Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 LENGI urðu kýrnar á íslandi hafðar útundan — urðu eins konar hornrekur. Þær urðu að gera sér að góðu óþrifalegustu gripahúsin og jafnframt einhver þau dimmustu. En kýrnar fengu oft kjarnmesta fóðrið, af því að þær voru svo vandætnar, að það var ekki til neins fyrir bændur og búalið og bjóða þeím rekjur eða rudda til fóðurs. Þær átu hann naumast. En þeir, sem hirtu kýrnar, klæddust oft lörfum, vegna þess að hinum óþrifalegu fjósverkum hæfði naumast annar klæðnaður. Húsmæður og mat- seljur báru helzt umhyggju fyrir kúnum, því þær vissu sem*var, að oft kom það niður á heimil- Mnum þegar „dropinn hvarf úr kúnni“ eða þær geltust umfram þarfir. Húsmæðurnar hafa því verið fyrst og fremst málsvarar kúnna og hafa viljað í öllu hygla þeim og vernda þær eins og þeim var unnt. En þó eimir enn eftir af hin- ttm úrelta hugsunarhætti um ó- þrifaleg fjós og dimm, unz nú ber á mikilli og markvissri um- bót í þessum efnum. Má geta þess nærri að þar sem á horfnum öld- um var kvenþjóðin boðin og búin til að styðja að velgegni kúnna þá eru húsmæðurnar þeim hlið- hollar enn. Gagnlegt er að hugleiða hvern- jg við fslendingar erum á vegi staddir í nautgriparæktinni. Meðalþyngd kúa hér á landi er 360—380 kg. En líkamsþyngdin út af fyrir sig er mælikvarði á hvað afurðamagn kúnna er mik- íð að öðru jöfnu. Eftir því sem kýrin er þyngri og burðameiri getur hún mjólkað meira. Hraust leikinn kemur þar til greina því hraustari sem gripurinn er, þeim mun lengur geta menn búist við að kýrin endist og afurðir henn- ar verði tryggari til frambúðar. Meðalnyt kúa í nautgriparæktar- félögunum hér var árið 1952 3080 lítrar, en fitumagnið á því ári var 3,77%. Næsta ár 1953 reyndist meðalnyt fullmjólkandi kúa vera 3172 lítr. mjólkur, en nokkru öiaiinr E. Stefánsson búfrœðikondidaf frá sýnmgunum í summ Kýrin, sem mesta eftirtekt vakti á siðastliðnu ári, Grása að Galtafelli í Hrunamannahreppi. Hún er af Klufta-kyni í báðar ættir, mjólkaði á s. 1. ári 7328 lítra með 3,94% mjólkurfitu, svo fitu- einingar í nyt hennar reyndust það ár 28.872. — Hjalti Gestsson búfræðikandidat sagði að smjör- afurðir hennar það ár næmu nálega 340 kg. En hve nythá Grása er sést m. a. á því, að árið 1952 var meðalnyt kúa í nautgriparæktarfélögunum 4172 litrar. Svo langsamlega var nyt Grásu hærri en meðaltalið. hærri var nytin að meðaltali árið eftir, 1954. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON BYRJAÐI 1903 Sem kunnugt er var það Guð- jón Guðmundsson þáverandi ráðu nautur Búnaðarfélags íslands í búfjárrækt, er kom af stað naut- griparæktarfélögunum árið 1903. Á því ári er talið að þessi félags- skapur hafi byrjað starfsemi sína hér á landi. Að vísu voru það ekki nema tiltölulega fáar sveitir er hófu þessa starfsemi í sínum verkahring, en elztu félögin eru nú rúmlega 50 ára. '■ '■ ....•-—•r'"—-• . - '«'0» Það eru ekki nema tiltölulega fá félög er hafa starfað óslitið í 50 ár eða rúmlega það. Þau eru í Hrunamannahreppi, Dyrhóla- hreppi, Gnúpverjahreppi og Svarfaðadalshreppi. — En áhugi margra bænda" dofnaði svo starf- semin féll niður um fleiri eða færri ár. Þetta hefir vitanlega dregið úr árangrinum. Samt hafa kynbæt- urnar þokazt jafnt og þétt áfram, þótt segja megi, að engin stórtíð- indi í þessum efnum hafi gerzt á síðastliðnum árum. Fyrr en nú að komið hefir í ljós, í einu bezta nautgriparækt- arfélaginu í Hrunamannahreppi, að þar er afbragðskyn sem skarar svo mikið fram úr að nythæð og jafnvel fitumagni líka, að slíkt hefir ekki þekkst í ísienzkri sveit fyrri. Verður að álíta að hér komi í ljós árangurinn af rúmlega 50 ára starfi nautgriparæktarfélag- anna. Nú er kynbótunum það langt komið, að menn geta nálg- ast það takmark, að hægt sé að tala um hreinan kúastofn en fyrr geta menn ekki vænzt verulegs árangurs af kynbótunum. — í Hrunamannahreppi eru nú all margar kýr sem mjólka yfir 5.000 lítra á ári og hafa þess vegna yfir 20.000 „fitueiningar“ í ársnyt sinni. Hefir mjólkurfit- an í þessum hreppi hækkað til- tölulega skyndilega á síðastliðn- um árum og má m. a. þakka það góðu og heppilegu nautavali. — Að sjálfsögðu er ekki hægt að bú ast við, þó einstaklingurinn „Grása“ á Galtafelli, sé svo af- urðamikil sem skýrslurnar sýna, á það langt í land, að slíkar afurð ir verði almennar á íslenzkum búum. En þessi eini einstakling- ur færir sönnur á að slíkur glæsi- legur árangur, þurfi ekki að vera mjög langt undan landi. Til samanburðar má geta þess, að ættbókarfærðar kýr af rauða kúastofninum danska mjólka á þessum árum um 5.300 lítra að meðaltali á ári. Með 4.4% af fitu. En þær vega að meðaltali 625 kg. í lifandi vigt, en allar skýrslu- færðar kýr af þeim stofni mjólka að meðaltali 4000 kg. með 4.1% fitu og vega 525 kg., en jóski stofninn svartskjöldótti, sem er svipaður að stærð, gefur aðeins minni afurðir. — Til þess að við Hrefna Sigursveins Sveinssonar á Norður-Fossi í Hvammshreppi getum vonast eftir slíkum á- í Mýrdal er rýmismikil og vel byggð kýr. Hún fékk 8414 stig fyr- j rangri hér þurfa kýrnar okkar að ir byggingu á nautgripasýningu þar 2. júní s. 1. Myndin er tekin þá, stækka verulega og halda þó eig- inleikum sínum mjólkurgjafar. fyllilega til Ljóma 7, Tómasar Magnússonar, Skarðshlíð, Austur-Eyjafjalla- hreppi. Hún er ein af beztu kúnum á sambandssvæði Nautgripa- ræktarsambands Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna. Gott upp- eldi og fóðrun og miklar afurðir einkenna kýr Tómasar. — Mynd- án er tekin að nautgripasýningu að Skarðshlíð 1. júní s. 1. FRASOGN FRA SÝNINGUM f SUMAR Nýlega hitti ég Ólaf Stefánsson nautgriparæktarráðunaut Búnað- arfélagsins og spurði hann frá nautgriparæktarstarfinu. — Það vildi svo vel til að hann er tiltölu lega nýkominn frá nautgripa- ræktarsýningum sem haldnar voru í sumar á svæðinu frá Mýr- dalssandi til Hvítár í Borgarfirði. Sýningarnar eru haldnar um allt landið fjórða hvert ár. Erlendis eru sýningarnar með öðru sniði en hérlendis þar sem hvert nautgriparæktarfélag á kost á einum sýningarstað fjórða hvert ár. En vegna þess að kún- um fjölgar hér all-mikið, vilja bændur fjölga sýningargripum og hefir með því móti fengizt aukin þátttaka í sýningunum, svo enn betra yfirlit fáist yfir kúastofn- inn í hverju félagi. En með þessu móti geta bændur ekki aflað sér eins góðs yfirlits yfir kýrnar á víðara svæði, sem ef til vill væri æskilegt. 15 ÞÚSUND KÝR Á sýningarsvæðinu í ár voru um 15.000 kýr. Af þeim voru færðar á skýrslur nautgriparaekt- arfélaganna um 7.900 eða 60% af skýrslufærðum kúm á land- inu. Reynt er að ljúka sýningun- um áður en heyskapur byrjar fyr- ir alvöru. — Búnaðarfélag íslands sendir starfsmann félagsins á hverja sýn ingu og er hann formaður dóm- nefndar og venjulegast ráðunaut- ur félagsins. Til aðstoðar voru nú fengnir héraðsráðunautarnir Bjarni Arason frá Akureyri og Hjalti Gestsson frá Selfossi. Bjarni var formaður dómnefnd- ar á sýningunum á Kjalarnes- þingi og Borgarfirði sunr.an Skarðsheiðar en Hjalti í ýmsum sveitum á Suðurlandsundirlend- :nu. — Og hvernig var háttað þátt- töku í sýningunum? — Þær voru yfirleitt afburða vel sóttar. Alls voru dæmdar 5.541 kýr eða rösklega þriðja hver kýr á svæðinu. Og svarar sú tala til 70% af skýrslufærðum kúm á sýningarsvæðinu. Bezt voru sýningarnar sóttar á svæði nautgripasambands Árnes- sýslu og Rangárvallasýslu og Vest ur- Skaftafellssýslu, en lakar í Kjalarnesþingi og Borgarfjarðar- sýslu, þótt þátttaka væri þar víða góð. í EINSTÖKUM FÉLÖGUM Flestar kýr voru skoðaðar í Gnúpverjahreppi eða 374, í Ölfusi 303, á Skeiðum 266, i Framh. á bls. 12. Leira Ingibergs Sveinssonar í Skammadal í Hvammshreppi í Mýr- dal hlaut fyrstu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á sýningu aff Skaganesi 3. júní s. 1. Hér sést hún (fremst) ásamt þremur dætrum sínum í Skammadal, Gæfu, Gjöf og Skraut. Hún hlaut 89 stig fyrir býggingu, hæstu einkunn, sem veitt var fyrir byggingu á nautgripasýningum á þessu ári. Reyðir, Góa og Ósk á Reyni í Hvammshreppi í Mýrdal eru góðar og fallegar kýr. Myndin er tekin á nautgripasýningu þar 2. júní s.L Greimleg framför í starfsemi nautgriparæktarfélaganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.