Morgunblaðið - 18.08.1955, Side 16
Veðurúfiil í dag:
NV eða N gola. Sumsstaðar létt-
skýjað. —
185. tbl. — Fimmtudagur 18. ágúst 1955.
Naufgriparækf
Sjá blaðsíðu 9.
Háskólinn byggir nýtt
kvikmyndahús
í Vesturbœnum
Rúmar 1200 manns í sæti
EINS og nýlega var frá skýrt hér í blaðinu sótti Háskólinn um
leyfi til þess að byggja kvikmyndahús og tónleikahöll á svæð-
inu sunnan við íþróttavöllinn, þar sem nú eru tennisvellir. Einnig
var sótt um leyfi til byggingarinnar nokkru vestar. Nú hefir
bæjarráð ákveðið að leyfa bygginguna á lóð við Hagatorg og
Dunhaga. Er það rétt við Neskirkjuna nýju.
STÆRSXI SALURINN
Háskólinn hefir í bígerð að
byggja stærri samkomusal en nú
ev til á landinu í hinu nýja húsi
sínu. Mun hann rúma 1200 manns
í sæti. Verður hin nýja bygging
bæði notuð sem kvikmyndahús
«g tónleikasalur, auk ýmiskonar
annars samkomuhalds. Má segja,
að vel fari á að slíkt hús rísi í
Vesturbænum, þar sem ekki er
|?ar neitt kvikmyndahús fyrir.
Sátfafundur í verka-
kvenna-deilunni
VALDIMAR Stefánsson, varasátta-
•emjari ríkisins, hefir nú fengið
latip- og kjaradeilu verkakvenna-
tfélagann í Keflavík og á Akra-
•tesi við atvinnurekendur til með-
tferðar.
Boðaði hann til fundar með
deiluaðilum kl. 4 í gær í Alþingis-
tiúsinu og var þeim fundi ekki
lokið, er blaðið fór í prentun. A
fiáttafundinum mættu fulltrúar
atvinnurekenda og verkakvenna,
er í deilunni eiga, svo og fulltrúar
tfrá Vinnuveitendasambandi Islands
cg Alþýðusambandinu.
Verkakonurnar bafa boðað til
verkfalls náist samningar ekki.
Tveir stúdenfar á mót
TVEIR ungir stúdentar héldu
liéðan í gær flugleiðis á stúd-
entamót í Sofíu, höfuðborg Búlg-
aríu. Eru það þeir Þórir Einars-
son stúd. ökon. og Ingvar Gísla-
son stud. jur. Munu þeir félagar
verða um þrjár vikur í förinni.
I>að er ráðsfundur stúdentasam-
bandsins I.U.S., sem þeir sitja
austur þar.
Kemur þá Háskólinn til með að
eiga tvö kvikmyndahús, Tjarnar-
bíó og hið nýja.
Væntanlega hefjast fram-
kvæmdir við hið nýja hú& innan
skamms og mun þess ekki langt
að bíða að það rísi af grunni.
Afhjúpaður minnis-
varði Toría í Óiafsdal
og konu hans
27. ÞESSA MÁNAÐAR efn-
ir Breiðfirðingafélagið í Reykja-
vík til ferðar vestur í Ólafsdal
í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu.
Þar fer fram afhjúpun minnis-
varða hjónanna Torfa Óíafsson-
ar bónda og skólastjóra Bænda-
skólans í Ólafsdal og konu hans
Guðlaugar Zakaríasardóttur.
Er minnisvarðinn gerður af
Ríkharði Jónssyni.
Þeir, sem taka vilja þátt í ferð-
inni, geta leitað sér upplýsinga
í síma 2534.
Skemmtisigling
Lúðrasveitar-
innar
Á SUNNUDAGINN efnir Lúðra-
sveit Reykjavíkur til skemmti-
siglingar fyrir almenning með
Esju til Akraness. Verður farið
héðan úr bænum kl. 10 f. h. og
haldið upp á Skaga.
Á skipinu verða ýmis skemmti-
atriði og leikur m.a. Lúðrasveit-
in. Uppi á Akranesi verður dans-
að og eins á skipinu á heimleið-
inni. Komið verður aftur til
Reykjavíkur kl. 1 um nóttina.
Ný skreiðorpressa sem Jens
Árnason heiur iundið upp
JENS ÁRNASON jámsmiður hef
ur nýlega fundið upp nýja gerð
skreiðarpressu, sem er allfrábrugð
in og fullkomnari heldur en aðrar
pressur sem hér eru notaðar til að
pressa skreiðina i pakka til út-
flutnings.
Pressa þessi er mjög vönduð að
smíði og frágangi enda Jens lengi
unnið að henni. Aðalkostur þessar-
ar pressu fram yfir aðrar er, að
hún mótar skreiðarpakkann sjálf
í móti, sem er lyft upp með vökva-
lyftu áður en pakkinn er bundinn.
Verða þannig allir pakkamir jafn
stórir og réttir eins og þeir eiga
að vera og engin horn standa út
úr þeim. Pressan er stillanleg,
þannig að hægt er að pressa laust
eða fast eftir vilja, er það gert
xneð smáum stilliskrúfum. 10 ha.
Tafmótor knýr pressuna.
Vél þessi er sú fyrsta af þessari
gerð, sem Jens héfur smíðað, en
áður gerði hann aðra pressu, sem
þó var ekki jafn fullkomin og
þessi. Hefur hann nú endurbætt
þá gerð mjög.
Kaupfélag Patreksfjarðar hef-
ur fest kaup á hinni nýsmíðuðu
Skreiðarprcssan nýja, sern Jcns
befur fundið upp.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
pressu og mun hún verða send til
Patreksfjarðar nú alveg á næst-
unni.
Þurrkur ?
ÞURRKUR var víðasl hvar hér
sunnan og suðvestan lands í
gær, þólt ekki væri um góðan
þurrkdag að ræða.
Veðurstofan reiknaði í gær-
kveldi með norðan átt og þurru
veðri hér í dag, en kvað ekki
gott að segja um hvernig
áframhaldið yrði.
Vilja senda hslikopf-
erffugvél með
sprengjukasti gegn
háhyrningunum
SANDGERÐI, 17. ágúst — í dag
komu 9 bátar hingað með síld,
samtals 712 tunnur. Veiðarfæra-
tjón var með minnsta móti, að-
eins einn bátur varð fyrir ásókn
háhyrninganna og missti 10 net.
Hafa háhyrningarnir lítið haft
sig í frammi þennan sólarhring.
Mikill áhugi er hér almennt
meðal sjómanna, fyrir því, að
gerð sé gangskör að því að heli-
kopterflugvél ráðist á móti há-
hyrningunum með sprengjukasti,
eins og komið hefur til orða. —
Telja formenn það beztu lausn-
ina á þessu vandamáli. — Axel.
Ágæl reknetjaveiðl
KEFLAVÍK, 18. ágúst — Af
þeim bátum, sem komnir eru að
norðan, fékk Hilmir mestan afla
eða 2750 uppmældar tunnur. —
Var hásetahlutur rúmar 11 þús-
und krónur. Nokkrir bátar héð-
an eru enn fyrir norðan.
f dag var afli reknetjabátanna
allgóður eða alls um 840 tunnur
af 16 bátum. Dux hafði mestan
afla, 142 tunnur. — Söltun er
ekki enn hafin hér. — Ingvar.
Faxaflóasíldin fer
dagbafnandi
AKRANESI, 17. ágúst. — Síðastl.
mánudag komu reknetjabátarnir
inn með samtals 600 tunnur. í
gær komu 11 bátar með samtals
650 tunnur. Af þeirri síld voru
saltaðar 400 tunnur. Eina fyrir-
tækið hér sem hafið hefur síld-
arsöltun er Heimaskagi h.f. og
er þegar búið að salta á 7. hundr-
að tunnur, og fer síldin dagbatn-
andi.
í dag hefja þrír bátar til við-
bótar reknetjaveiðarnar, og mun
þeim halda áfram að fjölga, eft-
ir því sem þeir koma norðan að.
Allir Akranesbátarnir munu fara
á reknetjaveiðar. — Oddur.
Delfifoss og Brúar-
foss á Akranesi
AKRANES, 17. ágúst — í dag
komu hingað tvö skip Eimskipa-
félagsins. Brúarfoss, sem hleður
700 lestir af hvalkjöti, og Detti-
foss, sem lestar frosinn fisk.
— Oddur.
Fór í fæfara og
missfi framan af
fjórum fingrnm
í FYRRADAG varð það slys í
trésmíðaverkstæðinu Víði við
Laugaveg, að maður nokkur,
Franz Lindnes að nafni, missti
framan af fjórum fingum er hann
fór með höndina í tætara. Var
Franz fluttur á Landsspítalann,
þar sem gert var að sárum hans.
Síldveiði enn vs§ Ausfurland
Saltað á cliiiffl söltunarsföðvum í gær Á
ALLMÖRG skip fengu veiði
út af Austfjörðum í gær,
en þoka var þar á miðunum og
gerði síldveiðiflotanum erfiðara
fyrir. Saltað var á öllum sölt-
unarstöðvum þar eystra í
gær og allmikið var tekið til
frysingar. Nokkur skip voru með
400—500 tunnur cg í gærkveldi
bárust fregnir nm að Vörður frá
Grenivík hefði fengið 600—700
tunnur í einu kasti. Var hann á
leið til Seyðisfjarðar.
Þar sem söltúnarstöðvarnar
eystra hafa ekki haft undan, hafa
nokkur skip lagt upp á Raufar-
höfn. Þar var saltað hjá öllum
söltunarstöðvunum í fyrradag og
5—6 stöðum í gær. Annars sagSI
fréttaritari blaðsins á Raufar*
höfn að um helmingur aðkomu*
fólksins væri nú farinn þaðan og
því ekki hægt að afkasta eina
miklu og áður.
1
RE KNETJAVEIÐAR
Fréttaritari blaðsins á Siglu-
firði símaði í gær, að þeir bátar,
sem láta reka núna í Húnaflóa
hafi fengið eina til tvær tunnur
í nótt í reknet. Vélbáturinn Þor-
steinn frá Siglufirði fékk 40 tunn
ur í nótt í reknet. Fleiri Siglufj.-
bátar hafa hug á að halda á
reknetjaveiðar, en ekki fengiS
nógan mannskap enn.
Leiðangur til Galapagos-eyja
Stórmerk kvikmynd Per Höst og Thor
Heyerdahl frumsýnd hér á laugardag
Á LAUGARDAGINN verður frumsýnd í Stjörnubíói kvikmynd
A Norðmannanna tveggja, Per Höst og Thor Heyerdahl frá leið-
angri þeirra til Galapagoseyjanna.
Það er frú Guðrún Brunborg, sem sýnir myndina, og renn-
ur ágóðinn óskiptur til kaupa á herbergjum handa íslenzk-
um stúdentum í stúdentagarðinum í Sogni.
VÍSINDALEIÐANGUR
Þeir félagar, Per Höst og Thor
Heyerdahl, halda því fram, að
þeir hafi með leiðangri þessum
sannað svo ekki verði um viUzt,
að Indíánar frá vesturströnd Suð-
ur-Ameríku hafi fyrr á öldum
siglt á balsa-flekum til Galapagos
eyja og þaðan aftur til strandar.
Ráða þeir það af þeim fornleif-
um, er þeir fundu, og því að þeir
komust að, hvernig hægt er að
sigla balsaflekunum gegn vincli
og straumi. Sigling fram og til
baka var því möguleg.
NÁTTÚRUFEGURÐ OG
SÉRSTÆTT DÝRALÍF
En myndin sýnir fyrst og
fremst sérkennilega náttúru-
fegurð eyjanna, geysifjöl-
breytt dýralíf þeirra, en þarna
eru heimkynni fjölda dýra og
fugla, sem hvergi eru til ann-
arsstaðar, og lifnaðarhætti í-
búanna. Þarna hefur á síðustu
áratugum myndast alþjóð-
leg nýlenda. Margir Norð-
menn eru meðal innflytjend-
anna, og börnin tala þrjú,
f jögur tungumál eins og hvert
þeirra um sig væri þeirra móð
urmál. Þau verða að gera það,
ef þau eiga að geta leikið sér
saman og skilið hvert annað.
Það sér enginn eftir þeirri
kvöldstund, er hann fer að sjá
þessa mynd.
t sumarfríi
DENVER — Eisenhower Banda-
ríkjaforseti er nú kominn í sumar
frí og verður frá störfum um nokk
urt skeið.
Bréfaflóðinu frá esisku penna-
vinunum ætlar aldrei að linna
Pósfurinn meira að segja orðinn sárergilegur
FYRIR nokkru var sagt frá því hér í blaðinu, að ung stúlka, sem
auglýsti eftir pennavinum í ensku blaði hefði fengið hátt á
annað hundrað bréf, nokkru síðar. Ennþá eru stúlkunni að berast
bréf, og hefur Morgunblaðið tekið að sér að koma þessum bréfum
til þeirra, sem vildu eignast enska pennavini.
SEND VÍÐA UM LAND
Margir hafa notað þetta tæki-
færi, og hafa óskir eftir bréfum
borizt víða frá. Til dæmis hafa
um 30 bréf verið send austur
í Rangárvallasýslu og álíka
mörg vestur í Dalasýslu. Á rit-
stjórnarskrifstofu blaðsins hefur
fólk komið í stórum hópum til
þess að fá sér pennavin, og einn-
ig hafa allmargir haft beint sam-
band við Ingu Hermannsdóttur,
stúlkuna sem bréfin eru til.
PÓSTURINN VAR
ORÐINN ERGILEGUR
Þegar bréfaflóðið var sem
mest til Ingu, bárust henni um
50 bréf á dag. Fjölskyldu henn-
ar var farið að finnast nóg um,
og sjálf var hún í stökustu vand
ræðum. En verst af öllu var þö,
að pósturinn, sem aldrei hafði
sýnt annað en geðprýði, var orð-
inn sárergilegur, og sagðist ekki
gera annað en bera troðna tösku
af þessum ólukkubréfum oft á
dag heim til stúlkunnar. Lítill
annar póstur var í götúna.
1
EKKI ALLT BÚIÐ ENN
Um tíma virtist ætla að taka
fyrir bréfaflóðið, en nú síðustu
dagana hefur það aukizt aftur.
Nú er Morgunblaðið búið að taka
málið í sinar hendur, og afhendir
bréfin á ritstjórnarskrifstofunni,
þeim sem vilja. Það vill beina
því til fólks úti á landi, að þetta
er sérstakt tækifæri til þess að
eignast pennavini, og mun fús-
lega senda bréf út á land, ef
■þess er óskað.