Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 1
16 siður Ljósm. Mbl. tók þessa mynd í gærdag af nokkrum þeirra er leika í „pressuliðinu“. í fremri röð eru frá vinstri Gunnar Guðmannsson, Hörður Óskarsson, Einar Helgason markvörður frá Akureyri, Ragnar Sigtryggsson Akureyri, Ólafur Eiríksson Víking, Am- grímur Kristjánsson frá Akureyri og Albert Guðmundsson fyrir- liði liðsins. í aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þórarinsson frá Vestmannaeyjum, Haukur Jakobsson Akureyri, Sigurður Bergsson KR, Hiimar Ólafsson Fram og Ólafur Hannesson KR. Sú breyting verður á liðinu vegna frestunar leiksins, að Hörður Óskarsson getur ekki leikið með vegna fjarvistar úr bænum. í stað hans kemur Kristinn Gunnlaugsson frá Akranesi. „Pressuleiknum" er irestuð til morguns PRESSULEIKNUM, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað. Ástæðan er sú, að samkvæmt reglum ÍBR má aldrei halda tvö íþróttamót samtímis, en norsku fimleikamönnunum hafði verið úthlutað fimmtudeginum, en þá sýna þeir í Tívoli. — Virðist sem KSÍ hafi eitt sér ákveðið fimmtudaginn fyrir pressu- leikinn, en „gleymt“ að fá leyfi ÍBR til að leikurinn mætti fara fram. Að sögn forráðamanna KSÍ hefur fengizt trygging fyrir föstudagskvöldinu. Friðrik Olahsoð og Beni Larsen jafnir í landsiiðsflokki ÓSLÓ, 17. ágúst — lagi íl. Jó- hannsson vann biðskák sína við Hildebrandt úr annarri amferð. I þriðju umferð vann Guðjón M. Sigurðsscn Svíann Steraer fljótt. Friðrik Ólafsson vann Norðmann inn Vestöl í langri og harðri skák. Ingi R. gerði jafntefli við Danann Nielsen í ágætri skák. Daninn Bent Larsen gerði jafn- tefli við Sviann Hildebrandt. í meistaraflekki gerðu Lárus og Arinbjörn Guðmundsson jafn- tefli í sínum skákum, en Ingvar Ásmundsson og Jón Pálsson töp- uðu í sinum. — G.A. OSLO, 17. ágúst: — í fjórðu umférðinni tapaði Guðjón M. fyrir Bent Larsen, Danmörku, Friðrik Ólafsson vann Finnan Niemela, en Ingi R. gerði jafn- leftí við Finnann Kahre. Friðrik og Larsen eru enn efstir og jafnir með 3% vinn- ing hvor. f meistaraflokki vann Jón Pálsson sína skák, en Arinbjörn Guðmundsson lapaði sinni. Annars urðu biðskákir. Tvær umferðir verða tefldar á morgun (fimmtudag), en frí er á föstudag. — G.A. Afbrýðisemi Belgrad. LJUBINKA Milosacljevic, 41 árs að aldri, sem er félagi í mið- stjórn júgóslafneska kommún- istaflokksins, hefur verið dæmd- ur í 12 ára þrælkunarvinnu fyrir morð á einum af efnilegustu yngri mönnum í utanríkisþjón- ustu Júgóslafa, hinum 34 ára Momcilo Cupic. Segir frá þessu í örstuttri frétt í blaðinu Borba, sem er blað kommúnistaflokks- ins. Morðið átti sér stað í apríl S.l. Ástæðan var afbrýðisemi. Cupic hefur verið sendiherra Júgóslafa í Chile og Brasiiíu og einnig hefur hann gengt embætti ráðherra er annast mál þunga- iðnaðarins. Komninn fór JAKARTA, 15. ágúst: — Hin ný.ia stjórn Indónesíu kom saman til fyrsta fundar síns í dag. — Eina málið, sem hún afgreiddi var lausnarbeiðni yfirmanns hersins, sem er kommúnisti. Þessa leiks er beðið með mjög mikilli eftirvæntingu. Menn fresta brottför úr bænum leiks- ins vegna, og á einum vinnustað er sagt að fólk hafi neitað að vinna eftirvinnu daginn sem leikurinn verði. Sumir hafa beð- ið blaðið að skora á útvarpið að útvarpa lýsingu leiksins og fleira er til dæmis um eftirvæntinguna. Slikt er og eðlilegt. Hér mæt- ast tvö ísl. úrvalslið. Við skulum vona 22 beztu knattspyrnumenn landsins. Landsliðið á að leika landsleik eftir tæpa viku og mikils er um vert að okkar beztu 11 menn skipi það lið. Lið lands- liðsnefndar er vel skipað lið og í því menn sem án alls efa standa landsliðinu næst. En liðs- menn pressunnar, þeir sem standa í skugga þeirra er skipa lið landsliðsnefndar, hafa líka að miklu að keppa. Þeir geta tryggt sér sæti í landsliðinu. Þar eru nýir menn og óreyndir í stórleikjum — en sem hafa stað- ið sig vel í minni háttar leikjum. Meðal þeirra kunna að leynast menn sem á okkar mælikvarða eru „stjörnur“. Það sem mikils- verðast er er það, að hér er farið inn á þá braut að setja allmarga unga og tiltölulega óreynda menn gegn okkar reyndustu knattspyrnumönnum, sem skipa lið landsliðsnefndarinnar. Von- andi fær landsliðið góða æfingu — og hinir reynslu og faraheill inn á braut afreksmanna á sviði knattspyrnu. Eisenh&wer setur hernum reglur ES þú eri tekinn HE Sanga aS óvinum, þá.. V/ASHINGTON, 17. apríl — frá NTB-Reuter. EISENHOWER forseti lagði í dag fram reglur um það hvernig bandarískur hermaður á að bregðast við, sé hann tekinn til fanga af óvinum. Reglurnar eru byggðar á reynslu er fengizt hef- ur í Kóreustríðinu og í þeim segir m. a. að sérhver Bandaríkja- hermaður skuli hátíðlega lofa að gera sitt ýtrasta til að gefa engar upplýsingar, jafnvel þó hann sé beittur líkamlegum pyntingum. PYNTINGAR BUGA HERMENN Nefnd, skipuð fulltrúum allra greina hersins, hefur samið regl- urnar. Var nefndin skipuð til að rannsaka hversvegna einstakir bandarískir hermenn sem teknir höfðu verið til fanga af Kínaher I Kóreu, létu undan við pynting- ar og töluðu sér þvert um geð. I Það er andi reglanna, að [ Bandaríkjahermaður, sem tekinn er til fanga, má ekkert með- ganga. Hann má ekki koma fram í útvarpsdagskrá eða taka þátt í öðrum áróðursaðferðum. Hann ' má ekki skora á aðra hermenn, ] ekki undirrita „friðarávörp" né gagnrýna Bandaríkin, samherja þeirra erlenda, né landa sína. Verður Móðbað öðru sinni CALKUTTA, 17. ágúst — Langt er frá því að allt sé íallið í ró og spekt eftir áreksturinn, sem varð milli indverskra og portugalskra s.l. mánudag. í dag var allsherjarverkfall boðað í Calkutta til að minnast ; þeirra Indverja er létu lífið á mánudaginn. Fóru óaldarseggir , um göturnar með hrópum og lát- um og gerðu aðsúg að brezku fyrirtæki, sem ekki hlýddi verk- fallsboðuninni. j Óaldarmennirnir hafa boðað að á föstudaginn muni þeir aftur fara inn á portugalska svæðið, því þaðan eigi Portugalar að hypja sig á brott. Nehru hefur beðið Indverja að sýna kurteisi — en orð hans sefa ekki trylltan 1 lýðinn. Helgustu leyndarmálum atómvísindanna Ijóstrað upp í Genf í gœrdag Nú er rætt um ráð til að forðast hættu af geislavirkum e/num GENF, 17. ágúst — frá Reuter-NTB BANDARÍKIN, Bretland og Sovétríkin lögðu í dag fram á atom- vísindaráðstefnunni í Genf sameiginlega upplýsingar í smá- atriðum um aðferð til mælingar á neutrónum í uraníum og plut- oníum. Upplýsingar um þessi atriði hafa í áratug verið þau leyndar- mál atomvísindanna, sem bezt hefur verið gætt að ekki kvisuðust út. ÓMETTANLEGAR UPPLÝS- < INGAR Fyrir þau lönd, sem ekki eru komin svo langt á rannsóknar- sviði atómvísinda, eru uppiýs- ingar þessar ómetanlegar. Þess- ar mælingar eru mjög þýðingar- miklar t. d. við byggingar atóm- vera. LÍKAR NIÐURSTÖÐUR í forsæti á ráðstefnunni í dag var Bandaríkjamaður Hann' sagði, að það væri ánægjulegt, að þrjú ríki, sem unnið hefðu óháð hvort öðru að rannsóknum á þessu sviði s.l. áratug, hefðu komizt að samskonar eða mjög líkur niðrustöðum. HÆTTAN AF GEISLAVIRKUM EFNUM í dag hófust einnig umræður um ráð til að draga úr hættu þeirri er vofir yfir beim, er | atómverum starfa ai völdum geislavirkra efna. Umræður um þetta atriði verða mjög þýðingarmiklar, því einmitt ráð til að koma í veg fyrir hættu af þessum orsökum er þýðingarmesta sporið í átt að, frekari nýtingu atómorkunnar. Vantraust á færeysku stjórnina fellt Frá fréttaritara Mbl. Þórshöfn, Færeyjum FYRIE helgina bar Þjóð- veldisflokkurinn fram van- traust á landsstjórnina. Van trauststillagan fékk aðeins 7 atkvæði, en á Lögþinginu færeyska sitja 27 þingmenn. Erlendur Paturson er for- maður Þjóðveldisflokksins, en flokkurinn hefur 6 menn á þingi. 5 þeirra greiddu til- lögunni atkvæði, auk tveggja alþýðuflokksmanna, en sá flokkur hefur 5 Lög- þingsmenn. Landsstjórnina studdu Sambandsflokkur (7 menn), Folkaflokkurinn (6 menn), Sjálfstýrisflokkurinn (2 menn) og Framburðsflokk- urinn (einn þingmann). Þegar atkvæðagreiðslan fór fram voru 4 stjórnar- andstöðuþingmenn fjarver- andi, en allir þingmenn er stjórnina styðja mættu til i fundar. MOSKVU SOVÉTRÍKIN munu „í náinni framtíð" ljúka við smíði „gerfi- tungls", sem getur svifið um- hverfis jörðina í 800—965 km hæð. Er það einn af fremstu vísindamönnum Rússa á þessu sviði, sem skrifar þetta í blaðið Moskovskaja Pravda. Segir greinarhöfundur að marg ir fremstu menn Rússa á sviði stjörnuvísinda og eðlisfræði vinni að þessu gerfitungli. Enn virðist smíði gerfitungls- ins þó ekki hafin, en tilraunir eru gerðar með ýmsar stærðir, allt frá „hnöttum“ er vega frá 1 kg til margra tonna. Rússinn segir að fyrsta gerfi- tunglið muni svífa umhverfis jörðina í 800—965 km hæð. Síðar muni gerfitungl komast á brautir sem eru 1600—1900 km frá jörðu. í 1600 km hæð mun gerfitunglið svífa með hraða er nemur 6.4 km á sekundu, að því er Rússar hafa reiknað út. Nýlega tilkynnti Eisenhower að Bandaríkin mundu árið 1957 geta skotið út í himingeiminn gerfitungli sem væri að stærð við fótbolta. — Rússar. lillu fjóni WILMINGTON, 17. ágúst: — Fjórði hvirfilvindurinn á stuttum tíma gekk í dag yfir Norður Karolína. Höfðu menn óttast hann m.iög, því úti fyrir ströndinni var vindhraði hans 185 km á klst., en þegar hann kom inn yfir land féll vindhraðinn ofan í 100 km á klst. Olli þessi hvirfilvindur því tiltölu- lega litlu tjóni. Kjarnorka ey vetnis- orka — „einskonar fjárkúgun' BELGRAD, 16. ágúst: — Tító marskálkur lét svo ummælt í dag, að aðalgildi kjarnorkunnar og vetnisorkunnar lægi — enn sem komið væri — í því, að hægt væri að nota þessa orku sem hótun — „einskonar fjárkúgun" Sagði hann, að sú staðreynd, að báðir aðilar hefðu undir höndum kjarn- orku- og vetnissprengjur, yrði til þess að koma í veg fyrir ný.ja heimsstyrjöld. Hinsvegar væri þess ekki að vænta, að þ.ióðir heims dmgju úr ven.julegum vopnabún- aði að neinu ráði á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.