Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 2
2 VORGIIIVBLA0I» Fimmtudagur 18. ágúst 1955 Kristján Síraonarson. HOLSKEFLUR MANNLEGS lifs icísa stundum hátt í lífi einstakl- inga og fjölskyldna. Svo er nú hér, þvi rkammt er stórra högga snilli. „Á snöggu auga bragði“ fcafa nú tveir bræður verið kvaddir burt með stutt.u milli- bili. Annar, Gunnar 1953 frá lconu og fjórum bömum, en nú Kristján, frá 'konu og fimm ung- «m börnum. Kristján Símonarson var faidd- ur 21. október 1920, sonur hjón «mna Ástu Hallsdóttur tannsmiðs Og Símonar Sveinbjömssonar, fikipstjóra, Þorvarðarsonar, hrepp r.f jöra á Kaldastöðum, Óláfsson- ar skipasmiðs Péturssonar. Kona ?>orvarðar á Kalastöðum var Mar -grét Sveibbjarnardóttir presta á Staðarhrauni Sveinbjarnarsonai*. Móðir Símonar, og kona Svein- bjarnar Þorvarðarsonar var híns vegar Margrét Kristjánsdóttir á Akri á Akranesi Simonarsonar, <ir þar var nafnkunnur formaður, foróðir Sigurðar Símonarsonar, er var með fyrstu og kunnustu fikútuskipstjórum hér Sunnan- lands. Þeír voru Arnfirðingar, frá Dynjanda. Móðir Margrétar Og kona Kristjáns á Akri var foóra Jösiívdóttir, frá Kópsvatni Einarssonar, en hún var fyrr gíft Oddi pröfastí Sveinssyni á Rafn- oyrL Hinn ungí Kristján fékk r.nemma að reyna andgust lífsins. Aðeins 14 ára gamall missti hann föður sinn, en Kristján var elstur fjögurra sona Símonar og Ástu. Kristján kaua sér ungur sjó- mennskuna að lífsstarfi svo sem margir forfeður hans höfðu gert. 17 ára hóf hanri starf hjá Eim- akípafélagi íslands og var fyrst, ft Dettifossi, eða þar til skípinu var sökkt. Siðan var hann um tbna á Reykjafossi, en 1948 var fcíátn meðal þeirra, sem fóru til Bandaríkjanha og náðu í stærsta fikip íslenzka flotans, Tröllafoss. Var Kristján á því skipí til dauða dags, söíustu árin sem 2. stýri- maður, en hann gekk I Stýri- mannaskólann og útskrifaðist þaðan 1944. Þótt Kristján væri enn ungur maður, hafði hann lifað örlaga- tcíkar stunair við starf sitt á sjón- tun, a. m. k. þá, er Dettifoss var ekotinn niður 1945 við strendur Skotlands, er margir starfsmerm hans og félagar, svo og farþegar fikoluðust. í hafið og áttu þaðan ekki afturkvæmt lifandi. — Var hann eini skipverjinn frammí fikipinu, sem komst lífs af. Það má nærri geta hvort slíkar hörm- ungastundir hafi ekki sett mót fiitt á hina ungu sál. Jafnvel þótt menn, eem vanir eru volkínu láti ekki á slíku bera, hlýtur það að vora þeim meira en minnilegt ella ævL Mlkið lán er það mönnum, sem verða að taka snemma erfið próf i skóla lífsins, að búa í skjóli góðrar og göfugrar móður, þar eem meö óvenjulegu ástríki er vakað yfir andlegri og líkamlegri velferð hinna ungu vina, þar eem allt i jsambandi við það er talið og fúllcað sem æðri köílun. Á örskotsstund hefur hér sðl brugðið sumri, og hið eiginlega fiumar ungra sálna verður nú um etund á marga vegu að bera svip þessarra snöggu umskipta. Þar fiem hin umhyggjusama föður- tnund fær nu ekki Iengur notið fiín, en móðirin unga, verður nú að taka við beggja hlutverki, eins og svo eft hefur átt sér stað um ár og atóír með vorri þjóð. Hér faefur nú með örfáum orð- tim verið miimst á örðuga göngu ungs manns á stuttri vegferð hins jarðneska lífe, einnig á vandamál efíir’rfandi ástvína, sem hljóta að eigá erfÍBa göngu fyrir hönd- um með stóran barnahóp. Sem betur fer hefur hér enn ekki -ver-ið sögð öll lifssaga bins uriga vinar oss. Hún var ekkíi L? aðeins erfiði og áhyggjur. Hún var einnig slungin töfrum hins tímanlega lífs, því hann sat lika langa stund sólarmegin í lífinu, með glaðri og sigursælli moður, og ungri elskandi eiginkonu, þar sem engan skugga bar á í sam- búð. Hann átti hamingjusamt heimili velgefinnar, trúfastrar, tápmikillar konu og vel gefin elskuleg börn. Þarna skein þeirra hamingjusól í svo ríkum mæli, að birtan þaðan mun nægja hvað sem mætir, og hvað sem leiðin verður löng til endurfunda. Yf- ir þessum ranni vöktu þau af al- hug í einingu, og það var efst í huga hins unga manns þótt hann væri langdvölum að heiman. ÞaS var skyldan gagnvart böndum ástarinnar og heilsteypts manns, sem unni landi sínu af alhug. Kristján fékk gott uppeldi á góðu heimili foreldra sinna, þar sem kristin trú og þjóðleg verð- | mæti voru í heiðri höfð með hæfi legri hliðsjón aí nýrri háttum og heimsmenningu, lærdómi og leikj uro. Þetta var góð undirstaða, en ofan á það var byggt, þar sem hann átti annað heimili, félags- lega séð, í slcjóli og undir vernd- ! arvæng hins heilsteypta og holla félagsskapar K.F.U.M. Sá, sem | þetta ritar, heyrði það oft af munni Kristjáns, hvers virði j hann taldi þessa leiðsögu fyrir sig sem ungling og verðandi á- byrgan liorgara. Þessi áhrif voru eigi aðeins ytri hjúpur, þau mót- uðu skapgerð hans, hið andlega líf hans um rök tilverunnar, og ! vörðu hann beinlínis fyrir ýms- um þeim hættum, sem gjarnan henda unga menn í solli stórra bæja. Hann var prúður í allri framgöngu og í viðskiptum sín- um, bæði við nána félaga og einn- ig þá, sem hann átti minni skipti við. Hann var samvizkusamur í starfi sínu og vel iiðinn af öllum, er af honum höfðu nokkur kynni. Við fráfall þessa unga manns eiga vissulega margir um sárt að binda, en rökum tilverunnar verð ur ekki raskað. Um það er til- gangslaust að deila eða sakast. „Þar gefet ei skjól nema Guð“. Það vissi Kristján vel, og liann treystir því, að ástvinir hans all- ir viti þetta og skilji. Að það verði þeim heilög, himmborin. gannindi og verði þeim sól og skjöldur, hvort sem gatan verð- ur greið eða vanda bundin. Það vonar hann, þess biður hann, því það var hans styrkur og einasta von. Kona Kristjáns Símonar- sonar er Herdís Símonardóttir kaupmanns í Reykjavík Jónsson- ar. Börn þeirra eru: Asa, Ingi- björg, Margrét, Símon og Krist- inn. Þau áttu yndislegt heimili að Miklubraut 88, þar sem allt starf hans og hugsun snerist um að búa ástvinum sínum sólríkan sama- stað, hvort sem hann sjálfur nyti þess lengur eða skemur. Hann er sjálfur horfiim sjón- um vorum, en minningin Hfir una göðan dreng. Mann sem lifði héilsteyptu lífi sem ábyrgur aðití, Framh. á bls. 12. TJARNARBÍÓ sýnir um þessar munclir enska kvikniynd frá Rank-félaginu, er nefnist „Browning þýðingin“ (The Browning Version). Er myndin gerð eftir samnefndu leikriti hins unga og mikilhæfa brezka rithöfundar Terence Rattigan (ekki Radigan, eins og segir í efnisskránni og auglýsvngunni). Er Ratigan nú í fremstu röð leik- ritaliöfimda í Englandi og eru leikrit hans sýnd víða um heim og sum þeirra hafa verið kvilt- mynöuð þeirra á meðal „The Winslo Boy“. Var sú kvikmynd sýnd hér fyrir nokkrum árum og þótti afbragðsgóð, en auk þess hefur leikritið verið fuxtt hór í útvarp. Leikritið Browning þýð- ingin var einnig flutt hér í út- varpið fyrir nolckru og vakti mikla hrifningu blustenda. — Rattigan hóf fea*il sinn sem leik- ritaskáld með létíum gamanleikj- um eða försum, en brátt beindist hugur hans að stærrí og veglegrí viðfangsefnum, og hefvr hann samið mörg athyglisverð leikrit í þeirri grein, önnur en hér hafa verið nefnd. Browning þýðingin ex átakan- leg lýsing á sálarlífi brezks skólakennara, sem vegna óþjálla skapsmuna, en þó miklu fremur hlédrægni í umgengni við aðra, hefur ekki borið gæfu til að vinna hug og liylli lærisveina sinna, og lifir auk þess í óham- ingjusömu hjónabandi með ungrí konu og glæsilegri, sem hatar hann og heldur fram hjá honum og gerir honum einnig flest ann- að til skapraunar. Þjár.ing þessa einmana og óhamingjusama manns er svo djúp og sár, að hún vekur ríka samúðarkennd áhorf- endanna, enda ér hlutverkið í höndum snillmgs, þar sem er Michael Redgrave. Heí ég varla séð sterkari innlifun og heil- steyptari og áhrifameiri leik én. þann, er Redgrave sýnir í þess- ari mynd. Konu skólakennarans leikur Jean Kent, og einnig hún fer frá- bærlega vel með hlu+verk sitt. Hún er glæsileg og hún túlkar á raunsæan og sannfærandi hátt ÖU geðbrigði hinnar hverflyndu konu, ást hennar og ítta, von- brigði og hatur. Einnig er mjög athyglísverður leikur Bian’s Smith í hlutverki drengsins Taplow’s og Nigel Patrick, er af- bragðsgóður, bæði um leik og gerfi i hlutverki skólastjórans Frank’s Huntlers. — Aðrir leik- endur fara einnig mjög vel með hiutverk sín. Auk þess sem myndin er af- burðavel leikin, er sviðsetningin frábær og myndatakan prýðis- góð. Vil ég eindregið ráða mönnum til að sjá þessa mynd, bæði vegna efnisins og þess listgildis er hún hefur í svo ríkum mætí. I __________________ Ego- Merkileg land- og sögukyimiiig SUNNUDAGINN 7. þ. m. efndi ferðaskrifstofan Orlof til hóp- ferðar um sögustaði Njálssögu í Rangárvallasýslu. Þátttakendur voru um 40, ungir og gamlir, konur og karlar. Fararstjóri og leiðsögumaður -var Ólafur Hans- son, menntaskólakennari. ÖU fyrirgreiðsla frá hendi ferðaskrifstofunnar var hin ágætasta, og ferðin að öllu leyti hin fróðlegasta og skemmtileg- asta. Vonandi sér Orlof sér fært að efna til fleiri slíkra ferða, því þetta er í senn góð landkynning og mjög fallin til að ,a«ka áhuga fólks á lestri okkar ágætu forn- bókmennta. Við þökkum Orlofi, ágætum fararstjóra og bQstjóra alla góðu ineðferðina á okkur á þessu sér- stæoa ferðalagL — Einn af 40. Halldór Ólafsson frá Hvamml í Kjós níræður. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Hann var góður bóndi i 33 ár og vinsæli Stul! saratal rið Halldéí vlafom uíræðan. — ÉG hef verið heilsuhraust- ur, þar til hin síðustu ár, að gigtin cr atöðugt farin að hrjá mig og gerir mér jafnvel erf- itt utn gang. Þannig mælti níræður maður, Halldór Ól- afsson, fyrrum bóndi að Hvammi í Kjós, þegar ég heimsótti hann til að rabba við hann stutta stund. En hann á afmæli í dag, er fæddur 18. ágúst 1865. — Þó gigtin geri þér lífið brog- að, þá hefur aldurinn ekki bevgt herðar þínar, sagði ég, enda dáð- ist ég að gamla manninum, hvað hann stóð teinréttur á gólfinu. Hann virtist hafa verið hávax- inn maður og var það enn. En virðulegur öldungssvipur var á hrukkóttu andlitinu. enda prýðir hann hvítt og fagurt alskegg. ELZTUB ÁTTA SYSTKINA — Ég hef svo sem ekkert að segja, byrjaði Halldór. — En þetta er ég orðinn gamall og datt mér aldrei í hug, að ég ætti eftir að komast á 10. áratuginn. Ég var elztur átta systkina, bama Ólafs bónda í Bæ í Kjós Og konu hans Guðrúnar Halldórs dóttur. Nú erum við aðeins tvö éftirlifandi. Ég og svo yngsta systirin Guðfinna, en það er 20 ára aldursmunur á okkur. Nei, ég hef ekkert að segja, nema það, að ég man aldrei eftir annarri eins ótíð á mínum bú- skaparárum eins og nú í sumar. Það hlýtur að vera erfitt, að vera húandi í siíloi árferði. Ég byrj- aði búskap að Hvammi í Hva'l- firðinum þegar ég var þrítugur. Það var 1895. Kona mín var Rannveig Jónsdóttir frá Mora- stöðum og eignuðumst við tvær dætur, Heigu og Ólafíu, en hjá þeim bý ég nú og fæ hina beztu umönnun á gamaisaldri, hér á Hverfisgötu 68. IIVASÖ PÍR IÍANN í HVALFíIUMNKM — Jæja, gekk þa heyskapurinn allteí vel hjá þér? — Ég uáði heyinu alltaf í liús þurru og vel verkuðu, en verð að viðurkenna, að oft var það úr sér sprottið. Skorti vinnufólk og á þeim tímum var ekki hægt að flýta fyrir heyverkun með öllum þessiun véium, sem til eru nú til dags. Nei, svona miklum rosa man ég ekki eftir í Hvalfirðinum, en oft var stormasamt þar og víst stormasamara en víðast ann- arsstaðar. Það var suðaustan átt- in, sem var verst og fylgdi henni úrhellisrigning eða krap. Henni átti ég það að launa. að á fyrri búskaparárum mínum fauk hlaðan. Það er mesta fár- viðrið, sem ég man eftir. Var það í nóvember. Við séum, begar þakið var að fjúka. E:nn maður í bænum, ætlaði í ofurkappi að fara út og revna að bjarga þvi sem bjargað vrði, en þá sagði ég: — Ég forbýð þér að hreyfa þig fet út í þennan háska. Enda var alls ekki stætt úti og rnanninum lífsháski búinn. En þama fauk hlaðan og mildð hey eyðilagðist. LES BT.ÖP f>n SKFR TÓBAK SÉR TIL ÐITNBURS Ég les ennþá talsvert, sagði Halldór. Aðallega les ég dagblað- ið og stundum bækur. Fn mér þykir ekkert varið í þessar skálfi sögur. En sagnaþættir ýir.iskonar og fróðleiksbækur finna«t mér góðar. Ég hef gegnum blaðalest- urinn áhuga á öllu því sem er að -gerast hér heima og erlendis. — Hvað gerirðu þér annars til dægrastyttingar? — Á útvarp got ekki hlustaS lengur, því heyrnin er orðin dauL En það er annars vandamál, þeg- ar maður er kominn á «vo háam aldur, hvað maður eigi að gera sér til dundurs. Ég tel mig hafa verið góðan, að ég got dunda® við að skera tóbak. Þv< að raun- in er sú, að mörgum t jbakskarl- inum líkar betur.við heimaskori‘8 tóbak, en það. sem sel: er í búð- unum. Enda sannieiku.inn sá, að það þarf ótrúlega natni til þess að neftóbakið verði verulega gott. — Hefurðu ekki stunduni Framh. á.bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.