Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 9
[ Sunnudagur 28. ágúst 1955 MORGUNBLABIB Lítil íbúðarhús, sem verið er að byggja í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Mjög mikill hluti þeirra húsa. sem nú eru í byggingu um land allt eru af svipaðri stærð og jþessi. Þúsundir einstaklinga leggja hart að sér til þess að eignast þak yfir höi'v.ðið. (Ljósm. M. Teits.) Rey kjavíkurbréf: Laugardagur 27. ágúst Aðstoð við bændur á óþurrkasvæðfnu — Verkföllin valda fjóni og áhyggjum — Almenningur í öllum landshlutum fordæmir þau — IMorrænir fundir — Maðurinn9 sem missti af písl .srvættinu — Veðlánastarfsemin að hefjast — ' f Aðstoð við óþurrka- svæðin UNDIRBÚNINGUR er nú haf- inn að aðstoð við bændur á óþurrkasvæðunum. Hefur Bún- aðarfélag íslands hafizt handa um öflun upplýsinga um fóður- bætisþörf þeirra. Ennfremur hef- ur oddvitum í öðrum landshlut- um, þar sem hey hafa ekki hrak- izt, verið skrifað og upplýsinga óskað um, hve mikið hey sé þar aflögu. Það svæði, sem fyrst og fremst hefur orðið fyrir borði óþurrk- anna eru héruðin frá Dalasýslu til Vestur-Skaftafellssýslu. Verst xnun þó ástandið vera á svæðinu írá Borgarfirði að Rangárvalla- sýslu. Margir bændur i þessum héruðum hafa sára litlu náð af þurru heyi í hlöðu. Nokkru hef- ur hinsvegar verið náð í vothey. Ástandið í þessum landshlutum fer þessvegna hið alvarlegasta. Muna menn naumast eins sam- fellda ótíð og þar hefur verið á þessu sumri. Enda þótt birta kynni upp fljótlega myndi það naumast bjarga málinu við. — Taðan er orðin ónýt og úr henni verður aldrei gert fóð- Ur. Sætir það sannarlega engri furðu, þótt bændur í þessum héruðum horfi ekki björtum aug- um fram á haust og vetur. Þar hefur í raun og veru skapazt hreint neyðarástand. Er það vissulega mál allrar þjóðarinnar,' hvernig fram úr því verður ráðið. Verkföllin valda áhyggjum og tjóni ÞAÐ VÆRI synd að segja að góð- ur vinnufriður hefði ríkt í þessu landi, það sem af er árinu 1955. Fyrst kom róðrarstöðvunin í Vestmannaeyjum í janúar og hluta af febrúar. Olli hún um 20 millj. kr. gjaldeyristjóni og bakaði sjómönnum, verkafólki og útgerðarmönnum í Eyjum stór- kostlegt tap og óhagræði. Þá kom matsveina- og framreiðslu- mannaverkfallið á kaupskipaflot- anum og síðan hið víðtæka verk- fall fjölda verkalýðsfélaga í Reykjavík, Hafnarfirði og á Ak- ureyri. Einnig það hafði í för með sér tugmilljóna króna tjón fyrir verkafólk þessara byggðar- laga. Það hafði hjnsvegar til- tölulega lítil áhrif á útflutnings- framleiðsluna, enda þótt það hefði í för með sér nokkra rýrn- un hennar. Loks stendur nú yfir verkfall verkakvenna í Keflavík og á Akranesi. Er það enn óleyst er þetta er ritað. Vofa nú yfir sam- úðarverkföll á báðum þessum stöðum. Síldarsöltunin hefur ver- ið stöðvuð þar og beituöflun út- gerðarinnar fyrir næstu vetrar- vertíð hindruð. Er það vissulega hið mesta alvörumál ef þessar stóru verstöðvar standa frammi IVferkilegt spor í rétta átt fyrir beituskorti á komandi vetri. Alvarlegasta afleiðing verk- fallanna eru þó áhrif þeirra á efnahagslíf þjóðarinnar í "heild. Það er margsögð saga, sem þó verður að rifja upp, að s. 1. 3 ár hefur verðlag í landinu verið stöðugt. Almenningur haft mikla og góða atvinnu, stórfelldar fram kvæmdir hafa staðið yfir, efna- hagslífið hafði leitað jafnvægis og afkoma ríkissjóðs verið mjög góð. Með verkföllunum og kaup- hækkunum á s. 1. vetri varð á þessu breyting. Kapphlaup hófst milli kaupgjalds og verðlags. Vöruverð og gjald fyrir margskonar þjónustu, sem almenningur verður að kaupa, hækkaði verulega. Það var rökrétt afleiðing af kaup- hækkuninni. Launþegar munu því síður en svo græða á henni. Var það í raun og veru séð og sagt fyrir. Kommúnistar ráða stefnurini ENGUM DYLZT, að kommúnist- ar réðu stefnunni i verkfallsmál- unum. Með völdum þeirra í Al- þýðusambandinu, klofningi Al- þýðuflokksins í verkalýðshreyf- ingunni og sundrung lýðræðis- aflanna innan hennar, var skemmdaröflunum sleppt laus- um. Kommúnistar ákváðu að eyðileggja vinnufriðinn og freista þess að skapa verðbólguástand í landinu. f þeirri viðleitni hefur þeim orðið alltof vel áeengt. íslenzkt efnahagsl'f er nú í ræninsia höndum. Kommnn- istar hafa fengið aðstöðu til þess að setia á stað hvert verk fallið á fætur öðru. Verðlag- ið hækkar og ýmsar greinar atvinnulífsins kalla á ríkis- stvrki. AlmenninP'ur hefur í bili næga og mikla atvinnu. En fyrr er varir getur bog- inn brostið, hinar miklu fram- kvæmdir og umbætur stöðv- ast. Þjóðin stendur þá frammi fyrir þeim veruleika, að hún hefur alið snák við brjóst sér, sem hefur aðstöðu til þess að snúa blómleíTU framleiðslu- starfi oe umbótaviðleitni upp i kyrrstöðu og vandræði. Þetta er staðreynd og sann- leikur, sem íslendingar verða að gera sér ljósan. Raunalegast er þó það, að inn- an lýðræðisflokkanna skuli vera til öfl, sem veita kommúnistum beinan og óbeinan stuðning. Al- þýðuflokkurinn er máttlaus gagnvart kommúnistum í verka- lýðshreyfingunni, klofinn , og sundurtættur. Þessvegna þykist hann ekki eiga annars úrkostar m að þreyta kapphlaup við ar. Og af því ber stjórnmála-1 flokksmenn hans njóti sérstöðu gagnvart íslenzkum réttarreglum. Á það má einnig benda, að komm únistar hafa engin frumvörp flutt um að breyta ákvæðum ís- lenzkra hegningarlaga um refs- ingar fyrir meiðyrði. Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra. — Hefur aldrei farið i meiðyrðamál. — En kommúnist- um líkar ekki við hann! kommúnista í ábyrgðarleysinu. Formaður Framsóknarflokksins býður „hálfum Sósíalistaflokkn- um" stjórnarsamstarf og hressir þar með upp á moldvörpustarf- semi hans. Eini stjórnmálaflokk- urinn, sem þorir að segja þjóð- inni sannJeikann er Sjálfstæðis- flokkurinn. Ólafur Thors for- sætisráðherra flutti hreinskilnis- lega aðvörun um síðustu ára- mót og vakti athygli landsmanna á afleiðingum nýs kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags. All- ir hugsandi menn sáu að orð hans voru tímabær og byggð á skiln- ingi og þjóðhollustu. En aðvör- un hans var því miður ekki sinnt. Þessvegna fór sem fór. Bergmál almennings- álitsins Ég hefi í sumar rætt við fjölda fólks úr öllum lands- hlutum um afstöðuna til þess- ara mála, verkamenn, bænd- ur, útgerðarmenn og sjómenn. Hjá þeim hefur sá skoðun komið fram undantekningar- laust, að verkföllin og katip- hækkanirnar á s. 1. vetri hafi verið hið mesta glapræði. — Jafnvel jafnaðarmenn og kommúnistar hafa ekki hikað við að láta þá skoðun i ljósi. Þetta er bergmál almenn- ingsálitsins i landinu. Af því má ráða það sem fólkið hugs- mönnum vissulega að draga sínar ályktanir, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Norrænir fundir UM ÞESSAR mundir standa yfir eða eru að hefjast, þrír norræn- i fundir hér í Reykjavík. Hinn árlegi fulltrúafundur Norrænu félaganna á öllum Norðurlönd- um stendur yfir. Á mánudaginn hefst fundur' norrænu menning- armálanefndarinnar og um miðja næstu viku hefst menntamála- ráðherrafundur Norðurlanda. Á öllum þessum fundum verð- ur rætt um mörg mál, er varða samstarf hinna norrænu þjóða. Það er athygiisvert, að á þessu sumri hafa íslendingar farið til fjölmargra móta og funda til Norðurlanda. — íþróttamenn, menntamenn, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og margir fleiri hafa sótt sameiginlegar norræn- ar samkomur hjá þessum þjóð- um, sem eru skyldari okkur en nokkrar aðrar. Hér hafa einnig verið haldnir margir slíkir fundir, e. t. v. fleiri en nokkru sinni fyrr. Straumur ferðamanna frá íslandi hefur einnig fyrst og fremst legið til Norðurlanda og margt ferða- manna þaðan hefur komið hing- að. — Hvað sem segja má um nor- ræna samvinnu er það víst, að fólkið á Norðurlöndum er stöð- ugt að skapa nánari tengsl sín í milli. Þessar náskyldu þjóðir vilja hittast, kynnast og blanda geði. Það er einnig vilji íslend- inga. Misheppnuð tilraun til píslarvættis í ÞESSARI viku hefur blað kommúnista á íslandi gert til- raun til þess að skapa ritstjóra sinum píslarvættisaðstöðu. S. 1. 5 ár hefur ritstjóri þessa blaðs verið dæmdur í nokkrar sektir fyrir óþrifalegt orðbragð, æru- meiðingar og rógburð um ein- staka menn. Þessar sektir hefur ritstjórinn neitað að greiða og var honum þessvegna boðin vist í fangahúsi til þess að afplána þær. En eftir fárra daga dvöl þar skipti hann um skoðun og lét flokksbræður sína borga fyrir sig sektirnar. Þykir þessi för ritstjórans hin hæðilegasta. í þessu sambandi má geta þess, að allir aðrir íslenzkir ritstjórar, sem orðið hafa fyrir barði meið- yrðalöggjafarinnar hafa greitt sektir sínar. Fæstir þeirra hafa þó iðkað önnur eins sóðaskrif og ritstjóri kommúnistablaðsins. En tilraun kommúnista til þess að skapa ritstjóra blaðs síns písl- arvættisaðstöðu hefur algerlega misheppnazt. Almenningur sér enga ástæðu til þess að hann og En kommúnistar eru hinir reiðustu og kenna Bjarna Benediktssyni dómsmálaráð- herra fangelsisdvöl ritstjóra síns. Er það þó hin mesta firra. Dómsmálaráðherra hef - u ekkert meiðyrðamál höfðað gegn ritstjóra „Þjóðviljans." Hann hefur meira að segja ekkert meiðyrðamál höfðað gegn nokkrum manni. Hafa kommúnistar þó svívirt hana freklegar en nokkurn íslend- ing fyrr og síðar. Árásir kommúnistablaðsins á hann eru því gersamlega út i blá- inn. Fyrrverandi dómsmálaráðherr- ar, t. d. þeir Hermann Jónasson og Einar Arnórsson fyrirskipuðu á sínum tíma innheimtu meið- yrðasektá eins og annara sekta. Þeirri reglu hefur síðan verið I fylgt. Ailir ritstjórar, sem í meið- J yrðasektir hafa verið dæmdir hafa siðan greitt þær, nema rit- stjóri kommúnistablaðsins, sem* þó hefur að lokum séð að sér og greitt þær. Það er sanast að segja hlálegt, að kommúnistar skuli krefjast þess, að reykvískir verkamenn borgi nú brúsann fyrir sóðamunn söfnuð ritstjóra þeirra, á sama tíma, sem vitað er, að kommún- istaflokkurinn kaupir húseignir fyrir milljónir króna og ver stór- fé til aukinnar áróðursstarfsemi. Hinn fjarstýrði flokkur hefur haft skömm eina af þessu til- tæki.. Veðlánastarfsemi að hefjast HIN NÝJA húsnæðismálastjóm hefur nú gefið út tilkynningu um, að útlánastarfsemi sam- kvæmt lögum frá síðasta Alþingi sé að hefjast. Mátti það naum- ast seinna vera. Umsóknarfrest- ur um lán er til 1. október og hafa bæjarstjórum og oddvitum verið send eyðublöð undir um- sóknir. Hér í Reykjavík eru þau afgreidd í Veðdeild Landsbank- ans. Fylgisskjöl með lánsumsókn skulu vera hin sömu og með um- sókn um lán úr Lánadeild smá- íbúða. Á s. 1. ári voru veittar 20 millj. kr. til byggingarlána úr Lána- deild smáíbúða. Samkvæmt hinu nýja veðlánakerfi verður heildar- lánsupphæðin á ári allmiklu hærri, sennilega ekki undir 40 millj. kr. Hámarkslán hjá Lána- deDdinni var 30 þús. kr. Sam- kvæmt hinum nýju reglum verð- ur hávarkslánið 70 þús. kr. fyrst Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.