Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. ágúst 1955 tfts H.í. Árvakur, Reykjavft Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjöri: Valtýr Stefánsson (ábyrgtJaraa.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason *rá Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýijingar: Árni GarCar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innuzland&. í lausasölu 1 kröaa «intaki8. „Bóð sósíolisto" í raímogns- mólnm Beykvíhingn Fyrsta tilraun íslendinga til ú nema land í Ameríku mistókst — en áhuginn vaknaði ai nýju Ræða íulltráa bandaríska utanríkis- ráðher^ans í Spanish Forks 17. júní sJ V HEFÐI verið farið að ráðum sósíalista má telja fullvíst að hin nýja virkjun í Sogi hefði ver- ið farin að senda orku út um veitusvæðið haustið 1956“, segir blað kommúnista í gær í forystu- grein um raforkumál Reykvík- inga. Það er sannarlega mikil óskam- feilni, að blað kommúnista skuli ætla sér þá dul, að telja Reyk- víkingum trú um, að flokkur þeirra hafi sýnt fyrirhyggju í raf- magnsmálunum. Hver einasti höf uðborgarbúi veit nefnilega, að ef farið hefði verið að „ráðum sósíalista" þá ætti Reykjavík nú við ægilegan rafmagnsskort að búa. Þegar Bandaríkin buðu ís- lendingum hundruð milljóna króna að gjöf og láni til stórvirkj ana í Sogi og Laxá kröfðust kommúnistar hér heima þess, að þessu tilboði yrði vísað á bug. Hversvegna tóku kommúnistar þessa afstöðu? Var það vegna þess að Reykvíkingar hefðu næga peninga til þess að virkja Sogið og bæta úr rafmagnsskorti sín- um? Eða átti höfuðborgin kann- ske völ á einhverju öðru lánsfé en því sem Bandaríkin buðu? Nei, Reykjavík hafði ekki fjár- magn á reiðum höndum til íra- fossvirkjunarinnar. Hún átti held ur ekki kost á neinu öðru lánsfé en Marshallfénu. Krafa kommúnista um að Marshallframlögunum yrði hafnað byggðist þessvegna ein göngu á þjónkun þeirra við Rússa. Sovétstjórnin hafði gef- ið fimmtuherdeildum sínum í öllum löndum Vestur-Evrópu skipun um að berjast gegn efnahagssamvinnu hinna vest- rænu þjóða, enda þótt allir vissu að hún væri frumskil- yrði viðreisnar Evrópu eftir styrjöldina. Kommúnistar dönsuðu eftir þessari pípu. Það skipti éngu máli t. d. hér á íslandi þótt íslenzkt fólk vant- aði rafmagn og byggi við hin mestu vandræði vegna rafmagns- skorts. Það var algert aukaatriði að áliti kommúnista þótt iðnaður- inn í Reykjavík væri í algeru öngþveiti og húsmæðurnar yrðu að búa við þreytandi rafmagns- skömmtun. Dagsskipaninm frá Kreml varð að fylgja. „Þjóðvilj- anum“ bar að segja Reykvíking- um, að rafmagn fyrir dollara frá Washington væri „landráðaraf- magn“. Rússar máttu hinsvegar fá skip, vopn og vélar fyrir sinn iðnað fyrir ameríska dollara á meðan styrjöldin stóð. Þá var dollarinn góður. Menn sem hafa þessa fortíð í rafmagnsmálum Reykvíkinga ættu að hafa vit á að vekja ekki athygli á framkomu sinni í þess- um þýðingarmiklu málum. Virkjun Efra Sogs Um virkjun Efra Sogsins er annars það að segja, að hún hef- ur verið undirbúin af fyrirhyggju og dugnaði, bæði af sérfræðing- um Reykjavíkurbæjar og Sjálf- stæðisflokknum, sem stjórnar bænum. Löngu áður en írafoss- virkjuninni var lokið var hafinn undirbúningur að næstu virkjun Sogsins. Hefur verið unnið sleitu- laust að honum og er óhætt að fullyrða, oð þar hafi allur mögu- legur hraði verið á hafður. Ríkis- stjórnin hefur ennfremur heitið að beita sér fyrir því, að fjár- magn fáist til þeirrar virkjunar. Reykvíkingar þekkja sögu virkjunarmála sinna. Hún er ' saga merkilegs og glæsilegs 1 brautryðjandastarfs höfuð- borgarinnar undir forystu j Sjálfstæðisflokksins í raforku málum þjóðarinnar. Um leið og einni stórvirkjuninni hefur verið lokið hefur undirbúning ingur verið hafinn að þeirri næstu. Að því er snertir Efra Sog var þó undirbúningur að virkjun þar hafinn löngu áð- ur en írafossvirkjuninni var lokið, eins og fyrr segir. IÐ hátíðahöld þau, er fóru fram í Spanish Forks í Utah 17. júní s.l. í tilefni af því, að 100 ár voru liðin frá landnámi fyrstu íslendinganna þar vestra, flutti fulltrúi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marselis C. Par- sons, jur., ræðu. Verður hér birt- ur útdráttur úr ræðu hans. Drap ræðumaður á, að sú ákvörðun, er þessi litli hópur ís- lenzkra landnema hefði tekið um \Jeiuakandl áhrifarz K Eins og þvörur Kommúnistar hafa hinsvegar staðið eins og þvörur í vegi glæsi legustu raforkuframkvæmda höf uðborgarinnar. Þessi afstaða sýnir kommún- ista vissulega í réttu ljósi. Reyk- víkingar þurfa ekki frekar vitn- anna við um þýlyndi þeirra vesa- lings manna, sem gefa út og rita „Þjóðviljann". Efra Sog verður virkjað eins og til hefur verið stofnað. Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu halda áfram forystu sinni um hagnýtingu vatnsafls ins til þess að byggja upp at- vinnulíf íslendinga og skapa almenningi bætta aðstöðu í lifsbaráttunni. Reykvíkingar og aðrir landsmenn treysta Sjálfstæðisflokknum í þessum þýðingarmiklu málum. Komm únistum treystir hinsvegar enginn. f Ástir piparsveinsins ONA í Hlíðunum hefir beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri: „Eg las í dag í dálkum þínum, Velvakandi góður, pistil um saka málasögu útvarpsins, „Hver er Gregory?" — og fórst þú heldur lofsamlegum orðum um hana. — Látum svo vera, en mig langai til að hin sagan, sem nú er verið að lesa í útvarpið, „Ástir pipar- sveinsins" fái líka þá viðurkenn- ingu sem hún verðskuldar, Eg tel hana með allra beztu útvarps- sögum, sem við höfum fengið í langa tíð. Bæði er efnið bráð- skemmtilegt, þýðingin lipur, og flutningur séra Sveins Vikings með ágætum. — Eg bíð með til- hlökkun hvers lesturs og vildi hér með þakka honum og útvarpinu ifyrir þá mörgu ánægjustundir, sem sagan hefir þegar veitt mér. E' Kvæðinu vent í langar mig kross að venda Mitens N nú mínu kvæði í kross — heldur bréfritari minn áfram — og snúa mér að umtalsefninu eilífa (ekki samt veðrinu — og rigningunni!) — strætisvögnunum. Okkur, sem búum hér í Eskihlíðinni, finnst að við höfum verið settir óþarf- lega mikið úr leið. Eg geng nið- ur á Miklatorg til að ná í vagn- inn, þar stoppa allir vagnar — hver á eftir öðrum svo að vart verður þverfótað. Nú datt mér í hug, hvort ekki væri mögulegt, að einhver þessara vagna — t. d. Sogamýrarvagninn, sem rennir Ífram hjá rétt við eldhúsgluggann minn — gæti haft viðkomu- EDWARD MITENS, menntamála stað einhvers staðar um neðan- ráðherra Færeyinga hefur und- 1 verða Eskihlíðina. Okkur, sem anfarið flutt erindi í íslenzka út- | h®r hnum væri mikill þæginda- varpið um ýmsa þætti íæreyskra' auki að heirri nýbreytni og tækj- menningarmála, Hefur hann um henni mjög svo þakksamlega. flutt mál sitt á íslenzku. Jafn-j framt hefur hann sungið fær-! Vinsæl ráðstöfun eysk þjóðkvæði og sönglög til CJVO er hað eitt enn- hað væri skýringar máli sínu. j ^ sannarlega ekki vanþörf á Þessi erindi hans hafa vakið einhverju til að tylla sér á þarna hina mestu athygli, enda hafa j a Miklatorgi, þar sem allur stræt þau verið prýðilega samin 0g ‘ isvagnagrúinn fer um og fjöldi flutt. Er óhætt að fuliyrða, að manns Þar af leiðandi þarf að íslenzkir útvarpshlustendur hafi hiða lengri og skemmri tíma dag- haft bæði gagn og gaman af. lega- Víða í bænum hafa að und- komu þessa ágæta menntamanns' anförnu verið settir upp bekkir hingað til lands og í útvarpið. | a viðkomustöðum strætisvagna Það er mála sannast, að íslend- ingar hafa vanrækt sajuband sitt við Færeyinga. Þessar tvær minnstu þjóðir Norðurlanda eiga fjölmargt sameiginlegt. Mál þeirra er svo náskylt, að segja má að þær skilji hver aðra. Báðar eru þær eyþjóðir, sem lengstum hafa átt líf sitt undir sjósókn og siglingum. Á því færi mjög vel, ef hægt væri að auka sambandið milli íslands og Færeyja, t. d. með því að taka upp flugsamgöngur milli landanna, eins og minnst hefur verið á. íslendingar þakka Edward Mitens fyrir kcmuna og biðja hann flytja góðar kveðjur heim til Færeyja. Einmitt þarna á Miklatorginu, flestum stöðum fremur, er þörf fyrir slíka bekki. Eg vona, að þessi málaleitan mín verði tekin til vinsamlegrar athugunar af hlutaðeigandi aðilum. — Með þökk fyrir birtinguna, Kona í Hlíðunum". og er sú ráðstöíun mjög svo vin- sæl og vel þegin af almenningi. Ú Bar góðan árangur R Keflavík hefir mér borizt bréfið, sem hér fer á eftir: „Fréttir berast nú hvaðanæva frá um það, hve vel hafi verið tekið hvatningu Morgunblaðsins til fólks í Reykjavík og nágrenni, til að Ijá bændum hér í nærsveit unum hjálparhönd við heyskap- inn, ef færi gæfist. — Eg hitti t. d. í gær kunningja minn, sem starfar á Keflavíkurflugvelli. — Sagði hann mér, að nokkrir starfsmenn flugmálastjórnarinn- ar hafi í bíti s.l. sunnudagsmorg- un farið í tveimur bílum í vinnu heimsókn til eins bóndans á Suð- urnes'jum. Þótt helgi væri og all- ir sem ekki áttu vaktir í bænum, tókst að ná saman átta mönnum. Félagar þeirra tóku sinn þátt í vinnuförinni með því að standa aukavaktir fyrir þá, sem fóru. R Anægðir eftir vel unnið starf ÁÐGAST hafði verið við veð- urstofu vallarins, en spáð var, að upp úr kl. 5—6 síðdegis myndi veður taka að þyngjast með þoku og skúrum. Það var því betra að láta hendur standa fram úr ermum, meðan tími gæf- ist. Þetta tókst giftusamlega og var unnið af kappi fram á kvöld og meginhluta af heyi bóndans bjargað frá skemmdum. I Kunningi minn tjáði mér, að sjaldan hafi hann séð ánægjulegri svip á mönnum, en á andlitum piltanna, er þeir komu aftur heim, þótt þeir væru býsna þreytt ir, með bak- og beinverki eftir erfiði dagsins. — Þeim leið vel eins og ávalt eftir vel unnið starf, starf, sem var mikilsvert fyrir þá, engu síður en bóndann, því að með því höfðu þeir að nokkru goldið bóndanum velvilja hans.og hjálpsemi við þá, í starfi þeirra við að hlúa að kringum hús þeirra með grasþökum, skelja sandi í kassana handa börnunum og áburði í kálgarðana á vorin. Kæmi ekki á óvart VIÐ þetta starf þeirra hafði bóndinn, enda þótt hann væri önnum kafinn sjálfur, ávalt verið hinn hjálpfúsasti. Og — sagði kunningi minn að lokum — ég yrði ekki hissa, þótt á Kefla- víkurflugvelli mætti sjá menn, j næsta góðviðrisdag, búa sig til leitar að vinnukraft í heyskap hjá bændum á Suðurnesjum". Merkið, sem klæðir landið. að flytjast til Ameríku árið 1855, hefði á margan hátt orðið sögu- lega mikilvæg. Hefði þetta sýnt, að áhugi íslenainga fyrir Norð- ur-Ameríku — er legið hafði niðri í tæp 800 ár síðan á dögum Leiís heppna — hefði vaknað að nýju. Fyrsta tilraun íslendinga til að nema land í Ameríku hefði mistekizt, þar sem þeir hefðu orðið fyrir barðinu á harðri veðr- áttu og fjandsamlegum frum- byggjum. Rakti hann nokkuð þá ein- angrun, er landið átti við að búa fram eftir öldum, ekki sízt vegna verziunareinokunarinnar, er ekki var afnumin að fullu fyrr en um miðja 19. öld. Það má þó segja, að ísland hafi eftir sem áður verið einangr- að í þeim skilningi, að það stóð nokkuð utan við átök stórveld- anna, m. a. s. í heimsstyrjöldinni fyrri. En nú eru málin öðru vísi vaxin. Er heimsstyrjöldin síðari brauzt út, var samgöngutæknin komin á svo hátt stig, að þetta fyrrum afskekkta land hlaut að verða miðdepill samgangnanna yfir Atlantshafið. Landið var varnarlaust fyrir óvinaherjum, og það hefði orðið þeim mikill haukur í horni að koma á fót hér flotahöfn. Til að koma í veg fyrir þetta, var landið hernumið fyrst af Bretum og síðar af Bandarík j amönnu m. Með hverjum degi varð aug- ljóst, hversu mikilvægur hlekkur ísland var í vörn og sókn lýðræð- isþjóðanna gegn Öxulríkjunum. íslendingar, sem til þessa höfðu álitið land sitt allt of afskekkt, til að því stæði bein ógn af styrj- öldinni, en það .kom í ljós, að skipum þeirra skammt undan landhelgi var jafn mikil hætta búin og skipum Breta á Ermar- sundi. Lyktum styrjaldarinnar var því fagnað á íslandi svo sem ann- ars staðar í heiminum. Síðan hafa Bandaríkjamenn og íslendingar haldið áfram að efla gagnkvæm kynni. Islenzkir stúdentar hafa lagt leið sína til Bandaríkjanna til að stunda nám, íslenzkir kenn- arar hafa komið þangað til að kynnast kennsluaðferðum Banda ríkjamanna og fjöldi íslenzkra ferðamanna hafa undanfarin fimm ár lagt leið sína vestur um haf. Margir Bandaríkjamenn hafa einnig haldið til íslands — og sumir hafa lagt drjúgan skerf til þess að kynna íslendingum menn ingu Bandaríkjanna: Píanóleikar- inn Ervin Laszlo og fiðlusnilling- urinn Isaac Stern fóru þangað og var mjög vel tekið. Á næst- unni er gert ráð fyrir, að einn þekktasti orgelleikari Banda- ríkjanna, E. P. Biggs og einnig sjö manna hópur Boston Sinfóníu hljómsveitarinnar kynni íslend- ingum list sína. Skömmu eftir að heimsstyrj- öldin var til lykta leidd, varð Ijóst, að vestrænum þjóðum staf- aði enn hætta úr annarri átt, ör- lög Tékkóslóvakíu og annarra A- Evrópulanda báru þess ljósastan vott. Vestrænar þjóðir gripu því til þess ráðs að gera með sér varnarbandalag, Atlantshafs- bandalagið, er ísland varð eitt af tólf stofnríkjum þess. En íslendingar höfðu engum her á að skipa, og skerfur þeirra til varnarsamtaka vestrænna þjóða var því að leigja land fyr- ir herstöð, sem er mjög mikil- vægur hlekkur í vörnum A- bandalagsríkjanna. Varnarsamn- ingur Bandaríkjanna og íslands og framkvæmd hans hefur verið ýmsum vandkvæðum bundin fyr- ir báðar þjóðirnar — rétt eins og allar þjóðir bandalagsins voru í fyrstu nokkuð hikandi við að taka á herðar sér þær byrðar, er varnarsamstarfinu voru sam- fara. Við getum samt tekið undir með orðum Ismays lávarðar í skýrslu hans um fimm ára starf bandalagsins: „Enginn getur gert sér fyllilega grein fyrir, hversu stóran skerf vaxandi styrkur í vörnum vestrænna þjóða hefur lagt til þess, að varðveita friðinn í Evrópu. En eitt er víst, að frið- urinn hefur verið varðveittur til þessa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.