Morgunblaðið - 21.08.1955, Síða 16
Veðurúfliff í dag:
Gengur í SA-átt.
0f0tfttÞIðfrÍfr
188. tbl. — Sunnudagur 21. ágúst 1955
Reykjavíkurbréf
á bls. 9.
Leyfð veiði á
600 hreindýrum
HEIMILD hefur verið gefin til að veiða allt að 600 hreindýr í
Múlasýslum á tímabilinu 20. ágúst til septemberloka. Er þetta
leyfi gefið m. a. vegna þess að hreindýrastofninn á Austurlandi
•er talinn of stór, sennilega allt að því 5000 dýr.
MEST í FLJÓTSDALS-
HREPPI OG JÖKULDAL
Veiði þessari er skipt milli
hreppanna í Múlasýslum í
ákveðnum hlutföllum. Er t.d.
heimilað að bændur í Fljótsdals-
hreppi skjóti 150 hreindýr, bænd
ur á Jökuldal 130, í Fellshreppi
80, Tunguhreppi 75, Skriðdals-
hreppi 43 og Hlíðarhreppi 30.
ÞEIR SEM NJÓTA ARÐS
Hreppsnefndirnar sjá um veiði
hreindýranna. Skulu þeir bændur
fyrst og fremst njóta arðs af veið-
unum, sem fyrir mestum ágangi
verða af hreindýrum á beitilönd-
unum, en síðan skal sveitasjóður
njóta arðsins.
Bifmðastiildir
í FYRRINÓTT var tveim bifreið-
um stolið hér í Reykjavík. Fund-
ust báðar bifreiðarnar aftur í
gærmorgun, skemmdar eftir öku-
ferð næturinnar. Voru það bif-
reiðarnar R-3216, sem er vöru-
bifreið og R-6176, sem er Dodge
Weapon fólksbifreið.
Hin seinni hafði lent í árekstri
við aðra bifreið í Nóatúni og
kastað henni út af götunni og
skemmdist sú bifreið mikið. —
Þjófarnir eru enn ófundnir.
Illmögulegt oð nó nokkurri ætri
heytuggu hundu búsmulunum
Sum heímili hafa ekki náð þurru sfrái í hlöðu
BORG, í Miklaholtshreppi, 19.
ágúst: — Sumarið ætlar að verða
erfitt hér á Snæfellsnesi. eins og
víða á landinu, þar sem óþurrk-
arnir hafa gengið. Síðan heyskap-
ur byrjaði, eru fáir dagar, sem
komið hafa alveg þurrir frá
inorgni til kvölds — sennilega
ekki fleiri en 3 til 4.
Margir byrjuðu að slá um Jóns-
messu, eða rétt fyrir mánaðamót-
in. Til eru þau hebnili hér í
jsýslu, sem ekki eru búin að ná
neinu þurru strái í hlöðu ennþá.
Samfara þessu slæma veðurfari
hefir skapazt mjög alvarlegt
ástand hjá bændum og búend-
um.
Margir vonuðust eftir bata um
mánaðamótin júlí og ágúst, en
sá bati er ekki kominn enn þá.
Hér á sunnanverðu Snæfellsnesi
hefir enginn dagur komið alveg
þurr síðan ágústmánuðum byrj-
aði.
Víða er eftir töluvert óslegið
af túnum, bændur hafa beðið
með að siá, verið að vonast eftir
þurrki.
Þetta, sem ennþá er óslegið af
íúnum, er orðið svo úr sér sprott-
ið og ill mögulegt að slá það fyrir
flækju í grasinu.
Útlitið er því þannig í dag, að
þótt upp birti og gjöri flæsur,
að heyskapur verður í.ára lítill,
hey hrakin og úr sér sprottin. —
Verða því bændur áreiðanlega að
stórfækka búpening' sínum
vegna þessarar slæmu veðráttu.
Kemur það því sér mjög illa. —
Undanfarin ár hafa bændur verið
að koma upp fjárstofninum eftir
fjárskiptin og víða er komin sú
fjártala, sem til var áður en íjár-
pestir hófu innreið sína
Margir bændum hafa staðið í
miklum íramkvæmduin undan-
farin ár, byggingum og ræktun,
og hafa því treyst á rekstursaf-
komu búa sinna, til þess að halda
í horfinu, með áframhaidandi
framkvæmdir á jörðum sínum. •—
En svo kemur þetta slæma og
erfiða sumar, að ill-mögulegt er
að ná nokkurri ætri heytuggu
handa búsmalanum — „það er
mörg búmanns raunin“.
Enginn man slíka sumartíð,
sem verið hefur hér í sumar,
bæði votviðrasama og kalda.
—Páll.
Óhagslæður röru-
skiptajðfnuður
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN
hefir orðið óhagstæður um
206,1 milljónir fyrstu sjö mánuði
ársins. Flutt var inn fyrir 643,3
millj. kr., en út fyrir 437,2 millj.
— Á sama tíma í fyrra var jöfn-
uðurinn óhagstæður um 167,2
millj. Þá nam innflutningurinn
618,5 millj. kr., en útflutningur-
inr> 451,3 millj.
f júlí varð vöruskiptajöfnuð-
urinn óhagstæður um 59,8 millj.
kr. Inn var flutt fyrir 125 millj.,
en út fyrir 65,2 millj.
Urðn fyrstir í fjórum greinum
d Oslo-meistarumótinu
ÓSLÓ, 19. ágúst — Frjáls-
íþróttamenn ÍR, sem farnir
eru til keppni á Norðurlönd-
um, kepptu sem gestir á
Ósló-meistaramótinu í kvöld.
Stóðu íslendingarnir sig með
prýði. Urðu þeir fyrstir í
fjórum greinum.
Guðmundur Vilhjálmsson
varð 1. í 200 m hlaupi á 22,9
sek., Sigurður Guðnason varð
2. í 5000 m hlaupi á 15.27,2
mín., sem er bezti tími, sem
hann hefir náð, Ingimar Jóns-
son setti nýtt drengjamet í
400 m grindahlaupi, hljóp á
59,2 sek., Skúli Thorarensen
varð 1. 1 kúluvarpi með 14,26
m, Vilhjálmur Einarsson
(UÍA) varð 1. í þrístökki með
14.02 m og íslenzka sveitin
varð fyrst í 1000 m boðhlaupi
á 2.01,8 mín. — Brautin var
þung eftir mikla rigninganótt.
— Örn.
Sölvi Víglundsson
skipstjórl
andaðist 20. þ. m. — Með honum
er genginn þekktur atork umaður
og mætur borgari.
Blekkingar kontffi-
únisla um vísiiöiuna
KOMMÚNISTABLABIÐ skýr
ir frá því í gær, að visitala
framfærslukostnaðar sé enn
óbreytt frá 1. júní s.L, 165
stig. Fer hér enn sem fyrr að
kommúnista varðar ekki mik-
ið um sannleikann. Vísitala
framfræslukostnaðar var
nefnilega 163 stig 1. júní og
hefur því hækkað um 2 stig
síðan.
Kor.imúnistum er það bcin-
línis áskapað að snúa stað-
reyndum við. Það er nokkurn
veginn það eina, sem hægt er
að reiða sig á hjá blaði þeirra,
að það scgir alltaf ósatt.
Síldveiðin við Aust-
firði leit Ægis
að jiskka
SEYÐISFIRÐI, 20. ágúst. — All-
mörg íslenzk síldveiðiskip liggja
nú í landvari hér vegna hvass-
viðris á miðunum.
í gær fóru um 20—30 skip-
stjórar af þeim um borð í rann-
sónarskipið Ægi, sem liggur hér,
1 boði dr. Hermanns Einarsson-
ar, leiðangursstjóra og íngvars
Pálmasonar, skipstjóra. Héldu
þeir fund með síldarskipstjórun-
um um farangur og vandamál
síldarleitarinnar í sumar.
Er það eindregið álit skip-
stjóranna að undanfarin síld-
veiði við Austfirði sé leit Æg-
is að þakka. Á fundinum kom
fram mjög eindreginn stuðn-
ingur skipstjóranna við starf
Ægis í sumar og var skifzt á
skoðunum um, hvernig bæta
mætti leitina í framtíðinni og
fullkomna mætti samstarf
leitarskipsins og síldarskip-
anna. — B.
Maniis leitað
EINS og skýrt var frá hér í
blaðinu í gær fundust skór, hatt-
ur, jakki og yfirhöfn manns í fjör
unni neðan við Skúlagötu í fyrra
dag. Voru allar líkur taldar til
þess, að maðurinn hefði, sem föt-
in átti, orðið sér til skaða.
Leitaði flokkur lögreglumanna
og skáta í fjörunni inn eftir í
gærkvöldi Sú leit bar þó engan
árangur.
Rannsóknarlögreglan hefir nú
lýst eftir manninum. Er hann
Magnús Ottósson, 45 ára að aldri
og ókvæntur. Magnús er tæplega
meðalmaður á hæð, rauðskol-
hærður. Hann hafði kennt sér
nokkurs lasleika undanfarið. —
Hefir hans ekki orðið vart síðan
í fyrradag.
Lögreglan mun hafa leitað
hans í gærdag. Allir þeir, sem
gefið gætu upplýsingar um ferð-
ir Magnúsar eru beðnir að gefa
sig fram við rannsóknarlögregl-
una.
fylgir blaðinu ekki í dag vegna
sumarleyfa í prentsmiðju blaðs-
ins. —
Mynd þessi var tekin á Reykjavíkurflugvelli við brottförina.
Ungir Sjálfstœ&ismenn
fóru í gœr til Þýzkalands
Fyrsta utanlandsíerð samtakanna
IGÆRMORGUN lagði stór hópur ungra Sjálfstæðismanna af
stað í kynnis- og skemmtiför til Vestur-Þýzkalands. Mun hóp-
urinn sem í er ungt fólk víða af landinu, ferðast um erlendis í
þrjár vikur, skoða ýmis merkis fyrirtæki og staði, hlýða á erindi
um sögu Þýzkalands, efnahag og menningu, og kynnast þannig
landi og þjóð.
TIL HAMBORGAR
Það er samband ungra Sjálf-
stæðismanna, sem fyrir þessari
ferð gengst, og er það fyrr.ta ut-
anlandsferðin, sem farin er á
vegum samtaka Sjálfstæðis-
manna. í gær flaug hópurinn til
Hamborgar. Þar verður dvalizt í
nokkra daga. Síðan haldið til
Lubeck, Kiel og Flensborgar þar
sem verður nokkur dvöl. Síðan
verður ekið undir góðri leiðsögn
um Suður-Þýzkaland til Dussel-
dorf, Hannover, Köln, Bonn og
til Koblenz, sem er í hinum
fögru Rínarhéruðum
Hópurinn kemur heim viku af
september, einnig flugleiðis.
Þátttakendur í kynnisförinni
eru m. a. frá Reykjavík, Vest-
mannaeyjum, Höfnum, Ólafsfirði
svo nokkur dæmi séu nefnd Eru
þar ungir piltar langt innan við
tvítugt og menn á fertugsaldri.
Væntanlega heldur Samband
ungra Sjálfstæðismanna þessari
nýbreytni áfram og gengst fyrir
annarri kynnisför næsta sumar.
Fararstjóri Þýzkalandsferðar-
innar er Guðmundur H. Garðars-
son, viðskiptafræðingur.
FORDSMIÐJUR
í Moseldalnum þar skammt frá
verður dvalizt um skeið. Þátt-
takendur koma og til Ruhrhér-
aðsins, skoða námur og stáliðju-
ver, Fólksvagnaverksmiðjurnar í
Wolfsburg, Fordverksmiðjurnar
og ýmis önnur merk iðnfyrir-
tæki.
700 hinnur salfaðar
í Stykkishélmi
STYKKISHÓLMI, 20. ágúst —
Ötíð hefir verið hér síðustu þrjá
daga svo ekki hefir gefið á sjó.
— 700 tunnur hafa verið saltaðar
hér á Stykkishólmi. — Á.H.
Ströng ákvæði um notkun
hjálpar-reiðhjóia
UT HEFUR verið gefin reglugerð þar sem kveðið er á um notk-
un og skrásetningu reiðhjóla með hjálparvél. Þar er og ákvæði
um að sérstakt ökuleyfi þurfi til að mega aka slíkum reiðhjólum.
Reglugerðin er gefin út skv. lögum er samþykkt voru á síðasta
Alþingi. Hún hefur þegar gengið í gildi.
15 ÁRA FÁ LEYFI
í reglugerðinni eru m. a. á-
kvæði um útgáfu ökuréttinda.
Þar sem segir að til þess að stýra 1
reiðhjóli með hjálparvél þurfi
ökuheimild. Má veita hana þeim
sem orðnir eru 15 ára og hafa
næga kunnáttu í akstri og um-
ferðarreglum.
KENNSLA OG
AKSTURSPRÓF
Aksturskennsla á reiðhjóli án
hjálparvélár má fara fram án
löggilts kennara. Æfingarakstur
má ekki fara fram fyrr en sótt
hefur verið um ökuheimild og
ekki fyrr en 14 dögum áður en
próf skal þreyta. Lögreglustjór-
ar geta krafizt þess að umsækj-
endur taki þátt í stuttu námskeiði
í umferðarreglum, akstri og með-
ferð reiðhjólanna. Þá skulu bif-
reiðaeftirlitsmenn reyna aksturs-
kunnáttu umsækjenda, þekkingu
á umferðarreglum og hæfileika
að öðru leyti til að aka reiðhjóli
^með hjálparvél.
LJÓS OG HLJÓÐDEMPAR
Þá eru í reglugerðinni ákvæði
um að slík reiðhjól skuli hafa
trygga hemla, á þeim skulu vera
fram-ljósker og aftan á því katt-
arauga. Aflvélin má eigi vera
meiri en 1 hestafl. Við útblást-
ursrör skal vera hljóðdeyfir,
enda skal þess stranglega gætt,
að af hjólinu stafi ekki meiri
, hávaði en nauðsynlegt er.
Reiðhjólin skulu skrásett og a
• að festa skrásetningarmerki
j bæði framan og aftur á hjólið.
f Þau skulu vera rauð, 4 sm háir
I stafir á hvítum grunni. Skoðun
skal fara fram á hjólunum einu
sinni á ári.