Morgunblaðið - 18.08.1955, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. ágúst 1955
nttMðMfr
ÚiS-i H.Í. Árvakur, Reykjavík.
Fraxukv.stj.: Sigíús Jónsson.
Ritstjörl: Valtýr Stefánsson (ábyrsBaraa.)
Stjómmálarltítjóri: SigurSur Bjarnason £rá Ylflsz..
Lesbók: Árni Óla, sími 3049.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristiruwðn.
Ritstjórn, auglýsingar og aígreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 ft mánuði insamlandst
f lausasölu 1 krftm aintakiS.
Norsku íimleikaflokkarnir
Bússor geta ehki iengur söað
vinnuafli í gognslausnm her
HINN kunni Rússlandsmála-
sérfræðingur brezka blaðsins
Observers, Edward Crankshaw,
ritaði á sunnudaginn mjög at-
hyglisverða grein varðandi þá
tilkynningu rússnesku valdhaf-
anna, að afvopna 640 þúsund her-
menn.
í greininni útskýrir Crank-
shaw það, að hinn gífurlegi her-
kostnaður Rússa hafi verið að
sliga þjóðina og hafi það sést á
mörgum sviðum þjóðlífsins. E. t.
v. á hin mikla hervæðing Rússa
mestan þátt í því vandræða-
ástandi, sem nú ríkir t.d. í land-
búnaði og iðnaði landsins.
Vélvæðing sveitanna
hefur mistekizt
Það er nú ljóst af játning-
um og skýrslum valdhafanna
austur þar, að landbúnaðar-
framleiðslan er nú minni, held
ur en hún var mest á dögum
keisaranna. Þetta stafar að
sjálfsögðu fyrst og fremst af
því, að vinnuafl landbúnaðar-
ins hefur verið flutt inn til
borganna til iðnaðarfram-
leiðslu. f stað þess var ætlun-
in að auka vélanotkun í sveit-
unum, líkt og gerzt hefur víða
um heim allan. En sannleik-
urinn er sá, að í Rússlandi hef-
ur véivæðing sveitanna mis-
tekizt.
Undarlegt er, að svo skyldi
fara í Rússlandi á sama tíma og
dráttarvélar og jeppar eru hvar-
vetna í Vesturlöndum að taka
sæti fyrri frumstæðari tækja,
svo að afraksturinn eykst stór-
fellt. Hefur þetta komið greini-
lega í ljós m.a. nú að undan-
förnu, þegar hópur rússneskra
samyrkjubænda var á ferð í
Bandaríkjunum. En þegar boðs-
gestir þessir ferðuðust um þétt-
býl landbúnaðarhéruð Banda-
ríkjanna, gátu þeir ekki orða
bundizt. Spurðu þeir á vélrækt-
uðum býlunum, hvar allt verka-
fólkið væri og vildu ekki trúa
öðru, en að tugi og hundruð land-
búnaðarverkafólks þyrfti á
hverri jörð. Undruðust þeir
mjög, þegar þeim var sagt, að
landið væri allt unnið og ræktað
með vélum!
Rauði-herinn kvaddur
til jarðyrkju
Samtímis því sem lýðum var
gert ljóst s.l. ár hið alvarlega
ástand í landbúnaðarmálum Sov-
étríkjanna, var hafin allsherjar
herferð til að auka framleiðslu
landbúnaðarafurða. Fyrir henni
hefur sjálfur Krusehev staðið og
er Ijóst af nokkrum ræðum hans,
hvað hann ætlar að verði helzta
lækningin.
Crankshaw minnir á það í
grein sinni, að Kruschev
skýrði frá því ekki alls fyrir
löngu, að Æðstaráðið hefði
skipað Rauða-hernum að
sækja fram í þessari miklu
hættu og nauð, sem nú vofir
yfir. Heil herfylki rússneskra
hermanna voru send austur á
óræktarlöndin í Mið-Asíu og
var þeim skipað að hefja stór-
fellda nýrækt. Er það ljóst, að
Rauða-hernum sjálíum var
falin framkvæmd. Hershöfð- ,
ingjar stjórna verkinu og gefa
herfylkjum og hersveitum;
fyrirskipanir um, hvernig j
vinna skuli verkið. Er allt j
skipulag þessara mála eins og ;
tíðkast í her á styrjaldartím-
um.
Það benda því allar líkur til
að þeir 640 þúsund hermenn, sem
leystir verða frá herþjónustu
verði sendir beina leið til ný-
ræktarstarfa í Mið-Asíu eða að
þeir hafi þegar verið sendir þang
að. Má vera að þeir séu sumir
leystir frá herþjónustu, þegar
þeim hefur verið skipað niður á
býli sín.
Rússneskt landnám
í Asíu
Með þessu vinnst tvennt, að
vinnuaflið í landbúnaðinum yfir-
leitt er aukið og einnig hitt, að
með því er haldið áfram nýlendu
víkkun Rússa í Kasakhstan og
Suður-Síberíu, en fólk hefur
ekki flutzt þangað af fúsum vilja.
Það er því að áliti Crank-
shaws ekki einvörðungu friðar-
vilji, sem veldur þessari ákvörð-
un og skyndilegu tilkynningu
um afvopnun. Hér ræður það
mestu, að atvinnuvegir landsins
þarfnast þess vinnuafls, sem só-
að hefur verið í hinn volduga
Rauða her.
I Þessi sami skortur á vinnuafli
hefur víðar komið fram. M. a. í
þeirri tilkynningu nýlega, að
gerð hefði verið einskonar
„hreingerning" í stjórn iðnaðar-
mála landsins. Var það fólgið í
því að urmull skrifstofufólks og
forstöðumanna iðnfyrirtækja hef
ur verið sagt upp starfi. Skýr-
ingin var að alltof mikið skrif-
stofubákn hefði verið að sliga
iðnaðarframleiðsluna. Þetta ó-
þarfa skrifstofufólk skyldi nú
gera margfalt meira gagn með
því að flytja sig austur í Síberíu.
Plægja þar og mjólka kýr.
Sóun vinnuaflsins
þýðir skort
Crankshaw kemst að lokum
að þeirri niðurstöðu í grein
sinni, að nú fyrst séu hinir
rússnesku valdhafar að reka
sig á það, að þeir geta ekki
stöðugt sóað vinnuafiinu. Allt
frá því kommúnistar komust
til valda í Rússlandi hafa þeir
farið eina og sömu leið til að
koma fram nýjum áformum.
Þeir hafa ákveðið að senda
nokkur hundruð þúsundir
manna eða jafnvel milljónir
til að framkvæma það. Vinnu-
aflið hefur verið svo mikið að
þeir hafa beinlínis sóað því,
stærsta sóunin hefur verið,
hve gífurlegu mannafli þeir
hafa haldið undir vopnum á
friðartímum. Afleiðingin hef-
ur orðið sú að atvinnuveg-
irnir geta ekki borið þann
þunga bagga á herðunum, að
þurfa að brauðfæða milljónir
gagnslausra hermanna. Þess
vegna hefur þeim verið nauð-
ugur einn kostur að leysa
þessa menn frá herskyldu, en
t senda þá síðan nauðungar-
flutning austur í Síberíu til
landbúnaðarstarfa.
Norsku fimleikaflokkarnir. Myndin var tekin að Hálogalandi s. 1. þriðjudag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Oslo Turn" sfsilr i Tívoli
í kvöid
Forsefi Islands verður viösfaddur sýninguna
IKVÖLD kl. 20.30 verður síðasta fimleikasýning Osló Turn hér
að þessu sinni og verður hún í skemmtigarðinum Tívólí. Verð-
ur forseti íslands viðstaddur sýninguna og vill hann með því heiðra
elzta íþróttafélag Norðurlanda, „móður norrænnar íþróttahreyfing-
ar“, eins og stundum er komizt að orði um þetta aldargamla félag.
Þetta verður þriðja og síðasta'ungsflokkur á ferð, en í upphafi
fimleikasýning norsku úrvals-, fyrstu sýningar varð einum að
flokkanna, en þeir hafa áður sýnt. orði, að svo virtist, sem Norð-
tvívegís að Hálogalandi við menn veldu í sýningarflokka
geysimikla hrifni áhorfenda. Var ‘ sína eftir fegurð.
síðari sýningin öllu fyllri en sú
fyrri, og sýndu flokkarnir, sér-
staklega karlaflokkurinn, vanda-
samari og erfiðari æfingar í
Fyrri sýningar hafa vakið
mikla og almenna hrifni og verð-
ur enginn sem heldur suður í
I Tívoli í kvöld fyrir vonbrigðum,
! því að hér eru á ferð fimleika-
menn í hópi hinna beztu í heim-
inum.
Frá sýningu norsku piltanna.
ULí andi óhri^ar:
Karl Ottersen
fararstjóri „Oslo Turn“.
hringjum, á svifslá og tvislá, og
ennfremur á hesti. Sérstaka at-
hygli hafa vakið hinar olymp-
isku einmenningsæfingar, eða
einmenningsþrautir, sem fara
fram á sléttu gólfi eftir undir-
leik. Þessi hluti fimleikanna er
nú liður í öllum fimleikakeppn-
um og er þar mynduð samhang-
andi heild með erfiðum hand-
stöðum og fögrum og mjúkum
danshreyfingum.
Hinar vel vöxnu norsku stúlk-
ur sýna æfingar með knöttum,
kylfum, dans og einmenningsæf-
ingar á gólfi. Eru þar á meðal
4 Noregsmeistarar í einmennings-
keppni, svo að hér er enginn miðl
Bjarni Ólafsson
landaði góðum a!!a
á ísafirði
AKRANESI, 17. ágúst. — Akra-
nestogarinn, Bjarni Ólafsson,
landaði á ísafirði laugardaginn
í síðustu viku 274 lestum af
karfa. Hafði togarinn verið að
veiðum við Vestur-Grænland. —
Kom togarinn síðan hingað suð-
ur og fer aftur á veiðar í kvöld.
Akurey er til viðgerðar í
Reykjavík, og mun verða það
næstu tvær vikur. — Oddur.
Ýmsar raddir.
ITILEFNI af skrifum þeim um
óskilvísi íslendinga, sem birt-
ust hér í dálkunum fyrir nokkru
hafa ýmsar raddir kveðið sér
hljóðs. Ein segir:
„Þetta voru vissulega orð í
tíma töluð. — Eg var fyrir nokkr-
um dögum stödd inni á I.and-
símastöðinni hér og átti samtal
út á land úr einum talklefanum.
Á leiðinni út í bæ — 5 til 10
mínútum seinna, varð ég vör við,
að ég hafði skilið eftir annan
eyrnalokkinn minn á hillu í
símaklefanum. Ég sneri þegar til
baka, leitaði í klefanum og
spurði í afgreiðslunni, hvort nokk
ur hefði skilað þar hinum
gleymda ej'rnalokk — en árang-
urslaust. Sá, sem hann hafði fund
ið hafði augsýnilega hirt hann,
varla þó sjálfum sér til mikils
gagns, þar sem lokktetrið var frá-
skiiinn stallbróður sínum — en
mér þótti hins vegar miklu mið-
ur að glata honum“.
Ólík saga
HIN röddin hljóðar svo:
„Herra Velvakandi!
Ég vil í þessu sambandi segja
frá minni reynslu í þessu efni:
Sumarið 1949 var ég á ferðalagi
hér um landið með tveimur
belgiskum konum. Meðal ann-
arra staða komum við að Gríms-
stöðum á Fjöllum. Vildi þá svo
illa til, að önnur útlenda konan
gleymdi dagbók sinni með öllum
ferðapeningum sínum, sem var
nokkur upphæð, á skrifborði í
stofunni á Grímsstöðum, þar
sem um gekk allt heimafólk og
gestir. Áttaði konan sig ekki á
þessu fyrr en við vorum komnar
langleiðina að Reykjahlíð.
Ekki hægt nema
á íslandi
ALEIÐINNI mættum við bíl,
sem var á austurleið. Stöðv-
aði ég hann og bað fólkið, sem
ég þekki ekki neitt fyrir boð að
Grímsstöðum að senda bókina
með. peningunum til Reykjahlíð-
ar daginn eftir. Ég fann ekkert
athugavert við að biðja bráð-
ókunnugt fólk fyrir þessi orð og
vísa því á peningana á skrifborð-
inu.
Daginn eftir — í Reykjahlíð —
spurðum við um bréf frá Gríms-
stöðum. Var þar þá komin bókin
með peningunum upp á eyri. —
„Þetta gæti maður ekki gert,
nema á íslandi“, sagði sú belg-
íska, og mér fannst þetta vera
sönnun þess, að heiðarleikinn er
ekki glataður hjá okkur íslend-
ingum. — Ferðakona“.
Rjóminn þeytist ekki
ÚSMÓÐIR skrifar:
„Velvakandi góður!
Húsmæður hér í Reykjayík,
spyrja gramar í geði hverju það
sæti, að í allt sumar hefir verið
iii-mögulegt og mjög oft ómögu-
legt að þeyta rjóma þann, sem
mjólkurbúðirnar selja. í staðinn
fyrir að þeytast með venjulegum
hætti skilst rjóminn — fer í
smjör og er algerlega ónothæf-
ur til kökuskreytinga. — Okkur
finnst einkennilegt, að rjóminn
skuli þurfa að vera þessu lakari
en venjulega — á þessu sólskins-
lausa sumri, sé fitumagnið það
sama og verið hefir og okkur
finnst við eiga heimtingu á að
kæling mjólkurbúðanna sé þann-
ig úr garði gerð, að vörurnar,
sem við kaupum þar dýru verði
séu ekki í ósöluhæíu ástandi og
stundum hálfónýtar.
— Húsmóðir“.
vferkið,
sem
iæðir
ndið.