, sem þjóðin stendur nú mitt í. Það verður að snúast gegn hættunni af manndómi og festu í tæka tíð. Heyskapur tafsamur í SkagafirSi BÆ, Höfðaströnd, 10. ágúst: — Þurrkar hafa verið hér annað slagið svo að hey hafa náðst upp, en þó má segja að heyskapur sé tafsamur og frekar leiðinlegur vegna sunnan storma og rigninga annað slagið. Þegar hægt er að fara á sjó afl- ast vel, sérstaklega á handfæri — á Málmeyjarsundi og víðar hafa trillur með 2—3 mönnum fengið 2000 til 6000 pund. Á Hofsósi eru trillubátar farnir að róa aftur þótt ýsuverð sé ekki eins hátt og í fyrravor, en kaup- félagið býður sjómönnum sama verð fyrir hana og þorsk, eða kr. 1,15 kg., en eftir lækkunina var verðið kr. 0,80. Annars eru marg- ir sjómenn í annarri vinnu á þess- um tíma svo að minna er róið en ella. — B. Nýlendan Coa — þrœtuepli Indverja og PortúgaSa Leifa Porfúgaiar á náðir Englendinga, ef í harl fer! ENN á ný hefur risið upp mikil deila milli Indverja og Portú- gala um nýlendur Portúgala á Malabarströndinni í Indlandi Það lítur einna helzt út fyrir, að átök- in um nýlendur þessar verði ár- legur viðburður. Þann 15. ágúst s.l. ár — dag- inn, sem Indverjar fögnuðu sjö ára fullveldi sínu — gerðu ind- verskir þjóðemissinnar eins kon- ar ,innrás“ í nýlenduna Goa, en endalok „innrásarinnar“ urðu all skopleg. Um 50 indverskir stúdentar þrömmuðu í fylkingu yfir landamærin inn í Goa og veifuðu fánum og áróðursspjöld- ium. Löreglumenn og tollþjónar Portúgala tóku uppreisnarseggina höndum með mestu friðsemd. Fjölmargir leiðtogar Indverja höfðu skömmu áður látið til sín heyra um þetta mál, m. a. Pandit Nehru, og af þeim ræðum mátti ætla, að Indverjar hyggðust beita \Jelvahandi áhripar: Er það þjóðarlöstur? IGÆR minntist ég hér í dálkun- um ofurlítið á hina óvenjulegu sýningu á týndum munum frá öskuhaugunum. Það sem er einna merkilegast við þessa sýningu ruslahauga-safnarans er, að þarna fær fólk aftur gripi, sem það glataði fyrir mörgum árum. Þetta verður til að rifja það upp, að á undanförnum árum hef ég oft á tíðum fengið bréf og ýms ar kvartanir um það, hve erfitt sé að finna aftur hér alls konar týnda muni. Og mér verður á að spyrja: — Er það einhver þjóðar- löstur íslendinga, að skila sjald- an eða aldrei munum ýmis konar, sem þeir finna á förnum vegi? Menið, sem týndist og fannst EG minnist þess, að fyrir nokkr- um mánuðum íýndi kona ein hér í bæ, dýrmætu hálsmeni úr gulli. Hún hafði verið á gangi niðri í bæ og á leið heim til sín. Þá hafði lokan, sem ekki var nógu vönduð að smíði, sennilega bilað og fallið niður í götuna. Það virtist útilokað, að þetta litla men myndi framar koma til skila. Samt auglýsti konan í Morgun- blaðinu í harmi sínum. Og viti menn hvað gerist, daginn eftir er hringt. Það er þýzk stúlka, sem hér hafði dvalizt í nokkra mán- uði, sem hafði fundið menið í skoru milli tveggja gangstéttar- hellna. Þá varð konunni að orði: — Það hlaut að vera, að það væri útlendingur, sem fann það. Ef það hefði verið íslendingur, hefði ég líklega aldrei fengið það aft- ur. Þetta sagði hún ósjálfrátt. Er það ekki vegna bess, að annar andi er ríkjandi í þessum efnum I meðal okkar íslendinga, en tíðk- azt með öðrum þjóffum? Virðist meginregla ISLENDINGAR á ferðum erlend is hafa þá sögu að segja, að það sé ótrúlegt, hve oft týndir munir þeirra koma til skila. Eg veit þess t. d. mý-mörg dæmi úr sporvögnum í Kaupmannahöfn, að Islendingar, sem þar voru á ferð, fundu aftur í sérstökum af- Hér á landi er þetta þver öfugt. Ef þú týnir einhverju verðmæti í strætisvagni: handtöskunni þinni, sjálfblekungi, úri o. s. frv., þá hefurðu glatað þeim um alla eilífð. Og það vita sennilega allir Reykvíkingar og eru orðnir hvekktir á, að það þýðir aldrei neitt að ætla að endurheimta muni úr leigubifreiðum. Svo virð ist sem það sé meginregla, að sá sem næst sezt upp í leigubílinn, hirði til eigin afnota hinn glataða mun. Útlendingar verða illa úti. U' TLENDINGAR, sem heim- sækja landið verða mjög fyr- ir barðinu á þessu. Ég er hræddur um, að þeir hafi rekið sig svo illa á þetta, að Reykjavík sé að fá á sig orð meðal útiendra ferða- manna fyrir það, að glataðir mun ir komi aldrei til skila. Þeir segja oft sem svo: — Já, í Neapel á Ítalíu, þar „grassséra" vasaþjóf- arnir, en í Reykjavík á íslandi, þar skaltu gæta þín, að týna ekki hlutum þínum. Þú sérð þá ekki meir. Ekki veit ég, af hverju þetta viðhorf okkar stafar. Er það vegna þess, að svo stór hluti þjóð- arinnar sé upp alinn við reka- fjörur, að það hafi festst í upp- eldinu, að hirða sjálfur allt sem „rekur á fjörurnar"? Svo mikið er víst, að þetta er okkur öllum, hverjum einasta þjóðfélagsþegn til hins mesta vanza og óþæginda Oftast eru hinir týndu munir lítils virði fyr- ir þann sem þá finnur, en týnand- inn getur harmað missinn vegna minjagildis og komizt allur úr jafnvægi. Glataði myndavél. EG ætla að lokum að nefna hér eitt dæmi, ef vera kynni að eitthvað mætti bæta hér úr. Að ég held í byrjun júní-mánaðar s.l. týndi þýzkur blaðamaður góðri myndavél sinni hér í Reykjavík, að því er hann heldur í grænum fólksbíl frá Borgarbílstöðinni. Vélin var gömul en síðan hefur þessi ungi þýzki maður verið í vandræðum. Hann hefur ekki efni á að kaupa sér nýja vél. Myndavélin, sem var af Leica- gerð, hefur ekki enn komið fram. Hvernig stendur á því? Getur slík myndavél gufað upp? Eða er þetta sama gamla óskilsemin, sem er að verða okkur íslendingum öllum til skammar? Ég veit það ekki, en mig langar til að reyna að lofa finnanda vélarinnar 259 kr. verðlaunum, ef hann vildi skila henni á skrifstofu Morgun- blaðsins. greiðslustöðvum fyrir týnda muni, það sem þeir voru að leita að. Og sama er venjulegt, ef mun- ir glatast í leigubifreiðum. MerklS, sem felæðir 'andið. Myndin sýnir handtöku ind- versku stúdentanna í Goa í fyrra. valdi til að ná nýlendunni á sitt vald. Eitt af því fyrsta, sem Nehru lagði áherzlu á, er Ind- verjar höfðu fengið fullt sjálf- stæði, var, að nýlendurnar með ströndum Indlands væru leifar úrelts stjórnarfyrirkomulags. Frakar brugðu skjótt við og létu kosningar fara fram í ný- lendunni Pondicherry, en Portú- galar héldu því til streitu, að ekki kæmi til greina, að nein breyting yrði á í Goa eða öðrum smánýlendum undir yfirráðum Portúgala. Skömmu áður en „innrásin" í Goa átti sér stað s.l. ár, höfðu ýmis ríki t. d. Bretland, Páfa- dæmið, Bandaríkin, Argentína, Brazilía o. fl. sent indversku stjórninni orðsendingar og lögðu þar ríka áherzlu á, að Indverjar beittu ekki valdi til að koma ætlun sinni í framkvæmd. Og í lok ágústmánaðar s.l. ár var skip- uð nefnd Portúgala og Indverja, er ræða skyldi æskilegar breyt- ingar á samskiptum Indlands og Goa. En heldur lítill árangur hef- ur orðið af þeim viðræðum. Nýlendur Portúgala saman- standa af Goa-svæðinu og hinni nýju höfuðborg þess, Pangim, og eyjunum Angediva, Sao Jorge og Norcegos við Malabar-ströndina, Damao og Dadra-svæðin, Nagar- Aveli í Cambaia-flóanum og Diu á Gujeret-ströndinni. Á þessum landssvæðum búa um 650 þús. manns. Aðalútflutningsvörur ný- lendnanna eru salt, mangan og kókoshnetur. — Tekjur þær er Portúgalar hafa af nýlendunum eru sagðar mjög miklar. Allt bendir til þess, að Portú- galar muni ekki láta hlut sinn fyrir Indverjum í ár fremur en í fyrri átökum. Þeir luma einnig á trompi, sem þeir hafa ekki gripið til fram að þessu. Álíti þeir, að nýlenduvaldi þeirra sé hætta búin, geta þeir alltaf grip- ið til þess neyðarúrræðis að snúa sér til Englendinga og biðja þá um aðstoð, þar sem enn er við lýði gamall varnarsáttmáli milli þessara tveggja þjóða, er skuld- bindur England til að hlaupa undir bagga með Portúgölum, ef nýlendur þeirra verða fyrir árás- um. Og þegar svo er komið, er ekki ólíklegt, að Atlantshafs- bandalagið láti málið til sín taka. Eigil Steinmetz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.