Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 16
1 Veðurúfli! í dag; S-V kuldi, skýjað en úrkoniulílið. Fagrihvammur Sjá grein á bls. 9. Grænmeiisneyzla Reykvík- inga hefir aukizt að mun SALA OG NEYZLA gróðurhúsagrænmetis í Reykjavík í sumar hefur verið meiri heldur en áður, en útiræktun grænmetis hefur farið mjög illa í sumar vegna hinnar óhagstæðu veðráttu. Nei-ið sýnt í Sjálfstæðishúsinu Mbl. átti í gær stutt samtal við Þorvald Þorsteinsson, fram-. Icvæmdastjóra Sölufélags garð-1 yrkjumanna, um grænmetissöl- •tma í sumar. Sagði Þorvaldur að neyzla og framleiðsla tómata og -gúrkna hefði í sumar verið mun •neiri heldur en t. d. á síðasta sumri. JARÐVEGSRANNSÓKNIR HÓFUST Á ÞESSU ÁRI Um ástæðuna fyrir aukinni ræktun gróðurhúsagrænmetisins kvað Þorvaldur ekki gott að segja um með fullri vissu. Ekki hefðu verið byggð svo teljandi væri gróðurhús til viðbótar, en íiokkuð hefði verið um það, að garðyrkjubændur endurnýjuðu gömul gróðurhús sín. Á þessu ári hófust jarðvegsrannsóknir á veg- um Garðyrkjuskólans -og vann Axel Magnússon kennari við skólann að þeim. Telja garð- yrkjubændur sig hafa haft mikið gagn af þeim og binda miklar vonir við þær. Hvort sem það er svo þessum jarðvegsrannsóknum að þakka eða heppilegu tíðarfari eða ein- hverju öðru, þá hafa gróðurhús- in nýtzt betur í sumar en nokkru sinni fyrr. Þessari auknu framleiðslu hef- ur svo mætt aukin nevzia græn- metisins. AFLEIT SPRETTUTÍÐ FYRIR ÚTIRÆKTUN Um ræktun og neyzlu úti- ræktaðs grænmetis er það að segja að veðurfar hér sunnan- lands hefur verið með langerfið- asta móti til ræktunar þess, en eft irspurn eftir því aftur á móti verið meiri en áður. En vegna rigninganna í sumar hefur sprettutíð nær engin verið, enda yfirleitt of kalt í veðri. Og garð- arnir verið svo blautir að varla hefur verið fæti stígandi í þá. Hringveginum um- hverfis Mývatn lokið IGÆRDAG var hringvegurinn umhverfis Mývatn opnaður öll- um bílum. Hefur verið unnið að vegagerð þessari ailmörg undanfarin ár. Hefst viðbótarvegur þessi við Reykjahlíð, en þang- «ð hefur syðri vegurinn verið talinn. Rúrík Akranes - Fram 3:0 í GÆRKVELDI fór fram íslands meistaramótið í knattspyrnu og kepptu Akranes og Fram. Sigruðu Akurnesingar með þrem mörkum gegn engu. Öll mörkin voru gerð í síðara hálfleik. Víðbótarvegurinn eða nyðri leið-^ in, svokallaða, hefst við Reykja- hlíð. Liggur vegurinn fram hjá Grímsstöðum og siðan norður fyr- ir vatnið með því vestanverðu og tengist síðan Austui'landsvegin- •um rétt hjá Arnarvatni. Er við- bótarvegur þessi talinn um 15 km. frá Reykjahlið. RVGGÐUK í ÁFÖNGUM Nokkuð langt er síðan byrjað var á viðbótarvegi þessum, og hefur hann verið byggður í áföng um. í sumar hefur hann verið fær jeppum, og hefur aðallega verið unnið að því að steypa ræsi, en cinnig að tengja nokkurn spöl að fiunnanverðu við Austurlandsveg- inn hjá Arnarvatni. Norðmenn salta 200 fiús, tnnnur af Islandssíld FRÁ ÁLASUNDI í Noregi er símað, að norskum fiskiskipum hafi gengið tiltölulega vel á Íslandssíldinni. Er búizt við að norski j flotinn hafi saltað allt að 200 þús. tunnur. Mest hefur verið veitt j í reknet. FLEST SKIP i KOMIN HEIM Norski síldveiðiflotinn j nær allur snúinn heim. hann hann verið er nu Hefur aðallega á svæðinu milli íslands og Fær- eyja og austur af íslandi. Nú eru aðeins nokkur herpinótaskip ókomin heim, en þau bíða eftir tækifæri til að fylla skipin fyrir heimferðina. LEIKHUS Heimdallar frum- sýnir á morgun hinn bráð- skemmtilega gamanleik „Nei“, eftir J.L. Heiberg. Aðalhlutverk- iS, Link hringjara, leikur og syngur Haraldur Björnsson, en með önnur hlutverk fara þau Rúrik Harahlsson, Eygló Viktors- dóttir og Ólafur Magnússon. Er þetta í fyrsta sinn, er Eygló Viktorsdóttir kemur fram í veiga miklu hlutverki. Leikrit þetta er mörgum að góðu kunnugt, enda hefur það skemmt ungum sem gömlum allt frá því, er það var fyrst sýnt hér fyrir um það bil sextíu árum. Að þessu sinni kemur það fram í nýjum búningi, enda hefur ver- ið vandað hið bezta til uppsetn- ingar þess. Leikstjóri er Einar Pálsson, Ieiktjöld og búninga hef- ur Gunnar R. Hansen teiknað. Létt og skemmtileg músík er í leikritinu og annast Magnús Pét- ursson undirlcik. Neiið er í hinum svokallaða Vaudeville-stíl, eða með öðrum Einar orðum léttur gamanleikur með söng. Af öðrum leikjum svipaðr- ar tegundar kannast menn við „Ævintýri á gönguför“, nema hvað í þessu leikriti, sem er styttra, er enn meiri áherzla lögð á hinar skoplegu hliðar mannlífs- ins. Leikurinn byggist á því, að hringjari einn frá Jótlandi kem- ur í biðilsför til Kaupmannahafn ar og verða úr ýmis kátbrosleg atvik og skringileg. Sýningum er nú lokið á „Óskabarni örlaganna" eftir Bernard Shaw. Hlutu þær sýn- ingar nær einróma lof, enda hafa margir orðið til að þakka Leik- húsi Heimdallar fyrir að taka svo listrænt verkefni til meðferðar. Sumarsláiran dilka leyfg 22. ágúsf FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún aðarins hefur ákveðið að leyfa að sumarslátrun dilka hefjist 22. þ. m., en verð á kjöti af dilkum hefur enn ekki verið ákveðið. í fyrra hófst sumarslátrun dilka 17. ágúst. Þá hafði að vísu áður verið leyft að hefja slátrun dilka í Borgarfirði og Skagafirði, sem var einangrað vegna grunsemda um sauð- fjárveiki. i 1 LÖGBIRTINGABLAÐINU er frá því skýrt, að Theodór S. Ge- orgssyni í Vestmannaeyjum hafi verið veitt viðurkenning, sem vara ræðismanni Bretlands. Mun hann hafa aðsetur í Eyjum, enda er það oft sem brezkir sjómenn þurfa á ýmiskonar aðstoð >ar að halda. TTm næstu helgi fer fram í Ósló Sundmeistaramót Norðurlanda. Verður þar um leið vígð ný og glæsileg sundhöll, íslendingar senda þangað fimm manna sveit og fór hún flugleiðis til Noregs í fyrri- nótt. Á mynd þessari sést sveitin ásamt þjálfara sínum, talið frá vinstri: Ari Guðmundsson, Helga Haraldsdóttir, Helgi Sigurðsson, Pétur Kristjánsson, Jónas Halldórsson, þjálfari sveitarinnar og Sigurður Sigurðsson. AÐEINS 10—20 TUNNUR YFIR NÓTTINA Síðustu dagana minnkaði veið- in, svo að reknetabátarnir fengu e. t. v. ekki nema 10—20 tunnur yfir nóttina. Einstaka voru þó heppnir og fengu 150 tunnur yfir nóttina. Suðveslan rok fyrir norSan SIGLUFIRÐI 10. ágúst: — Suð- vestan rok hefur verið hér í dag og er flotinn víðsvegar í höfn eða vari. Nokkur skip i.iggja hér og eru sum þeirra þegar hætt síldveiðum hér Norðanlands og bíða byrjar til heimferðar. Þar á meðal eru Akrasesbátarnir Böðv- ar, Sveinn Guðmundsson og Bjarni Jóhannesson. Keilir fór í gær. Aðrir bátar sem hér eru: Jón Finnsson og Von KE Þeir bátar, sem hyggja til heimferðar nú þegar eru tiltölu- lega fáir og ekki nema þeir, sem eiga reknetin tilbúin Sunnan- lands og geta því hafið veiðarn- ar strax og þeir koma suður í verstöðvarnar við Faxaflóa. Eru það helzt Akranesbátar. —Guðjón. Ilérað smót Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi og í Ran»árvallasýslii verða haldin um næstuhelgi i; SJÁLFSTÆÐISMENN halda tvö héraðsmót um næstu helgi. — Verða mótin haldin í Rangárvallasýslu, að Hellu og í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, að Breiðabliki í Miklaholtshreppi. RANGÁRVALLASÝSLA Héraðsmótið verður haldið á Hellu á Rangárvöllum og hefst kl. 4 síðdegis. Ræður flytja: Ingólfur Jóns- son, viðskiptamálaráðherra og Sigurður Bjarnason, alþm. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, syngur einsöng og Gerð ur Hjörleifsdóttir, leikkona, les upp. Að lokum verður stiginn dans og leikur hljómsveit fyrir dansinum. SNÆFELLSNESS- OG HNAPPADALSSÝSLA Mótið verður haldið að Breiða- bliki í Miklaholtshreppi og hefst kl. 4 síðdegis. Ræður flytja: Bjarni ,Bene- diktsson, dómsmálaráðherra og Sigurður Ágústsson, alþm. Meðal skemmtiatriða verður einsöngur Kristins Hallssonar, óperusöngvara og Árni Txyggva- son, leikari, fer með gaman- þætti. Að síðustu verður dansað. Hljómsveit leikur. Héraðsmót Sjálfstæðismanna f þessum sýslum hafa alltaf verið fjölsótt og er ekki vafi á því, að eins verður að þessu sinnL ----------------- h Héraðsmóti í Borgarfirði frestað ÁÐUR auglýst u héraðsmóti Sjálfstæoismanna í Borgar- f jarðarsýslu, er vera átti 21. þ.m. er frestað til síðustu helg- arinnar i ágúst. Öagskrá mótsins verður nán- ar auglýst síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.