Morgunblaðið - 26.08.1955, Síða 6
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 26. ágúst 1955
Með Skólagörðum Reykjavíkur í
fróðleiks- og skemmtiferð austur / sveitir
'iLLIR krakkarnir voru komn
J\ ir inn í bílana, fulorðna fólk-
Ið líka, svo hægt var að leggja
*>f stað. Börnin störðu stórum
tiugum á allt sem fram fór og
IBftirvæntingin náði hámarki,
þegar bílarnir óku af stað. Eftir
það var ferðalagið austur í sveit-
ir hafið og ekki um annað að
Iræða en að bíða þess sem verða
ivildi og fylgjast vel með því sem
fyrir augu og eyru bar.
Þetta var s.l. föstudag og börn-
In, 120 talsins í fjórum bílum,
Voru nemendur Skólagarða
Reykjavíkur. Það átti að aka
börnunum í skemmtiferð austur í
Biskupstungur, um Þingvöll og
tim Hveragerði í bakaleiðinni. —
t>að hefur verið venja þau 9 ár
Bem Skólagarðarnir hafa starfað
að fara einu sinni á sumri í slíka
íerð með nemendurna.
Edwald B. Malmquist skóla-
Btjóri Skólagarðanna bauð blaða-
rnanni Mbl. að fara með í förina
Bð þessu sinni og var það boð
þegið með þökkum.
Veður var þurrt og sæmilega '
bjart þennan morgun og nokkuð
frameftir degi, en síðdegis, þegar
við vorum komin í Biskupstung-
Urnar tók bæði að hvessa og
rigna. En börnin létu það ekki
é sig fá, voru glöð og ánægð og
ekemmtu sér hið bezta.
Orkuverin við Sogið voru skoð-
uð. Það var farið niður alla stig-
ana í írafossstöðinni. Ein telpan
ÁrEega fara nemendur Skólagarðanna í
skemmliferð. Þá er lögð áherzla á að sýna
þeim garðyrkju- og gróðurhúsasföðvar.
vildi alls ekki trúa því að hún
væri komin 30—40 metra niður í
jörðina, en henni þótti það þó í
hæsta máta undarlegt að ekki
skyldu vera gluggar á vélasaln
um.
Börnin gengu í skipulegum röðum, tvö og tvö, heim „traðirnar“
að skátaskálanum, þar sem Vinnuskóli Reykjavíkur er nú. Þar
hafa í sumar verið 60 drengir í tveimur flokkum, einn mánuð
hvor flokkur. (Ljósm. Har. Teits.)
Það var numið staðar á Almannagjárbrún og síðan gengu börnin
niður gjána að stóru flaggstönginni.
- s —........
■■
KÍ'Sa?®*' " "...
...
r Se*-
-'.3* .
. - '
Síðan var ekið upp að skáta-
skálanum við Úlfljótsvatn. Þar
er nú Vinnuskóli Reykjavíkur-
bæjar skipaður 30 nemendum. i
Strákarnir stóðu flestir fyrir
utan skálann og horfðu þöglir á
þennan skara af stelpum og strák
um, sem gekk í skipulegum röð-
um heim traðirnar. Við Skóla-
garðana starfa nokkrar ungar,
stúlkur, svonefndar þernur.
(strákarnir kalla þær nú bara
,,reddara“) og þær stjórnuðu!
krökkunum ákaflega vel, stilltu
þeim upp í raðir, þegar farið var
út úr bílunum.
Það var ótrúlegt að allur þessi
sægur gæti komizt inn í skálann,!
en það tókst með ágætum. Þar I
var á borðum mjólk og kökur;
eins og hver gat í sig látið, enda |
tóku börnin óspart til kræsing-
anna.
Það var gaman að koma að
Úlfljótsvatni og kynnast því
hvernig Vinnuskólinn er rekinn.
Þarna vinna drengirnir að alls
kyns jarðarbótum, heyskap og
þeir geta tekið þarna hin ýmsu
námskeið skáta og þeir vinna líka
að innanhússtörfum, í eldhúsi eða
við að þvo gólf og bera á borð.
Björgvin Magnússon kennari
stjórnar skólanum á Úlfljóts-
vatni.
— © —
Frá Úlfljótsvatni fórum við
sem leið liggur austur að Reyk-
holtshver í Biskupstungum, en
við hann standa stórar gróður-
húsastöðvar. Farið var um stöðv-
arnar og þær skoðaðar. Síðan var
farið heim að Brautarhóli til
Kristins bónda þar.
Öllum hópnum var boðið til
stofu að Brautarhóli og börnun-
um veitt mjólk að vild. Þau tóku
Framh. á bls. 12.
Tjarnarbíó:
„SVEITASTÚLKAN“
ÞÆR gerast margar verðlauna-
myndirnar, sem sýndar eru í
kvikmyndahúsunum hér um þess
ar mundir og þykir þó orka tví-
mælis um ágæti þeirra sumra,
að minnsta kosti. — „Sveitastúlk-
an“, ameríska kvikmyndin, sem
Tjarnarbíó sýnir nú er ein þess-
ara verðlaunamynda, og held ég
að allir sem hana sjá, geti verið
sammála um að hún eigi þá viður
kenningu skilið.
Myndin fjallar um þekktan
leikara, sem hefur orðið drykkju-
fýsninni að bráð og því um langt
skeið verið atvinnulaus. — Til
þess að réttlæta óíarnað sinn og
manndómsleysi grípur þessi veik-
geðja maður, eins og svo oft vill
verða, til lífslyginnar og sjálfs-
aumkunarinnar, og ásakar þá
aðra, en þó einkum konu sína,
fyrir ólán sitt. — Kona hans, sem,
eins og hún segir, er „bara
sveitastúlka“, er hins vegar heil-
brigð og skapföst og berst eins
og hetja til þess að bjarga manni
sínum og vekja hjá honum sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu. — Það
tekst að lokum og lýkur mynd-
inni með sigri hans á leiksvið-
inu og yfir sjálfum sér.
Eins og ráða má af því, sem nú
hefur verið sagt, er mynd þessi
mjög efnismikil og áhrifarík,
enda ágætlega gerð og sviðsett
ef Georg Seaton. Hlaut hann og
fyrir myndina viðurkenningu
sem „bezti leikstjóri ársins,“ eftir
því, sem segir í myndaskrá bíós-
ins. —
Bing Crosby leikur aðalhlut-
verkið, hinn drykkfellda leikara,
afbragðsvel og sannfærandi, en
konu hans leikur hin unga og
efnilega kvikmyndadís Grace
Kelly. Er hún glæsileg kona og
leikur hennar frábær, innlifunin
sterk og skaphitinn og átökin
mikil. — Þá er og mjög góður
leikur Williams Holden, er fer
þarna með allmikið hlutverk. —
Crosby og Kelly fengu bæði við-
urkenningu í Ameríku sem
„beztu leikarar ársins“ fyrir leik
sinn í þessari mynd.
BÆJARBÍÓ í HAFNARFIRÐI
sýnir nú ítalska kvikmynd er
nefnist „Gleðikonan“ og fjallar
um unga stúlku ítalska og líf
hennar í skuggum breiðgatna
Parísarborgar. Ungur og sam-
vizkulaus þorpari, sem hún hef-
ur fellt hug til ýtir henni út í
straumiðu og spillingu borgar-
innar og notar hana sem tekju-
lind til þess að seðja ágirnd sína
og munaðarþorsta. Setur þetta
taumlausa líf að sjálfsögðu spor
sín í sálarlíf hinnar ungu og fríðu
konu. Hún verður tortryggin og
kaldhæðin er hún mætir kvænt-
um manni, sem vill bjarga henni,
og telur víst að tilgangur hans,
sem allra annarra sé sá einn að
njóta hennar um stund. Sama
kaldhæðnin kemur fram hjá
henni gagnvart unga manninum,
sem ann henni hugástum og ger-
Á flötunum undir Ir.gólfsfjalli var „hlaupið í skarðið“, en sumir
fóru að tína ber í fjallshlíðinni.
Þessar tvær telpur vildu heldur maltöl en mjólk á Brautarhóli.
Við Reykholtshver í Biskupstungum eru nokkrar gróðurhúsastöðv-
ar. Myndin er tekin þegar börnin voru að skoða eitt gróðurhúsið.
því eru ræktaðir tómatar.
ist morðingi hennar vegna. —
Það er sem lífshamingjan, sem
hún hefur í raun og veru alltaf
I því eru ræktaðir tomatar.
i verið að leita að, flyi hana og
| hin illu örlög bíði hennar jafnan
við þröskuldinn hvar sem hún
fer, — einnig í örmum velgjörð-
armanns hennar, sem hún elskar
af heilum hug. Henni finnst því
að hún eigi ekki nema um einn
kost að velja að lokum, — að
draga sig út úr skarkala lífsins
— og þann kost tekur hún.
j Mynd þessi er mjög vel leikin
og ágætlega sett á svið og hún
er efnismikil og mörg atriði
hennar mjög áhrifarík. Þó finnst
mér þessi mynd, einkum fyrri
hluti hennar, ekki verulega sönn,
ekki lúta réttum rökum svo að
maður felli sig fyllilega við ýmis
; viðbrögð persónanna, en þó sér-
staklega hinnar ungu stúlku
,, . , , „ , , , . gagnvart velgjörðarmanni sínum
Og her er mynd af ollum skaranum þegar heim var komið. Neðst og Jafnvel ekki hans til hennar,
til hægri á myndinni eru tveir auka-„menn“, sem fengu að fljóta eftir hin htlu kynni þeirra fyrst.
með upp á grín! 1 Framh. á bls. 12.