Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. ágúst 1955 MORGVNBLAÐI9 11 Mngnús Ásgeirsson - Fasrawan,n*r KRAKS VEJVISER' Frh. af bls. 7. , og vögguþula Garcia Lorca, hið ramma og dulúðga kvaeði, sem alltaf mun standa eitt sér í ís- | lenzkum bókmenntum. í öllum löndum er nú unnið kappsamlega að því að bæta kjör mannanna, hækka laun þeirra, tryggja kaupmátt launanna, og þó ekki síður hitt, að auðvelda þeim starfið, láta vélina vinna erfiðustu verkin. Verkamenn í þeim skilningi, sem tíðkaðist hér fyrir hálfri öld, eru nú bráðum ' ekki til. En hafa listamennirnir ekki orðið útundan i þessari sam- , keppni um að létta mannfólkinu lífið? Jú, mjög áberandi, þótt ýmislegt hafi líka verið fyrir þá gert. Flestir, og þar á meðal marg ir hinna beztu listamanna, eru tekjulægri en fátækustu verka- j menn og hlutur listanna yfirleitt vanmetinn meira en margt það, sem manneskjunum er þó þýð- ingarminna. Hér á landi er inn- lend bókaframleiðsla t.d. enn, skattlögð mjög verulega til þess að halda niðri innkaupsverði á erlendum myndablöðum og kvik- 1 myndarómönum, þeim sem þó hafa átt mestan þátt í að kippa fótunum undan þjóðrækni og heilbrigðu lífsmati æskunnar og ; hafa minnkað viðnáms- og starfs- j þrótt hennar meira en tvær heimsstyrjaldir, og enn er því jafnvel trúað sumsstaðar á hærri Stöðum, að listamenn þurfi að Vera fátækir og jafnvel hungr- aðir — og þá væntanlega börn þeirra sömuleiðis — til þess að þeir geti skapað listaverk, af því að reynslan sannar að margir menn úr öllum stéttum falla ár- lega úr ofáti engu síður en úr fátækt og áhyggjum, óminnugir þess að það eru einmitt sömu mennirnir sem lifa af hungur og þjáningar og þeir sem hafa nægi- lega sterk bein til að þola góða daga. Magnús Ásgeirsson var einn þeirra listamanna, sem eyddi of miklum tíma í að verjast hungri og kulda. Listamennirnir eru í öllum löndum þeir, sem framar öðr- um skapa menningu þjóðanna og lífsviðhorf. Þó hafa fæstir þeirra nema eitt vopn og tæki, penna eða pensil. Slíkur er þrátt fyrir allt, máttur listarinnar í heimin- um. Og það eru ekki heldur mikl- ar líkur til þess að við fáum þeim að sinni fljótvirkari vinnuvélar. Verk þeirra verða því aldrei veg- in á vog eða mæld á kvarða. En það, sem hefir í sér hinn hvassa lífsbrodd, er furðu áleitið og kemst af með fáorðari áróður en hitt, sem gert er úr gerfiefnum. Þó eru ný listaverk af skiljan- legum ástæðum ákaflega oft van- metin, jafnvel af þeim, sem beita sig hörðustum aga til þess að fá skilið samtíð sína. Listamönnum er þó oft jafn nauðsynlegur skiln- ingur og samgleði eins og nátt- úrunni sem fætt heíir af sér nýtt líf. Sá tómleiki, sem sest að lista- mönnum er þeir hafa Iokið við mikil verkefni, líkist oft því að horfa í opna uppistöðu við afl- stöð, sem skyndilega hefir verið tæmd til þess að auka afköst hennar. Þar stendur fyrir sjónum áhorfandans grár og tómlegur lónbotninn og mönnum verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort hér muni nokkurn tima safnast aftur nógu margir dropar í svo stórt haf. Til þess að fylla þetta tóma hol verður mörgum listamönn- um á að grípa til ýmissa örþrifa- ráða til þess að flýta fyrir eðli- legu aðrennsli. Fleiri en listamenn einir þekkja þessa tilfinningu að loknu erfiðu átaki. Ýmiskonar andleg störf eru þannig vaxin að óhjá- kvæmilegt reynist að safna kröft- um til glímunnar við viðfangs- efni daglegs lífs, en við eigum alltaf þann heillandi kost að grípa til verka listamannanna og láta þau fylla þetta hræðilega auða rúm í sálinni, eyða þessum sker- andi tómleika hugans, sem oft fær bugað hina hraustustu menn, sem ekki þekktu hinn endur- nýjandi kraft, sem listin býr yfir. Engin meðöl eru manninum eðli- legri og hollari en góð listaverk til þess að fá lífsvélina aftur í gang, auka aðstreymi blóðs og lífslofts að orkustöðvum sálar- innar, svo við fáum gengið sæl og starfsglöð móti nýjum við- fangsefnum, sem lífið stöðugt hrindir í veg fyrir okkur. En þá gleymist okkur alltof mörgum, að minnast þeirra, sem veittu nýj- um krafti í æðar okkar og taugar, og sú viðurkenning, sem þeir fá í sinn hlut, er grátlega smá, mið- að við það, sem við hinir berum úr býtum af starfi þeirra. Meðal þeirra skáldverka, sem listelskt fólk grípur oftast til, munu vera hinar snilldarlegu þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar. Flestar eru þær magnaðar kyngi- krafti norræns anda, og þó angar úr hverri línu ilmgróður fjar- lægrar ættar. Magnús var einn stórbrotnasti persónuleiki, sem ég hefi kynnst. Allt sem hann snerti á varð stórt og þýðingarmikið. Hann var drenglyndur og stórlyndur, og þó að hann reyndi oft á þolrif vina sinna, var hann ákaflega trygg- lyndur. Hann var einarður og markviss gagnrýnir og skjótráð- ur og öruggur leiðbeinandi allra, er til hans leituðu, enda ráðgjafi margra yngri skálda um listræn vinnubrögð. í nálægð Magnúsar hlaut manni oft að finnast að margt það væri lítið og lágt, sem lifað var fyrir í þessari yfirborðs- fáguðu veröld okkar. Leiðir hans lágu aldrei um alfaraveg. Þó að hann stigi sjálfur þungt til jarðar og væri oft gustmikill í fasi, lík- ast því sem þar færi stórvaxið fornaldardýr, óvant nýtízku veg- um, þá kunni hann illa véla- skrölti og þeirri háværð, sem fylgir erli fjöldans og vafstri. Það rúm sem hann skilur eftir á heim- ili sínu og í hugum vina sinna er sem heil tóm veröld þar sem menn eitt sinn ferðuðust um viða- mikinn og safaríkan gróður. Ragnar Jónsson. Framh. af bls. 9 hvammi. Var byrjað á trjáuppeldi árið 1950 og tekur það nú yfir 2 ha. svæði samtals. Eru þar á 4. hundrað þúsund trjáplöntur í uppeldi nú RÓSIR RÆKTAÐAR í 3500 ferm. Þar sem áður voru ákaflega ó- frjóir móar og jarðgrunnt, er nú risið upp stærsta gróðurhúsa- hverfi á landinu. Ingimar Sig- urðsson var fyrsti landneminn á þessu athafnasvæði framtíð- arinnar. Hann hefur unnið þar af miklum dugnaði og bjartsýni brautryðjandans og komið þarna upp stórri garðyrkjustöð, hvar hann ræktar rósir í 3500 ferm. gróðurhúsum, en allskyns græn- meti, vínber o. fl. í 500 ferm. Og þessi stöð er einnig snyrti- legasta garðyrkjustöð á landinu og þó víðar væri leitað, að því er kunnugir herma. Langt er síðan Ingimar Sig- urðsson seldi grænmeti á bak við Iðnó og margt er breytt. Áður var allt unnið með' hand verkfærum, en nú eru vélar komnar í þeirra stað. íslenzki garðyrkjubóndinn sækir á jafnt og þétt, hann leitar stöð- ugt aukinnar þekkingar á gróð urmætti jarðar til aukningar uppskeru sinnar og gæðameiri afurða, enda er framleiðsla hans augljóst vitni þess, að hér er stefnt í rétta átt. Einnig tala sínu máli hinar ört vax- andi gróðurhúsastöðvar, sem í flestum tilfellum eru reknar með hinum mesta myndar- brag. Og að síðustu má geta þess, að afurðaverð íslenzkra garðyrkjubænda er fyllilega sambærilegt við hliðstæðar afurðir í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir það, að garð yrkjubændur hér hafa fengið lítinn sem engan stunðning frá því opinbera eða lánastofn- unum allt til þessa. —ht. Stór 5 herbergja íbúð á hitaveitusvæði í Vesturbæ er til leigu 1. okt. n.k. Tilboð merkt: „Vesturbær —354“, sendist afgr. blaðsins fyrir 18. þ. m. SKRiFSTOFUSTIJLKA óskast. Þarf að kunna vélritun. Tilboð merkt: Siðprúð •—358, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. ágúst n.k. SkemiiferfSir frá BSÍ um næsiu helgi BIFREIÐASTÖÐ íslands efnir til nokkurra skemmtiferða um næstu helgi, eins og að undan- förnu. Á föstudagskvöld kl. 10 hefst skemmtiferð í Mývatns- sveit. Verður ekið í svefnvagni til Akureyrar, en þaðan verður ekið fyrri hluta laugardags upp í Mývatnssveit með viðkomu í Vaglaskógi, við Goðafoss og víð- ar. Dvalið verður í Mývatns- sveit allan sunnudaginn og fram á mánudag, farið í Slútnes, Dimmuborgir og Námaskarð. — Heimleiðis verður haldið á mánu dag og farið frá Akureyri á mánudagskvöld með svefnvagni. Þá efnir B.S.Í. til tveggja daga ferðar um Snæfellsnes og Borg- arfjörð um næstu helgi. Lagt verður af stað á laugardags- morgun kl. 8,00 og ekið vestur að Arnarstapa með viðkomu að Búðum og víðar. Þaðan verður ekið til Stykkishólms og gist þar. Frá Stykkishólmi verður farið á sunnudagsmorgun og ekið um Skógarströnd til Hreðavatns, þaðan að Reykholti, síðan niður Bæjarsveit, inn Lundarreykjadal og yfir Uxahryggi til Þingvalla. Til Reykjavíkur verður komið á sunnudagskvöld. Þá efnir B.S.Í. til hinna venju- legu sunnudagsferða =inna. Kl. 9,00 hefst Borgarfjarðarferðin, ekið um Dragháls til Hreðavatns, þaðan að Reykholti niður Bæj- arsveit, inn Lundarreykjadal og yfir Uxahryggi til Reykjavíkur með viðkomu á Þingvöllum. Að Gullfossi og Geysi verður einnig farið kl. 9,00, ekið upD Hreppa að Gullfossi, þaðan að Geysi og stuðlað að gosi Kl. 13,30 verður Krvsuvíkur- hringferðin farin.Helztu viðkomu staðir á þeirri leið eru Krýsuvík, Strandakirkja, Hveragerði, Sogs- fossar og Þingvellir. DANSKA VIÐSKIPTASKRÁIN Fáein eintök fyrirliggjandi. 0. KORNERUP-IIANSEN Suðurgötu 10 — Sími 2606. m-O-TILE PLASTVEGGDUKURINN ; ■ ER KOMINN AFTUR 5 MAN-O-TILE er mjög auðvelt að hreinsa, þolir sápu- lút og sóda án þess að láta á sjá. MAN-O-TILE fæst í mörgum litum. MAN-O-TILE er ódýrt. MAN-O-TILE er límdur á með gólfdúkalími IUálning & Járnvörur LAUGAVEGI 23 — SÍMI 2876. ATL AS vatnshelda gólfdúkalímið er komið aftur. IVtálning & Járnvörur LAUGAVEGI 23 — SÍMI 2876 Borð- Stiga- Veggplötu- skinnur (Hálning & Járnvörur LAUGAVEGI 23 — SÍMI 2876 PLASTIKVÖRUR Naglaburstar Borðdúkar Fatapokar Gluggatjaldaefni Regnslár Konfektskálar Regnhettur Brauðbakkar Málbönd Hárburstar, 3 tegundir Fingurbjargir Blómsturpottahlífar, 3 gerðir Svuntur Skrautbox o. fl. plastikvórur. Heildsölubirgðir: ÍSKENZK-ERLEMDA VERZLUMARFÉLAGIÐ H.F. * í 3 3 ■( ■ 1 ■ i m * 5 Garðastræti 2 Sími 5333 2ja herbergja íbúð óskast fyrir reglusama fjölskyldu. Upplýsingar í síma 5667. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.