Morgunblaðið - 26.08.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.08.1955, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. ágúst 1955 Útg.: HJ. Arvakur, Reykjavlk. Fraxnkv.stj.: Sigíús Jónsson Rltstjörl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSano.) Stjórnmálarltstjóri: SigurCur Bjarnason trá Vigm Lesbók: Arni Óla, sími 3045, Auglýíingar: Arni Garðar Kristinaso*. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 20.00 i mánuSi Innanlawda. f lausasölu 1 krtaa sintakiS. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þá verður gaman að lifa, 99 PRENTFRELSIÐ er ein af greinum hins almenna skoð- anafrelsis. í öllum lýðræðisríkj- um er það talið hyrningarsteinn lýðræðisskipulagsins. í einræðislöndum er skoðana- frelsið hinsvegar ekki í háveg- um haft. Þar er fólkinu bannað að skiptast í flokka með og móti valdhöfunum. Á síðari áratugum hefur lýð- ræðið sigrað einræðið í flestum löndum heims. í nokkrum lönd- um hefur einræðið þó borið hærra hlut. Það er í þeim lönd- um, sem kommúnistar ráða. — I Rússlandi og leppríkjum þess er ekkert til sem heitir skoðana- frelsi. Þar er heldur ekkert prentfrelsi til. Aðeins kommún- istaflokkurinn má gefa út blöð, aðeins ein skoðun má sjást. Ef menn leyfa sér að gangrýna vald- hafana, eru þeir fangelsaðir, hengdir eða skotnir Þrátt fyrir þetta eru til menn á íslandi, sem halda því fram, að hið kommúníska skipulag feli í sér hið fullkomna frelsi. Þessir menn eru kommúnistar. — Þeir hafa alltaf frá því að kommún- istaflokkur íslands var stofnað- ur fyrir um það bil aldarfjórð- ungi barizt fyrir því að þetta „frelsi“ yrði innleitt meðal ís- lendinga. Þeir hafa sagt fólkinu, að hið fullkomna prentfrelsi væri í því fólgið að aðeins blöð komm- únista fengju að koma út. Öll önnur blöð væru ekki aðeins þarf laus, heldur skaðleg. „Þjóðvilj- inn‘ væri með öðrum orðum eina blaðið, sem ætti að koma út í Reykjavík. Þá fyrst væri „prent frelsið“ á íslandi fullkomið. ,,Þá verður Morgun- blaðið ekki lengur til“ Einn af rithöfundum kommún- ista, Þorbergur Þórðarson, hefur fyrir nokkrum árum skýrt mjög greinilega frá áformum þeirra í þessum efnum. í bók sinni „Bréf frá Láru“ hefur hann lýst því sæluástandi, sem ríkja muni í þessu landi, þegar kommúnistar hafa brotizt hér til valda. Það er engin tilviljun, að hann leggur þar höfuðáherzlu á, að prent- frelsinu muni þá útrýmt. Um það ástand kemst hann að orði á þessa leið á bls. 12—13: j „Þá verður gaman að lifa, Lára mín. Þá verður Morgun- blaðið ekki lengur til, og hinn andlausi skrili verður að menntuðum mönnum". I Hvílík tilhugsun, hvílíkt sæluástand os hvílík „mennt- un“, sem hinum „andlausa skríl“ hlotnast!! Skyndileg endurfæðing í samræmi við þessa rúmlega þrjátíu ára gömlu yfirlýsingu hafa kommúnistar jafnan lof- sungið það „prentfrelsi", sem felst í því, að aðeins kommúnista- flokkurinn megi gefa út blöð, bæði á íslandi og í öðrum lönd- um. En nú hafa þeir skyndilega endurfæðst og þykjast allt í einu hinir einu sönnu verndarar skoð- anafrelsis og prentfrelsis hér á i landi. ! Hver skyldi nú vera ástæða þess? ___->• 46 min Hún er sú, að ritstjóri „Þjóð- viljans“ hefur undanfarin ár verið dæmdur í nokkrar meið- yrðasektir fyrir óþrifalegan munnsöfnuð, óhróður og mann- orðsþjófnað. Þessar sektir hefur hann neitað að greiða. Þessvegna verður hann nú að afplána þær í fangahúsi. Dylst engum að til- gangur hans með því að neita að greiða sektirnar er fyrst og fremst sá, að freista þess að skapa sér píslarvættisaðstöðu. En það hefur honum mistekist hrapa- lega. Meiðyrðasektir hafa undan- farið verið innheimtar hjá öllum þeim ritstjórum, sem orðið hafa fyrir barði meiðyrðalöggjafarinn- ar. Og þeir hafa allir greitt þær, nema ritstjóri „Þjóðviljans". — Hann hefur krafizt sérstöðu fyrir sig gagnvart íslenzkum réttar- reglum. Og nú þykist hann, sem stýrir blaði, er í áratugi hefur heimtað afnám alls prentfrelsis í landinu, vera hinn eini sanni málsvari þess. Til þess að kóróna píslarvættisaðstöðu sína krefst hann svo þess, að reykvískir verkamenn borgi fyrir sig meið- yrðasektirnar!! Meiðyrðalöggjöfin og blaðamennirnir Síðasta úrræði kommúnista til þess að skapa ritstjóra sínum píslarvættisaðstöðu er að skjóta sér bak við þá skoðun, sem fram hefur komið hjá íslenzkum blaðamönnum, að núgildandi meiðyrðaákvæði hegningarlag- anna séu of hörð og þröngvi ó- þarflega kosti þeirra. En þetta úrræði dugir kommúnistum ekki, sizt af öllu til árása á Bjarna Benediktsson. Núgildandi hegn- ingarlög voru ekki sett í ráð- herratíð hans. Þau voru sett í dómsmálaráðherratíð Hermanns Jónassonar. Ekkert er eðlilegra en að blaðamenn séu mótfallnir strangri meiðyrðalöggjöf, ekki til þess að geta haldið uppi óhróðri og mannorðsþjófnaði heldur til þess að geta gegnt skyldu sinni við lýðræðisskipulagið og haldið uppi nauðsynlegri gagnrýni á það, sem aflaga fer hjá stjórnar- völdunum og í þjóðfélaginu al- mennt á hverjum tíma. En það er sitthvað, að gagn- rýna gildandi meiðyrðalöggjöf og að neita að hlýða landslögum, þverskallast við að hlýta þeim dómum, sem upp eru kveðnir samkvæmt þeim. En eins og áður hefur verið bent á hafa allir ís- lenzkir ritstjórar greitt meiðyrða sektir sínar undanfarin ár, nema ritstjórar „Þjóðviljans“. Allt ber þannig að sama brunni. Kommúnistar fyrir- líta hið frjálsa orð og fótum- troða prentfrelsið, hvar sem þeir hafa aðstöðu til þess. f lýðræðisþjóðfélögum vilja þeir hinsvegar nota það sem skálkaskjól til þess að ljúga af mönnum æruna, halda uppi siðlausum óhróðri og óbverra- skap um menn og málefni. — Enginn heiðarlegur blaðamað- ur krefst bess að slíkt atferli sé lögverndað. Meðal íslenzks almennings fer því einnig víðs fjarrj 3ð það njóti minnstu samúðar. i c —s c HÉR eru birtar myndir af þremur mönnum, sem allir komu mjög við sögu fyrir einu ári. Einn þeirra er nú fallinn í gleymskunnar dá, annar fórst af slysförum fyrir nokkrum dögum og sá þriðji á í persónulegum örð- ugleikum í heimalandi sínu, þar sem hann hefir verið kjörinn forseti. Sá fyrsti, Arbenz, sat í háum söðli fyrir rúmlega ári, sem for- seti Gúatemala, en er nú gleymd- ur. enmwur rra Cjuaterviaíc a dollara ávísunar, sem hann fékk nýlega frá Mario Bolanos Garcia og lagði inn á bankabók sína. Mario Bolano er einkavinur Armasar. Armas segir, að Garcia hafi verið að greiða sér gamla skuld. Eitthvað þykir bogið við þessi skuldaskil, þar sem Garcia, sem er kaupsýslumaður í Guateni.ala, hefir á þessu ári notið nokkurr- ar sérstöðu sér til ábóta í við- skiptaheiminum þar í landi. Framh. á bls. 12. Grafinn er John E. Peuriioy, sendiherra Bandaríkjanna í Gúatemala, um það leyti, sem Arbenz var steypt af stóli. And- stæðingar Bandaríkjamanna héldu því fram, á sínum tíma, að Peurifoy hefði átt rnikinn þátt í því að hrinda veldi Arbenz og kommúnista í Guatemala. Áður en Peurifoy kom til Guatemala, hafði hann verið sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi, um það leyti, sem byltingartilraun kommúnista var hrundið þar í landi, og er hann fór frá Gúatemala var hann gerð- j ur sendiherra í Thailands (Síam) Peurifoy og Arbenz . . gleymdur og grafinn VeLL andl ábripar: en þar var þá ókyrrð nokkur, um það leyti sem búið var að semja vopnahié í nágrannaríki Thai- lands, Indó-Kína. ★ Fyrir nokkrum dögum var Peurifoy á leiðinni í kappakst- ursbíl sinum með tveim sonum sínum frá Bangkok, höfuðborg- inni í Thailandi, til baðstrandar í 150 km fjarlægð. Sendiherrann ók með 110 km hraða og var skjótt horfinn sjónum lögreglu- manna í jeppabifreið sem venju- lega voru í fylgd með honum. En lögreglumennirnir voru þessu vanir. * I Thailandi eru, eins og hér á landi, víða brýr yfir framræzlu- skurði, þar sem bílar geta ekki mætzt. Peurifoy nálgaðist eina j þessara brúa og sá þá stóran , flutningabíl koma á móti sér. j Sendiherrann átti um tvennt að j veljá, að auka hraðann og reyna að vera fyrri til yfir brúna, eða hemla og treysta á það að flutn- ingabíllinn myndi einnig hemla. Peurifoy hemlaði, en um seinan. Ford Thunderbird kappaksturs- bíllinn rakst með hraða á flutn- ingabílinn. Sendiherrann og yngri sonur hans (9 ára), létu lífið næstum strax, eldri sonur- inn (14 ára) særðist hættulega. Peurifoy þótti vinsæll sendi- herra og var glæsimenni mikið. Sagt var að hann hefði átt fleiri vini á Bandaríkjaþingi heldur en nokkur annar erindreki Bánda ríkjanna erlendis. ★ ÞRIÐJI maðurinn, sem hér er sagt frá, er Armas, sá er tók við embætti forseta í Guatemala er Arbenz varð að hrökklast úr landi. Nú hafa nokkur vandræði steðjað að Armas, vegna 25 þús. Á þjóðveginum 0| HEFIR óskað birtingar á J eftirfarandi: „Það var einn sunnudag fyrir nokkru, að við hjónin vorum á ferðalagi frá Borgarnesi til Stykkishólms. Á leiðinni urðum við fyrir því óhappi, að viftureim in á bílnum fór af og eyðilagðist gersamlega. Ég átti nýja reim heima í bílskúr en hafði gleymt að taka hana með, svo að hún stoðaði harla lítið. Við vorum því öldungis kyrrsett þarna á veginum. En ekki leið á löngu þar til tvo bíla bar þarna að, annar var úr Reykjavík en hinn úr Hafnarfirði. — Piltarnir úr Hafnarfirði tóku strax til við að gera við reimina til bráðabirgða og sögðu mér síðan að aka á undan sér en þeir skyldu koma á eftir og sjá hverju fram yndi. Nokkru seihna mættum við stöðvarbil úr Reykjavík. Stöðv- uðum við hana og spurðum bíl- stjórann, hvort hann byggi svo 1 vel að geta hjálpað mér um reim. Hann hélt nú það, lét mig fá spánýja reim, varareimina sína, er hann hafði litið á mína gömlu og ónýtu. Mennirnir eru misjafnir MER fannst framkoma þessara bílstjqra allra, hjálpsemi þeirra og greiðasemi svo ein- stæð, að mig langar til að þessi frásögn fái að birtast á prenti. — En ég mætti líka hinni gagn- stæðu manntegund í þessari sömu ferð: Þegar Hafnfirðingarn- ir voru að festa nýju reimina á fyrir mig, vildi svo illa til, að skrúfa ein brotnaði og við höfð- um enga töng við hendina, til að ná af skrúfubrotinu. Við biðum átekta, þar til við sáum einn nýj- an, glæsilegan bíl koma eftir veg- inum. Við stöðvuðum hann og bárum upp vandræði okkar. En hann hafði engan tíma til að hlusta á slíkt, kvaðst ekki vera neinn smiður, hló við og „spítti“ í þann nýja sem skjótast hann mátti. — Við vorum allir hissa á þessari framkomu og ég hugs- aði með mér, að mikið eru menn- irnir misjafnir. — Ó.J.“ Fallegustu stúlkur í heimi ISÆNSKU tímariti, sem mér barst í hendur, er þess getið, að maður einn, sem álitinn er sérfræðingur í helzt öllu sem lýtur að kvenlegri fegurð, og hefir ferðazt um gervallt heims- ins hvel, hafi látið svo um mælt, að meðal allra kvenna jarðar- innar séu stúlkurnar í Reykjavík þær fallegustu, næst á eftir komi Kaupmannahafnarstúlkurnar og nr. 3 myndi hann telja konur Budapest-borgar. Ekkert óglæsilegur vitnisburð- ur, að tarna fyrir Reykjavíkur- stúlkurnar, en það liggur við, að mann langi til að spyrja, eftir það, sem á undan er gengið, hvort hinn fjölfarni fegurðarsér- fræðingur muni annars hafa komið til Akureyrar? Gamall kunningi í Sjálfstæðishúsinu KÆRI Velvakandi! Undanfarin sumur hefur leikstarfsemi legið í dvala hér í höfuðborginni fjölmörgum til leiðinda, en nú í sumar hefur loks brugðið til batnaðar. Leik- hús Heimdallar tók til starfa í byrjun júlí og hefur staðið fyrir mörgum sýningum síðan. Um daginn brá ég mér í Leik- hús Heimdallar til þess að sjá gamlan kunningja frá æskuár- um, „Nei“-ið eftir Heiberg. Þetta bráðskemmtilega leikrit naut sín frábærilega vel í höndum leik- aranna og einkum vakti Harald- ur Björnsson kátínu áhorfenda með leik sínum og limaburðum. Aðstandendur Leikhúss Heim- dallar eiga heiður skilinn fyrir framtak sitt, og sjálfur sendi ég þeim þakkir fyrir ágæta kvöld- skemmtun. — Leikhúsgestur". Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.